Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 3
FÖSTtJDAGUR 11. júni 1971 TÍMINN EIGINLEGA KOSNINGASKRIFSTOFU? Neskaupstað, miðvikudag. Kommar og íhaldið í Neskaup stað virðast strax vera búnir að koma sér saman um stjórnar samstarf eftir kosningar, að minnsta kosti ber elcki á öðru, þegar litið er á gömlu símstöð- ina í bænum. Þá blasir við fólki allskonar áróðusplögg, sem á stendur x G, x D og annað því um líkt. Fyrst var það, að íhaldið fékk gömlu símstöðvarbygginguna til afnota sem kosningaskrif- stofu, og í næsta blaði og þar- næsta af kommablaðinu Austur- landi var varið miklu rúmi til þess að hneykslast á því, að nokkur flokkur skyldi fá hús í eigu ríkisins til kosningaáróð- urs, en nú er þetta breytt því að í morgun voru áróðursplögg komin þar upp frá kommúunum. Á hvað veit þetta? Megnóánægja yflr bygglngaframkvæirLclum á mótum Skólavörðustígs og Bankastrætis EB—Reykjavík, fimmtudag. Reykvíkingar hafa eflaust flest- ir, tekið eftir frainkvæmdunum, er nú standa yfir á mótum Skóla- vörðustígs og Bankastrætis. Fyrir skömmu var annað húsið þar á horninu rifið, en nú eru fram- kvæmdir hafnar við að byggja þar nýtt hús eilítið innar, þannig að götumótin verða lítið eitt breiðari. SKATTSKRÁ- IN UM EBA EFTIR ADRA HELGI FB-Reykjavík, fimmtudag BlaSið hafði í dag sam- band við Ragnar Ólafsson hjá _’:atí-lofunni 1 Reykja vík og sj. ’.rðist fyrir um út komu skattskrárinnar. — Sagðist hann ekki geta sagt fyrir nákvæmlega um útkomudag hennar, en hún kæmi út öðru hvoru megin við aðra helgi. Skattskráin hefur undanfarin ár komið út um mánaðamótin maí— júní, en stjórnvöld ákváðu að þessu sinni, að útkomu hennar skyldi frestað fram til 20. júní. Öll gögn varð- andi skattskrána eru kom- in í skýrsluvélar ríkisins, að sögn Ragnars, og er nú beðið eftir að þær skili niðurstöðum sínum varð- andi álagningu opinberra gjalda. Þeir sem vonuðust til þess, að götumótm yrðu það breið, að Skólavörðustígur og Hallgríms- kirkjan blöstu við er farið væri upp Bankastræti, urðu fyrir vojibrigð- um þegar raunin varð sú, að nýtt hús rís af grunni þar á horninu. Ilafa margir liaft samb?nd,við Tíin- ann undanfarið og lýst óánægju sinni yfir þessum byggingafram- kvæmdum. Til stóð að rífa einnig Silla og Valda-húsið við umrædd götumót, en eigendurnir munu ekki hafa sámþýkkfeþað. Eigandi hússins Sem var rifið er Sveinn Zoega verzlun- armaður, en hann verður einnig eig andi nyja luíssins'sem'rís brátt af’ grunni, og eftir öllum sólarmerkj- um að dæma, nær fljótlega fullri hæð. Umræddar breytingar eru í deildarskipulagi borgarinnar og hafa framkvæmdirnar verið sam- þykktar í skipulagsnefnd Reykja- víkúrborgar, en byggingarnefnd .borgarinnar hefur ekki enn þá sam- þykkt þær. SéS upp eftir Skólavörðustíg frá mótum Bankastrætis og Laugavegar. MEITILLINN I ÞORLÁKS- HÖFN Á VON Á TVEIM NÝJUM BÁTUM Heildarvelta fyrirtækisins nam 227 millj. á s.l. ári Aðalfundur Meitilins h.f. í Þorlákshöfn var haldinn 8. júní, og