Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 2
2 TIMINN FÖSTUDAGUR 11. júní 1971 KOSNINGAUNDIRBÚN- INGUR GENGUR VEL ET—Reykjavík, fimmtudag. Tíminn ræddi í gær og í dag við aðalkosningaskrifst. framsóknar- manna í fjórum kjördæmum, Vest fjarðakjördæmi, Norðurlandskjör- dæmi vestra, Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi, og leitaði frétta af kosningaundir- buingi. Vestfirðir. Friðgeir Sólsson varð fyrir svörum á kosningaskrifstofunni á ísafirði. Hann sagði, að framsókn armenn á Vestfjörðum virtust nú í sókn og virtist sér sem flokkur- inn hefði bætt töluverðu við sig síðustu dagana. Hins vegar hægð- ist um hjá Hannibal og Alþýðu- flokksmenn væru heldur daufir. Friðgeir sagði, að líkurnar fyrir kjöri þriðja manns af B-listanum væru miklar, en úrslitin yrðu áreiðanlega mjög tvísýn. Norðurland vestra. Á kosningaskrifstofunni á Sauð- árkróki svaraði Snorri Sigurðsson og sagði hann, að líf hefði nú loks færzt í kosningabaráttuna þar nyrðra. í gærkvöldi hefði ver- ið haldinn fundur á Sauðárkróki og framsóknarmenn fengið mjög góðar undirtektir fundarmanna. Þær undii’tektir lofuðu góðu, og væri vissulega ástæða til bjart- sýni. Stjórnarandstæðingar gerðu sér æ ljósari þá staðreynd, að fall þriðja manns á B-listanum gæti bjargað stjórninni. Norðurland eystra. Á kosningaskrifstofunni á Akur- eyri varð Heimir Hannesson fyr- ir svörum, og sagði hann, að und- irbúningur fyrir kosningarnar væri í fullum gangi. Útgáfustarf- senii væri allmikil á vegum fram- sóknarmanna nú rétt fyrir kosning arnar, t.d. væru gefin út auka- blöð af Degi dag hvem fram að kosningum. Með hverjum deginum kæmi enn betur í ljós, að baráttan um 6. þingmann kjördæmisins stæði milli 4. manns á lista framsókn- armanna og 1. manns á lista al- þýðufl.manna. Það hefði m. a. komið greinlega fram í útvarps- umræðum sl. mánudag. Framsókn armenn væru bjartsýnir á kosn- ingu fjögurra manna, en baráttan yrði hörð, á því léki enginn vafi. Loftleiðii OÓ—Réýkjavík, fimmtudag. Loftleiðir hafa nú svaraö keppl nautum sínum á flugleiðinni yfir Atlantshafið. Búið er að sækja um leyfi til íslenzkra flugyfirvalda um að félagið fái að bjóða gjöld, sem verði lægri en námsmanna- fargjöldin hjá öðrum flugfélög- um og nái ekki eingöngu til náms- fólks, heldur allra á aldrinum 12 til 30 ára. Eru þessi fargjöld mið- uð við að flogið sé fram og til baka nijlii Ameríku og Evrópu. Samgöngumálaráðuneytið hefur gefið samþykki sitt til að þessi fargjöld gangi í gildi. Það hefur komið fram í Tíman- um, að stjórn Loftleiða hefur set- ið á fundum síðan Pan American Happdrætti Hl Fimmtudaginn 10. júní var dreg ið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 4.400 vinn- ingar að fjárhæð fimmtán milljón- ir og tvö hundruð þúsund krónur. Haesti vinningurinn, fjórir 500.000 króna vinningar, komu á númer 30150. Voru allir fjórir miðarnir seldir í Aðalumboðinu, Tjarnargötu 4. 4 — 100.000 króna vinningar komu á nr. 17737, og voru allir ímiðamir seldir í umboði Frí- manns Frímannssonar í Hafnar- húsinu. 10.000 krónur: 207 1206 1732 2031 2503 3312 3591 3723 3741 8382 8426 8816 9504 9683 9719 0900 10840 12881 13104 14723 17502 18304 18609 19029 19139 19278 20419 20510 23405 23431 25621 26447 30158 30160 30444 Sr.^57 32160 34999 35945 36627 37165 37597 38457 39557 40246 40288 40490 42117 42298 42732 43709 45482 48942 50239 52779 53600 53879 54073 54101 54865 55797 56179 57288 57372 57375 58305 59314 flugfólagið og Sabcna komu náms- mannafargjöldum á fót. Enda hafa önnur flugfélög á þessari flugleið fetað í fótspor þeirra og fastlega er reiknað með að öll flugfélög, sem halda uppi áætlunarflugi á leiðinni lækki fargjöld fyrir náms- menn. En eins og fyrri daginn hyggjast Loftleiðir ganga feti fram Sumargistiheimilið Kvennaskólanum Blönduósi Síðastliðið sumar var starfrækt gistiheimili í kvennaskólanum á Blönduósi. Þeirri starfsemi verð- ur haldið áfram í sumar, og allri tilhögun hagað á svipaðan hátt. Gistiheimilið tekur til starfa föstudaginn 18. júní og verður opið fram í september, og býður ferðafólk velkomið, til lengri eða skemmri dvalar. Auk venjulegs gistirýmis er gestum gefin kostur á að nýta sinn eiginn ferðaútbún- að. Margvíslegar veitingar eru fram bornar fyrir þá sem þess óska, s.s. morgunverður, smurt brauð, kaffi og kökur, máltíðir fyrir hópferðafólk, með fyrirfram pöntunum. Sigurlaug Eggertsdótt- ir veitir sumargistiheimilinu for- stöðu sem og síðastliðið sumar. EFLUM 0KKAR HEIMABYGGÐ •i %&&&• '-l'c'v. í .'