Fréttablaðið - 21.08.2002, Side 4

Fréttablaðið - 21.08.2002, Side 4
Ítölskum ferðamanni varbjargað eftir að bíll hans var kominn á kaf í Steinholtsá í Þórsmörk í fyrradag. Lands- verðir í Þórsmörk og fólk af næstum bæjum komu mannin- um til bjargar sem var kominn út úr bílnum og hélt sér í hann. Hafði vélin drepið á sér og dekkin komin af felgunum. Ítal- inn hafði verið ásamt þremur öðrum á ferðalagi sem komust þeir í land og hringdu í Neyðar- línuna. Gáfu þeir greinagóðar lýsingu á staðsetningu sem þyk- ir hafa flýtt fyrir björgun. Erlend kona var sótt afsjúkraflutningsmönnum upp í fjallshlíð ofan við Skaftafell í fyrrakvöld Hafði konan hrasað og meitt sig. Við nánari eftir- grennslan reyndist konan ökkla- brotin. Þriggja bíla árekstur varð viðHaffjarðará undir Mýrum í fyrrakvöld. Fimm voru fluttur á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi. Reyndust þeir ekki mikið slasaðir. Tildrög slyssins urðu þau að bílar sem komu úr gagn- stæðri átt rákust saman og í kjölfarið ók sá þriðji aftan á annan bílanna. 4 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGURSVONA ERUM VIÐ SKÓLABÖRNUM FJÖLGAR JAFNT OG ÞÉTT Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 44.121 í október árið 2001 samkvæmt töl- um Hagstofunnar og höfðu ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Að auki sátu 84 nemendur í fimm ára bekk í fimm grunnskólum. Grunnskólanemum fjölgaði um 477 frá haustinu 2000 og um 1.700 frá árinu 1998. Skýringin er m. a. sú að stærri árgangar eru að hefja grunn- skólanám en þeir sem eru að ljúka grunn- skóla. Einnig hafa fleiri flust til landsins en frá því undanfarin ár og börnum á grunn- skólaaldri í landinu því fjölgað. INNLENT HLUTABRÉF Gengi hlutabréfa í deCODE á Nasdaq hefur lækkað jafnt og þétt síðustu daga. Við lok markaða í gær voru þau komin niður í 2,33 dollara. Verðbréfasér- fræðingar segja ljóst að fjárfest- ar hafi litið á 3.0 sem einhvers konar þröskuld og þegar gengið fór niður fyrir það hafi þeir byrj- að að losa sig við hluti. Framboð á bréfum í fyrirtækinu er því nokk- uð en kaupáhuginn er hins vegar nánast enginn. Þeir benda þó á að hreyfingin á bréfunum sé svo lítil að smá viðskipti geti haft veru- lega lækkun í för með sér. Áhugaleysi fjárfesta er helst skýrt með vonbrigðum þeirra með innri vöxt fyrirtækisins, sem hefur verið undir væntingum, en allur sýnilegur vöxtur tengist kaupum deCODE á MediChem. Lækkandi gengi bréfanna hefur svo aftur ekkert með daglegan rekstur fyrirtækisins að gera. Fyrirtækið á um 110 milljónir dollara haldbærar og í ljósi lið- inna missera ættu þeir peningar að tryggja rekstur þess í tvö ár til viðbótar.  ÍSLENSK ERFÐAGREINING Leiðin virðist liggja beint niður á við eftir að gengi bréfa í fyrirtækinu fór niður fyrir 3 dollara á Nasdaq. Bréf í deCODe lokuðu í 2,33 dollurum: Lítill áhugi á að kaupa bréfin Halldór Ásgrímsson, utanrík-isráðherra, kvaðst í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi ekki vilja fórna Þjórsárverum. Hann sagði að þrátt fyrir það yrði að skoða efnahagslega þætti málsins. Einnig þyrfti að íhuga ákvæði stjórnsýslulaga sem takmarka möguleika ráð- herra til að tjá sig um mál án þess að verða vanhæfir til að fjalla um þau. Vegagerðin hefur ákveðið aðsemja við Íslandsflug um flug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar og byrjar félagið að fljúga á þessari leið fyrsta nóvember. Rúv. Trilla strandaði í Súgandafirði: Skipstjór- inn reynd- ist ölvaður STRAND Fjögurra tonna trilla, Lax- inn EA, strandaði í fyrrakvöld við Gölt í Súgandafirði. Einn maður var um borð í trillunni og komst hann í land af sjálfsdáðum. Mað- urinn gekk um 10 km leið til Sel- árdals við Ásfjall sem er innar í Súgandafirði. Komst maðurinn í síma í sumarhúsi sem þarna er. Lögreglan á Ísafirði hafði þegar tal af manninum sem reyndist ölv- aður. Gisti hann fangageymslur um nóttina og var sleppt í gærdag að lokinni skýrslutöku. Tilkynningaskyldan varð vör við það að trillan datt úr sjálf- virkri tilkynningaskyldu. Var reynt að ná sambandi í gegnum síma og talstöð án árangurs. Björgunarsveitin Björg var þá kölluð út um tíuleytið. Þegar sveitin var komin áleiðis barst til- kynning um að maðurinn væri kominn í leitirnar. Við það sneru björgunarsveitarmenn við en kol- svarta myrkur hafði skollið á. Björgunarsveitarmenn unnu að því í gærdag að taka flest öll verðmæti úr bátnum.  LÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT BERLÍN, AP Íraskir stjórnarand- stæðingar réðust inn í íraska sendiráðið í Berlín í gær og héldu nokkrum gíslum um nokkurra klukkustunda skeið. Gíslatökunni lauk ekki fyrr en þýskir lögreglu- menn réðust til inngöngu eftir að hafa fengið leyfi íraskra stjórn- valda til að halda inn í sendiráðið. Fimm íraskir stjórnarandstæð- ingar gáfust upp án teljandi mót- stöðu og voru gíslarnir leystir úr haldi. Íraski sendiherrann í Berlín var einn gíslanna. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem eru nýstofnuð og kalla sig „lýðræðislegir andstæðingar Íraks í Þýskalandi,“ sagði að um væri að ræða „friðarsinnaða og tímabundna“ aðgerð. Kröfðust samtökin þess að bundinn yrði endir á valdatíð Saddams Hussein. „Við höfum lagt undir okkur sendiráð Íraks í Berlín og tökum þar með fyrsta skrefið í átt að frelsun okkar heittelskaða föð- urlands,“ sagði í yfirlýsingunni. Helstu samtök íraskra stjórn- arandstæðinga, „Íraska þjóðar- ráðið“ sagðist aldrei hafa heyrt um hin nýstofnuðu samtök. For- dæmdi „þjóðarráðið“ aðgerð sam- takanna og sagði þau ekki starfa á vegum stjórnarandstöðunnar. Þrír dagar eru síðan Gerhard Scroeder, kanslari Þýskalands, ít- rekaði andstöðu sína við hugsan- legt stríð Bandaríkjamanna við Írak. Hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt afstöðu hans harðlega.  Gíslataka í íraska sendiráðinu í Berlín: Íraskir stjórnarandstæð- ingar hernámu sendiráð SÉRSVEITARMENN Þýskir sérsveitarmenn ráða ráðum sínum skammt frá sendiráðs- byggingunni. AP /M YN D VIÐSKIPTI Stjórn hlutafélagsins Aktiverum hf., sem rekur líkams- ræktarstöðvarnar Planet City og Planet Esju, hefur sent kröfuhöf- um sínum beiðni um samþykki til að leita nauðasamninga. Einar Þór Sverrisson, lögmaður fyrirtækis- ins, sagði að 25% kröfuhafa þyrftu að samþykkja beiðnina til þess að fyrirtækið gæti fengið heimildina. „Ljóst er að heimild til nauða- samnings er eina haldreipi félags- ins,“ segir í bréfi, sem sent var kröfuhöfum. „Fáist þessi heimild ekki verður félagið gefið upp til gjaldþrotaskipta, enda með öllu ljóst að hjól rekstrarins munu stöðvast á næstu vikum, verði ekkert að gert. Ef um slíkt yrði að ræða, er ljóst að almennir kröfu- hafar myndu fá lítið sem ekkert upp í kröfur sínar.“ Í bréfinu kemur fram að fyr- irtækið, sem einu sinni rak fimm líkamsræktarstöðvar, hafi þurft að selja tvær þeirra og loka einni vegna fjárhagsörðugleika. Ástæður þeirra hafi verið marg- víslegar. Samkvæmt upphaf- legri fjárhagsáætlun hefði kostnaður við opnun Planet City átt að vera um 52 milljónir króna, en hann hafi endað í 120 milljónum. Þá telja eigendur fyrirtækisins að framkvæmdir í Austurstræti og á Hótel Esju hafi ennfremur haft mjög nei- kvæð áhrif á reksturinn. „Boðaföll í rekstri félagsins hafa fremur líkst náttúruham- förum en eðlilegum ágjöfum í rekstri,“ segir í bréfinu til kröfuhafa. „Vegna alls þessa fór á seinni hluta síðasta árs að bera á verulegum erfiðleikum í rek- stri félagsins.“ Líkamsræktarstöðvarnar Planet Gym 80 og Planet Pump voru seldar fyrir 78 milljónir króna og Planet Sport var lokað. Í bréfinu kemur fram að sex kröfuhafar, sem samtals eiga kröfur upp á 107 milljónir króna, hafi samþykkt að fella niður 80% af kröfum sínum og skuld- breyta þeim í langtímalán. Verði nauðasamningurinn samþykktur af lánadrottnum félagsins, verð- ur félagið eftir samningana skuldsett um 60 milljónir króna. Hluthafar í Aktiverum eru fimm talsins. Jónína Bendikts- dóttir er stærsti hluthafinn með 52,5%, þar næst kemur Lands- bankinn með 33,1%, Kaupþing með 10,4% og Norðurljós með 3,9%. Gangi nauðasamningar eft- ir mun hlutafé félagsins verða fært niður um a.m.k. 80%. Jónína Benediktsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði sambandi við hana í gær. trausti@frettabladid.is PLANET CITY Aktiverum hf., sem einu sinni rak fimm líkamsræktarstöðvar, hefur þurft að selja tvær þeirra og loka einni vegna fjárhagsörðugleika. Planet-veldið óskar eftir nauðasamningum Aktiverum hf. sem rekur Planet City og Planet Esju hefur sent kröfuhöfum beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana. Jónína Benediktsdóttir er stærsti hluthafinn. Boðaföll í rekstri líkj- ast náttúruhamförum segir í bréfi til kröfuhafa. „Boðaföll í rekstri félags- ins hafa frem- ur líkst nátt- úruhamförum en eðlilegum ágjöfum í rek- stri. Áfundi sínum í gær ræddi rík-isstjórnin erindi frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni þar sem leitað var viðbragða við kæru ASÍ vegna meintra brota stjórn- valda á samnings- og félagafrelsi sjómanna vegna bráðabirgðalaga á sjómannaverkfall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.