Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.08.2002, Qupperneq 2
2 16. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Á frett.is er hægt að sækja Fréttablaðið í dag á pdf-formi. Þar er einnig hægt að nálgast eldri tölublöð Fréttablaðsins á frett.is. Þú getur sótt Fréttablaðið þitt á frett.is í útlöndum úti á landi í vinnu í útlöndum SKIPSFLÖK Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytisins, segir það rétt að því hafi stundum verið haldið fram að skipsflök á hafsbotni geti veitt skjól sem skapi jákvæð skilyrði fyrir fiskalíf. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, hefur hafnað hugmyndum um skipakirkju- garða á hafsbotni m. a. vegna mengunarhættu. Kafarar segja olíuhreinsuð flök hins vegar já- kvætt rusl og vilja endilega fá nokkur í kaf umhverfis landið. Magnús segir það þekkt að sokkin skip séu notuð sem æfingasvæði fyrir kafara, en þessi rök breyti þó engu um að það sé langur veg- ur frá því að takmarkalaus sökkv- un skipa verði leyfð tímabundið. Þetta hafi verið rætt innan ráðu- neytisins af og til og þrátt fyrir skiptar skoðanir hafi hreinlætis- sjónarmið vegið þyngra. Það við- horf sé ríkjandi í umhverfismál- um að úrgangur sé endurunninn í stað þess að honum sé fargað, auk þess sem ætlast sé til að þeir sem eigi úrganginn beri ábyrgð á hon- um sjálfir.  UMHVERFISRÁÐHERRA Leggur áherslu á varnir gegn mengun sjáv- ar og vill ekki sökkva ónýtum skipum. Mál- ið verður væntanlega skoðað nánar í um- hverfisráðuneytinu fari svo að frumvarp um heimildir til að sökkva skipum til árs- loka 2004 verði lagt fyrir Alþingi. Skipakirkjugarðar á hafsbotni: Hreinlætissjónarmið vega þyngra en jákvætt rusl SKATTAR Að dæma af ummælum Ögmundar Jónassonar, formanns þingflokks Vinstri grænna, og Hjálmars Árnasonar, alþingis- manns Framsókn- arflokks, verður persónuafsláttur í skattkerfinu ofar- lega í umræðu kom- andi kosningavetr- ar. Eins og segir í Fréttablaðinu í gær hefur persónuaf- sláttur stöðugt lækkað frá því staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp árið 1988.. Skattfrelsismörk eru nú 67.468 krónur í stað 93.688 króna sem mörkin hefðu verið hefðu þau fylgt almennri verðþróun. „Á síðasta áratug hafa stjórn- völd farið þá leiðina að láta hækk- unina ekki vera eins bratta og vera skyldi. Þau hafa frekar nýtt fjármuni í sértækari aðgerðir sem nýtast hópum sem meira þurfa á að halda,“ segir Hjálmar Árnason. Hjálmar segir ljóst að hefði persónuafsláttur verið látinn fylg- ja verðlagsþróun hefði það einnig nýst þeim sem ekki eru í sömu fjárhagslegu þörf og lágtekjufólk. „Þetta er viðkvæm pólitísk spurning sem mun verða ágrein- ingur um. Þessu fylgir líka að menn hafa verið að reyna að ná niður skuldum ríkissjóðs með það langtímamarkmið að létta vaxta- byrði einstaklinga. Á meðan verið er að draga úr skuldum ríkissjóðs er minna eftir til annarra hluta,“ segir Hjálmar. Hann telur víst að málið komi til umræðu innan þing- flokka og á vettvangi komandi kosningabaráttu: „Þetta er eitt af þeim póltísku álitamálum sem ég hygg að allir flokkar muni fara yfir í vetur.“ Ögmundur Jónasson segir al- varlegast að þróunin í persónuaf- slættinum hafi þyngt skattbyrði þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu. „Þetta gerist á sama tíma og menn hafa verið að létta stórlega skött- um af stórfyrirtækjum og þeim sem eru aflögufærir. Hér hefur setið ríkisstjórn sem hefur haft meiri umhyggju fyrir stórfyrir- tækjum og efnafólki en þeim sem búa við lökustu kjörin,“ segir Ög- mundur. Ögmundur segir að ástunda þurfi gagnrýni á útgjöld hins opin- bera. Útrýma verði bruðli og óráðsíu. „Síðan þarf skattkerfið að vera réttlátt. Þessi þróun er ekki í anda félagslegs réttlætis nema síð- ur sé. Það er mikilvægt að þessi mál verði tekin til gagngerrar skoðunar,“ segir hann. Ögmundur telur að hækka eigi persónuafsláttinn þannig að hann verði sambærilegur því sem var 1988: „Það á að gera það í áföng- um.“ gar@frettabladid.is ÖGMUNDUR JÓNASSON „Þessi þróun er ekki í anda félagslegs réttlætis nema síður sé,“ segir alþingis- maður Vinstri græn- na. HJÁLMAR ÁRNASON „Stjórnvöld hafa frekar nýtt fjármuni í sértækari aðgerðir sem nýtast hópum sem meira þurfa á að halda,“ segir „Þetta er eitt af þeim póltísku álita- málum sem ég hygg að allir flokkar muni fara yfir í vetur.