Fréttablaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 2
2 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
VIÐSKIPTI Nýtt olíufélag tekur til
starfa á íslenskum markaði um
næstu áramót. Það ber nafnið Atl-
antsolía og er í eigu sömu aðila og
eiga og reka Atlantsskip.
„Meiningin er sú að bjóða fyrst
upp á olíu fyrir stærri viðskipta-
vini,“ segir Símon Kjærnested,
framkvæmdastjóri nýja olíufélags-
ins. Áherslan verði í fyrstu lögð á
að þjónustu skip. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins munu stjórn-
endur og eigendur fyrirtækisins
þegar hafa sett stefnuna á að bjóða
einnig upp á bensín til bíleigenda.
Símon vildi þó ekki staðfesta þetta í
gærkvöldi. „Það er eitthvað sem
verður að ráðast síðar. Við ætlum
að taka eitt skref í einu.“
Á næstunni verður ráðist í það
að byggja upp aðstöðu fyrir fyrir-
tækið. Hún verður staðsett á upp-
fyllingu í Hafnarfjarðarhöfn. Þar
verða reistir olíutankar og stöðvar-
hús. Í dag verða opnuð tilboð í að
jafna landið undir stöðina og leggja
þró í kringum svæðið þar sem olíu-
tankarnir verða ef olíuleki kynni að
eiga sér stað.
AUKNIR VALKOSTIR
Útgerðarmenn munu geta valið á milli
fleiri kosta um kaup á olíu á skip sín þegar
nýja olíufélagið tekur til starfa um áramót.
Fyrst um sinn munu bíleigendur ekki geta
skipt við nýja félagið en það getur breyst
þegar fram líða stundir.
Nýtt olíufélag hefur starfsemi um áramót:
Stefnt á sölu til skipa fyrst um sinn
Samtök iðnaðarins:
Vextir lækki
hraðar
EFNAHAGSMÁL Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, segir að vextir verði að
lækka hraðar og meira en þegar
hefur verið.
Í leiðara Íslensks iðnaðar segir
Sveinn ánægjuefni að Seðlabankinn
taki ekki undir með þeim sem vilja
fresta vaxtalækkunum til að vinna
gegn þensluáhrifum væntanlegra
stóriðjuframkvæmda. Vextir séu
þó enn mjög háir. „Það sem máli
skiptir er að vegna þess hve hratt
verðbólgan hefur lækkað hafa
raunvextir hér á landi farið hækk-
andi.“ Þá séu stýrivextir 7,9% hér
en 3,25% hjá Seðlabanka Evrópu.
LÖGREGLA
Liðsmenn palestínsku lögreglunnar eru
komnir aftur á götur Betlehem.
Hersveitir Ísraela:
Yfirgáfu
Betlehem
BELTEHEM, VESTURBAKKANUM, AP Her-
sveitir Ísraela yfirgáfu borgina
Betlehem á Vesturbakkanum í
gær eftir árangursríkar samn-
ingaviðræður á milli Ísraela og
Palestínumanna. Palestínska lög-
reglan mun í staðinn sjá um ör-
yggisgæslu í borginni. Sam-
kvæmt samkomulaginu er vonast
til að Ísrelsher yfirgefi fleiri
svæði á Vesturbakkanum á næst-
unni. Skæruliðahreyfingarnar
Hamas og Islamic Jihad hafa
hafnað samkomulaginu og segja
það eiga eftir að leiða til enn
meira ofbeldis.
Dýragarðurinn í Prag:
Sæljónið
Gaston
drapst
FLÓÐ Dýrin í dýragarðinum rétt
fyrir utan Prag hafa heldur betur
fengið að finna fyrir flóðunum
síðustu dag. Í síðustu viku þurfti
að aflífa Kadir, 35 ára gamlan ind-
verskan fíl, þar sem ekki reyndist
unnt að bjarga honum.
