Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 8

Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 8
20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin bí›ur flín á mann m.v. að 2 fullorðnir og 1 börn, 2ja-11 ára ferðist saman Innifalið: Flug, gisting á The Ormond Quay Hotel, morgunverður og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 42.120 kr. 39.195 kr.staðgr. á mann með flugvallarsköttum staðgr. staðgr. 32.120 kr. SVEITARFÉLÖG Sveitarfélög hafa frest til 1. september til að skila fjárhagsáætlunum fyrir árið 2002 til félagsmálaráðuneytisins vegna árlegrar athugunar eftirlitsnefnd- ar með fjármálum sveitarfélaga. Þetta verður í þriðja árið sem nefndin skoðar fjármál sveitarfé- laga. Eftir athugun nefndarinnar árið 2001 sendi hún bréf til 31 sveitar- félags. Í bréfinu óskaði nefndin eftir að henni yrði gerð grein fyrir því innan tveggja mánaða hvernig þróunin hefði verið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu og hvernig sveitarstjórnin hygðist bregðast við fjárhagsvanda sveitarsjóðsins. Þrjú sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu fengu bréf frá nefndinni, þ. e. Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Bessastaðahreppur. Í reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kem- ur m. a. fram að verði sveitar- stjórn ekki við ósk nefndarinnar geti hún lagt til við ráðuneytið að það stöðvi greiðslur til sveitar- sjóðs úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga.  FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fengu bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í janúar, þ.e. Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Bessastaðahreppur. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga: Eiga að skila fjárhags- áætlun 1. september SAKAMÁL Lögreglunni á Bret- landseyjum hefur verið veittur 36 klukkustunda viðbótarfrestur til að yfirheyra Ian Huntley og Max- ine Carr sem grunuð eru um að hafa numið á brott og myrt stúlk- urnar Hollý Wells og Jessicu Chapman. Þegar lögreglan hand- tók parið á laugardag mátti hún halda því í þrjá sólarhringa án þess að ákæra það. Viðbótarfrest- urinn veitir lögreglunni leyfi fram á fimmtudagsmorgun til að yfirheyra parið. Leit að sönnunar- gögnum hefur staðið yfir á heimili Huntley og Carr, í skóla stúlkn- anna og í framhaldsskóla við hlið- ina, en allar byggingarnar eru á sama svæði. Einnig var á sunnu- dagskvöld gerð leit á bílaþvotta- stöð sem staðsett er suður af bæn- um Soham þar sem stúlkurnar bjuggu. Allar líkur eru taldar á því að líkin tvö sem fundust á laugar- dagskvöld í afskekktu skóglendi skammt fyrir utan Soham hafi verið Hollý og Jessica. Nokkrir dagar til viðbótar munu þó líða þar til hægt verður að taka af all- an vafa í málinu, að því er sagði á fréttavef BBC. Til að hjálpa íbúum Soham að komast yfir sorgina hefur áfalla- hjálp verið veitt í bænum. Aðalá- hersla er lögð á að veita þeim 2100 skólabörnum sem búa þar aðstoð. Þá hafa fréttamenn ákveðið að yf- irgefa Soham af tillitssemi við syrgjandi bæjarbúa. Erkibiskupinn í Canterbury vottaði foreldrum stúlknanna samúð sína í gær. „Á stundum sem þessum er ekkert sem við getum sagt sem dregið getur úr sorginni og eftirsjánni, „ sagði hann. Þakkaði hann almenningi víðsvegar um Bretland fyrir stuðninginn sem bæjarbúar í So- ham hefðu fengið undanfarnar tvær vikur. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, vottaði for- eldrum stúlknanna einnig samúð sína í gær.  