Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 8
8 17. ágúst 2002 LAUGARDAGUR Þrír grímuklæddir menn komuhlaupandi að 11-11 verslun við Grensásveg í Reykjavík rétt rúm- lega ellefu í fyrrakvöld. Vegfar- andi sem sá þá koma hlaupandi byrsti sig við þá og við það hlupu þeir í burtu. Að sögn lögreglu er talið að mennirnir hafa verið í kringum 18 ára gamlir. Þrír voru fluttir á slysadeild eft-ir harða aftanákeyrslu á Akur- eyri í fyrrinótt. Áreksturinn átti sér stað við innkomu í bæinn norð- an megin. Var höggið svo mikið að skott fremri bílsins kastaðist inn í bílinn og fram að framsætunum. Enginn slasaðist alvarlega. Að sögn lögreglu þykir mikil mildi að enginn hafi setið í aftursætinu. LÖGREGLUFRÉTTIR Reykjavík: Fannst meðvitund- arlaus LÖGREGLUFRÉTT Maður fannst liggjandi í götunni við Tryggva- götu um hálf tvöleytið í fyrr- inótt. Þegar lögreglan kom að honum var hann með meðvitund en vissi ekki hvað hafði gerst. Var farið með hann á slysa- deild. Að sögn vakthafandi læknis er hann nef- og kinnbeinsbrotinn. Vegfarandi varð vitni að at- burðinum og lýsti því að maður- inn hefði verið sleginn í götuna. Gaf hann greinargóða lýsingu á árásarmanninum. Að sögn lög- reglunnar könnuðust þeir þegar við lýsinguna. Þegar Fréttablað- ið hafði samband var búið að handsama mann sem grunaður er um verknaðinn.  MENNINGARNÓTT Búist er við að 60- 75 þúsund manns leggi leið sína í miðbæinn í tengslum við Menn- ingarnótt. Lögregl- an í Reykjavík verður með viðbún- að af því tilefni. Við u m f e r ð a r g æ s l u verða tuttugu lög- reglumenn og munu þeir aðallega sinna umferð um Sæbraut, Hring- braut/Miklubraut og Bústaðaveg að Suðurhlíð. Að auki verða 20-25 lögreglumenn sem munu sinna al- mennri löggæslu. Lögreglumenn verða á öllum gatnamótum Sæbrautar frá mið- borginni að Holtavegi og eins verða lögreglumenn á gatnamót- um Hringbrautar/Miklubrautar frá Melatorgi og að Háaleitis- braut. Þá verða lögreglumenn á gatnamótum á Bústaðavegi frá Snorrabraut til og með Suðurhlíð. Samhliða umferðarstjórn verða umferðarljós á Sæbraut og Hring- braut/Miklubraut tekin úr sam- bandi. Fjölmörgum götum verður lokað annars vegar í tengslum við Maraþonið, sem haldið er fyrr um daginn, og hins vegar varðandi Menningarnóttina. Ákveðið hefur verið að loka Hverfisgötu frá klukkan 20.00 nema fyrir umferð lögreglu, slökkviliðs/sjúkrabifreiða og leigubifreiða. Þetta er m. a. gert með öryggishagsmuni í huga. Lögreglan biður ökumenn að virða þetta. Haft verður samband við leigubifreiðastöðvar og þeim bent á að aka Fríkirkjuveg og inn í Lækjargötu sem verður lokuð fyrir allri almennri umferð. Þá er vert að taka fram að biðstöð strætisvagna í miðborginni verð- ur í Vonarstrætinu eftir klukkan 16.00 á laugardeginum. Þrátt fyrir þennan viðbúnað má búast við umferðartöfum. Lögreglan í Reykjavík segir að búast megi við því að umferðar- teppur á álagstímum geti mynd- ast. Er þeim tilmælum beint til ökumanna að sýna þolinmæði og lipurð og fylgja fyrirmælum lög- reglu. kolbrun@frettabladid.is Búist við sjötíu þúsund manns í miðborgina Lögreglan í Reykjavík hefur gert ráðstafanir við umferðarstjórnun í tengslum við Menningarnótt. Að störfum verða rúmlega fjörtíu