Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2002, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 20.08.2002, Qupperneq 19
19ÞRIÐJUDAGUR 20. ágúst 2002 TÓNLIST „Það má segja að diskur- inn sé saga sögð í ljóðum,“ segir Salbjörg Hotz, píanóleikari. „Það má segja að þau fjalli um mann- réttindi í sinni breiðustu mynd en efnislega gerast þau í Mið-Aust- urlöndum á nítjándu öld.“ Sal- björg var að gefa út sinn fyrsta disk, Sýn af eldi. Á honum er að finna fjórtán sönglög eftir Sal- björgu. „Þessi sönglög voru flest frumflutt fyrir tveimur árum, á tónleikum á menningarborgarár- inu.“ Ljóðin eru eftir Eðvarð T. Jóns- son, en þau birtust fyrst í ljóða- bókinni Aldahvörf. „Eðvarð hafði heyrt tónlist eftir mig, kom að máli við mig og bað mig um að semja lög við ljóðin sín.“ Salbjörg brást vel við og eftir vel heppnað- an frumflutning urðu þau ásátt um að gefa afraksturinn út á geisladisk. Sönglögin eru flutt af þeim Signý Sæmundsdóttur og Berg- þóri Pálssyni en Salbjörg leikur undir á píanó. Hún nam píanóleik hér á landi og í Vínarborg. Eftir námið flutti hún til Íslands en það- an alla leið til Ísrael. Nú býr hún og starfar í Sviss.  SALBJÖRG HOTZ Hefur fengist við tónlist í fjölmörg ár en gefur nú út sinn fyrsta disk. Nýr sönglagadiskur kominn út: Saga sögð í ljóðum FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI BRETLAND The Royal Shakespeare Company í Bretlandi hefur nú uppi áætlanir um að útvíkka starf- semi sína og snúa sér að útgáfu, kvikmyndum og sjónvarpi. Fjár- hagsstaða leikhússins er mjög veik, en skuldir þess nema um 1,3 milljónum punda. „Leikhúsið er hvergi virkt nema á sviði,“ er haft eftir Elaine Bedell, framkvæmda- stjóra. „Það gæti hæglega verið virkara í kvikmyndum og sjón- varpi og sömuleiðis í útgáfu fræðsluefnis.“ Talsmenn leikhúss- ins segja að ágóði af miðasölu muni ekki nægja til að koma leik- húsinu klakklaust áfram inní 21. öldina og fullyrða einnig að þessar fyrirætlanir tengist ekki nýjum listrænum stjórnanda. Núverandi stjórnandi, Adrian Noble, sem ein- nig leikstýrði West End-smellinum Kitty Kitty bang, bang, hefur sagst munu láta af störfum þegar samningur hans rennur út í mars 2003. Michael Bond, aðstoðarfam- kvæmdasjtóri leikhússins, mun taka við af honum. The Royal Shakespeare Company var nýlega gagnrýnt vegna áætlana um að hætta starf- semi í núverandi heimastöðvum í Stratford-Upon-Avon og byggja nýtt leikhús.  The Royal Shakespeare Company: Róa á ný mið SHAKESPEARE Þó skáldið sé dáð af mörgum er The Shakespeare Royal Company í kröggum. Þessi mynd er frá sýningu Vesturports á Títusi eftir Shakespeare. MYNDIR AF HEILAGRI GUÐSMÓÐUR Gennea Maria Panzarella frá San Francisco krýpur hér við krítarmynd sem hún gerði af Maríu mey og Jesúbarninu á gangstétt í Mantova á Norður-Ítalíu. Myndin er ein margra mynda í árlegri samkeppni í borginni um bestu gangstéttarmyndina af Maríu mey. Mynd- irnar eru yfirleitt ónýtar eftir nokkra klukkutíma og duga í mesta lagi einn dag. Mynd Panzarella var valin best í ár. Leikarinn Billy Bob Thorntonsem nú er víst orðinn fyrrum eiginmaður leikkonunnar Angelinu Jolie ætlar að ganga að eiga fjórðu eiginkonu sína, á nýjan leik. Angel- ina var sú fimmta í röðinni og hef- ur Thornton ákveðið að taka skref til baka í eiginkonufjöldanum. Hann á víst að hafa verið byrjaður að hitta hana á laun áður en sam- band hans við Angelinu lauk. Og þar höfum við það. Breski leikarinn Robert Carlyleer ekki sá eini sem hyggst leika einræðisherrann Adolf Hitler á næstunni. Nú hefur stór- leikarinn Al Pacino bæst í hóp þeirra sem vilja klessa hárið nið- ur og máta yfirvaraskeggið und- arlega. Pacino bregður sér í hlut- verk Hitlers fyrir leikritið „Art- uro Ui“ sem er satíra eftir Bertolt Brecht. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.