Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 13

Fréttablaðið - 20.08.2002, Side 13
13ÞRIÐJUDAGUR 20. ágúst 2002 FÓTBOLTI „Keane olli ekki hné- meiðslunum,“ er fyrirsögn á við- tali sem Alf-Inge Haaland, knatt- spyrnumaður hjá Manchester City, veitti við norska heimasíðu í maí síðast liðnum. Viðtalið er talið geta eyðilagt fyrirhugað mál sem Norðmaðurinn ætlar höfða gegn Roy Keane, fyrirliða Manchester United. Lögfræð- ingar Haaland og Manchester City hafa verið að undirbúa 6 milljón punda skaðabótamál gegn Keane eftir að hann braut á Norðmanninum í leik fyrir rúmu ári síðan. Svo gæti farið að Haaland þurfi að leggja skóna á hilluna í kjölfar meiðslanna. Keane viðurkennir í sjálfsævi- sögu sinni að hafa brotið viljandi af sér, til að hefna fyrir að Haaland braut á honum í leik fjórum árum áður. Í viðtali við norsku heimasíð- una segir Haaland að hnémeiðsl- in megi ekki rekja til hins marg- umtalaða brots. „Ég vil taka það skýrt fram að ég fékk ekki högg á vinstra hnéð eins og sumir fjölmiðlar hafa viljað meina. Ef þið horfið aftur á atvikið sést að ég fékk högg á hægra hnéð,“ segir Haaland meðal annars í viðtalinu. „Vinstra hnéð hefur verið að angra mig í þrjá mánuði.“  Alf-Inge Haaland í viðtali á norskri heimasíðu: Keane olli ekki hnémeiðslunum ATVIKIÐ UMDEILDA Haaland er staddur í Banda- ríkjunum þar sem hann mun gangast undir að- gerð hjá Dr. Ric- hard Sterman. Sterman þessi hefur meðal ann- ars skorið upp leikmenn á borð við Alan Shearer, Ronaldo og Jamie Redknapp með góðum ár- angri. SKÁK Hannes Hlífar Stefánsson, Íslandsmeistari í skák, mun hefja titilvörn sína á Skákþingi Íslands klukkan fimm í dag. Þrír stór- meistarar, tveir alþjóðlegir meistarar og fimm FIDE-meist- arar verða meðal keppenda á Skákþinginu. Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn sem og sæti í landsliðshópnum sem keppir á Ólympíuleikunum. Hannes Hlífar er stigahæstur keppenda, með 2588 Elo-stig, 83 stigum hærri en sá næsti, Helgi Áss Grétarsson. Teflt verður í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi.  Skákþing Íslands: Sterkir keppendur SVONA GERIR MAÐUR EKKI Roy Keane er harður í horn að taka, bæði innan vallar sem utan. Roy Keane í ævisögu sinni: Sveik samn- ing um félagaskipti FÓTBOLTI Ævisaga Roy Keane, fyr- irliða Manchester United, á eftir að reita marga til reiði ef marka má brot sem birst hafa úr bókinni. Nú er búið að birta kafla í The Times sem fjallar um leikmanna- skipti Keane frá Nottingham Forrest til Manchester United. Þar kemur fram að árið 1993 hafi fyr- irliðinn verið búinn semja við Kenny Dalglish, þáverandi knatt- spyrnustjóra Blackburn, um fé- lagaskipti. Keane fór heim á leið til að hugsa málið betur en þá beið hans símtal frá Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, sem spurði hvort hann væri búinn að semja við eitthvert lið. Keane svaraði því til að hann hefði handsalað samning við Dalgl- ish og gengið yrði frá samningum daginn eftir. „Af hverju kíkir þú ekki í heim- sókn til mín áður en þú semur og við ræðum málin,“ sagði Ferguson. Keane fór að ráðum Skotans og skrifaði undir samning við Manchester United. „Ég hringdi í Dalglish og sagði honum stöðu mála. Hann varð brjálaður,“ segir Keane í ævisögu sinni.  George Best lagður inn: Sýking í kjöl- far aðgerðar FÓTBOLTI Fyrrverandi knattspyrnu- hetjan George Best var fluttur á spítala í gær eftir að hafa fengið sýkingu í kjölfar lifrarígræðslu. Hin 56 ára gamla knattspyrnu- hetja þurfti að fá nýja lifur þar sem hann hafði skemmt sína eigin með drykkju. Aðgerðin þótti takast vel en um helgina kom bak- slag í hana, sem rakin er til sýk- ingar. Hann var fluttur á Cromwell-spítalann í Lundúnum. „Best er í góðum höndum og und- ir eftirliti. Líðan hans er stöðug og fer batnandi en hann verður hér í nokkra daga,“ var haft eftir tals- manni spítalans. Best er talinn einn besti knatt- spyrnumaður Bretlandseyja, fyrr og síðar. Hann gekk til liðs við Manchester United þegar hann var sextán ára og skoraði 115 mörk í 290 leikjum.  SÉRVERSLUN MEÐ INNRÉTTINGAR OG STIGA HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, NETFANG: innval@innval.is Þekking í þína þágu 30% kjarabót Kr. 38.700, og þú greiðir aðeins Kr. 90.300,- Varanleg kjarabót! Fjölbreytt úrval vandaðra Profil eldhúsinnréttinga er valkostur hinna vandlátu og fjárfesting, sem mælir með sér sjálf. Leitið tilboða – gerið verðsamanburð – það borgar sig. Við rýmum fyrir nýjum vörum. Sýningareldhús 40% afsláttur. - - - - - - www.innval.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.