Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 11
11LAUGADAGUR 17. ágúst 2002 MOLAR Eiður Smári Guðjohnsen, knatt-spyrnumaður hjá Chelsea, seg- ist vera til í slaginn gegn Charlton í dag að því er fram kemur á vefnum Soccernet.com. Eiður Smári hefur ekki getað leikið á undirbúningstímabilinu sökum meiðsla en segist nú til í slaginn. „Hnéið er fínt. Mér líður vel og ég er til í slaginn. Ég er búinn að æfa með liðinu í tvær vikur,“ sagði Eiður Smári. „Ég býst ekki við því að byrja inn á en það væri gaman að fá að spreyta sig í nokkrar mínútur.“ Freddie Ljungberg, sænskilandsliðsmaðurinn hjá Arsenal, vonast til að geta leikið með liðinu eftir mánuð eða svo. Ljungberg þurfti að gangast und- ir aðgerð á mjöðm eftir heims- meistarakeppnina. Hann missti af síðustu tveimur leikjum keppn- innar. „Mjöðmin er öll að koma til. Þegar maður hefur gengist undir slíka aðgerð tekur það tíma að jafna sig. Læknarnir eru hins vegar ánægðir með aðgerðina,“ sagði Ljungberg. „Ég hitti sér- fræðing í næstu viku en þangað til þarf ég að styrkja mig líkam- lega.“ Fleiri leikmenn Arsenal eiga við meiðsli að stríða. Robert Pires og Giovanni van Bronck- horst eru báðir meiddir. El-Hadji Diouf, leikmaðurLiverpool, hefur hótað því að spila ekki með senegalska lands- liðinu nema Bruno Metsu verði endurráðinn þjálfari liðsins. Metsu þessi mun þjálfa landsliðs Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna næstu tíu mánuði. „Ef þeir vilja ekki endurráða Bruno til hvers á ég þá að halda áfram,“ sagði Diouf, sem var kjörinn knattspyrnumaður Afríku á síð- asta ári. „Þetta er samt eina leið- in til að fá knattspyrnusambandið til að átta sig. Við spilum ekki ef hann verður ekki endurráðinn.“ FÓTBOLTI „Tímabilið leggst bara vel í mig. Þetta verður spennandi og gaman að sjá hvernig þetta fer,“ segir Lárus Orri Sigurðsson, knattspyrnumaður með W.B.A. sem hefur leik í ensku úrvals- deildinni í dag. „Við höfum ekki spilað mikið á móti þessum liðum í efstu deildinni svo það verður bara að koma í ljós hvernig okkur gengur. Við erum í mjög góðu formi og komum til að leggja mjög hart að okkur.“ W.B.A. lenti í öðru sæti 1. deild- ar í fyrra og vann sér sæti í úrvals- deildinni. Liðið lék með þrjá varn- armenn á síðasta tímabili og fékk aðeins 27 mörk á sig. Ekkert lið í ensku deildunum státaði af jafn góðum árangri á síð- asta tímabili. Lárus Orri býst ekki við að leikskipu- laginu verði breytt, að minnsta kosti ekki til að byrja með. „Ég hugsa að þjálfarinn haldi sig við sömu leikaðferð. Hún hefur reynst okkur vel og leik- menn þekkja hana mjög vel.“ Lárus Orri vonast til að vera í byrjunarliðinu í dag þegar W.B.A. mætir Manchester United á úti- velli. „Það er ágætt að byrja á svona erfiðum leik. Þetta er ör- ugglega einn erfiðasti útileikur sem lið getur lent í. Það er oft ágætt að hoppa út í djúpu laugina og sjá hvort maður geti synt í land.“ W.B.A. á erfiða leiki fyrir höndum í byrjun tímabils því í næstu umferð mætir það Leeds og svo Englands- meisturum Arsenal. Lárus Orri segir liðinu aldrei hafa gengið vel í byrjun móts. „Við töpuðum fyrstu þremur leikj- um tímabilsins fyrir tveimur árum. Í fyrra töpuðum við fyrstu tveimur leikjunum og gerðum svo jafntefli. Við erum kannski ekki frægir fyrir að byrja vel.“ Lárus Orri á eftir að glíma við marga af bestu knattspyrnumönn- um heims þar á meðal Ruud Van Nistelrooy og Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann segist hlakka til að takast á við verkefnið. „Það verður gaman að sparka í þá. Maður hefur fengið smjörþefinn að því að spila á móti þessum stjörnum með landsliðinu. Það hefur sýnt sig hingað til að þetta eru bara menn eins og við hinir. Það er hins vegar engin spurning að þegar maður er kominn í þessa deild verður maður að standa sig almennilega. Ef maður gerir mis- tök þá eru þeir fljótir að refsa manni.“ kristjan@frettabladid.is Lárus Orri leikur í ensku úrvalsdeildinni: Verður gaman að sparka í stjörnurnar Á EKKI VON Á GÓÐU Ruud van Nistelrooy leikmaður Manchest- er United á ekki von á góðu í dag. Hann mætir Lárusi Orra Sigurðssyni og félögum í W.B.A. LÁRUS ORRI SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.