Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 12

Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 12
12 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI Í RAUÐ RÖNDÓTTU Brasilíski leikmaðurinn Rivaldo er byrjaður að spila með AC Milan á Ítalíu. Hér á hann í höggi við Paolo Montero og Mark Iuliano, leikmenn Juventus, í góðgerðarleik. DAMIEN DUFF Sló eftirminnilega í gegn í heimsmeistara- keppninni í Suður-Kóreu og Japan. Damien Duff: Ánægður hjá Black- burn FÓTBOLTI Damien Duff, knatt- spyrnumaður hjá Blackburn, mun skrifa undir nýjan samning við liðið á næstu viku. Duff hefur ít- rekað verið orðaður við Liverpool. Hann sló í gegn á síðasta tímabili og með írska landsliðinu í heims- meistarakeppninni í Suður-Kóreu og Japan fyrr á þessu ári. „Ég er ánægður hjá Blackburn,“ sagði hinn 23 ára gamli Íri. „Ég hef tek- ið miklum framförum hjá liðinu svo ég ætla að halda áfram að bæta mig enn frekar.“  MOLARÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 Íþróttahús Gróttu Skákþing Íslands 19.00 Stjörnuvöllur Símadeild kvenna (Stjarnan - KR) 19.00 Grindavíkurvöllur Símadeild kvenna (Grindavík - Breiðablik) 19.00 Kaplakrikavöllur Símadeild (FH - ÍBV) 20.00 Sýn Íþróttir um allan heim Sýn 20. ágúst 20:00 22.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union Sýn 20. ágúst 22:30 23.00 Sýn Toppleikir Sýn 20. ágúst 23:00 FÓTBOLTI Valþór Hilmar Halldórs- son lék sinn fyrsta leik í úrvals- deildinni í knattspyrnu í fyrradag þegar hann stóð á milli stanganna í marki KR gegn Keflavík. Leikur- inn endaði með jafntefli þar sem bæði lið skoruðu tvö mörk. Valþór var að leysa einn besta marvörð deildarinnar af hólmi og gerði vel. Varði meðal annars vítaspyrnu. „Það var fínt að spila, en leiðin- legt að sigra ekki í fyrsta leikn- um,“ segir Valþór. Hann segist hafa verið stressaður fyrir leikinn. „Ég var stressaður í byrjun en sjálfstraustið jókst við að verja vítaspyrnuna. Svo lagaðist þetta með hverri mínútunni sem leið.“ Hann vill ekki gera mikið úr því að hafa varið vítið. „Það er alltaf ein- hver heppni að giska á rétt horn.“ Valþór er bróðir Þorsteins Hall- dórssonar, fyrrverandi leikmanns KR og FH. Hann hóf feril sinn með Þrótti í Neskaupstað en skipti yfir í Vesturbæjarliðið árið 1999. Hann segir töluverðan mun á að spila í úrvalsdeildinni og í neðri deildun- um. „Það er mikill styrkleikamunur á deildunum. Svo held ég að það sé allt annað að spila með KR en öðr- um liðum.“ Hlutverk Valþórs er ekki öf- undsvert því hann þarf að leysa Kristján Finnbogason af hólmi, sem er meiddur. Fyrir leikinn gegn Keflavík hafði KR-liðið aðeins fengið tólf mörk á sig. „Það er erfitt að leysa hann af hólmi enda hefur hann verið einn besti mark- vörður deildarinnar í sumar,“ seg- ir Valþór. „Maður verður bara að gera sitt besta og reyna feta í fót- spor hans.“ Meðal samherja hans hjá KR er Þormóður Egilsson, leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Val- þór segir mikinn styrk í að hafa slíka leikmenn fyrir framan sig. „Ég held að það sé ekki hægt að fá betri leikmenn en Móða til að byrja með. Hann hjálpar manni al- veg út leikinn. Hann er ekki að skamma mann heldur segir manni til.“ kristjan@frettabladid.is Varði víti í fyrsta leik Valþór Halldórsson, 21 árs varamarkvörður KR, varði víti í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni. Hann er uppalinn hjá Þrótti í Neskaupstað en kom til KR fyrir þremur árum. VALÞÓR HALLDÓRSSON „Það var fínt að spila, en leiðinlegt að sigra ekki í fyrsta leiknum.