Lögreglan stendur í ströngu við yfirheyrslur yfir meintum morðingjum Hollý og Jessicu: Fá frest fram á fimmtudag SAKAMÁL Ian Huntley og Maxine Carr, sem grunuð eru um morðin á bresku stúlkunum Hollý Wells og Jessicu Chapman, sóttu um störf í skóla stúlknanna undir fölskum formerkjum. Huntley, sem fékk starf sem húsvörður í skólanum í desember á síðasta ári, sótti um starfið undir nafni móður sinnar, Nixon. Carr, sem fékk tímabundið starf sem aðstoðarkennari í sama skóla í febrúar, sagði nafn sitt vera Maxine Capp. Eftir að búið var að rannsaka bakgrunn þeirra undir þessum nöfnum hlutu þau starfið. Ekkert athugavert hafði þá komið í ljós. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að Huntley var handtekinn fyrir að hafa nauðgað konu í borg- inni Grimsby á Englandi, þar sem hann bjó ásamt Carr áður en þau fluttust til Sohem. Eftir að hafa verið í varðhaldi í nokkurn tíma var honum sleppt án þess að réttað væri í máli hans, að því er sagði í ástralska blaðinu „The Daily Tel- egraph.“ Fyrrverandi nágranni Huntley og Carr í Grimsby lýsti þeim sem „parinu frá helvíti.“ Mikið var um rifrildi á heimili þeirra og var of- beldi oft og tíðum beitt. Annar fyrrverandi nágranni sagði Huntley vera með klofinn per- sónuleika á borð við þann sem lýst er í skáldsögunni um „Jekyll og Hyde.“ Howard Gilbert, skólastjóri í skóla stúlknanna, sagði að ekkert hefði bent til þess að Huntley væri ekki traustsins verður. „Hann var farinn að læra inn á starfið og virt- ist vera að standa sig vel. Hann dró sig ekki í hlé gagnvart öðru starfs- fólki.“ Virtist hann einnig vera vin- gjarnlegur gagnvart skólabörnun- um og ræddu þau oft við hann um hundinn hans. Huntley tók virkan þátt í leitinni að stúlkunum kvöldið sem þær hurfu. Hafði hann veitt fjölmiðlum viðtöl þar sem hann var gráti næst vegna hvarfs þeirra. Sagðist hann eflaust hafa verið einn sá síðasti sem sá þær á lífi. Talið er að hann hafi legið undir grun hjá lögregl- unni allt frá fyrsta degi rannsókn- arinnar. Carr veitti fjölmiðlum einnig viðtöl vegna hvarfs stúlknanna. Lýsti hún Hollý meðal annars sem afar indælli stúlku. Talið er að sálfræðingar frá lög- reglunni muni á næstu dögum rann- saka sjónvarpsviðtölin sem tekin voru við hina grunuðu morðingja.  Myrk fortíð grunaðra stúlknamorðingja Sóttu um störf í skóla stúlknanna undir fölskum formerkjum. Ian Huntley hafði verið handtekinn fyrir nauðgun í borginni Grimsby. Huntley og Carr lýst sem „parinu frá helvíti.“ HUNTLEY Ian Huntley er grunaður um að hafa numið á brott og myrt stúlkurnar Hollý Wells og Jessicu Chapman, sem voru tíu ára gamlar. Huntley og kærasta hans eru nú í haldi lög- reglunnar eftir að lík stúlknanna fundust á laugardaginn í skóglendi um 16 kílómetrum frá bænum Soham. STÚLKNANNA MINNST Lögreglumaður leggur blóm til jarðar skammt frá þeim stað þar sem lík stúlknanna fundust á laugardaginn. Stúlkurnar, sem voru tíu ára gamlar, hurfu fyrir tveimur vikum síðan úr bænum Soham á austurhluta Englands. AP /M YN D AP /M YN D Frípósti visir.is: Lokað vegna vanskila NETÞJÓNUSTA Frípóstkerfinu á Vísi.is var lokað á fimmtudag vegna vanskila á greiðslum til hýs- ingaraðila. Femín sem nú á Vísi segir fyrri eigendur hafa safnað skuldum hjá hýsingaraðila. Ekki hafi náðst samningar við hýsingar- aðila og því samið við íslenskt fyr- irtæki um hýsingu kerfisins. Það opnar á morgun en gögn notenda tapast við flutningana. Jón Gunnar Zoëga, lögmaður fyrri eigenda, segir ósanngjarnt að stilla málinu svona upp. Kaupendur hafi haldið eftir fé vegna þessa. Það hafi ekki verið nýtt eins og til stóð og ekki staðið full skil á kaupverði. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.