Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 1
ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvörwerzlun GMGÓLFS ÓSKARSSONAR BSapparsííg 44 - Sfeaai 11783. 55. árg. Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Tímann um kosningahorfurnan Þrír þingmenn af B-listanum í Reykjavík fella ríkisstjórnina Kosningafundur B-Iistans er í Laugardalshöll í kvöld kl. 21 Kosningafundur B-listans í Reykjavík verður í Laugardalshöll í kvöld. — Húsið ver'ður opnað kl. 20,15, en fundurinn hefst kl. 21,00. Á kosningafundinum flytja Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, Baldur Óskarsson, erindreki, og Tómas Karlsson, ritstjóri, ávörp. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir fundinn frá kl. 20,30. Á fundinum skemmta Karlakór Reykjavíkur, ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Á. Símonar og Jóni Sigurbjörnssyni; þjóðlagasöngvararnir Kristín og Helgi, hljómsveitin Náttúra og Ómar Ragnarsson. * Einar Ágústsson, alþingismaður, er fundarstjóri og flytur lokaorð. Kosningafundurinn í Laugardalshöllinni er nánar auglýstur á baksíðu í dag. Það eldra fólk, sem ekki getur af cigiti rammleik komizt á kosningafundinn, getur hringt í síma 10948, og verður það þá sótt, og því siðan ekið heim að fundi loknum. ALLIR VELKOMNER AlþýSubandalagiS hafði yfir 500 atkvæÖum færra en Framsóknarflokkurinn i borgarstjórnarkosn- ingunum s.l. vor, og þrír kjördæmalcosnir af G- listanum í Reykjavík þýSir ekki viSbót við þing- mannatölu stjórnarandstöSuflokkanna, þar sem AlþýSubandalagiS tapar þá uppbótarþingsæti í lceppninni viS SjálfstæSisflokkinn og AlþýSuflokk- inn um hina 11 landskjörnu þingmenn, uppbóta- sætin. Látum ekki söguna frá 1967 endurtaka sig og tryggjum kosningu þriggja manna af B-listan- um, ÞaS er öruggasta leiSin til aS tryggja fall . ríkisstjórnarinnar. EJ—Reykjavík, fimmtudag. Blaðið sneri sér í gær til Einars Ágústssonar, varaformanns Fram- sóknarflokksins, og ræddi við hann um kosningahorfumar. — Mér er efst í huga, hvernig kosningarnar fara hér í Reykjavik og er það af skiljanlegum ástæðum. Hér stendur slagurinn að mínuin dómi um það, hvort Sjálfstæðismönnum tekst vegna sundrungar vinstri afl- anna að fá 7 kjördæmakosna eða hvort þrír menn verða kjömir af lista Framsóknarflokksins. Baráttan stendu^ því um það, hvor þeirra taki sæti á Alþingi eftir kosningar, Birgir Kjaran eða Tómas Karlsson. — Hvernig rökstyður þú þetta? ( — Ég rökstyð það þannig, að fyrsti uppbótarmaður Sjálfstæðisflokks- ins kemur úr Reykjavík. Vinni Sjálfstæðisflokkurinn þingsæti verður það því Birgir Kjaran, sem verður fyrsti uppbótaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins. — En hvað um hina flokkana? — Úrslit borgarstjórnarkosning- anna á sl. vori voru það mikið á- fall fyrir Alþýðuflokkinn, að ég tel óhugsandi að honum takist nú að vinna það upp. Hann fær þvi að- eins Gylfa kjörinn og Eggert sem uppbótarmann. Síðan í fyrra hef- ur orðið klofningur í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem ég tel ótvírætt leiða til þess að möguleikar F-listans í Reykjavík séu litlir sem engir. Um Alþýðubandalagið er það að segja, að úrslit borgarstjórnarkosn- inganna voru umtalsverður sigur þess, þegar miðað er við úrslit síð- ustu alþingiskosninga. Það atkvæða magn dugar þeim örugglega til að fá tvo menn kjördæmakosna í Reykjavík, þá Magnús og Eðvarð og verður þá Svava Jakobsdóttir fyrsti uppbótarþingmaður Alþýðu- bandalagsins. — En nú talar Alþýðubandalagið um það að það stefni að því að fá Svövu kjördæmakosna. — Já, það er rétt og ég sé að þeir hafa lagt út af því á fundinum í Laugardalshöllinni. 1 fyrsta lagi tel ég harla ólíkt að svo verði, m.a. fékk Alþýðubandalagið yfir 500 atkv. færra en Framsóknar- flokkurinn í borgarstjórnarkosning unum á sl. vori, en í öðru lagi vil ég benda á, að þingmannatala Al- þýðubandalagsins breytist ekki svo mjög, hvort sem kjördæmakosnir þingmenn þess eru fleiri eða færri. í því sambandi má minna á, hvem- ig fór 1967. Þá hagaði þannig til, að þegar atkvæði voru talin í síð- asta kjördæminu, Suðurlandi, var ríkisstjórnin fallin, ef frambjóð- andi Framsóknarflokksins næði kosningu. Svo fór þó ekki, heldur var Karl Guðjónsson, frambjóð- andi Alþýðubandalagsins kjörinn. Vegna þeirra úrslita fækkaði þing- mönnum Framsóknarflokksins um einn, en Alþýðubandalagið fékk ekki það þingsæti heldur Sjálfstæð isflokkurinn. Vegna þess fékk Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.