Fréttablaðið - 20.08.2002, Qupperneq 14
14 20. ágúst 2002 ÞRIÐJUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikarinn Charlton Heston seg-ist heita þess að halda áfram
að leika eins lengi og hann mögu-
lega getur. Hann greindi nýverið
frá því að hann væri með
Alzheimer sjúkdóminn. Hann
segir nokkur verkefni bíða sín
þar á meðal teiknimyndaútgáfu
kvikmyndarinnar Ben Hur.
Heston er líklegast þekktastur
fyrir leik sinn í upprunalegu Ben
Hur myndinni en fyrir hana fékk
hann Óskarsverðlaun árið 1959.
Kvikmyndin „X„ sem skartarvöðvabúntinu Vin Diesel í að-
alhlutverki og fjallar um leyni-
þjónustumanninn
Xander Cage hélt
toppsæti banda-
ríska bíóaðsóknar-
listans aðra vik-
una í röð. Diesel
hefur sagt að hér
sé ný tegund
James Bond á ferð
en Xander stundar
B.A.S.E. og Extreme íþróttir.
Rapparinn Snoop Dogg hefursvarað gagnrýni leikarans
Samuel L. Jackson um að of
margir rapparar
séu að reyna að
fóta sig í kvik-
myndaleik í
Hollywood þessa
daganna. Jackson
sagði að rappar-
arnir væru að
taka vinnu frá
lærðum leikurum
og að hann gæti ekki hugsað sér
að leika í mynd með einum slík-
um. Snoop Dogg segir hins vegar
svo mikið af litríkum persónum
vera í rappheiminum og að kvik-
myndaframleiðendur í
Hollywood þurfi á þeim að halda
til þess að gæða myndir sínar
nýju lífi.
Leikkonan Shirley Henderson,sem lék eina af vinkonum
Bridget Jones, seg-
ist vera reiðubúin
að leika í fram-
haldsmynd en full-
yrðir, að þrátt fyrir
að myndin eigi að
vera á framleiðslu-
stiginu, að enginn
hafi haft samband
við sig. Hlutverk persónu hennar
var tónað niður í kvikmyndinni
en er víst töluvert stærra í fram-
haldssögunni. Leikkonan Renée
Zellweger hefur sagt opinberlega
að hún væri reiðubúin að leika í
framhaldsmynd en að hún gæti
ekki hugsað sér að bæta á sig öll-
um aukakílóunum fyrir hlutverk-
ið. Ef Bridget ætti að skarta þeim
í framhaldsmynd þyrftu kvik-
myndagerðamennirnir að styðj-
ast við aðra tækni en að valda
henni átröskun.
Mótleikari Madonnu í kvik-myndinni „Swept Away“, sem
eiginmaður hennar Guy Ritchie
leikstýrir, átti erfitt með að leika í
ástarsenum á móti henni. Ástæðan
var ekki sú að eiginmaður hennar
hafi verið í seilingarfjarlægð held-
ur þótti honum þau einum of of-
TÓNLIST
Það kom flestum á óvart, og lík-legast fáum meira en liðs-
mönnum sjálfum, þegar síðasta
breiðskífa Red Hot Chili Peppers
„Californiacation“ varð þeirra
söluhæsta frá upphafi. Hvað
virkaði svona vel? Jú, þeir nældu
sér í gamla gítarleikarann aftur,
sem lyfti meistaraverkinu
„Blood+Sugar+Sex+Magic“ upp á
æðra plan, og snéru sér alfarið að
einföldum poppsmíðum.
Það er alveg deginum ljósara
að Red Hot eru staðnaðir hvað
vinnuaðferðir varðar. Engar til-
raunir eru gerðar til þess að nálg-
ast hugarsmíðar liðsmanna úr
nýrri átt. Allur metnaður er lagð-
ur í lagasmíðar og flest gert til
þess að reyna að endurskapa
svipað, ef ekki sama, grípandi
andrúmsloft og á síðustu plötu.
