Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.06.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. júní 1971 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, IndriCi G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Anglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Rit- stjómarskrifstofur i Ekiduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Banikastræti 7. — Afgreiðslusiml 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskrtftarcjald kr 195.00 i mánuCi innanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda hf. Þá fellur stjórnin örugglega Kosnmgabaráttunni er að ljúka. Ljóst er af henni, að úrslitin geta oltið á nokkrum atkvæðum í mörgum kjördæmum. Þannig virðist ljóst, að Framsóknarflokk- rnn vantar ekki nema herzlumuninn til þess að vinna nýtt þingsæti í Suðurlandskjördæmi, Vesturlandskjör- dæmi, Vestfj.kjördæmi og Norðurl.kjördæmi eystra. Það getur einnig oltið á örfáum atkvæðum, hvort hann heldur þriðja sætinu í Norðurlandskjördæmi vestra, þar sem hann sigraði með örlitlum atkvæðamun síðast. Það gild- ir einnig um fjölmennustu kjördæmin, Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, að þar geta örfá atkvæði, jafnvel eitt atkvæði, ráðið því, hvort Framsóknarflokkurinn vinnur nýtt þingsæti eða ekki. Það virðist nú ljóst, að Hannibalistar eru alveg úr leik. Mikið veltur því á skiptingunni milli Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins. Eigi stjórnin að falla, þarf Framsóknarflokkurinn að fá sem flesta kjördæma- kosna menn, en Alþýðubandalagið sem fæsta. Þá notast betur mftguleikar þess til að vinna fleiri uppbótarsæti frá stjómarflokkunum. Að öðrum kosti er mikil hætta á, að sagan frá 1967 endurtaki sig, þegar það bjargaði meirihluta stjómarflokkanna, að Karl GuðjónssoiLjfajin sjötta þihgsætið í Suðurlandskjördæmi í stað Helga Bergs. Við það fækkaði uppbótarþingmönnum Alþýðu- bandalagsins um einn, svo að þingmannatala þess var óbreytt. Hins vegar missti Framsóknarflokkurinn eitt þingsæti og féll það í hlut Sjálfstæðisflokksins. Það nægði til að tryggja meirihluta stjórnarflokkanna síðasta kjör- tímabil. Slík saga má ekki endurtaka sig nú. En þetta myndi t.d. gerast, ef svo ólíklega færi, eins og Þjóðviljinn ræðir um í gær, að Svava Jakobsdóttir yrði kjördæma- kjörin í Reykjavík í stað Tómasar Karlssonar. Alþýðu- bandalagið myndi í staðinn aðeins missa uppbótar- sæti til stjórnarflokkanna og það gæti nægt til að tryggja þingmeirihluta þeirra. Svava hefur öruggt uppbótarsæti, þótt Alþýðubandalagið fái ekki nema tvo kjördæmakosna þingmenn í Reykjavík. Ríkisstjórnin verður því aðeins felld, að Framsóknar- flokkurinn fái sem flesta kjördæmakosna þingmenn. Framsóknarflokkurinn þarf því á öllum sínum atkvæð- ran að halda og helzt fleiri stjórnarandstæðinga til við- bótar. Þá fellur ríkisstjórnin örugglega. Hvað dvelur Ingólf? Bændur hafa jafnan fengið hækkanir á rekstiarvör- um teknar inn í verðlagsgrundvöll 1. júní ár hvert. Yfir- nefnd hafði úrskurðað þeim hækkanir vegna mikillar hækkunar á áburði, og að öllu eðlilegu hefði átt að taka þessar hækkanir inn 1. júní s.l. og greiða þær niður í samræmi við verðstöðvunarloforðið. Þessi hækkun kom hins vegar ekki til framkvæmda. Ríkisstjórnin tók málið í sínar hendur og liggur á því. Þannig virðist eiga að hlunnfara tekjulægstu stéttina í þjóðfélaginu, þrátt fyrir úrskurð yfimefndar að hún fái nú þegar hækkunina. Ingólfur verður að svara því fyrir kosningar, hvers vegna þessi hækkun kom ekki til framkvæmda 1. júní og hvort svíkja eigi bændur um þessa sjálfsögðu leiðréttingu. — Þ.