Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. júrn' 1971 TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 V7 < v + Einn hinna ungu og efnilegu kylfinga á Akurej'ri, Björgvin Þor steinsson, varð sigurvegari í keppn inni um Sjóvábikarinn, sem fram fór á gamla golfvellinum þar. Voru leiknar 36 holur til að byrja með, en þar sem úrslitin urðu þau, að þrír menn voru jafnir með forgjöf á 140 höggum, urðu þeir að heyja 18 holu auka- keppni um verðlaunin. Þeir voru auk Björgvins, Gunn ar Konráðsson og Gunnar Berg. í aukakeppninni urðu úrslit þessi: 1. Björgvin Þorsteinsson, 35:41 -r-7=69. 2. Gunnar Konráðsson, 40:41 -^11=70. 3. Gunnar Berg, 45:48-f-16=77. í keppninni án forgjafar varð Björgvin, einnig sigurvegari, en þar urðu úrslit þessi: 1. Björgvin Þorsteinsson, 34:40 :40:40=154. 2. Gunnar Konráðsson, 39:44 :38:41 = 162. 3. Þórarinn B. Jónsson, 39:42: 41:41=163. 'k Um síðustu helgi lauk hjá Golfklúbbnum Ness keppnin um „Bubnov-bikarinn“ en verðlaun til hennar gaf sendiráðsritari Sov- étríkjanna Vladimir Bubnov, fyr- ir skömmu. Var þessi keppni holu- keppni (með forgjöf), og hefur hún staðið í rúmar tvær vikur. Til úrslita í keppninni léku Sverrir Guðmundsson, lögreglu- varðstjóri og Magnús Guðmunds- son, flugstjóri, og lauk henni með sigri Sverris 3:2. Eftir 9 holur voru þeir jafnir 0:0, en á síðari hring náði Sverrir að komast 3 holur upp, þegar 2 voru eftir. Um helgina fer fram opin keppni hjá Golfklúbbnum Ness — eina opna keppnin sem þar fer fram á sumrinu. Verður þessi keppni flokkakeppni, og verður keppt í f jórum flokkum. Á laugardag verður keppt í meistaraflokki og í 1. flokki, en á sunnudag í unglingaflokki (18 ára og yngri) og í 2. flokki (for- gjöf 18 og meira). Leiknar verða 18 holur — ekki 36 eins og stendur 1 kappleikja- skránum, og veitt verða þrenn verðlaun í öllum flokkum. Verð- launin gefur íslenzk—ameríska verzlunarfélagi, sem hefur umboð fyrir Pierre Roberts, herrasnyrti- vörumar á íslandi, en nafn keppn innar ber heiti fyrirtækisins. Þessi keppni veitir stig í kcppn- rnni um landsliðssætið og er þriðja keppnin í röðinni, sem >að veitir. VALSMENN FÓRU AF STAÐ í SÍÐARI HÁLFLEIK SkoruSu þá tvö mörk, sem nægðu til sigurs yfir KR í 1. deildinni. Eftir markalausan fyrri hálfleik gegn KR í gærkvöldi náðu Vals- menn að bjarga andlitinu, með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og hljóta þar með bæði stigin út úr viðureigninni. Þar með gátu þeir andað léttara því ef þcir hefðu tapað lciknum var útlitið ekki gott — 1 stig eftir 3 leiki, í stað þiess að vcra nú með 3 stig cftir 3 léiki. Sigurinn var þó ekki tckinn út með sældinni, því KR-ingar börð- ust vel og áttu svo sannarlega skil- ið að skora mark, en úrslit leiks- ins voru þó ekki fjarri lagi. Fyrri hálfleikurinn var jafn og nokkuð um tækifæri á báða bóga — öllu þó fleiri og hættulegri hjá KR. Eins og t.d. þegar Baldvin Baldvinsson, komst einn innfyrir og lék á Sigurð Dagsson, en það mikill hraði var á honum að hann náði ekki að senda knöttinn í net- ið. Þá átti Sigurþór Jakobsson, þrumuskot, sem rétt fór utan við stöng, og síðan skalla á markið á síðustu sekúndu hálfleiksins, en þá var Sigurður heppinn að fá knöttinn beint í hendurnar. Bezta tækifæri Valsmanna kom í byrjun leiksins, er Hermann Gunnarsson, fékk knöttinn í opnu færi eftir laglegan samleik, en honum brást bogalistin í það skiptið eins og í önnur í þessum leik. f síðari hálfleik voru Valsmenn sterkari aðilinn, og þegar á 5. mín. skoruðu þeir mark eftir nokkuð góðan samleik á vallarhelmingi KR, sem lauk með því að Þórir ! Jónsson, gaf knöttinn á Jóhannes : Eðvaldsson, sem sendi hann með \ föstu skoti í netið. KR-ingar áttu möguleika á að jafna um miðjan hálfleiMnn, þeg ar Baldvin átti þrumuskot á mark ið, sem Sigurður varði meistara- lega, en frá honum hrökk knött- urinn fyrir fætur Sigurþórs, sem þegar skaut, en þá bjargaði einn varnarmanna Vals á línu. Á 30. mín. hálfleiksins var mik il þvaga við mark KR, og úr henni náði Þórir Jónsson, að pota knett- inum í gegnum þvöguna og í net- ið. Á sömu mín. komst Hermann einn að vítateigi, og sendi knött- inn með miklum krafti á markið, en Magnús Guðmundsson, sýndi þá glæsilega markvörzlu, sem áhorf- endur gáfu honum langt og mikið klapp fyrir. Valsmenn voru öllu sókndjarf- ari í