Fréttablaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 14
14 16. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Ídag eru 25 ár liðin frá því aðElvis Presley lést úr hjartaá- falli. Þrátt fyrir að þetta langur tími sé liðin frá láti kóngsins end- aði hann samt í efsta sæti skoð- anakönnunar sem gerð var í Banda- ríkjunum um hver væri „stærs- ta rokkstjarna heims“. Elvis vann með miklum meirihluta at- kvæða. Á eftir kónginum á listan- um voru í réttri röð; Jimi Hendrix, John Lennon, Mick Jag- ger og Bruce Springsteen. Búist er við því að um 100 þúsund manns safnist saman við Graceland, höll kóngsins, í dag til að votta honum virðingu sína. Hollywoodparið Tim Robbinsog Susan Sarandon heilluðu frumsýningargesti leikritsins „The Guys“ upp úr skónum í Edin- borg á miðviku- dagskvöldið. Verkið fjallar um slökkviliðsstjóra og blaðamann sem skrifa saman minningargreinar slökkviliðs- og lögreglumanna sem létu lífið í hryðjuverkaárásinni 11. septem- ber. Robbins og Sarandon eru einu leikararnir í leikritinu og styðjast aðeins við stóla, borð og sviðsljós við flutning verksins. Sýningin er hluti af Edinborgar- listahátíðinni sem stendur yfir þessa daganna. Söngvari hljómsveitarinnarDrowning Pool, sem hefur verið að ryðja sér til rúms á MTV sjónvarpsstöðinni með lag sitt „Bodies“, fannst látinn í hljóm- sveitarrútunni á miðvikudag. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber. Hljómsveitin var á tón- leikaferðalaginu Ozzfest þar sem hún fylgdi eftir fyrstu breiðskífu sinni „Sinner“. Rannsóknarfyrirtækið Forrest-er Research í Bandaríkjunum heldur því fram að ekki sé hægt að kenna stafrænum afritunum um minnkandi plötusölu í land- inu. Sala hefur dregist saman um 15% þar í landi og segir fyrir- tækið ástæðuna vera af öðrum toga en að fólk sé að sækja tón- listina frítt á Netinu. Það bætti því einnig við að fyrirtækin gætu nýtt sér tæknina betur til þess að gera tónlist þeirra aðgengilegri Netnotendum. Fyrirtækið spáir því að ný vefsvæði plötufyrir- tækjanna, sem leyfa notendum að vista og fjölfalda tónlist lista- manna gegn vægu gjaldi, muni veita þeim allt að 17% tekna þeir- ra árið 2007. Þar eiga þeir við síður á borð við Pressplay, MusicNet, FullAudio og Rhapsody sem hingað til hafa ekki heillað netnotendur á sama hátt og síður á borð við Napster. Ástæðan fyrir því er líklegast sú að Napster hefur boðið notendum sínum upp á þjónustuna án end- urgjalds. MENNINGARNÓTT „Mér finnst þetta meiriháttar. Þó við rapp- arar séum komnir langt frá því sem kvæðamenn eru að gera þá er þetta angi af sama meiði og vel það. Þegar kveðið er um Sturlungaöldina til dæmis erum við komin ansi nálægt því sem rappað er um í dag,“ segir Erp- ur Eyvindarson, sem á menn- ingarnótt stígur á svið í Gallerí Rifi á Sölvhólsgötu 11, með börnum og fullorðnum úr kvæðamannafélaginu Iðunni. Dagskrá gallerísins á menning- arnótt var kynnt í gær, en húsið, sem á að rífa í byrjun septem- ber, verður iðandi af lífi á laug- ardaginn og rekur hver uppá- koman aðra. Við sama tækifæri var undirritaður samningur milli Eddu miðlunar og menn- ingarnætur, en Rapp og rímna- tónleikarnir verða teknir upp af Eddu miðlun og gefnir út á geisladiski í haust. „Það sem er svo sérstakt við þetta,“ segir Anna Margrét Guðjónsdóttir, menningarfulltrúi, „er að hér erum við skeyta saman gamla fólkinu, litlum börnum og helsta rjómanum í rappliðinu. Hug- myndin varð til á hátíð í Snæfjallahreppi á Jónsmess- unni, en þar var einmitt flutt dagskrá í þessum stíl. Við ákváðum að flytja sýninguna, sem hefur þó tekið miklum breytingum, til Reykjavíkur.“ Á tónleikunum verður líka rapp- þáttur um Snæfjalladrauginn, eftir Eyvind Eiríksson. „Það er alltaf verðið að reyna að kveða þessa blessaða drauga niður, segir Eyvindur. „Þetta voru náttúrlega bara olnbogabörn í harðkristnu og grimmu samfé- lagi. Ég ákvað að taka upp hanskann fyrir þennan litla draug sem er bara unglingur, en pabbi hans, sem var prestur, sendi hann út í bylinn til að sækja rollur. Drengurinn fórst og gekk að sjálfsögðu aftur.