Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 6
6 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURSPURNING DAGSINS
Á að leyfa einkadans?
Nei, það á að leyfa vændi eins og það
kemur fyrir, ekki vera að grínast með okkur
karlmennina.
Frímann Ásgeirsson, fiskútflytjandi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BRUNI Nokkuð ljóst er að eldurinn
í kjallara Fákafens 9 miðvikudag-
inn 7. ágúst átti upptök sín í geym-
slu Teppalands. Að sögn Harðar
Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns
hjá lögreglunni í Reykjavík,
stendur rannsóknin enn yfir og
liggur ekki fyrir hver upptök
eldsins voru.
„Þetta gengur svona hægt og
bítandi,“ sagði Hörður um rann-
sóknina. „Þetta er svolítið snúið
vegna þess að það var svo mikill
eldur þarna og hann brann svo
lengi. Þegar allt er kolbrunnið þá
gerir það okkur erfiðara fyrir og
erfitt að fullyrða nokkuð um það
hver upptökin voru. Við ættum
samt að geta nálgast líklegustu
skýringuna.“
Hörður sagði að það væri alveg
klárt að bruninn hefði átt upptök
sín í plássi Teppalands. Búið væri
að hreinsa mest allt út úr kjallar-
anum nema úr rými Teppalands
sem væri enn innsiglað af lögregl-
unni. Hann sagði að vonandi
myndi fást niðurstaða í rannsókn-
ina í lok vikunnar.
Bruninn í Fákafeni 9:
Snúin
rannsókn
RÝMI TEPPALANDS INNSIGLAÐ
Eigendur fyrirtækja sem voru með aðstöðu í kjallara Fákafens 9 hafa undanfarna daga
unnið að því að hreinsa út úr kjallaranum. Rými Teppalands er enn innsiglað af lögreglu.
Fjörtíu umferðaróhöpp:
Ók utan í
þrjá bíla
LÖGREGLUMÁL Þrettán ökumenn
voru handteknir í Reykjavík um
helgina grunaður um ölvun við
akstur. Tilkynnt var um fjörtíu
umferðaróhöpp og í nokkrum til-
fellum þurftu ökumenn og farþeg-
ar að fá aðhlynningu. Ökumaður
undir áhrifum vímuefna var tek-
inn aðfaranótt laugardags fyrir að
hafa tekið utan í þrjá bíla. Lögregl-
an í Reykjavík stöðvaði fjörtíu og
fimm ökumenn fyrir of hraðan
akstur um helgina. Einn fyrir að
aka gegn rauðu ljósi, tveir fyrir að
virða ekki stöðvunarskyldu og
fjórir fyrir að nota ekki öryggis-
belti.
Góðæri í sjávarútvegi
Risarnir
með mik-
inn gróða
SJÁVARÚTVEGUR Uppgjör sjávarút-
vegsrisanna Samherja og Granda
fyrstu sex mánuðina hljóðar upp á
samanlagðan hagnað sem nemur
þremur milljörðum króna. Sam-
herji skilaði 1.755 milljónum króna
í hagnað. Til samanburðar var 345
milljóna tap af rekstrinum á sama
tíma í fyrra. Grandi skilaði 1.199
milljónum í hagnað. Á sama tíma í
fyrra var 82 milljón króna tap af
rekstrinum. Rekstur fyrirtækj-
anna sama tímabil í fyrra er ekki
samanburðarhæfur, en skip félag-
anna voru þá bundin við bryggju
vegna sjómannaverkfalls.
Rekstrartekjur Samherja
námu rúmum sjö milljörðum og
var hagnaður fyrir skatta 2,1
milljarður. Eigið fé félagsins er
tæpir átta milljarðar. Rekstar-
tekjur Granda námu rúmum
þremur milljörðum króna og er
eigið fé 5,5 milljarðar. Eginfjár-
hlutfall félaganna er svipað. 37%
hjá Samherja og 39% hjá Granda.
Veltufé frá rekstri sem hlutfall af
rekstrartekjum er 23% hjá Sam-
herja, en 25% hjá Granda. Bréf í
félögunum lækkuðu lítillega á
markaði í gær.