lögreglumenn. MENNINGARNÓTT UNDIRBÚIN Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa staðið í önnum svo allt verði tilbúið þegar tugþúsundir borgarbúa streyma í miðborgina í kvöld. Þrátt fyrir þennan við- búnað má bú- ast við um- ferðartöfum. BERJASPRETTA „Hér í Svarfaðardal tala menn ekki um ber nema aðal- bláber og ég veit að mikið er af þeim í hlíðunum hér í kring,“ segir Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræð- ingur á Laugardal í Svarfaðardal. Hann segist hafa heyrt á nágrönn- um sínum að sprettan í ár væri vænni en oft áður en sjálfur hefur hann ekki enn gert sér ferð upp í hlíðarnar fyrir ofan bæinn. „Við fengum hins vegar að gjöf öskju með aðalbláberjum sem smökkuð- ust mjög vel.“ Vestan af fjörðum berast einnig fréttir af góðri sprettu. Unnur Hjörleifsdóttir bóndi í Haukadal í Dýrafirði segir allt morandi í berj- um í dalnum og það þurfi ekki langt upp í hlíðarnar til að fylla dallana. „ Berin eru fullþroskuð og á síðustu dögum hafa þau náð því að vera sæt og góð. Það er mikið um að fólk komi og tíni hérna í kring. Ég held að sprettan nú sé betri en oft áður en á þeim rúmu 40 árum sem ég hef búið hérna hefur stundum verið viðlíka berjaspretta.“ Unnur segir að rigningar í ágúst hafi áhrif á berjaorm sem sé tals- vert af í lynginu. „Þeir sem nota tín- ur verða meira varir við orminn sem getur verið hvimleiður.“ Fregnir herma að í öðrum lands- hlutum sé einnig mikið um ber. Ragnar Stefánsson var á ferð um Austurland og þar voru öll lyng svört af berjum. Sama segja þeir sem hafa farið til berja í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hunda- kona var á ferð með hunda sína í Hafnarfjarðarhrauni og komst ekkert áfram. Hundarnir stopp- uðu á hverri þúfu.  Berjasprettan í ár: Allar þúfur svartar af berjum SVÖRT LYNG AF BERJUM Um allt land er berjaspretta góð. Ekki þarf langt út fyrir bæínn til að ná sér vænan skammt af berjum út á skyrið. BRÉF TIL BLAÐSINS Listaverk, skák Sigríður skrifar Nýlega var haldinn hér í borgsnobbfundur til að minnast 30 ára afmælis skákeinvígisins. En hvað er gert til að halda skáklist- inni á lofti? Ég var nýlega á ferð í Lækjargötu og sá að hið fallega útitafl var allt í niðurníðslu. Ein af fjórum af litlu plötunum var horfin og fleira brotið. En það versta er að hinir glæsilegu taflmenn eftir Jón Gunnar eru látnir liggja í geymslu engum til yndisauka og lentu í bruna nýlega. Hvernig væri að þessum tafl- mönnum væri sómi sýndur og þeir festir á taflið eða annarstaðar eins og hvert annað útilistaverk. Mér er sagt að þeir séu of þungir til að tefla með þeim. Væri ekki tilvalið að fá fólk til að tefla á litlu borðunum á góðviðrisdögum Hægt væri að hafa kvennamót, karlamót, barnamót, unglingamót og mót fyrir eldri borgara. Það væri ekki verra en annað sem reynt er til að fá fólk í bæinn. Það er mikið um að það sé verið að búa til ýmsa staði, garða og torg hér í borginni en svo virðist ekki vera eins mikill áhugi á hreinsun og viðhaldi á þessum stöðum. Takið til í borginni !  Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF ÞÁ ER ALLT Í LAGI AÐ BORGA „Á síðustu árum hafa stjórnvöld farið þá leiðina að láta hækkun- ina ekki vera eins bratta og vera skyldi.