“ Skattafrelsismörk að kosningamáli Hjálmar Árnason alþingismaður segir stjórnvöld hafa lækkað skattleysismörk til að tryggja betur hag þeirra lakast settu. Ögmundur Jónasson alþingismaður segir hins vegar að raunlækkun skattfrelsismarka sé á kostnað lágtekjufólks og hafi greitt fyrir skattalækkanir á stórfyrirtæki. Austur-Hérað: Borgar veislu þotuliðsins SVEITARSTJÓRNIR Sveitarfélagið Austur-Hérað fellst á að greiða 135 þúsund króna reikning vegna mót- tökuveislu sem haldin var í tilefni fyrsta beina flugs þýska flugfélags- ins LTU til Egilsstaða í júní. Björn Hafþór Guðmundsson, sem í fyrra- dag lét af starfi bæjarstjóra, sagði þá á fundi bæjarráðs að upphæð reikningsins hefði komið sér nokk- uð á óvart. Hins vegar hefði sveit- arfélagið fyrirfram fallist á að koma að málinu enda það talið eðli- legt í ljósi viðburðarins. Þá hafi ekki legið fyrir hver kostnaðurinn yrði. Heildarkostnaður við móttök- una var 266.970 krónur.  Konur í stjórnmálum: Hlutur kvenna hefur hækkað STJÓRNMÁL Í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum hækkaði hlut- ur kvenna í sveitarstjórnum í 31,2% en var við síðustu sveita- stjórnarkosningar 28,2%. Hlutur kvenna hækkaði einnig við síðustu alþingiskosningar úr 25% í 36,5%. Til að hvetja konur til stjórn- málastarfa og vekja athygli á mik- ilvægum störfum kvenna á Al- þingi og í sveitarstjórnum stendur nefnd sem skipuð var á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins fyrir verk- efninu: Konur í læri - dagar í lífi stjórnmálakvenna. Verkefnið mun formlega hefjast við setningu Al- þingis hinn 1. október n.k. og mun standa til nóvemberloka. Margrét Sverrisdóttir alþingis- kona og einn nefndarmanna segir hugsunina með átakinu vera að þingkonur og konur innan sveita- stjórna miðli reynslu sinni til ann- arra kvenna. „Það verður á valdi hverrar fyrir sig á hvað hátt hún kynnir sitt starf en með því opnar hún heim stjórnmálakvenna og leiðbeinir þeim konum sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig stjórn- mál.“ Í fréttatilkynningu frá nefnd- inni segir að erindið hafi verið sent alþingiskonum og þeim sem sitja í sveitarstjórnum. Þá hefur verið óskað eftir samstarfi við samtök launþega og atvinnulífsins með þeirri ósk að konur innan samtak- anna taki þátt í verkefninu.  SLÁTRUN Áætlað er að 65 þúsund fjár verði slátrað í haust hjá Norð- lenska á Húsavík sem yrði met í sláturhúsinu. Til samanburðar var slátrað um 58 þúsund fjár í húsinu í fyrra. Sauðfjárslátrun hefst hjá Norðlenska 20. ágúst. Þá verður slátrað þrjú til fjögur- hundruð lömbum sem flest fara til útflutnings á bandaríkjamarkað. Slátrun hefst svo fyrir alvöru 3. september og líkur í lok október. Þokkalega gengur að manna sláturhúsið í haust en um 100 starfsmenn þarf til að vinna við slátrun og frekari úrvinnslu á kjöti. Ný úrbeiningarlína eða skurð- arlína á lambakjöti verður tekin í notkun hjá Norðlenska í næstu viku og er um að ræða algjöra byltingu í úrvinnslu lambakjöts. Þetta er fyrsta línan sinnar teg- undar en Marel hannaði og þróaði hana í samstarfi við Norðlenska. Með línunni er ætlunin að breyta verulega um vinnubrögð í slátur- tíð, auk þess sem hægt verður að stórauka framboð á fersku lambi. Með nýju línunni á öll vinnuað- staða að lagast og afköst eiga að aukast. Á vef stéttarfélaganna á Húsavík, vh.is segir að nýja línan geri mögulegt að taka upp af- kastahvetjandi launakerfi, enda verði vilji til þess hjá starfs- mönnum og stjórnendum fyrir- tækisins.  SLÁTURHÚSIÐ Á HÚSAVÍK Vinnuaðstaða þessara herramanna og annarra hjá Norðlenska á Húsavík batnar til muna með tilkomu nýju skurðarlínunnar. Norðlenska á Húsavík: Stefnir í met í sláturtíðinni 11 ára drengur var hætt kominní sundlauginni á Tálknafirði í gær. Hann festi annan fótinn í stiga í lauginni og náði ekki að losa sig. Hann náði að gera við- vart með því að veifa hönd upp úr vatninu. Sundlaugarvörður náði að losa drenginn og blása lífi í hann. Drengurinn var kominn til meðvitundar þegar læknir og lög- regla komu á staðinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.