Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 7
SBNNUDAGTIt 6. Júnf 1971 •k-------------------- Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlcvæmdastjórl: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, tndriSl G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- statur BanJkastræti 7. — AfgredBslusöni 12323. Auglýsingasíml: 19523. AOnar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mániuBi. tananlands. í lausasölu kr. 12,00 etat. — Prentsm. Edda hf. í dag er sjómannadagurinn, hátíðisdagur sjómanna. 1 dag munu allir valdamenn að vanda segja mörg og hlý- leg orð um sjómannastéttina og mikilvægi hennar í ís- lenzkum þjóðarbúskap. Ráðherra mun ganga þar á undan og AkVi ólíklegt. að enn verði vitnað í hina frægu setningu Winston Churchills um hina fáu, sem vinni svo mikið í þágu hinna mörgu. Enda er það sannmæli, þegar menn skoða íslenzkan þjóðarbúskap niður í kjölinn. En orð valdamanna 1 dag verða önnur en verk þeirra fyrir rúmum tveimur árum. Þá beitti ríkisstjóniin sér fyrir því á Alþingi, að sett yrðu lög, sem breyttu veru- lega samningum milli sjómanna og útvegsmanna til mikils óhags fyrir sjómenn. Svo fast fylgdi ríkisstjómin þessu máli fram, að hún gaf í eina sMptið á löngum valdaferli simiin þá yfirlýsingu, að hún myndi segja af sér, ef hún fengi þessi lög ekM samþykkt. Ailt stjómarliðið á Alþingi fylkti sér um þessa árás á sjómannastéttina. Sjómexm gátu þá ebM svarað nema á einn veg. Þeir kröfðust bóta og gripu til nauðvamar. Það tók sjómenn margra vikna verkfall að knýja nokkrar bætur fram. Gjaldeyristapið af því nam mflli 600—1000 milljónum króna. En þessari ríMsátjóm fannst sú fóm betri en að eiga þátt í því, að rétta hlut sjómanna. Enn hafa sjómenn ekM endurheimt að fullu það, sem þá var af þeim teMð. Því aðeins verður komið í veg fyrir, að slíkur atburð- nr endurtaM sig, að sjómenn sýni í verM, að þeir muni vel eftir honum. Það þurfa þeir forastumenn áð fíimá, sem hér beittu sjómenn rangindum og ólögum. Þjóðin ðll þarf líka að gera sér ljóst, að það er ekM nóg að minnast sjómanna hlýlega á Sjómannadaginn. Það verður að búa sjómönnum þau kjör, að sjómennskan sé eftirsóknarverð og þessi stétt sé helzt betur tryggð gegn áfollum en aðrar stéttir, en ekM miMu lakar eins og nú á sér stað. Það hefur borið á erfiðleikum við að manna fisMsMp okkar góðum mönnum. Kjörin þurfa að verða það eftirsóknarverð að þessi stétt verði jafnan sMpuð völdum mönnum. Það er höfuðsMlyrði þess að íslenzkum sjávarútvegi og siglingum vegxri vel. Það hefur verið lán þjóðarinnar á undanfömum árum, að í sjómannastétt hafa valizt dugandi menn. íslenzkir fiskimeim hafa verið hinir afkastamestu í heimi og ís- lenzMr farmerm halda uppi hróðri þjóðarinnar víða um höf. En þetta getur breytzt, ef sjómönnum eru ekM búin eftirsóknarverð kjör. Það á að vera takmark þjóðarixmar að svo verði. Stærsta baráttumál sjómanna f dag er útfærsla landhelginnar í 50 sjómflur, og í þeirri baráttu á öll þjóðin að vera samtaka með þeim. 50 ára afmæli S.