“ Hjálmar Árnason þingmaður í ríkis- stjórn að fjalla um breytingar á skattleys- ismörkum. ÞÁ BORGUM VIÐ EKKI Hér hefur setið ríkisstjórn sem hefur haft meiri umhyggju fyrir stórfyrirtækjum og efnafólki en þeim sem búa við lökustu kjör- in.“ Ögmundur Jónasson þingmaður í stjórn- arandstöðu um sama mál. ORÐRÉTT DECODE Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, er efstur á blaði í nýrri umfjöllun bandaríska viðskipta- tímaritsins Forbes um brautryðj- endur í líftækniiðnaði. Kári er nefndur til sögunnar ásamt sjö öðr- um frumkvöðlum sem Forbes kall- ar E-Gengið. Þetta fólk er sagt vera að draga líftæknina og læknavís- indin inn í upplýsingaöldina. Hing- að til hafi læknar aðallega haldið utan um sögur sjúklinga sinna með blöðum og penna. Þetta sé að breyt- ast, á gullöld líftækninnar, þar sem hátæknin gegni stöðugt mikilvæg- ara hlutverki. Kári er kynntur sem fyrrum prófessor í taugasjúkdóm- um og taugameinafræði við Harvard háskóla sem rannsakar nú genasögu víkinganna. Kári samein- ar því gamaldags íslenska ætt- fræðihefð hátækninni og haft hefur verið eftir honum að læknavísindin séu svo tímavillt að þau noti tækn- ina ekki að neinu marki, sem sé út í hött. Forbes telur það m.a. Kára til tekna að hann sé að leita orsakanna að baki ýmsum banvænum sjúk- dómum með því að kanna erfða- þætti heillar þjóðar.  Brautryðjendur í líftækni: Kári efstur á blaði ÍSLENSK ERFÐAGREINING Hefur að mati Forbes átt stóran þátt í að draga læknavísindin inn í nútímann þar sem unnið er með erfðasögu íslensku þjóðarinnar með tækjum og tólum upplýsingatækninnar. Eldur í sumarhúsi: Kviknaði í út frá gasískáp BRUNI Eldur kviknaði í sumar- húsi í landi Ölkeldu í Staðarsveit í fyrrakvöld. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og komust allir út af sjálfsdáðum. Lögreglan í Stykkishólmi telur að kviknað hafi í út frá gasís- skáp sem var verið að tengja. Það voru bændur í nágrenni sumarhússins sem hófu slökkvi- starf og notuðu við það haug- sugu og notuðu vatn úr nærliggj- andi á. Þannig náðu þeir að stöð- va útbreiðslu eldsins þar til slökkvilið frá Ólafsvík kom á staðinn. Þess má geta að haug- suga er notuð til að dreifa mykju. Að sögn lögreglunnar urðu miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.  Burt með stöðumælana Karl hringdi Ég skil ekki hvers vegna enn erverið að leggja stöðumæla- gjald á í miðborg Reykjavíkur. Ég efast um að Reykjavíkurborg safni miklu í sarpinn úr stöðu- mælunum en borgin tapar örugg- lega á þeim. Hvers vegna? Jú vegna þess að fólk nennir ekki að fara niður í miðbæ og versla þar þegar ekkert býðst nema stæði sem rándýrt er að leggja í. Þess vegna fara flestir í verslunarmið- stöðvar eins og Kringluna og Smáralind og miðbærinn veslast upp. Ekki þýðir að hafa þar bara búllur, bari og ruslarabúðir. Ég dáist að þeim kaupmönnum sem þar haldast enn. Ef bílastæðin væri ókeypis væri kannski hægt að fara að snúa vörn í sókn í mið- bænum. Svo ég endi nú samt þetta tal á jákvæðum nótum vil ég segja að mér þykir miðbærinn betur þrifinn en hann hefur verið oft í gegnum tíðina, en það er kannski bara vegna þess að allir eru hætt- ir að fara þangað? 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.