Þ. f ANTHONY LEWIS, NEW YORK TIMES: Flóttinn frá Austur-Pakistan er orðinn alþjóðlegt vandamál Vestræn ríki verða að veita Indiru Gandhi fyllstu aðstoð GERUM okkur í hugarlund, að allir íbúar New Jersey, sjö milljónir að tölu, legðu á flótta úr fylkinu og leituðu skjóls í New York-borg og ná- lægum héruðum. Þetta ímynd- aða dæmi ætti að geta gefið Bandaríkjamönnum nokkra hugmynd um, hvað er að ger- ast í Austur-Pakistan, nema hvað flóttamennimir austur þar eru ósegjanlega miklu fá- tækari og svæðin, sem þeir flýja til, óendanlega miklu verr á vegi stödd en New York. Brezkir fréttamenn héldu fram sjötta þessa mánaðar, að nokkuð á fimmtu milljón manna hefði flúið frá Austur- Pakistan inn £ Indland og um 100 þúsund legðu land undir fót dag hvern. Tala flóttamann anna gæti verið orðin sjö eða átta milljónir innan skamms. Flóttamennirnir leggja leið sína til lands, sem torvelt er að láta fæða þá íbúa, sem fyrir eru og auk þess á í höggi við allt of öra mannfjölgun og at- vinnuleysi. Flóttamennirnir geta enga atvinnu fengið og land til ræktunar er hvergi að , hafa. Flóttamennirnir eru þeg- 'pf farnir að tínast in.n í ina Kalkútta, en heil milljón af íbúum þeirrar borgar sefur að jafnaði á gangstéttunum og nokkrar milljónir hafa ekki að gang að rennandi vatni né frá- rennsli. ALMENNINGUR á Vestur- löndum hefur verið seinn á sér að bregðast við, og það er ekki fyrri en nú allra siðustu dagana, að ákall hjálpar- og góðgerðastofnana er brýnandi. Margar vikur eru þó liðnar sið- an öllum heimi urðu kunnar þær ástæður, sem valda mann- falli og eyðileggingu í Austur- Pakistan. Borgarastyrjöld og erjur milli héraða hafa orðið þúsund um þegna að bana. Enginn get ur með vissu vitað, hve margir hafa látið lífið, en hlutlausir menn, sem fylgzt hafa með at- burðum, segja nokkur hundr- uð þúsund manna hafa fallið. Fólk hefur borizt á bana- spjótum vegna kynþáttaandúð- ar, stjórnmála og trúarbragða, og hvergi fyrirfinnst það hér- að, að íbúar þess séu með ö!lu saklausir. Herinn frá Vestur- Pakistan hefur þó valdið mestu mannfalli og mestu hatri, en hann hefur reynt að velja fóm ardýr sín. Haft er eftir áreiðan legum heimildum i Austur- Pakistan, að herinn hafi verið látinn leggja sig fram um að drepa menntamenn og aðra þá, sem líklegir voru til að móta eða hafa áhrif á skoðanir al mennings, svo sem lækna, há- skólakennara, stúdenta og rit- höfunda. EFNAHAGSLÍF Austur- Pakistan hefur orðið fyrir þungum áföllum. Sáning mat jurta, einkum korns, hefur orð ið fyrir miklum truflunum. INDIRA GANDHI Jf •v'- -av . en höfðu þegar valdið mjög veru- legum spjöllum á samgöngum. Afar margir bátar hafa sokkið og taka mun að minnsta kosti hálft ár að gera við skemmd- iraar á mikilvægustu járn- brautunum, — og bví aðeins takast, að friður haldist. Hræðileg hungursneyð vofir yfir vegna þeirra truflana. sem orðið hafa á efnahagslifinu og öllu dagfari fólksins. Sagt hef- ur verið í Financial Times of London, að allt að fjórum milljónum manna muni verði hungurmorða í Austur-Pakist- an á næstu mánuðum, nema því aðeins að brugðið sé