síðari hálfleiknum en KR- ingar, sem áttu nokkur snögg upphlaup, og voru Valsmenn þá ívið betri aðilinn. KR-ingar voru ekki eins ákveðn ir í þessum leik og gegn Val í Reykjavíkurmótinu, sem var bezti leikur liðsins til þessa. Vörnin var góð í þessum leik, sérstaklefia Framhald á bls. 10. Mannaskipti hjá handknattBeiksliði Vals: Gísli Blöndal kemur í stað Bjarna Jónssonar Klp-Reykjavík, fimmtudag. ÞaS má með sanni segja, að það séu mannaskipti hjá 1. deildarliði Vals í handknattleik. í gær sögðum við frá því að Bjarni Jónsson, sem leikið hefur með Val und- anfarin ár, muni næstu árin leika með danska 1. deildar- liðinu Aarhus KFUM, en jafnframt því mun hann stunda nám í Tækniháskólanum í Aarhus. En hann hefur lokið námi í Tækniskólanum hér. í hans stað fá Valsmenn þó ekki síðri mann, því hinn kunni landsliðsmaður frá Akur- eyri og fyrrum leikmaður með KR, Gísli Blöndal, kemur suður í haúsT'ög mun hann leika með Valsmönnum nræsta vetur. Hann kemur til með að stunda nám í Tækniskólan- um, sama skólanum og Bjarni er nú að yfirgefa, svo segja má að hann taki við af honum í tvennum skilningi. Þessi ákvörðun Gísla að leika með Val kemur nokkuð á óvart, því hann lék með KR áður en hann fór til Akureyrar, og bjuggust flestir við að hann færi aftur í KR, þegar hann kæmi suður. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú, að honurn féll mjög vel við leikmenn Vals þegar hann kynntist þeim í sambandi við æfingar og leiki með lands liðinu í vetur, og einnig að Valur hefur endurráðið Reyni Ólafsson, sem þjálfara liðsins, en þcir hafa verið góðir kunn- ingjar, síðan Gísli hóf að æfa handknattleik hjá Reyni í KR. Gísli telur hann eins og marg- ir, sem þekkja til handknatt- leiksins, bezta þjálfara sem völ er á hér á landi, og hann vill fá að æfa undir hans stjóm. Þessi ákvörðun Gísla er vel skiljanleg. Áhuginn meðal Vals manna til að ná árangri er mun meiri en hjá KR-ingum, sem sést bezt á því, að Vals- menn eru þegar byrjaðir æfing- ar, en KR-ingar hafa ekki enn ráðið til sín þjálfara fyrir næsta vetur. Menn eins og Gísli, sem hafa verið áberandi beztu menn sinna liða — og fá þess vegna oft sérstaka „meðhöndlun“ hjá mótherjunum, geta notið sín betur með mönnum, sem eru álíka góðir, og er ekki að efa að Gísli á eftir að vcra mikill styrkur fyrir Val í 1 deildar- keppninni næsta vetur. Gísli sagði í viðtali við íþrótta síðuna í gær, að þessi ákvörð- un hafi verið erfið, því hann ætti marga góða vini og félaga Gisli Blöndal — klæðist rauðri peysu Valsmanna, en ekki svart-hvítrl peysu KR-inga, næsta vetor. innan KR, og hjá þvf félagi hafi hann mikið til verið alinn upp. En hann hefði frekar valið þann kostinn að reyna að ná lengra í handknattleiknum, og þess vegna hefði Valur orðið fyrir valinu. Hann sagðist ekki kom suður fyrr en í haust, en þar til myndi hann æfa eftir sérstöku æfingaprógrammi, sem hann fengi sent frá Val ein- hvern næstu daga. Gísli hefur verið mjög áhuga samur um æfingar í allan vet- ur, og er ekki að efa að hann slær ekki slöku við í sumar, og kemur því tvíefldur til að klæð ast rauðri peysu Valsmanna, í haust. Fyrstu verðlaunin, sem veitt eru í Pierre Roberts-keppninni fram fer um helgina hjá Golfklúbbi Ness. golfi, sem Ármanni og KR boðið á alþjoðlegt körfuknattleiksmót í Skotlandi Verða þrjú íslenzk lið í keppninni? klp—Reykjavik. Eins og áður hefur komið fram í fréttum var íslandsmeisturunum í kurfuknattleik, ÍR, hoðið að taka þátt í alþjóðlegu móti, sem fram fer í Edinborg I Skotlandi í sum- ar. ÍR þáði þetta boð, en nú hefur tveim öðnirn ísierizkum liðum einnig verið boðið að taka þátt í þessu sama móti. Eru það lið KR og Ármanns, sem voru í öðru og þriðja sæti í 1. deild sl. vetur. Eftir því sem íþróltasíðan hefur fregnað hafa bæði liðin óhuga á að taka þátt í mótinu, en ekki er enn vitað hvort úr því verður, þvf æfingar hafa verið heldur af skornum skammti að undanförnu. Mótið mun hefjast 14. júM og standa til 19. júlí. Liðin sem taka þátt í þvi eru mörg af beztu körfuknattleiksliðum Evrópu, en auk þeirra verða þar lið frá Eng- landi, Skotlandi og flestum Norð- urlöndunum. Þetta er glæsilegt boð og mikil viðurkenning fyrir íslenzkan körfu knattleik, og væri óskandi að öll þrjú liðin gætu tekiðþátt í því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.