*y. v. •*<> •*& SKIPTUM VID SPARISJÖÐINN * , ' . •."./*• '\. > SAfvíBANO ÍSL SPARISJOfA ar en keppinautarnir- Hið nýja fargjald Loftleiða er 35 dollurum lægra, en lægstu námsmannfar- gjöld, og nær til miklu fleiri ung- menna. Þess er ekkj krafizt að um nemendur sé að ræða, heldur aðeins að fólkið sé á ákveðnum aldri, og aldursflokkurinn er miklu rýmri hjá Loftleiðum en hinum flugfélögunum, sem miða við 15 til 25 ára aldur. Ráðagerðir stjórnar Loftleiða hafa farjð fram í tveim heimsálf- um. Þeir Alfreð Elíasson og Sig- urður Helgason eru í New York, en Kristján Guðlaugsson, Kristinn Olsen og Einar Árnason sitja í Reykjavík og hafa stjórnarmeð- limir staðið í símasambandi sín á milli. Niðurstaðan liggur nú fyr ir. Stjórnin ákvað að sækja um ungmennafargjöld til andsvara þeim ákvörðunum flugfélaganna sem búin eru að tilkynna náms- mannafargjöldin og hinna, sem vitað er um að lækka munu á næstunni. Er nú sótt um til viðkomandi flugmálayfirvalda, að fá að bjóða 185 dollara far fram og til baka yfir Atlantshafið yfir háannatím ann, sem er að sumarlagi og um jól og páska fyrir ungmenni á fyrrgreindum aldri. Lægsta gjald ’sem nú þarf að greiða svokallað 45 daga gjald er 279 dollarar. En ungmennafargjaldið 85 dollurum lægra. Samgöngumálaráðuneytið hér hefur lagt blessun sína yfir ung- mennafargjöldin og er nú eftir að sjá hvað Ameríkanar segja , við málaleituninni, og verði svarið já- kvætt, geta Loftleiðir státað áfram af lægstu fargjöldum yfir Atlants- hafið eins og hingað til. Au^turland. Jakob Björnsson varð fyrir svör um á kosningaskrifstofunnj á Eg- ilsstöðum. Jakob sagði, að undir- búningsstarfið gengi vel og teldi hann enga ástæðu til svartsýni af þeim undirtektum, er frambjóð- endur Framsóknarflokksins hefðu fengið á nýafstöðnum framboðs- fundum. Aukin spenna færðist nú í kosningabaráttun með degi hverjum og augsýnilegt væri, að stjórnarflokkarnir stæðu höllum fæti á Austurlandi. Lokasókn framsóknarmanna í kosningabaráttunni stæði nú fyr- ir dyrum: Þrjár skemmtanir á Egilsstöðum, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði, þar sem Ólafur R. Grímsson og Guðmundur Bjöms son, auk frambjóðenda, héldu ræð ur. K0PAV06UR - K0PAV0GUR Ungir stuðningsmenn B-listans í Kópavogi hafa opnað skrif- stofu að Álfhólsvegi 7, 3. hæð, sími 42233. Skrifstofan verður opin eftir hádegi á föstudag og frá morgni til kvölds á laugardag og sunnudag. Ungt fólk í Kópavogi er eindregið hvatt til að líta inn á skrif- stofuna til skrafs og ráðagerða. Bílar og sjálfboðaliðar á kjördag. Þeir stuðningsmenn B-listans, er geta lánað bíla sína eða starf- að á kjördag, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við kosn- ingaskrifstofuna að Neðstutröð 4, sími 41590. ílíl Su HII 22 LAXAR VEIDDUST I LAXÁ í KJÓS Á FYRSTU KLUKKUTÍM- UNUM. 22 laxar veiddust í Laxá í Kjós fyrir hádegi í gær, en áin var opn- uð í gærmorgun svo að óhætt er að fullyrða, að veiðitímabilið þar hafi byrjað vel. Laxarnir veiddust á 8 stangir og bæði á maðk og flugu að því er Guðmundur Gísla- son, veiðivörður við ána, sagði okk ur í gær. Þyngd laxanna er 8 — 15 pund. Laxarnir sem veiddust virt- ust »kki nýgengnir í ána, þeir voru ekki mikið lúsugir. Laxarnir veidd ust bæði fyrir neðan Laxfoss og fram í ánni, en óvenjulegt er að fá lax svona snemma framarlega í ánni. Veiðast laxar þar yfiríeitt ekki fyrr en í júMmánuði. Þá sagði Guðmundur Gíslason okkur, að fyrir 3 vikum, þeg- ar hitamælingar á vatninu í ánni fóru fram, hafi komið í Ijós, að áin var þá orðin eins hlý og hún var 10. júlí í fyrra. Páll G. Jónsson og Jón H. Jónsson hafa ána á leigu. 6 FYRIR HÁDEGI ÚR MIÐFJARÐARÁ. Hjá Stangaveiðifélagi ReykjavA ur, fengum við þær upplýsingar ! gær að veiðihorfur í Miðfjarðarí væru mjög góðar. Fyrir hadeg!. gær veiddust 6 laxar í ánni oj munu flestir hafa veiðzt í Kistun um. Laxarnir sem veiðast í ánn eru vænir eins og í öðrum ám. — EB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.