Fréttablaðið - 20.08.2002, Page 11

Fréttablaðið - 20.08.2002, Page 11
11ÞRIÐJUDAGUR 20. ágúst 2002 SKELFISKUR Veiðar og vinnsla á hörpudiski úr Arnarfirði hefur legið niðri síðan í apríl 2001 þeg- ar mælingar sýndu að innihald þungmálmsins kadmíns væri yfir leyfilegum mörkum miðað við nýja reglugerð ESB um að- skotaefni í matvælum. Fiski- stofa stöðvaði í kjölfarið alla vinnslu og afurð- um var fargað. Mælingar voru einnig gerðar í Hval- og Breiða- firði en þar var ástandið í góðu lagi. U m h v e r f i s - ráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til sérstaks rannsóknarhóps að hann geri áætlun um frekari rannsókn í firðinum. Helgi Jensson, for- stöðumaður mengunarvarna- sviðs Hollustuverndar ríkisins, fer fyrir hópnum. Hann telur all- ar líkur á að um náttúrulegt ástand sé að ræða og ólíklegt sé að kadmín-mengunin í firðinum sé af mannavöldum. Hann segir gosvirkni hafa verið nefnda sem hugsanlegan orsakavald en það hafi ekki verið stutt með vís- indalegum rökum. Guðjón Atli Auðunsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins er sammála Helga og telur vafasamt að tala um mengun í þessu sambandi þar sem kadmín sé hluti af náttúrulegu umhverfi. Staðaraðstæður ráði svo magni þess. Guðjón segir RF vinna með tvær tilgátur hvað ástandið í firðinum varðar. Annars vegar að þar sem fjörðurinn er þrösk- uldsfjörður séu umskipti sjávar hæg og það gæti haft þessi áhrif á lífríkið. Hins vegar bendi rannsóknir á þorsklifur til að rekja megi kadmín í þorski til pólsjávar en kadmín mælist í meira magni umhverfis Ísland en almennt gerist og eykst enn þegar nær dregur Grænlandi. Hann segir frekari rannsókn- ir nauðsynlegar til að skera úr um hvað hefur þessi áhrif í Arn- arfirði og RF hafi sótt um styrk hjá Vísindasjóði til að rannsaka frekar þungmálma í skelfiski í firðinum. Beiðninni var hafnað í lok síðasta árs en verður endur- nýjuð um áramótin. Efniviður- inn er til staðar og stofnunin því tilbúin um leið og fjármagn ligg- ur fyrir. thorarinn@frettabladid.is HAFIÐ BLÁA HAFIÐ Rannsóknir á þorski benda til að þungmálmamengun í íslensku sjávarfangi megi rekja til pólsjávar. Rannsókn á magni kadmíns í Arnar- firði er háð styrkveitingu og öll vinnsla mun því væntanlega liggja til ársins 2003. Fjárskortur tefur rannsóknir á mengun Kadmín magn í íslensku sjávarfangi er meira en gengur og gerist. Vinnsla á hörpudiski úr Arnarfirði hefur legið niðri í rúmt ár vegna slíkrar mengunar. Ástandið er talið náttúrulegt en fjárskortur hamlar frekari rannsóknum á orsökunum. Beiðninni var hafnað í lok síðasta árs en verður endur- nýjuð um ára- mótin. VÍTISENGLAR Bjarni Sigtryggsson, sendiráðunautur í Kaupmannahöfn, segir íslenskt ógæfufólk leita reglulega á náðir íslenska sendi- ráðsins. Tilfellin skipti tugum á hverju ári og oftar en ekki séu vandræði fólksins tengd eiturlyfj- um og óreglu. Sendiráðið heldur ekki sérstaklega utan um fjölda slíkra tilfella en Bjarni telur aukn- ingu milli ára vart vera merkjan- lega. Tilfellin eru áberandi fleiri á sumrin og sendiráðið hefur lent upp á kannt við hina alræmdu Vít- isengla, eftir að það kom manni úr landi sem englarnir töldu sig eiga inni peninga hjá. Englarnir gerðu í framhaldinu atlögu að sendiráðinu, létu dólgslega í anddyri þess. Heimtuðu peninga og vildu fá manninn framseldan. Þeir hafa ekki gert vart við sig síðan. Danska lögreglan hefur hert aðgerðir gegn þeim og tæki hart á því ef sendiráð- ið yrði aftur fyrir barðinu á englun- um. Starfsfólk sendiráðsins heldur því ró sinni og aðstoðar áfram Ís- lendinga í vandræðum þó því sé ekki beinlínis ætlað að sinna hlut- verki félagsmálaskrifstofu.  