Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 4
Lögreglan í Virginíu í Banda-ríkjunum leitaði í gær að 9 ára gamalli stúlku sem týndist eftir að foreldrar hennar voru skotnir til bana á heimili sínu í vesturhluta Virginíu. Óttast er að stúlkunni hafi verið rænt. Tvíburarnir frá Guatemala,sem aðskildir voru ekki alls fyrir löngu í 22 klukkustunda að- gerð, eru komnir úr öndunarvél. Ástand tvíburanna, sem eru eins árs gamlir, virðist því smám sam- an vera að skána. Palestínskir ráðamenn sökuðuÍsraelsher í gær um að hafa myrt fimm ára gamlan dreng á Gasasvæðinu. Sögðu þeir að her- menn hafi skotið á íbúabyggð í flóttamannabúðum í Khan Yunis með þeim afleiðingum að dreng- urinn lést og tveir ættingja hans særðust. Ísraelsher neitaði öllum ásökunum og sagði að hermenn- irnir hefðu einungis verið að svara skothríð palestínskra byssumanna. Talið er að 15 hvítir bændurhafi verið handteknir í Zimbabwe í gær fyrir að neita að yfirgefa heimili sín. Robert Mugabe, forseti landsins, hefur fyrirskipað að mikill meirihluti þeirra 4000 jarða sem eru í eigu hvítra bænda skuli afhent svört- um bændum. Mun þetta vera lið- ur í nýju og afar umdeildu jarða- skipulagi ríkisstjórnar Zimbabwe. 4 17. ágúst 2002 LAUGARDAGURSVONA ERUM VIÐ Á FERÐ OG FLUGI Íslendingar eru að vanda á ferð og flugi í sumarfríinu en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup segjast 48% landsmanna ætla að ferðast innanlands í sumar. Rúmlega 11% ætla til útlanda og tæplega 18% gerðu ráð fyrir ferðalögum bæði innanlands og utan. ERLENT VEIÐI Þrjár konur úr Hrunamanna- hreppi veiddu 40 kílóa lúðu á sjóstöng úti fyrir Engeyjarvita í fyrrakvöld. Gunnar Lövdal skip- stjóri á m.b. Andreu sem var með konurnar innanborðs segist ekki vita til þess að svo stór lúða hafi áður veiðst á sjóstöng. „Ég er sannfærður um að aldrei áður hafi eins stór lúða veiðst með þessum hætti og það var skemmtilegt að fylgjast með viðureign þeirra við skepnuna. Ein þeirra setti í lúðuna en hún sleit sig lausa en flæktist þá í færi tveggja annarra. Það má því segja að þær hafi verið þrjár sem lönd- uðu henni um borð,“ segir Gunn- ar. Ragnhildur Þórarinsdóttir setti í fiskinn en Sigrún Einarsdóttir og Valný Guðmundsdóttir hjálpuðust að við að landa honum. „Ég vissi ekki hvað var að gerst þegar hún tók hjá mér en var helst á því að Keikó sjálfur væri kominn af stað með línuna,“ segir Ragnhildur. Hún segist lítið kunna fyrir sér við veiðar og því hafi hún bara togað eins og hún gat. „Það endaði líka með því að hún sleit en flækt- ist í færri hinna tveggja sem börð- ust við að landa henni með hjálp annarra um borð. Þetta var óskap- lega skemmtileg viðureign og það var mikill kraftur í fisknum sem barðist við að sleppa.“ Eftir að hafa landað lúðunni tók stýrimaðurinn um borð við og flakaði hana. Síðan var hluti henn- ar grillaður ofaní mannskapinn um borð. „Við ætlum að selja hana og höfum þegar komið henni fyrir á hótelinu á Flúðum. Nú bíðum við eftir tilboði en mér skilst að lúðan sé dýr fiskur og verðið sé hátt, á annað þúsund fyrir kílóið.“ bergljot@frettabladid.is GUNNAR LÖVDAL SKIPSTJÓRI Á M.B. ANDREU Konurnar úr Kvennfélagi Hrunamannahrepps fóru með feng sinn austur en Gunnar situr eftir með sporðinn. Fáir hafa fengið svo stóra lúðu á stöng Fjörutíu kílóa lúða fékkst á stjóstöng. Vissi ekki hvað var að gerast segir Ragnhildur Þórarinsdóttir sem fékk hana. Íslensk stjórnsýsla: Minnsta spillingin er talin vera hér ÚTTEKT Alþjóða efnahagsstofnun- in og Alþjóða þróunarstofnun- Harvard háskóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að meðal 75 ríkja, sem könnuð voru, sé gæði stjórnsýslu hér á landi önnur besta hvað varðar spillingu. Að- eins Finnar eru taldir búa að betri stjórnsýslu. Við könnunina eru margir þættir skoðaðir. Mik- ilvægasta athugunin er um stjórnkerfið. Ísland hefur hækkað sig jafnt og þétt upp listann. Var í 16. sæti í fyrra og 23. sæti árið 2000. Í mati fyrrnefndra stofnana fær íslenska stjórnsýslan næst hæstu einkunn og hæstu ein- kunn þegar spilling er metin.  VIÐSKIPTI Samþykkt hefur verið að auka hlutafé Fréttar ehf, útgáfu- félags Fréttablaðsins, um allt að 70 milljónir króna. Af þeirri upp- hæð hafa 56 milljónir króna þeg- ar verið greiddar inn til félags- ins. „Við höfum lokið við að fjár- magna félagið eins og við ætluð- um okkur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. „Allar áætlanir um rekstur fyrs- ta útgáfumánuðinn hafa gengið vel eftir og því teljum við Frétta- blaðið og útgáfufélag þess vera í góðum málum, eins og sagt er.