skjótt við um bráðabirgðaaðstoð og uppbygging tafarlaust hafin. Minnast ber, að ýkjur eru ekki algengar í Financial Times. HVAÐ geta vestrænar þjóðir aðhafzt til þess að hjálpa Aust- ur-Pakistönum að bjargast út úr þeim hörmungum, sem yfir hafa dunið? Erfiðar stjórnmála hindranir verða oft og tíðum á vegi mannúðarinnar, eins og áþreifanlega kom frarn í borg arastyrjöldinni í Nigeriu. Ríkisstjórnir vestrænna ríkja vilja auðvitað helzt koma til hjálpar með þeim hætti, að það dragi úr erfiðleikunum á stjórnmálasviðinu, geti lægt haturseldana í Austur-Pakist- an, greitt fyrir allri endur- reisn og hraðað henni og gert flóttafólkinu kleift að hverfa heim að nýju. Þessu verður þó naumast komið í kring nema þv* aðeins, að nærveru einhverra erlendra samtaka njóti við og frain- kvæmd bráðabirgðaaðstoðar og endurreisnar verði i höndum einhvers annars en hersins frá Vestur-Pakistan, — en Yahya Khan forseti tekur slikum ráð- stöfunum tæpast fegins hendi. BANDARÍKJAMENN eða aðrar þjóðir, sem láta sig mál- ið varða, hafa ekki reynt opin- berlega að knýja Yahya Khan forseta til eins eða neins. Ýmis legt bendir þó til að reynt hafi verið að beita áhrifum í kyrr- þey, til dæmis í. sambandi við mikilvægustu fjárhagsaðstoð- ina erlendis frá. Samkvæmt sumum fregnum eru sagðar horfur á, að Yahya Khan muni fallast á einhvers konar nær- veru eða aðstoð Sameinuðu þjóðanni í Austur-Pakistan. Vera má þó, að vestrænar þjóðir komist að þeirri niður- stöðu, að þær beri þyngri ábyrgð gagnvart Indverjum en Pakistönum þegar til lengdar lætur. Málið er að mörgu leyti þannig vaxið, að það getur valdið jafnvel enn meiri vandræðum £ Indlandi en Pakistan. Brýnasta verkefni Indverja 1 bráð er að fæða flóttamenn- ina, veita þeim skjól meðan á regntimanum stendur, en hann er þegar skollinn á, svo og að koma í veg fyrir *' útbreiðsiu Idréþsótta eins óg kóleru, sem farin er að stinga sér niðtir í flótttamannabúðunum. Erlend- ar þjóðir geta tekið á oínar herðar meginhluta þeirrar fjár hagsbyrði, sem af fullnægingu þessara þarfa leiðir, en Ind- verjar verða að axla hinar fé- legslegu byrðar og taka stjórn málaafleiðingunum. MIKILLA stjórnmálaerfið- leika hefur gætt í Kalkútta og umhverfi hennar, þar sem ýms- ar vinstri hreyfingar hafa vald ið sundrungu og beitt meira eða minna ofbeldi, löngu áður en nokkrir flóttamenn komu til skjalanna. Flóttamennirnir hljóta að auka ákaflega mikið á erfiðleikana þar sem við upp lausn liggur og fátæktin er geigvænleg fyrir. Frú Indira Gandhi átti í ærn um erfiðleikum með það eitt að reyna að glæða vonir Ind- verja um framfarir á næstu ár- um. Nú verður hún og ríkis- stjórn hennar að verja miklu af atorku sinni til þess að leysa bráðasta vanda flótta- mannanna. Hún hiýtur einnig að hafa alvarlegar áhyggjur af skæruliðahreyfingum öfga- manna, sem tekið er að gæta handan landamæra Austur- Pakistan. og hljóta að valda margs konar erfiðleikum ef hersetan heldur áfram. Eins og á stendur er ekki samvizkan ein um að geva þær kröfur, að vestrænar þjóðir komi frú Gandhi til aðstoðar eftir föngum. heldur er það einnig skynsamleg stjórnmála- ráðstöfun. Vel má fallast á, að Indverjar reyni oft á þolrif vestrænna þjóða, en við ríkis- stjórn Indiru Gandhi eru tengd ar haldbeztu vonirnar um festu í sunnanverðri Asíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.