Í.B. Samband íslenzkra bamakennara á um þessar mund- ir 50 ára afmæli og var þess minnzt í síðustu viku og nú stendur yfir hin myndarlegasta sýning í Reykjavík í til- efni afmælisins. Á föstudag var haldinn hátíðafundur að Hótel Sögu, þar sem innlendir og erlendir gestir vottuðu sambandinu ýmiss konar virðingu með ræðum og gjöfum. Þá hefur afmælisins verið minnzt í vetur með mörgum greinum um skóla- og menntamál og hafa birzt margar athyglisverðar greinar hér í Tímanum frá barnakenn- uram. KennarasamtöMn leggja nú áherzlu á aukna mennt un kennara. Störf þeirra hafa of lengi verið of lítils metin, en þessi vandasömu störf era alltaf að verða þýð- ingarmeiri og þannig þarf að búa að kennurunum að þau störi verði eftirsóknarverð ekki síður í dreifbýli en þétt- býli. Tíminn sendir kennarastéttinni árnaðarósMr 1 til- efni afmælisins. — TK TIMINN mm ANTHONY LEWIS, NEW YORK TIMES: Peter Walker - dæmigerður full- trúi hins nýja brezka ííialds Hann gegnir hinu valdamikla embætfi umhverfismálaráðherra IHALDSFLOKKUK Heaths forsætisráðherra í Bretlandi er með nýju sniði. Hann er flokkur framtakssamra sam- keppnismanna, en forréttinda- blærinn er að mestu úr sög- unni og Peter Walker um- hverfismálaráðherra er dæmi- gerður fulltrái þessa 'nýja fhaldsflokks. Walker naut ekki við fjöl- skylduáhrifa eða háskólamennt- unar, hafði sem sagt ekki við neitt að styðjast annað en sjálf an sig, en var orðinn anðugor maður innan við þrítugt Hann sneri sér síðan að stjómmálun- um og var búinn að fá sæti í skuggaráðuneyti Heaths áður en haxm var hálffertugur. Nú gegnir hann störfum umhverf- ismálaráðherra í ríkisstjórn Heaths, en er þó ekki nema 39 ára. Umhverfismálaráðherrann hef ir gífurlegt vald. Alþjóðamót stórborga var fyrir skömmu háð í Indianapolis og þar skýrði Walker frá því, að undir ráðu- neyti hans heyrðu ákvarðanir um alla notkun lands á Bret- , tandi, um þjóðvegi og samgöng ur, ráðstafánir gegn men mótiin síéfnu'í bygj® um, svo og um áhrif sögu- frægra húsa og byggingu nýrra stórhýsa, og raunar einnig um margar athafnir á sviði héraðs stjórna. WALKER hefir gegnt embætti nmhverfismálaráðhena í átta mánuðL Á þeim tfmn hefir fjölmargt komið til hans kasta, svo sem ákvarðanir um gerð nýs flugvallar f London, sem ákveðið var að koma fyrir úti við ströndina en ekki inni f miðjn landi, eins og ráðgert hafði verið. Hann hefir ninnig synjað um byggingu gistihúss í hinni sögufrægu borg Cam- brigde á þeim forsendum að það væri of stórt, og hafnað umsókn um leyfi tíl notkunar stærri vörubíla á brezkum veg um en áður höfðu tíðkast Svo undarlega bregður við, að almenningur virðist ekki hafa gert sér þess grein, hvers konar maður Watker er, þrátt fyrir hin fjölmörgu áhugamál hans og margvisleg afskipti. Hann virðist raunar einnig óþekkt stærð í augum sumra samstarfsmanna hans í stjóm- málunum. Peter Edward Walker fædð- ist 25. marz árið 1932 í Harr- ow, sonur kaupmanns, sem átti annan son fyrir. Hann hvarf úr skóla 16 ára að aldri, en var þá þegar farinn að starfa fyr- ir íhaldsflokkinn. Hann var fé- Iagi í samtökum ungra íhalds- manna og hafði flutt nokkrar ræður á útifundum. WALKER var aðeins fjórtán ára að aldri þegar hinn gamli og glæsilegi íhaldsmaður Leo Amery heyrði hann