Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 16
16 6. mars 2002 MIÐVIKUDAGURÁ HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ? Erpur Eyvindarson Að slappa af þegar maður finnur að maður hefur unnið fyrir því. Dagskrá Menningarnætur Ógrynnin öll af dagskráliðum er að finna á dagskrá Menningarnætur í ár og ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er leiklist, ópera, upplestur, rokk, popp, hip- hop, karaoke eða undurfagrir klassískir tónar Schuberts. Flugeldasýningin verður svo vitan- lega á sínum stað en fyrstu eldarnir fara í loftið frá Hafnarbakkanum kl.23:00. LA U G A VE G U R A U ST U R ST R Æ TI H A FN A R ST R Æ TI LÆKJARGATA H VE R FI SG A TA NAUSTIÐ 23:00 Geirmundur Valtýsson Athygli er vakin á því að listinn er með engu móti tæmandi. PENNINN EYMUNDSSON 21:00 Djasstríó Guðmundar Steingríms- sonar leikur. HAFNARBAKKINN 23:00 Flugeldasýning í boði Orkuveitur Reykjavíkur. KAFFILEIKHÚSIÐ 22:00 Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafs- son leika. BORGARBÓKASAFN 15:00 Sögustund fyrir börn á 2. hæð til kl.17. 18:00 Tónleikar með Búgdrýgindi, Waste og Freydísi Kristófersdóttur. 20:00 Myndasöguhöfundurinn Grant Morrison heldur fyrirlestur. LANDSBANKINN - AUSTURSTRÆTI 17:30 Arthúr Björgvin Bollason ræður um menn og málefni. 18:00 Gunni & Felix kæta börnin. 19:00 Íslenski Dansflokkurinn. 19:30 Vox Femine syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur 20:00 Sardasa Kvartettinn leikur sígaunatónlist. 20:30 Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur aríur og ástarsöngva við undirleik Ólafs Vignis Albertsson- ar. 21:00 Í svörtum fötum. 22:00 Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya dansa Tangó. 22:30 Jósý Zahreen sýnir magadans. ÍSLENSKA ÓPERAN 15:00 Frumsýning á barnaleikritinu Trúð- ar eftir Margréti Pétursdóttur. 20:00 Kór Íslensku Óperunnar ásamt Sesselju Kristjánsdóttur, mezzó- sópran og Ólafi Kjartan Sigurðar- syni, baritón. (Einnig kl. 21 og 22.) ALÞJÓÐAHÚSIÐ 14:00 Opnun sýningar á myndskreyting- um Guðrúnar Tryggvadóttur á bókinni Furðudýr í íslenskum þjóðsögum. 17:00 Dean Derrell flytur einleiksverk á kontrabassa. HALLGRÍMSKIRKJA 12:00 Hannfried Lucke leikur á orgel. 18:00 Kirkjuklukku konsert. 18:15 Hannfried Lucke leikur á orgel. 19:00 Hans Georg Jacobi leikur á óbó undir orgelleik Harðar Áskelssonar. 20:00 Sönghópurinn Gríma. 20:30 Ragnheiður Bjarnadóttir og Hall- dór Hauksson leika fjórhent verk Schuberts á píanó. 21:00 Mótettukór Hallgrímskirkju. 21:30 Karlleggur Móttekukórsins syngur Schubert. 22:00 Helgistund með söng. RÁÐHÚSIÐ 14:00 Opnun dagskrá Skagfirðinga, gesta Menningarnætur 2002. Sýn- ingin Tónlist í Skagafirði í 1000 ár og Skafirski Kammerkórinn syng- ur. 17:00 Barnaleikritið Trúðar eftir Margréti Pétursdóttur. 18:30 Verðlaunafhending fyrir Reykjavík- ur maraþon. 21:00 Tónlistarveisla frá Skagafirði. LISTASAFN ÍSLANDS 18:00 Rappspuni. Tríó Sesar A, Erik Qvick og Bobbi vandræðagemsi sjá um hljóðnemann. (Einnig kl.21:00) 20:00 Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. IÐNÓ 24:00 Dansleikur með Geirfuglunum. HLJÓMSKÁLINN 16:00 Vísnatónleikar. Anna Pálína og Að- alsteinn Ásberg koma fram ásamt sænsku þjóðlagasveitinni Draupner. (Einnig kl. 20 og 22.) KRISTSKIRKJA 21:00 Bænastund með Rósakranssónöt- um eftir Heinrich Ignaz Franz von Biber, INGÓLFSTORG 20:00 Í svörtum fötum. 20:30 Buttercup 21:00 Englar 21:30 Sóldögg 22:00 Á móti Sól LÆKJARGATA 12:00 Setning Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons. 18:00 Verkið „Bæjarblokkin“ eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Bjargeyju Ólafs- dóttur, Gunnhildi Hauksdóttur og Ingibjörgu Magnadóttur formlega opnað. Karlakór Kjalnesinga syng- ur. 22:00 Dj Phil Stadium leikur fyrir vegfar- endur. MÁL OG MENNING 15:00 Barnabókahöfundar lesa upp úr bókum sínum. Hljómsveitin Villi- kettir flytur ný barnalög. 