Tékkar þurftu að horfa á eftir
öðru vinsælu dýri í gær, þegar
sæljónið Gaston drapst. Gaston
hafði sloppið úr dýragarðinum í
flóðunum og synt um 250 kíló-
metra yfir til Þýskalands áður en
hann náðist. Hann drapst þegar
verið var að flytja hann tilbaka.
FLÓÐ Íslendingar sem hafa bókað
ferðir til flóðasvæðanna í Evrópu
virðast hvergi smeykir og láta
vatnselginn ekki setja sig út af
laginu. Rúmlega 130 manns fóru
frá Íslandi til Prag í gær á vegum
Heimsferða. 140 manns höfðu
bókað sig í ferðina og einungis
átta manns sáu ástæðu til að af-
bóka sig.
Andri Már Ingólfsson, hjá
Heimsferðum, segir greinilegt að
fólk fylgist vel með fréttum frá
flóðasvæðunum og virðist telja
sér óhætt. Heimsferðir bjóða upp
á siglingu niður Dóná á næstunni
og enginn hefur hætt við þá ferð.
Andri segir ástandið á helstu
ferðamannastöðum í Prag vera í
lagi og nefnir sem dæmi að
Heimsferðir hafi ekki þurft að
breyta neinum þeirra kynnis-
ferða sem skipulagðar eru í borg-
inni. Hann bætir því við skrif-
stofan hefði sjálf hætt við ferð-
ina til Prag ef hún hefði ekki talið
viðskiptavinum sínum óhætt.
Engar breytingar eru fyrirhug-
aðar á ferðum til Búdapest og
Prag síðar í sumar enda allar lík-
ur á að hörmungarnar verði þá að
mestu gengnar yfir.
PRAG
Íslendingar virðast ekki láta
flóðin þar og annars staðar í
Evrópu setja sig út af laginu
og fáir gera breytingar á
ferðaáætlunum sínum.
Flóðin í Evrópu:
Íslendingar hvergi smeykir
NÁTTÚRUHAMFARIR Þjóðverjar ótt-
ast að eiturefni hafi borist frá
Tékklandi til Þýskalands í flóðun-
um síðustu daga. Juergen Trittin
umhverfisráðherra fór í gær til
bæjarins Neratovice í Tékklandi
til þess að kanna hvort dioxín
hefði borist frá efnaverksmiðju
þar í ána Elbu. Áin, sem á upptök
sín í Tékklandi, rennur í gegnum
Þýskaland m. a. í gegnum Dres-
den og Hamborg.
Enn er óljóst hvort efnið hefur
borist frá efnaverksmiðjunni en
ef svo er gæti töluverð hætta ver-
ið á ferðum, þar sem díoxín er á
meðal eitruðustu efna sem finna
má í umhverfinu. Efnið getur
komist inn í líkamann með inn-
öndun á menguðu lofti, húðsnert-
ingu og með fæðu og getur valdið
margskonar kvillum. Talið að það
geti leitt til krabbameins, lækkun-
ar á testasteróni, fækkunar sæðis-
fruma og lifraskemmdar. Þá eru
fóstur dýra og manna viðkvæm
fyrir efninu.
Tjón af völdum flóðanna í
Þýskalandi, Tékklandi, Slóvakíu,
Austurríki og Ungverjalandi er
metið á um 1.800 milljarða króna.
Alls hafa 111 manns látið lífið í
flóðunum og þúsundir misst heim-
ili sín. Vegir, járnbrautateinar,
brýr og hús hafa eyðilagst í flóð-
unum og ljóst að mikið uppbygg-
ingarstarf er framundan í þeim
borgum sem verst hafa orðið úti.
Yfirvöld í Tékklandi segja að
flóðið í Prag sé það versta í 175 ár.
Um 150 fjölskyldur í gamla bæn-
um misstu heimili sín og skólar
munu ekki hefja göngu sína fyrr
en í lok september, en venjulega
hefjast þeir í byrjun mánaðarins.