“ Gunnar Smári vill ekki upp- vísa hverjir hluthafa Fréttar eru. „Það verður ekki gefið upp að sinni. Ekki með öðrum hætti en þeim að meðal hluthafa eru ekki þeir DV-feðgar Sveinn R. Eyj- ólfsson og Eyjólfur Sveinsson né félög á þeirra vegum. Það er hálf leiðinlegt að vera sífellt að hafna tengslum við þá feðga. En þar sem félagar okkar á öðrum fjöl- miðlum hafa lagt sig fram um að halda lífi í þessari getsögn er ekki annað hægt.“  Hlutafjáraukning í útgáfufélagi Fréttablaðsins: Fjármögnun Fréttar lokið ÚTIVERA Olíuverslun Íslands og Alc- an á Íslandi hafa gert samstarfs- samning til þriggja ára við Skóg- ræktarfélag Íslands um verkefni á sviði skógræktar og útivistar. Verkefnið nefnist „Opinn skógur“ og meginmarkmið þess er að opna skóga fyrir almenning og auðvelda aðkomu að þeim. Auk þess verður unnið að víðtæku fræðslustarfi um skógrækt og merkingu skógrækt- arsvæða. Brynjólfur Jónsson fram- kvæmarstjóri Skógræktarféls Ís- lands segir brýna þörf á að opna þau svæði sem fyrir eru og gera þau aðgengileg fyrir fólk. „Við munum nota þessa fjármuni í þeim tlilgangi. Víða þarf að gera stíga og opna svæði svo fólk geti notið þess skjóls sem sannarlega er af skóg- unum. Þarf líka að bæta aðstöðu í lundum þannig að fólk geti grillað og tillt sér niður í næði. Einnig þar víða að koma upp merkingum og leiðbeiningum.“ Brynjólfur segir að á aðalfund- inum í dag verði einnig skrifað undir áframhaldandi samstarfrs- samning við fjármálaráðuneytið og landbúanaðrráðuneytið um 100 milljóna króna framlag á næstu fimm árum til landræðsluskóg- ræktar. „Gefinn verður út kynningar- bæklingur sem sýnir helstu skóg- ræktarsvæði skógræktarfélaganna á Íslandi. Bæklingnum er ætlað að koma til móts við brýna þörf á upp- lýsingum um staðsetningu og að- gengi fjölmargra skógarreita fé- laganna víðsvegar um land.“  FRÁ DANÍELSLUNDI Samstarfssamningurinn við Olís og Alkan heitir „Opinn skógur“ og markmiðið er að opna fallega skógarlundi. Skógræktarfélag Íslands: Gera stíga og opna svæði Atvinnuleysi í júlí: 3.530 manns atvinnulausir ATVINNUÁSTAND Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru skráð- ir 81.118 atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júlí. Þetta jafngildir því að 3.530 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafn- gilda 2,3% af áætlun Þjóðhags- stofnunar um mannafla á vinnu- markaði í júlí 2002. Atvinnuleysi er mest á höfuðborgarsvæðinu en það sem af er ágúst eru 2857 skráðir atvinnulausir hjá Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins, 1305 karlar og 1552 konur.  Stoðir og Þyrping: Stjórnirnar undirrita sameiningar- áætlun SAMRUNI Stjórnir Fasteignafé- lagsins Stoða hf. og Þyrpingar hf. hafa undirritað áætlun um sam- einingu félaganna. Samkomulag- ið gerir ráð fyrir að félögin sam- einist undir nafni Fasteignafé- lagsins Stoða hf. Samruninn á að miðast við 1. janúar 2002 og tek- ur sameinaða félagið við öllum réttindum og skyldum félaganna frá þeim tíma. Við sameininguna eiga hluthafar í Þyrpingu hf. ein- göngu að fá hlutabréf í Fast- eignafélaginu Stoðum hf. í skipt- um fyrir öll hlutabréf sín í Þyrp- ingu, sem verður slitið við sam- runann.  Árshlutauppgjör SS: Gengisþró- un dregur úr tapi AFKOMUTÖLUR Rekstrartap Slátur- félags Suðurlands á fyrri árs- helmingi 2002 var 5,5 milljónir, en á sama tíma árið áður nam tapið 79 milljónir. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda vegna gengis- hækkunar krónunnar. Fjárhags- staða Sláturfélagsins er traust með eigið fé tæpar tólfhundruð milljónir og 44% eiginfjárhlut- fall. Rekstrartekjur SS voru 1.747 milljónir á tímabilinu, en 1.473 milljónir á sama tíma árið áður og aukast um tæp 19%.  Akureyri: Ævintýraleg rigning VEÐUR Mikið hefur rignt á Akureyri að undanförnu. Svo mikið að sum- um hefur þótt nóg um. Þá er og svalt í lofti: „Það rigndi ævintýra- lega mikið í fyrrinótt. Ég man tæp- ast eftir öðru eins,“ segir Gísli Kr. Flóvenzson, sundlaugarstjóri á Ak- ureyri, sem á mikið undir góðu veð- urfari. „Svo er hér norðanstrekk- ingur og aðeins 7 stiga hiti,“ segir hann. Þrátt fyrir veðurlagið hefur ferðamannastraumurinn verið með ágætum á Akureyri og aðsókn í sundlaugina góð. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.