19:30 Kór Flensborgarskóla. 19:30 Rímnamín í kiljukjallara. 20:30 Upplestur. Andri Snær, Beta Rokk, Þorsteinn Guðmundsson og Mika- el Torfa lesa upp úr væntanlegum bókum sínum. BAKGARÐUR SIRKÚS 19:30 Tónleikar með sveitunum Kimono, Singapore Sling, Fídel, Stjörnukisa og Rúnk. BAKGARÐUR MEISTARI JAKOB SKÓLAVÖRÐUSTÍG 18:30 Rafsveitin Ampop 19:15 Lúna 20:00 Kimono 20:45 Stolið 21:30 Náttfari 22:00 Úlpa TRÚÐASTELPUR Læra að tala saman þótt þær tali sitthvort tungumálið. Draumasmiðjan: Enginn vandi að læra táknmál MENNINGARNÓTT Draumasmiðjan, í samvinnu við Leikhús heyrnar- lausra, mun frumsýna á Menning- arnótt 17. ágúst barnaleikritið Trúðar eftir Margréti Pétursdótt- ur. Frumsýnt verður í Íslensku óperunni kl. 15 og í Ráðhúsiniu kl. 17 og kl. 19 í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsinu. Leikritið Trúðar fjallar um tvær trúðastelpur, eina sem heyr- ir og eina heyrnarlausa, sem eru bestu vinir og þær reyna að skilja hvor aðra þó þær tali sitthvort tungumálið. Þær eru að undirbúa leiksýningu en það gengur brösu- lega að koma dótinu fyrir og ýmis- legt kemur upp á, s. s. töskudraug- urinn hræðilegi. „Leiksýningin, sem ætluð er heyrandi börnum, er gerð til að sýna áhorfendum og ekki síst börnunum, fram á að það er enginn vandi að læra táknmál til að geta talað við heyrnarlausa. Maður þarf ekki endilega að kunna allt táknmálið, aðalatriðið er að reyna,“ segir Margrét. Það eru þær Elsa Guðbjörg Björns- dóttir og Kolbrún Anna Björns- dóttir sem leika trúðana en Mar- grét Pétursdóttir leikstýrir. Sýningin er styrkt af Dagvist barna og er í boði fyrir leikskól- ana og yngstu bekki grunnskólans fram eftir vetri.  Flísar - úti og inni - Varanleg lausn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.450,- m2 - fyrsta flokkun Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. UPPLESTUR Á kaffihúsi Máls og menningar, Súfistanum, gefst á Menningarnótt klukkan 20.30 tækifæri til að taka smá forskot á jólabækurnar í ár, en þar munu nokkrir höfundar lesa úr verkum sínum. Meðal þeirra sem lesa eru Stefán Máni, sem les úr nýrri bók sinni Ísrael – Saga af manni, sem er breiðtjaldsmynd af íslensku þjóðfélagi síðustu áratuga. Bókin er saga eins manns, Jakobs Jak- obssonar, kallaður Ísrael, sem byrjar nýtt líf á hverju ári. Þetta er meðal annars saga af draumum sem brustu og mönnum sem ætl- uðu sér eitt en uppskáru annað. El- ísabet „Beta rokk“ Ólafsdóttir les úr nýju verki sínu sem enn hefur ekki hlotið nafn. Bókin fjallar um stelpuna Lísu of Iceland sem er au pair í Brussel og drekkur sig fulla, sefur hjá strákum og flakkar um Evrópu. Þorsteinn „fóstbróðir“ Guðmundsson, Mikael Torfason og Andri Snær Magnason lesa einn- ing úr nýjum verkum sínum, Gerð- ur Kristný les úr nýrri bók sem kemur út í haust og Sigtryggur Magnason les ljóð úr nýrri ljóða- bók. Milli klukkan 15 og 17 munu nokkrir af ástsælustu barnabóka- höfundum landsins verða á Súfist- anum og lesa úr perlum barnabók- menntanna. Á listasafni ASÍ flytur Páll Biering eigin ljóð klukkan 19 og í Þjóðarbókhlöðunni verður lesið úr Íslandsklukku Laxness klukkan 16, í tengslum við dagskrá í umsjá galdramanna af Ströndum. Á vinnustofu Sigurdísar Hörpu á Smiðjustíg 10 er boðið upp á upp- lestur og óvæntar uppákomur klukkan 20-24.  BÆKUR Fljótlega fara jólabækurnar að streyma frá útgefendum í verslanir. Hægt er að taka örlítið forskot á sæluna í kvöld. Upplestur á Menningarnótt: Sögur um Lísu of Iceland og drauma sem brustu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.