flytja ræðu og bauð honum til tedrykkja. Amery ráðlagði Walker að reyna að koma sér þann veg fyrir, að hann yrði öllum óháð ur fjárhagslega. Hann lét sér Peter Walker 3Te þau ráð að Jrenningu verða og hófst handa um fjársöfnun eins hratt og kostur var. Walker sneri sér að trygg- ingum og settí á stofn eigið tryggingaumboð, hóf jafnframt fasteignasölu, stofnaði sameign arsjóði, hófst fyrstur handa um breytUegar ársgreiðslur 1 Bret- landi og tengdi tryggingar og sameiginlega sjóði með nýjum hætti. Og hann var orðinn auð- ugur maður innan við þrftugt Þeir, sem með Walker unnu, gefa þá skýringu á velgengni hans, að hann sé ákaflega skarp ur, mjög framgjam og hafði einstakt starfsþrek. Sjálfur seg ist hann ekki þurfa að sofa nema fimm stundir í sólar- hring. BRÁTT kom að því, að Walk er tók að beita atorku sinni í stjómmálunum. Hann gerðist formaður landssamtaka ungra Dialdsmanna og gerði tvær ár- angurslausar tilraunir tU að komast á þing. Það tókst svo árið 1961 þegar hann náði kosningu í Worcester. Fimm árum sfðar hafði hann tekið sæti í skuggaráðuneyti stjóm- anandstöðunnar. Velgengni Walkers hefir ver ið með þeim hætti, að margir efast um raunveruleika verð- leika hans. Sumir telja jafn- vel, að hann hafi í raun og vera ekki af neinu að státa öðru en framgirninni. Þeim þykir snerpa hans og snaggara leg framkoma minna allt um of á góðan sölumann. Mörgum hef- ir þó fallið mjög vel hve næm- ur hann hefir reynzt og athug- ull í umhverfismálunum. Ákvarðanirnir um flugvöllinn í London og leyfileg stærð vöru bDa voru táknrænar í þessu efni. Enn eina ákvörðun tók hann þar sem gífurlegar fjár- aflavonir voru í húfi. Það var þegar hann synjaði um leyfl tD borana eftir olíu í þjóð- garði í Yorkshire. WALKER segir sjálfur að hið umfangsmikla umliverfis- ráðuneyti sé alveg sérstaks eðl Is, en það var stofnað með því að sameina flutninga-málaráðu- neytið, ráðuneyti opinberra framkvæmda og húsnæðismála, ásamt vissum þáttum af um- ráðasviði héraðsstjóma. Walker tók sérstaklega fram í viðtali fyrir skömmu, að þessi sameining ein út af fyrir sig hefði gjörbreytt „forsendum ákvarðana og aðferðum við þær“. TD dæmis mætti ganga út frá því sem gefnu, að flutn- ingamálaráðuneytið hefði sam- þykkt stækkun flutningabflanna. Hann telur einnig sennilegt að ákvörðunin um flugv. í London hefði orðið önnur ef samein- ingin hefði ekki komið til. Al- menn viðhorf til umhverfisins verði miklu þyngri á metunum í hinu nýju umfangsmikla ráðu neyti en hagsmunir einstakra aðila. „í Bandaríkjunum hlýtur að gerast eitthvað í ætt við stofn- un þessa nýja ráðuneytis“, sagði Walker. „Ástandið í stórborg- unum fer hríðversnandi og þess vegna verður gripið til nýrra úrræða. Fyrir tíu áram hefði verið óhugsandi að veita einu ráðuneyti allt þetta vald hér hjá okkur. Nú eru allir á einu máli í þessu efni.“ UMSÖGN Walkers um ástand ið í Bandaríkjunum er byggð á gildum rökum og góðum kunn- ugleika. Hann hefir sennilega dvalið lengur í Bandaríkjunum en nokkur annar brezkur stjórn málamaður. Sú var tíðin, að hann fói' mánaðarlega vestur um Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.