Þýsku borgirnar Magdeburg
og Dresden urðu einnig nokkuð
illa úti og ljóst að skemmdir þar
eru töluverðar. Varnargarðar í
Magdeburg héldu þó ágætlega og
kom ekki til þess að um 20 þúsund
manns þyrftu að flytja sig eins og
ráð hafði verið gert fyrir.
Flóðin í Búdapest eru í rénum
og þar héldu varnargarðar einnig
að mestu og kom það í veg fyrir
miklar skemmdir. Flóðin höfðu
hins vegar áhrif á hátíðahöld í
tengslum við þjóðhátíðardag Ung-
verja í gær og var flugeldasýn-
ingu m. a. aflýst. Yfirvöld í
Júgóslavíu og Króatíu eru nú að
varðbergi, þar sem búist er við
því að Dóná flæði jafnvel yfir
bakka sína þar á næstu dögum.
Á GÚMMÍBÁT Í MEISSEN
Vegir, járnbrautateinar, brýr og hús hafa eyðilagst í flóðunum og ljóst að mikið uppbygg-
ingarstarf er framundan í þeim borgum sem verst hafa orðið úti, þar á meðal í bænum
Meissen skammt frá Dresden.
Þjóðverjar óttast eiturefna-
mengun frá Tékklandi
Umhverfisráðherra Þýskalands fór í gær til Tékklands. Kannaði hvort díoxín hafi
borist frá efnaverksmiðju.Tjón vegna flóða metið á um 1.800 milljarða króna.
HÚS Í WEESENSTEIN Tjón af völdum
flóðanna í Þýskalandi, Tékklandi, Slóvakíu,
Austurríki og Ungverjalandi er metið á um
tvo milljarða króna. Íbúar í Weesenstein í
Þýskalandi misstu margir heimili sín.
MÓÐIR OG BARN
Í bænum Szentendre skammt frá höfuð-
borginni flæddi Dóná yfir bakka sína.
AP
/M
YN
D
IR
Heildarkostnaður við endur-byggingu Stafnesvegar í
Sandgerði varð kr. 30.046.852.- og
fór fram úr fjárhagsáætlun sem
nemur viðbótarverkum kr.
1.665.147. Víkurfréttir.
Deildarstjóri RÚVAK:
Sigurði
sagt upp
FJÖLMIÐLAR Sigurði Þór Salvars-
syni, deildarstjóra Ríkisútvarpsins
á Akureyri var sagt upp störfum á
mánudag. Sigurður var kallaður á
fund Bjarna Guðmundssonar,
starfandi útvarpsstjóra sem af-
henti Sigurði uppsagnarbréfið.
Samkomulag var um að Sigurður
hætti þegar störfum en fengi
greidd laun næstu þrjá mánuði.
Sigurður sem hefur starfað hjá
RÚV í hálfan annan áratug, var
einn þeirra sem sóttu um starf
dagskrárstjóra Rásar 2 sem flutt
hefur verið til Akureyrar. Ráðning
Jóhanns Haukssonar, fyrrverandi
deildarstjóra RÚV á Austurlandi í
stöðuna olli nokkrum deilum. Með
uppsögn Sigurðar er endi bundinn
á þær.
Margrét Frímannsdóttir:
Krefst þess að
leiða listann
STJÓRNMÁL „Ég hef sagt að ég sæk-
ist eftir leiðtogasæti Samfylking-
arinnar í Suðurkjördæminu,
hvaða leið sem notuð verður til að
skipa á listann. Verði niðurstaðan
önnur, þá tek ég ákvörðun í fram-
haldi af því. Ég hef verið leiðtogi
flokksins á Suðurlandi, er vara-
formaður Samfylkingarinnar og
átti stóran þátt í tilurð flokksins.
Mér finnst því eðlilegt að mér
verði treyst til þess að leiða list-
ann í nýju Suðurkjördæmi, gegn-
um það mikla starf sem framund-
an er,“ segir Margrét Frímanns-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar á Suðrulandi.