LÖGREGLUMÁL Maður um
tvítugt var stunginn í
bakið aðfaranótt sunnu-
dagsins. Hann virðist
hafa orðið fyrir tilefnis-
lausri árás en að hans
sögn þekkti hann ekki til
árásarmannsins sem var
af erlendum uppruna.
Sautján líkamsárásir
voru tilkynntar til lög-
reglunnar um helgina og
þar af voru fimmtán sem
áttu sér stað á menning-
arnótt. Að sögn lögreglu
virtist sem nokkrir hafi haldið að
þeir hefðu villst í villta vestrið
svo mikið gekk á í nokkrum tilfell-
um.
Til hópslagsmála kom um
fimmleytið aðfaranótt sunnu-
dagsins. Maður sem
fékk ekki inngöngu á
skemmtistað varð æfur
og efndi til slagsmála
við dyraverði. Slags-
málin enduðu með því
að þrír voru fluttir á
slysadeild með áverka á
enni. Mikill hiti virtist
enn í mönnum því þegar
verið var að flytja einn
mannanna í sjúkrabif-
reiðina réðust tveir af
þeim slösuðu að sjúkra-
f l u t n i n g s m ö n n u m .
Þurfti lögregla að kalla á liðsauka
til að skakka leikinn. Annar árás-
armannanna var fluttur á slysa-
deild en hinn endaði á lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu og var
sleppt að loknum viðræðum.
Bílvelta varð á Sandgerðisvegi ígærmorgun. Einhver slys urðu
á fólki en samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Keflavík voru þau
ekki alvarleg. Bíllinn skemmdist
töluvert og varð að fjarlægja hann
með kranabifreið.
Maður á reiðhjóli hrifsaði veskiaf konu sem var á gangi síð-
degis á sunnudag. Hjólaði maður-
inn síðan í burtu. Flýtir manns var
svo mikill að hann hjólaði niður er-
lend hjón sem voru á göngu
skammt frá. Svo virðist sem sam-
viskubit hafi sagt til sín því stuttu
síðar kom þjófurinn aftur og skil-
aði konunni veskinu. Að sögn lög-
reglu var konan fegin að fá veskið
til baka að hún ákvað að kæra ekki
atburðinn.
Ekið var á kind með tvö lömb áÞingvallavegi seint á sunnu-
dagskvöld. Lömbin drápust en af-
lífa þurfti ána. Bifreiðin var mikið
skemmd og var hún flutt með
kranabifreið af vettvangi. Engin
slys urðu á fólki.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Maður stunginn í bakið:
Sautján líkamsárásir
tilkynntar um helgina
FRÁ MENNINGARNÓTT
Lögreglan segir flestar líkamsárásirnar hafa
gerst á menningarnótt eða fimmtán tals-
ins. Í einu tilfella var maður kýldur í andlit-
ið og við það nefbrotnaði hann. Ekki var
vitað um árásarmanninn en sá sem var
kýldur gaf greinagóða útlitslýsingu.
VINNUVERND Víðast hvar fá starfs-
menn hluta svokallaðra skjágler-
augna greidd af atvinnurekanda
sínum eða úr sjúkrasjóði viðkom-
andi stéttarfélags. Kristín Rafnar
starfsmannastjóri hjá Lands-
banka Íslands sagði bankann
vinna eftir reglugerð um vinnu-
vernd. Þar segir að vinnuveitend-
ur séu skuldbundn-
ir til að greiða
ákveðinn hluta
svokallaðra skjá-
gleraugna sem
starfsmenn þurfi
að nota við vinnu
sína. „Við gerðum
könnun á því fyrir
nokkrum árum
hvað slík gleraugu
kostuðu og niður-
staðan var að við
greiðum fimmtán
þúsund af verði
gleraugnanna. Sú
upphæð hefur ekki breyst í nokk-
ur ár einkum vegna þess að gler-
augu hafa lækkað fremur en hitt,“
segir Kristín.
VR greiðir ákveðna upphæð úr
sjúkrasjóði sínum til kaupa á gler-
augum, óháð tegund þeirra að
sögn Hansínu Gísladóttur hjá VR.