“ Fjöldi annarra dagskárliða verður í húsinu, meðal annars mun Ingólfur Margeirsson rifja upp sögu Bítlanna, fjöllistahóp- ur verður á ferð með eldgleypa í broddi fylkingar og jafningja- fræðslan verður með flóamark- aðinn sem fauk og veitingasölu. edda@frettabladid.is Rapp og rímur á Menningarnótt Erpur Eyvindarson rappar með kvæðamönnum í Gallerí Rifi. Börn og fullorðnir kveðast á við rapparana og draugur frá Snæfjallaströnd fær uppreisn æru. Fjölmargar uppákomur í húsinu. GALLERÍ RIF Þar verður nýstárleg dagskrá á laugardag og eitthvað fyrir alla, konur, börn og kalla. Umboðsmaður Beverly Hills90120 leikarans Jason Priestley segir að pilturinn ætli sér að fara aftur bak við stýri kappakstursbíls um leið og hann jafni sig. Priestley var nærri dauða sín- um um síðustu helgi er kappakst- ursbíll hans missti stjórn og end- aði á vegg á ofsahraða. Leikarinn er alvarlega slasaður en læknar segja að hann ætti að ná sér að fullu eftir langa endurhæfingu. Kvikmyndin „8 Mile“, semskartar rapparanum Eminem í aðalhlutverki og er byggð að hluta til á ævi hans, verður sýnd ókláruð á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 5. september. Myndin gerist í heimaborg rapp- arans Detroit í upphafi síðasta áratugar. Kim Basinger leikur móður hans en aðrir leikarar eru Mekhi Phifer og Brittany Murphy. Myndin verður frumsýnd í Banda- ríkjunum 8. nóvember. STÚART LITLI Já, hann er klár þó hann sé smár og var í litlum vanda með að ná músabílprófinu. Stúart Litli 2 frumsýnd: Stúart til bjargar KVIKMYND Í dag frumsýna Smára- bíóin, Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Keflavík, Borgarbíóin á Akureyri og Ísafjarðarbíó framhaldsmyndina um músina litlu Stúart. Myndin verður bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Í þessari mynd leggjast þeir Stúart og kötturinn Snjóber í leiðangur í gegnum borgina til þess að bjarga vini í vanda. Það er vingjarnlegi leikarinn Michael J. Fox sem ljær músinni knáu rödd sína í ensku útgáf- unni. Eins og alltaf hefur mikill metnaður verið lagður í radd- setningu og er það leikarinn Bergur Ingólfsson sem talar fyr- ir Stúart. Með önnur hlutverk í íslensku útgáfunni fara meðal annars Sig- urður Jökull Tómasson, Gunnar Hansson, Guðfinna Rúnarsdótt- ir, Hjálmar Hjálmarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Pálmi Gest- son og Örn Árnason. Leikstjóri raddsetningarinnar var Þórhall- ur Sigurðsson.  Viltu spara Tíma og peninga Láttu okkur um járnin Komdu með teikningarnar Við forvinnum járnið lykkjur, bita og súlur Vottaðar mottur 5,6,7mm 550 3600 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T THE SWEETEST THING kl. 8 og 10 MEN IN BLACK 2 kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 4 og 6 m/ ísl. tali Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 m/ ísl. taliSýnd kll. 5, 8, 10 og 11 Powersýning Sýnd kl. 7 og 10kl. 5.20FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 7LEITIN AÐ RAJEEV kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6 ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05 MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30 kl. 10NOVOCAINE MURDER BY... kl. 10.10 VIT400 SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398 FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali 4 og 6 VIT418 EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417 MR. BONES kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT415 BIG TROUBLE kl. 8 VIT406 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 3.45 VIT410 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 420Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.