kom þar fram að á árinu framleiddi frystlhús félagsins 1.992 lestir af freðfiski, salt- fiskframleiðslan var 742 lestir og síldar og fiskimjölsverk- smiðjan framleiddi 2.174 ionn af mjöli og 428 lestir af lýsi. Á árinu 1970 gerði félagið út sex báta, og var ársafli þeirra um sex þúsund tonn af boifiski og humar. Heildar- velta fyrirtækisins nam 227.3 milljónum króna og söluverð útflutningsafurða að írádregn- 'm kostnaði og útflutningsgjöld i nam 154.7 milljónum króna. Idarvinnulaunagreiðslur Meit ins námu 50.2 milljónum kr. á árinu. Meitillinn á nú í smíðum tvo 105 lesta fiskibáta sem verða væntanlega afhcntir á þessu ári. Núverandi stjórn fyrirtækis- ins skipa: Oddur Sigurborgsson kaupféaigsstjóri, sem er for- maður, Erlendur Einarsson for stjóri, Guðjón B. Ólafsson fram kvæmdastjóri, Ágúst Þorvalds- son, alþingismaður og Sigurð- ur Tómasson oddviti. - i Braskfyrirtæki Al- þýðubandalags- formannsins Formaður Alþýðubandalags- félagsins í Reykjavík og aðal- kosningastjóri Alþýðubanda- lagsins í Reykjavik, heitir Guð mundur Hjartarson. Hann hef- ur ásamt Inga R. Helgasyni, verið talinn tii fjáraflamanna kommúnista. 29. maí auglýsa þessir menn í Lögbirtingablað- inu, ásamt miðstjórnarmönn- um í Alþýðubandalaginu, stofn un fyrirtækis, scm skv. tilkynn ingu á að stunda „lánastarf- semi og annan liliðstæðan rekstur“ eins og komizt er að orði og „eiga og reka fasteign- ir“. Prókúruhafinn er formað- ur Alþýðubandalagsfél .Reykja víkur. z/Að stunda lánastarf- semi og annan hlið- stæðan rekstur" Einhvcrn tíma hefði ver- ið sagt í Þjóðviljanum, að svona fyrirtæki værn hin dæmi gerðu braskfyrirtæki, sem ætl- uðn sér að nota verðbólguna, götin í skattalögum og aðstöðu í lánastofnunum, til að maka krókinn. Á þessu fyrirtæki var vakinn athygli í útvarpsumræðunum 3. júní. Magnús Kjartansson hefur svarað þessu í Þjóðvilj- anum og segir hann þar að hér sé aðeins verið að höndla með minningarsjóð Sigfúsar Sigur- hjartarsonar og orðalagið að „eiga og reka fasteignir, og stunda lánastarfscmi og annan hliðstæðan rekstur" sé aðeins lögfræðilegt orðalag, sem þýði aðeins að þetta braskfélag hafí heimild til að lána úr Sigfúsar- sjóði! Þegar braskið verður að minningarsjóði f auglýsingunni í Lögbirt- ingi er hvergi minnzt á Sigfús- arsjóð og hvcrnig á almennur bortr^r- „iíq um það. hvenær verið er að breyta minningar- sjóði í hlatafélag, þegar það er þá ekki yfirlvst jafnframt. Magnús svaraði þessu einn- ig í útvarninu m»ð því að telja npp alla bitlinga Ilannibals Valdimarssonar og alla þá umbun sem hann hefur fengið híá ríkisstjórninni vestur í Selárda!. Margt kemur upp þá hjúin deila Einu sinni var Hannibal for- maður Alhýðubandalagsins og þá talaði Magnús Kjartansson ekkert um bitlinga hans og v^rðlaunav 'it-ngar ríkistjórnar innar fyrir frammistöðuna í launabaráttunni. Þá var forseti ASÍ líka ágætur, en margt kem ur upp þá hjúin deila. — TK *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.