Hún segir það allt fara eftir rétti
hvers og eins og sá réttur ákvarð-
ast á af hve háum launum viðkom-
andi greiðir í sjóðinn og hvort
hann hefur fengið greiðslur á s.l.
tveimur árum til einhvers annars.
„Allt annað s. s. styrkur til að
greiða niður sjúkraþjálfun og lík-
amsrækt skerðir þá upphæð. Ef
viðkomandi hefur ekki nýtt sér
styrk úr sjóðnum ætti hann að
geta fengið allt að 30 þúsund til
gleraugnakaupa.“
Guðrún Óladóttir hjá Eflingu
segir ákveðna upphæð greidda að
því tilskyldu að starfsmaður hafi
verið í vinnu s. l. ár og á lág-
markslaunum. „Við greiðum í
hverjum gleraugum 6 þúsund
krónur en þá verða þau að hafa
kostað yfir 12 þúsund.“ Hún telur
að hjá minni stéttarfélögum séu
þessi hlunnindi ekki í boði en hins
vegar greiði stöndugri og stærri
fyrirtæki þennan kostnað ef við-
komandi vinni við tölvuskjá. Það
sé lögbundin réttur starfmanna
og til hagsbóta fyrir viðkomandi
fyrirtæki.
Í reglugerð Vinnueftirlisins er
kveðið svo á að fyrirtækjum sé
heimilt að óska eftir að gleraugun
séu eingöngu notuð á vinnustað.
Það ákvæði munu hins vegar ekki
vera nýtt og setja atvinnurekend-
ur ekki fyrir sig að gleraugun sé
notuð annarsstaðar. „Við óskum
að sjálfsögðu ekki eftir að þau séu
hlekkjuð við tölvuna á vinnustað,“
sagði Kristín Rafnar starfs-
mannastjóri Landsbanka Íslands
orðaði það.
bergljot@frettabladid.is
SVOKÖLLUÐ SKJÁGLERAUGU
Margir vita ekki að fyrirtækjum ber að greiða hluta kostnaðar við svokölluð tölvugleraugu starsmanna sinna.
„Við gerðum
könnun á því
fyrir nokkrum
árum hvað
slík gleraugu
kostuðu og
niðurstaðan
var að við
greiðum
fimmtán þús-
und af verði
gleraugnanna“
Mörg fyrirtæki greiða hlut
í gleraugum starfsmanna
Tíðkast hefur að stærri stéttarfélög greiði hlut í kostnaði félagsmanna sinna við gleraugnakaup.
Færri vita hins vegar að bundið er í reglugerð um vinnuvernd að atvinnurekendum beri að að-
stoða starfsmenn sína við kaup á svokölluðum skjágleraugum til nota við tölvusskjái.
Hvalaskoðunarbátur á leið úrhöfninni í Húsavík sigldi á
bryggju og lítinn trébát með
þeim afleiðingum að hann sökk.
Var hvalaskoðunarbáturinn á leið
með á fjórða tug farþega í skoð-
unarferð þegar slysið varð. Að
sögn lögreglunnar á Húsavík
leikur grunur á að skipstjórnandi
hafi verið undir áhrifum áfengis.
Sagði talsmaður málið rannsakað
á sama hátt og um ölvunarakstur
væri að ræða. Á skipstjórnandinn
yfir höfði sér að missa réttindin í
ákveðinn tíma auk þess að borga
sekt.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 85.42 -0.22%
Sterlingspund 131.36 -0.03%
Dönsk króna 11.28 -0.34%
Evra 83.78 -0.34%
Gengisvístala krónu 126,20 -0,29%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 195
Velta 2.562 m
ICEX-15 1.276 -0,07%
Mestu viðskipti
Sjóvá-Almennar hf. 196.103.000
Vinnslustöðin hf. 60.112.721
Baugur Group hf. 57.027.345
Mesta hækkun
Skýrr hf. 5,45%
Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 3,70%
Baugur Group hf. 2,91%
Mesta lækkun
Vaki-DNG hf. -21,05%
Grandi hf. -2,61%
Marel hf. -2,05%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 8963,3 2,10%
Nsdaq: 1396,1 2,60%
FTSE: 4426,8 2,20%
DAX: 3836,6 4,10%
Nikkei: 9599,1 -1,90%
S&P: 947,1 2,00%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI