Fréttablaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 10
KAUPHÖLL Verðbréfamiðlarar
telja, í ljósi þeirrar svartsýni sem
ríkir á hlutabréfamörkuðum, ekki
útilokað að gengi deCODE á Nas-
daq geti enn lækkað töluvert og
engum ætti að bregða þó þau færu
niður í 2 dollara á hlut á næstunni.
Sérfræðingar segja ástandið vont,
en það venjist, og það eina sem sé
gefið í þessu sé að gengið geti
aldrei farið niður fyrir núllið. Það
er því enn langt í botninn hjá
deCODE og skráning þess á Nas-
daq er enn langt því frá að vera í
hættu. Fyrirtækjum er ekki skipt
inn og út af Nasdaq, líkt og á Dow
Jones, og algengt er að höndlað sé
með bréf í fyrirtækjum sem eru
farin að skrapa botninn. Nokkur
stemning á það meira að segja til
að skapast í kringum fyrirtæki
sem eru komin niður fyrir 1 dollar
á hlut og djarfir fjárfestar eiga
það til að kaupa í þeim og græða
vel ef gengið mjakast örlítið upp.
Hættan á því að tapa öllu er þó
vitaskuld alltaf fyrir hendi.
10 16. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Gengi deCODE
á Nasdaq:
Enn langt
í botninn
Ómöguleg
póstþjón-
usta
Vesturbæingur skrifar:
Ekki veit ég hvað fær forráða-menn Íslandspósts til að ætl-
ast til þess af Vesturbæingum að
þeir sæki póstsþjónustu vestur á
Seltjarnarnes. Búið er að loka
pósthúsinu við Hofsvallagötu og
er okkur Vesturbæingur vísað á
Seltjarnarnes. Þetta þykir mér
langt gengið, of langt.
Ég hef fátt eða ekkert við
Seltirninga að athuga en get alls
ekki sætt mig við að þeir þjónusti
mig. Það getur ekki verið að
hægt sé að ætlast til þess að okk-
ur sé gert að fara í önnur byggð-
arlög vegna svokallaðrar grunn-
þjónustu. Ég skil nú óánægju
fólks víða um land þar sem verið
er að draga úr þjónustu banka og
pósts. Ég ætlast til að Íslands-
póstur endurmeti þessa ákvörð-
un sína hið fyrsta.
NÝJAR
SENDINGAR
Í HVERRI VIKU
2.699,- 1.299,- 999,- 1.999,-
1.999,-
Kominn aftur
Kominn aftur
KAUPHÖLLIN
Ástandið er vont en það venst og miðlarar og fjárfestar gefast ekki upp enda leynast
kauptækifærin víða. Jafnvel á botninum.
Eftirlitsmyndavélar:
Koma
ekki í veg
fyrir glæpi
GLÆPIR Eftirlitsmyndavélar eru
ekki eins mikilvægar í baráttunni
gegn glæpum og áður hefur verið
talið. Þetta kemur fram í niður-
stöðum rannsóknar breskra
stjórnvalda. Samkvæmt rann-
sókninni koma myndavélarnar að
öllum líkindum að betri notum við
að sjá glæpina fremur en að koma
í veg fyrir þá, að því er kom fram
á fréttavef BBC. Í rannsókninni
var fylgst með 22 myndavélum
sem komið hafði verið upp í Bret-
landi og Bandaríkjunum.
CHICAGO, AP Næst stærsta flugfélag
Bandaríkjanna, United Airlines,
ætlar hugsanlega að fara fram á
greiðslustöðvun og fylgja þar í
kjölfar flugfélags-
ins US Airways sem
fór fram á slíka
stöðvun í síðustu
viku. Að sögn for-
svarsmanna United
Airlines verður far-
ið fram á greiðslu-
stöðvun ef ekki
tekst að draga úr
kostnaði á næst-
unni. Flugfélagið ætlar að nota
næstu 30 daga til að ræða við
starfsfólk sitt um endurskipulegg-
ingu á rekstrinum. „Breytingarnar
sem við þurfum að gera eru afar
knýjandi og þurfa að eiga sér stað
eins fljótt og hægt er,“ sagði Jack
Creighton, forstjóri flugfélagsins.
United Airlines, sem tapar hund-
ruð milljónum króna á degi hverj-
um, er nú undir miklum þrýstingi
um að greiða skuldir upp á rúma
74 milljarða króna. Flugfélagið
tapaði tæpum 180 milljörðum
króna á síðasta ári og á fyrstu sex
mánuðum þessa árs hefur það tap-
að rúmum 70 milljörðum króna.
Búast forsvarsmenn flugfélagsins
við enn meira tapi það sem eftir
lifir af árinu. Hlutabréf í United
Airlines hríðféllu eftir að tíðindin
voru kunngerð.
Bandarísk flugfélög hafa átt í
miklum erfiðleikum eftir hryðju-
verkaárásirnar þann 11. septem-
ber. Hefur verulega dregið úr far-
þegafjölda vegna árásanna.
„Heimurinn hefur breyst,“ sagði
Creighton. „Eftirspurnin hefur
ekki aukist eins og við bjuggumst
við, fargjöldin eru lág og iðnaður-
inn veit ekki hvernig hann á að
bregðast við.“
Flugfélagið American Airlines,
sem er stærsta flugfélag Banda-
ríkjanna, tilkynnti á þriðjudag að
það ætlaði að segja upp fólki í
7000 stöðugildum til að draga úr
kostnaði. Þrjú bandarísk flugfé-
lög hafa farið fram á greiðslu-
stöðvun á þessu ári vegna þess
slæma ástands sem uppi er í flug-
iðnaðinum.
Greiðslustöðvun yfirvof-
andi hjá United Airlines
Næst stærsta flugfélag Bandaríkjanna í erfiðum málum. Tapaði 180 milljörðum króna á síðasta
ári. Þrjú bandarísk flugfélög hafa farið fram á greiðslustöðvun á þessu ári.
AP
/M
YN
D
Breytingarnar
sem við þurf-
um að gera
eru afar knýj-
andi og þurfa
að eiga sér
stað eins fljótt
og hægt er.
FLUGVÉL
Boeing 747 flugvél frá United Airlines tekur á loft frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Svo gæti farið að flugfélagið þurfi að sækja um
greiðslustöðvun til að freista þess að bjarga sér frá gjaldþroti.
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF