Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 4
4 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURSVONA ERUM VIÐ
LÍTIÐ FYLGST MEÐ ÞJÓÐGARÐI
Íslendingar virðast hafa takmarkaðan
áhuga á stofnun þjóðgarðs norðan Vatna-
jökuls. Samkvæmt Gallup könnun fyrir
Náttúruverndarsamtök Íslands er meiri-
hlutinn þó fylgjandi stofnuninni en tæp
69% segjast lítið hafa fylgst með umræð-
unni. 21% sögðust hafa fylgst vel með
henni og 10% svöruðu ekki.
INNLENT
RAMALLAH, VESTURBAKKANUM, AP
Palestínski skæruliðaleiðtoginn
Abu Nidal, einn eftirlýstasti mað-
ur heimsins, fannst látinn í gær af
völdum skotsára á heimili sínu í
Bagdad. Háttsettur palestínskur
ráðamaður sagði að Nidal hafi
dáið undir „dularfullum kringum-
stæðum.“ Óvíst var hvort hann
hafi verið myrtur eða hvort hann
hafi framið sjálfsvíg. Talið er að
hann hafi látist þremur dögum
áður en hann fannst.
Nidal, sem var 65 ára gamall,
var svarinn óvinur Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna,
sem og allra palestínskra leiðtoga
sem sóttust eftir málamiðlun í
deilunni við Ísrael. Skæruliða-
hreyfing Nidals var sökuð um
árásir í um 20 löndum á 8. og 9.
áratugnum þar sem hundruð
manns létu lífið eða særðust.
SJÁLFBOÐALIÐAR
Sjálfboðaliðar stafla upp sandpokum til
varnar flóðum í bænum Bitterfeld í austur-
hluta Þýskalands.
Flóðin í Evrópu:
Þúsundir
yfirgáfu
heimili sín
DESSAU, ÞÝSKALANDI, AP Þúsundir
manna þurftu að yfirgefa heimli
sín víðsvegar um Þýskaland í gær
vegna mikilla vatnavaxta í ánni
Elbe.
Alls hafa 15 manns látið lífið í
flóðum í landinu auk þess sem 25
manns er saknað.
Í Búdapest í Ungverjalandi
náðu vatnavextir í ánni Danube
sögulegu hámarki. Flóð voru þó
ekki mikil.
Að minnsta kosti 109 manns
hafa farist í flóðunum sem gengið
hafa yfir Evrópu undanfarnar
vikur.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Ríkislögreglu-
stjóri er enn með til rannsóknar
kæru Fiskistofu vegna ólöglegra
veiða fjögurra útgerða í Ólafs-
vík. Um að ræða kæru vegna
veiða fjögurra skipa, Bervíkur
SH, Storma SH, Klettsvík SH og
Aðalvík SH, en skipin veiddu 486
tonn af þorski umfram aflaheim-
ildir og er áætlað verðmæti afl-
ans tæpar 100 milljónir króna.
Gísli Rúnar Gíslason, deildar-
stjóri lögfræðisviðs Fiskistofu,
sagði að öll skipin hefðu verið
svipt veiðileyfi vegna um-
framafla og sú svipting
stæði þar til umframaflinn
yrði lagfærður en þó ekki
lengur en út þetta fisk-
veiðiár. Eftir þann tíma
yrði lagt á gjald vegna
ólöglegs sjávarafla og ef
það yrði ekki búið að lag-
færa þessa stöðu þá yrði
umframaflinn umreiknað-
ur til verðmæta og það
gjald lagt á viðkomandi útgerðir.
Gísli sagði að þó skipin væru í
útgerð fjögurra aðskilinna félaga
væru sömu aðilar á bakvið þrjú
þeirra, t.a.m. sætu sömu menn í
stjórn félaganna. Sterkar
líkur væru á því að um
ásetningsbrot væri að
ræða.
„Við teljum alveg aug-
ljóst að það eigi að líta á
þessi mál sem brot eins og
sama aðilans þó að kenni-
tölur séu misjafnar á út-
gerðarfyrirtækinu sem
slíku,“ sagði Gísli. „Ef
ekkert óvænt kemur upp á
þá teljum við að það verði ákært
í þessum málum og þau fari fyrir
dóm.“
Auk þess að líta á veiðarnar
sem brot á lögum um stjórn fisk-
veiða telur Fiskistofa að um sé að
ræða stórfelld auðgunarbrot.
Hún telur að útgerðirnar hafi
notað frest til að lagfæra afla-
marksstöðu skipa sinna til að
bæta við afla eftir að þeim barst
tilkynning um sviptingu veiði-
leyfis.
Engar upplýsingar fengust um
gang málsins hjá ríkislögreglu-
stjóra.
trausti@frettabladid.is
ÁSATRÚARFÉLAGIÐ Eftir að þetta
aukaallsherjarþing ásatrúarmanna
lítum við svo á að skýrar línur hafi
fengist innan safnaðarins og mun-
um ekki hafa nein áhrif á hvernig
þeir skipa sínum málum,“ segir
Hjalti Zophaníasson skrifstofu-
stjóri í dóms-og kirkjumálaráðu-
neytinu. Hjalti segir að ráðuneytið
eigi von á að bréfi frá söfnuðinum
um að valinn hafi verið nýr allherj-
argoði. „Það sem gildir eru þeirra
eigin lög en eitthvað hafa þau ver-
ið á reiki. Þeir virðast hafa greitt
úr því en ég hef ekki heyrt annað
frá Hagstofunni en Jörmundur
Ingi hafi unnið sín embættisstörf
af stakri kostgæfni,“ segir Hjalti.
Jörmundur Ingi Hansen segist
hafa orðið þess var að mjög marg-
ir óskuðu eftir að ganga í söfnuð-
inn til að geta kosið um nýjan alls-
herjargoða. „Mjög margir hafa
hringt í mig og spurst fyrir einkum
í ljósi atburða síðustu daga. Allt
það fólk ætlar sér að ganga í söfn-
uðinn í þeim tilgangi að styðja
mig,“
AP
/M
YN
D
Ásatrúarsöfnuðurinn:
Margir hafa óskað eftir
að ganga í söfnuðinn
JÖRMUNDUR INGI
Mjög margir hafa haft samband við hann
til spyrjast fyrir um hvernig beri að snúa
sér til að ganga í söfnuðinn.
NADAL
Abu Nadal, leiðtogi palestínsku „Al
Fatah“ - skæruliðahreyfingarinnar.
Hann lést fyrir fjórum dögum síðan.
Skæruliðaleiðtoginn Abu Nidal:
Lést af völdum skot-
sára á heimili sínu
BERVÍK SH-143
Bervík liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn en skipið var eitt fjögurra skipa frá Ólafsvík sem veiddu tæp 500 tonn umfram aflaheimildir.
Ríkislögreglustjóri
rannsakar kvótasvindl
Fiskistofa lítur á málið sem stórfellt auðgunarbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða. Fjögur
skip veiddu tæp 500 tonn af þorski umfram aflaheimildir. Aflaverðmætið um 100 milljónir króna.
Ef ekkert
óvænt kemur
upp á þá telj-
um við að
það verði
ákært í þess-
um málum og
þau fari fyrir
dóm.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
AP
/M
YN
D
Menntaskólinn á Ísafirði verð-ur settur í 33. sinn sunnudag-
inn. Dagskólanemendum fjölgar
nokkuð frá því sem var við upp-
haf skólaárs í fyrra, því nú hafa
um 293 nemendur innritast í dag-
skóla en voru 280 fyrir ári. bb.is
Lagning nýs vegar yfir Bröttu-brekku á Vestfjarðavegi er
töluvert á eftir áætlun. Vegar-
kaflinn er í heild 11,3 km og á
verkinu, sem er í höndum Arnar-
fells ehf., að vera lokið að fullu í
september 2003. Verklok eru
hinsvegar tvískipt og samkvæmt
verksamningi á að vera komið
bundið slitlag á nyrðri hluta veg-
arins í byrjun september. skessu-
horn.is
Maður reyndi að framvísafölsuðum peningaseðli í
verslun í Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöld. Lögreglan var kölluð
til og handsamaði hún manninn.
Þá var maður handtekinn á
sunnudagsmorgun á bíl sem hann
hafði stolið í Reykjavík. Hafði
hann verið búinn að brjótast inn í
tvær bifreiðar í Hafnarfirði þeg-
ar lögreglan handtók hann.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fréttablaðið er borið út á heimili á höfuðborgarsvæðinu
snemma á morgnana frá mánudegi til laugardags.
Það er besti tíminn til koma markpóstinum þínum til skila.
Fréttablaðið er eini dreifingaraðilinn sem býður upp á
dreifingu á öll heimili snemma á morgnanna.
Fréttablaðið – dreifing. Þverholti 9, 105 Reykjavík. Sími 515 7520.
Á bak við 68.500 póstlúgur
á höfuðborgarsvæðinu
eru 178.000 manns
FYLGIST ÞÚ MEÐ UMRÆÐUM
UM ÞJÓÐGARÐ NORÐAN
VATNAJÖKULS?
21% 69% 10%
Vel Lítið Svara ekki