“ Haukur Ingi Guðnason: Slapp vel eftir spark í andlitið FÓTBOLTI „Ég fékk vænt glóðarauga og það blæddi inn í kinnbeinshol- urnar en mér líður ágætlega nú,“ segir Haukur Ingi Guðnason, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, sem fékk spark í höfuðið í leik gegn KR á dögunum. „Ég fékk höggið á kinn- beinið, nefið og ennisbeinið og það dreifði álaginu. Hefði það lent á einhverju einu af þessu hefði þetta væntanlega farið verr. Læknarnir töluðu um að ég hefði sloppið vel,“ segir Haukur Ingi. Hann vonast til að verða með í næsta leik, gegn Skagamönnum þann 25. ágúst.  FÓTBOLTI Þrír leikir fara fram í ell- eftu umferð Símadeildar kvenna í knattspyrnu í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 20.00. Í Garða- bæ tekur Stjarnan á móti KR. Garðabæjarstúlkur eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig en KR er á toppnum með 27 stig. Síðast þegar liðin áttust við í deildinni fóru Vesturbæjarstúlk- ur með sigur af hólmi, 4-0. FH tekur á móti ÍBV í Kaplakrika. FH er í næstneðsta sæti deildarinnar og þarf því nauðsynlega á sigri að halda. ÍBV siglir lygnan sjó um miðja deild. Sjö mörk litu dagsins ljós þegar liðin áttust síðast við í deildinni. Neðsta lið deildarinnar, Grindavík, tekur á móti Breiða- blik á Grindavíkurvelli. Suður- nesjastúlkurnar hafa aðeins unn- ið einn leik í deildinni og við þeim blasir fall. Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar, með 21 stig, og þarf á sigri að halda ætli það sér að blanda sér í toppbar- áttuna með Val og KR.  11. umferð Símadeildar kvenna: KR sækir Stjörnuna heim SÍMADEILD KVENNA Lið Leikir U J T Mörk Stig KR 10 9 0 1 51 : 4 27 Valur 11 8 2 1 23 : 7 26 Breiðablik 10 7 0 3 24 : 10 21 ÍBV 10 5 1 4 19 : 14 16 Stjarnan 10 3 2 5 11 : 19 11 Þór/KA/KS 11 3 0 8 9 : 31 9 FH 10 2 1 7 8 : 36 7 Grindavík 10 1 0 9 7 : 31 3 KR-STELPUR Munu mæta Stjörnu-stelpum í kvöld. Alpay Ozalan, tyrkneskilandsliðsmaðurinn hjá Aston Villa, kennir liðinu um að hann hafi þurft að draga sig til baka af sölulista. Alpay hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá liðinu en leikmannamarkað- urinn lokar þann 31. ágúst næst komandi. Hann segir liðið hafa svikið sig. „Þeir neyddu mig af markaðinum með of háu verði. Ef ég er ekki ánægður með liði mínu smitar það út frá sér,“ sagði Alpay. Meðal liða sem sýnt hafa tyrkneska leikmann- inum áhuga er Leeds. „Ef stjórnin gefur eftir þá er ég til- búinn að yfirgefa liðið á morg- un,“ bætti Alpay við. Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United, vonast til að Rio Ferdinand, dýrasti varnar- maður heims, verði til í slaginn þegar liðið mæt- ir Chelsea í annarri umferð ensku úrvals- deildarinnar á föstudaginn. Ferdinand er enn að jafna sig eftir ökklameiðsli sem hann hlaut á undirbúnings- tímabilinu og missti af fyrsta leik liðsins gegn W.B.A. á laug- ardaginn var. „Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá okkur en vonandi verður Rio tilbúinn fyrir leikinn gegn Chelsea,“ sagði Ferguson. Gary Neville og Wes Brown eru einnig meiddir. Franska knattspyrnufélagiðRennes segir tilboð Manchester United í varnar- manninn Julien Escude næstum móðgandi. Stjórn Rennes telur 2 milljóna punda tilboðið allt of lágt fyrir hinn 21 árs gamla leikmann og vill fá um 5 millj- ónir punda fyrir leikmanninn. „Tilboðið sem Manchester United er næstum móðgandi sé miðað við það hve mikla pen- inga liðið á,“ sagði Emmanuel Cueff, forseti franska liðsins. „Escude á eftir að verða einn besti leikmaður heims.“ Þess má geta að Manchester United er ríkasta félagslið heims. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.