Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 2
 TÍMINN SUNNUDAGUR 6. júní 1971 ® KARNABÆR FRÁ HLJÓMPLÖTUDEILD KARNABÆJAR Plöturnar, sem mest eru spilaðar: UMSJÓN: EINAR BJÖRGVIN • JESUS CHRIST SUPERSTAR • WOODSTOCK • WOODSTOCK 2 • CROSBY, STILLS, NASH and YOUNG . . . CROSBY, STILLS and NASH. Ný tvöföld 4 WAY STREET. • JANIS JOPLIN PEARL I GOT DEM OL’ KOZMIC BLUES AGAIN, MAMA. • SANTANA SANTANA ABRAXAS • URIAH HEEP SALISBURY • THE YES ALBUM • LEONARD COHEN SONGS OF LOVE AND HATE. • BLACK SABBATH BLACK SABBATH PARANOID • DEEP PURPLE IN ROCK • WISHBONE ASH • GEORGE HARRISON . . . ALL THINGS MUST PASS • TEN YEARS AFTER WATT • EMERSON, LAKE and PALMER • DAVID CROSBY • STEPHEN STILLS 0 JIMI HENDRIX CRY OF LOVE ELECTRIC LADYLAND AXIS BOLD AS LOVE ARE YOU EXPERIENCED SMASH HITS • BLOODROCK 2 • HAIR LONDON CAST BROADWAY CAST • CAT STEVENS TEA FOR THE TILLERMAN MONA BONA JAKOM • STEPPENW OLF MONSTER 7 • BOB DYLAN ALLAR PLÖTUR • SIMON & GARFUNKEL ALLAR PLÖTUR • CHICAGO I, n & III. • THE BEST OF NICE. — Póstkröfuþjónusta. — Sími 13630. © KARNABÆR Laugavegi 66. Box 75. 11 Við ! /eljum mmiisl þa? i borg crr sig j; - Of 'NAH H/F. Síðumúl a 27 . Reykjavík .» Símar 3 •55-55 og 3-42-00 Skrukka kom í Saltvík En enginn hneykslast á henni, því hún er ekki lengur góða barnið. Jæja krakkar, þetta var nú meira fjörið á Saltvíkurhátíð inni nm h vítasunnuhelgina. fjörið var svo óskaplegt, að Iiægt er að minnast þess enn, þótt ný helgi sé upprunnin. Þarna var áfengi drukkið — sumir reyktu meira að segja hass — og það sem ef til vill var merkilegast við þetta allt saman, var að fólk, sem tilheyr ir því fullorðna, kom líka og leyfði sér þann munað að dýrka Bakkus, sem það gerir örugglega e kki oft. Svo var tónlistin í hávegum höfð og ýmis önnur skemmtilegheit. Og á þessari hátíð „sjokker- uðust“ einhverjir, aðrir týndu skónum sínum og meiddu sig á því, að vaða berfættir brot- ið gler, nokkrir fengu háls- bólgu og kvef, einhverjir glöt uðu tjöldum sínum og öðrum farangri, margir urðu drullug ir frá tá til toppar á því að vaða forarsvað (eru vonandi orðnir hreinir aftur), nokkrir voru svo óheppnir að detta í sjóinn, einhverjir komust á fast og eilítið færri urðu fyrir því' óhappi að verða einstæð- ingar á nýjan, leik, nokkrir lömdu og líklöga jafnmargir voru barðir — og margir urðu einfaldlega blankir, svo að pabbi og mamma þurfa að standa í meiri útgjöldum (fyr- ir hann Nonna litla og Siggu sína, sem þótti svo leiðinlegt í Saltvík innan um allar fylli- bytturnar). Allt þetta og miklu meira Já, allt þetta og margt, margt fleira gerðist á Saltvík- urhátíðinni, en vonandi hafa allir komizt heilir í höfn aftur eða því sem næst. Svo eru menn að segja að „tilraunin“ hafi mistekizt, há- tíðin hafi speglað vandamál ís- lenzku þjóðarinnar, það sé eins og unglingunum sé ekki treystandi til neins og þar fram eftir götunum. Vesalings þeir, sem héldu að enginn sýndi þann ósóma, að drekka áfengi í henni Salvík um hvíta sunnuna, allir myndu lifa í sátt og samlyndi, hlusta bara á tónlist og anda djúpt að sér hinu tæra íslenzka andrúms lofti. Allir í kór Jæja, eftir allt þetta fjör, hlýtur að vera kominn tími til þess að huga að einhverju á- líka æðisgengnu á næstunni, þar sem ekki einu sinni allar helztu popphljómsveitir og aðr ir aðalskemmtiskraftar lands ins þendu sig á palli fyrir framan forarsvað, heldur væri tilvalið að fá súparstjömur ut an úr hinum stóra heimi til þess að taka þátt í slíku alls- herjarballi. Einnig væri tilval- ið að fá skemmtikrafta eldri kynslóðarinnar líka: 200 punda óperusöngkonur, lands eða heimsfrægar hermikrákur, söngkóra, 10—20 tónsnjalla presta, og gjaman nokkra lag lausa líka og þar fram eftir götunum. Itó. gætu allir, bæði ungir sem afdnir, drukkið sitt vín og réykt eða étið sitt dóp og sungið í sameiningu einn kröftugan hallúja- söng í lok- in. Síðan sneru allir aftur að sínum daglegu störfum, þreytt ir og sælir yfir lifsins gæðum og þyrftu ekki að hneykslast eða gráta yfir ólifnaði hvers annars. Sannarlega yrði þetta ekki eins fráleitt og þegar kerl ingin áleit margt skrýtið í kýr hausnum, þegar hún handleggs braut sig á því að fara í sokk ana öfugu megin. Eftirþankar og svo skáluðu þeir eldri fyrir forarsvaði og ungu fólki Stúlka, sem sagðist vera 17 ára, hringdi í MUF á þriðju- daginn og bað að láta það koma fram, að hún sjálf hefði unnið fyrir peningunum er hún eyddi í Salvíkuráfengið sitt. Sama stúlka bað ennfremur MUF um að geta þess, að sér hefði fundizt gaman í Saltvk. Piltur, sem sagðist heita Jón Jónsson, kom að máli við MUF í fyrradag og bað um að það kæmi skýrt fram, að hann hefði ekki reykt hass á Saltvík urhátíðinni. Sami Jón kveðst álíta, að óeinkennisklæddur lögregluþjónn hafi rifið af hon reykjarpípu, sem í var hálft gramm af Prince Albert-pípu- tóbaki. 14 ára stúlka, sem kallar sig Mettu, kveðst f viðtali við MUF „aðeins“ hafa hlustað á tónlistina á Saltvíkurhátíðinni. 250 pör af strigaskóm ku hafa týnzt í Saltvík um helgina. Finnendur mega nota þá kæri þeir sig um, annars setja skóna í ruslatunnu. 51 árs kona biður að taka það fram, að sonur sinn, sem er 22 ára, laglegur piltur, frem 'ur hávaxinn eftir aldri, hafi ekki verið undir áhrifum áfengis í Saltvík enda hafi honum l^iðzt svo í öllum ósóm- anum, að hann hafi komið heim tveim klst. áður en hátíð inni var slitið. Að lokum verður MUF að biðja 35 hneykslaðar konur for láts á því, að ekki er pláss fyr ir greinar þeirra og biður þær vinsamlegast að senda þessar ágætu greinar til Velvakanda Morgunblaðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.