MÓTORHJÓLAGENGI Hafa vaðið uppi í Danmörku og hafa meðal annars herjað á íslenska sendi- ráðið. Almenningi og stjórnmála- mönnum er nóg boðið, og hertar lög- regluaðgerðir hafa verið boðaðar. Íslenskt ógæfufólk í Danmörku: Leitar reglulega til sendiráðsins Kadmín í sjávarfangi: Safnast saman í lík- amanum ÞUNGMÁLMAR Samkvæmt upplýs- ingum frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er manni sem veg- ur 70 kílógrömm óhætt að inn- byrða 70 grömm af hörpudiski á dag, miðað við að fiskurinn inni- haldi eitt míkrógramm af kadmí- um. Efnið safnast fyrir í líkaman- um og fólk verður ekki bráðveikt af völdum þess. Það skemmir hins vegar nýru og beinvefi hægt og bítandi.  BJÖRN BJARNASON Segir meirihlutann eiga að leggja meira upp úr góðu samstarfi við lögregluna en gagnrýni á hana. Björn um Árna Þór: Ekki stór- mannleg ummæli STJÓRNMÁL „Það er ekki stórmann- legt, þegar forseti borgarstjórnar varpar að hátíð lokinni ábyrgðinni á því, sem miður fór, á herðar lög- reglunni,“ segir Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, um þau ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borg- arstjórnar, að ólæti í miðbænum á Menningarnótt væri til marks um að efla þurfi löggæslu í Reykja- vík. Árni Þór vildi að borgin yfir- tæki rekstur lögreglunnar. Björn sagði skrýtið að kenna lögreglunni um ólætin. Menn þyrftu þá að spyrja fleiri spurn- inga. „Hvers vegna var ruslið í borginni meira en nokkru sinni? Er ekki hreinsun þess á verksviði borgaryfirvalda?“  Þrír hafa skilað inn umsóknumum leyfi fyrir daggæslu barna í heimahúsum í Garðabæ eftir að bærinn vakti athygli á því að skortur hefur verið á dag- foreldrum í bænum undanfarin ár. Litlum bæklingi var um stöðu mála var dreift í öll hús í bæn- um. Umsóknirnar sem borist hafa verða afgreiddar á fundi Fjölskylduráðs Garðabæjar 3. september. Meðal þess sem nýj- um dagforeldrum stendur til boða frá og með haustinu er að fá lánaðar tvíburakerrur og tvær gerðir af barnastólum auk fjölbreytts úrvals af leikföngum sem leikfangasafn fyrir dagfor- eldra í Garðabæ hefur upp á að bjóða. INNLENT INNLENT Bæjarráð Garðabæjar hefursamþykkt fjárveitingu að upp- hæð 2,1 milljón króna til búnaðar- kaupa í Garðaskóla. Bæjarráð Reykjanesbæjar hef-ur samþykkt að gera hringtorg við gatnamót Hafnargötu og Vík- urbrautar. Heildarkostnaður er áætlaður um 6 milljónir króna. Skipulagsyfirvöld Reykjanesbæj-ar hafa hafnað Reisbílum ehf. um leyfi til að setja upp 75 metra langt auglýsingaskilti meðfram svokallaðri kartbraut. Skiltið átti að vera um 30 metrum frá Reykja- nesbrautinni og snúa að henni. Er- indi Reisbíla var hafnað þar sem það var ekki talið samræmasta framtíðarskipulagi svæðisins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.