Hljómur plötunnar er hrár og
spilagleðin fær að njóta sín. Plat-
an er nákvæmlega eins og sveitin
hljómar. Prik fyrir það. Þeir Chili
liðar eru færir í poppsmíðum,
hafa góða næmni fyrir laglínum
og eiga án efa eftir að bæta við
slögurum á aðra „best of“-plötu,
sem hlýtur að vera komin á út-
gáfuplanið. Nefni í fljótu bragði
lög eins og „Can’t Stop“ og ballöð-
una „Midnight“. En skilur þessi
plata eitthvað eftir sig? Nei, eig-
inlega ekkert. Til þess er þetta of
mikið miðjumoð. „By the way“
ætti að gera aðdáendur sátta en
bætir varla nýjum í hópinn.
Birgir Örn Steinarsson
Já... alveg rétt RED HOT
CHILI PEPPERS
By the Way
TÓNLIST Fyrir um tuttugu árum
síðan olli nafnagift hljómsveitar-
innar Sjálfsfróun töluverðu
fjaðrafoki. Sveitin varð meira að
segja að kalla sig „Handriðið“
við tækifæri af ótta við að stinga
ekki á blygðunarkennd við-
kvæmra einstaklinga. Í dag er til
hljómsveitin Rúnk og liðsmenn
hennar segja engan raunveru-
lega hneykslaðan á nafngiftinni.
Rúnk var að gefa út sína
fyrstu breiðskífu en aðra útgáfu
ef með er talin jólaplata sem gef-
in var út í takmörkuðu upplagi
fyrir síðustu jól. Tónlistin er
uppsveiflukennt popprokk sem
daðrar við, og gerir grín að, hinu
hallærislega og metnaðarlausa.
Það sést einnig glögglega á allri
ímynd sveitarinnar sem minnir
um margt á veggspjöld Bindind-
ismóta Galtalækjarskógs á ní-
unda áratuginum eða Sumar-
gleðina sem áttu meðal annars
slagarann „Prins Póló“ snemma
á sama áratug.
„Við erum samt alveg á góðri
leið með það að tapa því núna,“
segir gítarleikarinn með rauðu
derhúfuna er gengur undir dul-
nefninu Suawey. „Þetta er búið
að vera allt of mikið álag og þess
vegna ætlum við að fara í frí. Við
gáfum út þessa plötu á eigin veg-
um. Héldum Viðeyjarhátíð og
sáum um Innipúkann um Versl-
unarmannahelgina.“
„Allir tónleikar sem við höf-
um spilað á eru eitthvað sem við
höfum gert sjálf,“ segir græn-
húfaði Bobby mæðulega. „Við
höfum því verið að rífast um
söluverðið á bjór í stað þess að
hafa gaman af því að leika tón-
list.“
Sveitin ætlar því að taka pásu
eftir ágúst enda margir liðs-
menn sveitarinnar að fara til út-
landa í nám. Það má því segja að
hljómsveitarnafnið Rúnk sé
lýsandi fyrir starfssemi sveitar-
innar. Allt handunnið með hraði
og munaðurinn stendur aðeins
yfir í stuttan tíma. Liðsmenn við-
urkenna það fúslega að lögin séu
samin á rauntíma þeirra. „Svo
nær maður honum vonandi upp
aftur þegar við komum til baka
frá útlöndum,“ segir Jimmy með
bláa skyggnið glottandi og gefur
þannig vísbendingar um frekara
Rúnk næsta sumar.
Næstu tónleikar sveitarinnar
verða í Norðurkjallara MH
næsta föstudag. Sveitin leikur
svo kveðjutónleika sína á Grand
Rokk föstudaginn 30. ágúst.
Rúnk verður með lag á væntan-
legri 20 ára afmælissafnplötu
Smekkleysu.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8 og 10
MEN IN BLACK 2 kl. 4, 6 og 8
Sýnd kl. 4 og 6 m/ ísl. tali
Sýnd kl. 4, 6 og 8 m/ ísl. taliSýnd kl. 5, 8, 10 og 11 Powersýning
Sýnd kl. 4, 7 og 10kl. 5.20FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 7LEITIN AÐ RAJEEV
kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6
ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05
MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10
Sýnd kl. 6, 8 og 10.30
kl. 10NOVOCAINE
MURDER BY... kl. 10.10 VIT400
SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali 4 og 6 VIT418
EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417
MR. BONES kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT415
BIG TROUBLE kl. 8 VIT406
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 3.45 VIT410
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 420Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423
Nýja Sumargleðin?
Hljómsveitin Rúnk gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu „Ghengi
Dahls“. Upphaflega hópuðust liðsmenn sveitarinnar saman til að fá
fría ferð til Belgíu en í dag virðist sveitin ætla að stunda iðju sína eins
lengi og hún veitir þeim unað.
RÚNK
Eitt mest grípandi lag Rúnk breiðskífunnar heitir „Atlavík ‘84“. Og það er saga á bak við nafnið. „Þetta er óður til Ringo Starr,“ segir
Suawey. „Hann var í Atlavík þetta árið og hann langaði í koníak. Jakob Frímann á að hafa sent þyrlu til Þingvalla eftir dýrasta og fín-
asta koníaki landsins. Svo þegar flaskan kom til Ringo þakkaði hann fyrir sig, hellti í glas og fyllti upp í restina með kóki.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
beldisfull. Í
senunni átti
hann meðal
annars að slá
hana utan und-
ir. Greyið átti
erfitt með að
meiða eina upp-
áhalds popp-
söngkonu sína og varð hún að
segja honum að slá sig fastar.
Liðsmenn hljómsveitarinnar Ashmeiddust öll eitthvað er rúta
þeirra valt á leið þeirra til tón-
leikahalds í Detroit um helgina.
Trommarinn braut rifbein, bassa-
leikarinn er með hálsríg og starfs-
fólk þeirra meira og minna skadd-
að. Enginn virðist þó vera alvar-
lega meiddur og er sveitin stað-
ráðin í því að leika á flestum þeim
tónleikum sem búið var að aug-
lýsa.
SUPERMAN
Virðist hafa villst á leið sinni
upp á hvíta tjaldið.
Superman á leiðinni í bíó:
Flýgur
krókaleiðina
KVIKMYNDIR Endurkoma Súper-
manns upp á hvíta tjaldið virðist
ætla að taka sinn tíma. Eitthvað
virðast kvikmyndaframleiðendur
vera tvístígandi í þeim efnum því
nú berast þær fregnir að búið sé
að fresta myndinni um sameigin-
legt ævintýri Súpermanns og Bat-
mans.
Í stað þess á að hrinda í fram-
kvæmd fimmtu myndinni um
Súpermann sem tekur upp þráð-
inn þar sem hin hræðilega mynd,
„Quest for Peace“, skildi hann eft-
ir í. Handrit myndarinnar ku vera
tilbúið og meint gæði þess eru
meginástæða þess að áform um
„Superman Vs. Batman“ voru
lögð á hilluna.
Leikstjórinn McG, sem gerði
„Charlie’s Angels“ ætlaði að leik-
stýra en hugsanlegt er að hann
verði frá að hverfa ef framleiðsl-
unni verður flýtt. Ekki er enn búið
að ráða neinn í aðalhlutverkið en
margir hafa verið orðaðir við það,
svo sem Jude Law og Josh
Harnett. Það má því alveg búast
við því að það taki ofurhetjuna að
minnsta kosti þrjú ár til viðbótar
að rata aftur í bíó.
SÍAMSTVÍBURAR
Síamstvíburasysturnar Reba og Lori
Schappel eru fertugar. Þær hafa ekki látið
fötlunina buga sig. Báðar útskrifuðust þær
úr menntaskóla. Reba fylgdi svo með syst-
ur sinni í sex ár er hún vann fullt starf á
hreinsiþvottastöð spítala. Lori hætti í vinn-
unni árið ‘96 þegar Rebu langaði til þess
að reyna fyrir sér sem kántrísöngkona.
Hún er ekki enn komin með útgáfusamn-
ing en hefur leikið á tónleikum í Atlantic
City, New Jersey, Japan og Þýskalandi.