Fréttablaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 8
ÍSLENDINGAR
Verðlag hækkar hjá okkur en lækkar hjá öðrum.
8 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
EFNAHAGSMÁL Samræmd vísitala
neysluverðs í EES-ríkjum lækk-
aði um 0,2% í júlí frá því í júní. Á
sama tíma hækkaði vísitalan fyrir
Ísland um 0,2%.
Frá júlí 2001 til júlímánaðar í
ár var verðbólgan, mæld með
samræmdri vísitölu neysluverðs,
mun hærri á Íslandi en að meðal-
tali í ríkjum á Evrópska efnahags-
svæðinu. Á Íslandi var verðbólg-
an 4,0%. Í ríkjum EES var verð-
bólgan að meðaltali 1,8%. Í lönd-
unum sem hafa evru sem gjald-
miðil var verðbólga 1,9%.
Mesta verðbólga á evrópska
efnahagssvæðinu á þessu tólf
mánaða tímabili var á Írlandi
4,2% og á Íslandi 4,0%. Verðbólg-
an var minnst, 1,0% í Þýsklandi og
í Bretlandi og Belgíu 1,1%.
Samræmd vísitalan var 111,1
stig í júlí. Hún var 100 stig árið
1996. Verðlag hefur því hækkað
að meðltali um 11,1% í ríkjunum
sem aðild eiga að Evrópska efna-
hagsvæðinu á síðastliðnum sex
árum. Á sama tímabili hefur
verðlag á Íslandi hækkað um
25,2%.
Evrópska efnahagssvæðið:
Verðlag hnígur í EES
en hækkar á Íslandi
Spillingin
er í Sjálfstæð-
isflokki
Sigurður Sigurðarson,
Lækjarbergi 6, skrifar.
Heggur sá er hlífa skyldi. Kommér í hug þá séra Hjálmar
Jónsson, fyrrverandi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók
sjálftökuliðið á beinið. Í beinni á
vegum almættisins. Allt var það
satt og rétt er hann sagði. Hann
gleymdi því hins vegar að hann
var sjálfur í því liði er hann þrum-
aði yfir. Hann þáði sumsé laun á
tveimur stöðum samtímis. Sið-
leysið algjört. Enda sendir Biblían
svona mönnum tóninn: Erfitt er
tveimur herrum að þjóna ... Sá
yðar sem er syndlaus sjálfur kasti
fyrsta steininum. Hræsnari! Drag
fyrst bjálkann úr eigin auga til
þess að sjá til að draga flísina úr
auga bróðurins. Séra Hjálmar er
sjálfur skilgetið afkvæmi
sjálfstökumanna í eigin flokki.
Æðsti möguleiki kapitalistanna
Pétur Blöndal fer hamförum til
þess að ná undir sig SPRON.
Það er dauði og djöfuls nauð
að dyggða snauðir fantar
safna auð með augu rauð
en aðra brauðið vantar
Hjálmar kannast væntanlega
við þennan húsgang. Gæti nýtt sér
hann í næstu prédikun. Ættir og
óðul þessa siðleysis í peningamál-
um sem nú tröllríður samfélaginu
er í Sjálfstæðisflokknum. Einn af
framámönnum flokksins gengur
út með 37 milljónir í starfsloka-
samning, maður á besta aldri.
Annar segir sjálfur upp. En fær
þrjár milljónir í starfslokasamn-
ing. Gengur síðan yfir götuna í
forstjórastól tryggingafélags í
góð laun. Annar frægur fyrrum
þingmaður fór úr ráðherradómi.
Gekk yfir Austurvöll í banka-
stjórastól og lét sér sæma að taka
biðlaun. Þeim mun meira sem þes-
sir Íhaldspostular stela, þeim mun
roggnari á mannamótum. Syngja
og spila, halda ræður og brosa svo
endajaxlar nema við eyrnasnepla.
Er ekki kominn tími til - mín þjóð
- að gefa þessu liði frí? Að
Sjálftökuflokkurinn verði með
svona 15-18% fylgi.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF
Íblaðinu í gær var frétt um aðvinnuveitendur og sum verka-
lýðsfélög veittu styrki til svokall-
aðra skjágleraugna. Í umfjöllun
blaðsins kom fram að VR greiddi
allt að 30 þúsund úr sjúkrasjóði
til kaupanna. Það er alls ekki rétt
en viðkomandi blaðamaður mis-
skildi Hansínu Gísladóttur hjá
VR og því fór sem fór.
LEIÐRÉTTING
LÖGREGLA Feðgar sem lögregla
grunar um að hafa misþyrmt ung-
um manni á hrottalegan hátt í
byrjun mánaðarins þurfa að sitja
áfram í gæsluvarðhaldi til 4. sept-
ember. Hæstiréttur
kvað upp þennan
dóm í fyrradag eft-
ir að feðgarnir
höfðu áfrýjað úr-
skurði héraðsdóms
um gæsluvarðhald.
Faðirinn neitar
allri sök í málinu.
Fram kemur í úr-
skurði Héraðsdóms
Reykjavíkur að
faðirinn dvaldi á heimili tveggja
sona sinna í Skeljagranda nóttina
áður en ungi pilturinn fannst nær
dauða en lífi í garði leikskóla þar í
grenndinni. Þangað höfðu bræð-
urnir komið fórnarlambi sínu og
velt yfir grindverk.
Annar bræðranna hefur játað
að hafa átt þátt í líkamsárás á pilt-
inn. Lögregla telur áverka piltsins
hins vegar ekki nægjanlega
skýrða með játningu sonarins. Auk
þess sem blæddi inn á heila
drengsins eftir höfuðkúpubrot var
hann víða skorinn og stunginn.
Vitni hafa borið um mikla há-
reysti í íbúð bræðranna um nótt-
ina. Við vettvangsrannsókn kom í
ljós mikið blóð í íbúðinni og á svöl-
um hennar. Einnig voru hinir grun-
uðu alblóðugir við handtöku. Skil-
ríki fórnarlambsins fundust í íbúð-
inni.
Í úrskurði héraðsdóms 14.
ágúst sl. segir að lögreglan kveði
rannsókn máls þessa miða vel
áfram. Miklu sé hins vegar ólokið
og afla þurfi frekari gagna í þágu
rannsóknar málsins. Fyrir liggi að
taka þarf mun ítarlegri skýrslur
af feðgunum enda beri mikið í
milli í framburði þeirra.
Athygli vekur að þrátt fyrir að
nokkuð sé liðið frá árásinni á pilt-
inn, sem var gerð 2. ágúst, segist
lögregla enn eiga eftir að taka
skýrslur af vitnum í málinu. Þá
hafi ekki verið unnt að taka
skýrslu af fórnarlambinu sjálfu.
Það hafi verið reynt fimm dögum
eftir slysið. Þá hafi hann hins veg-
ar verið of eftir sig til að geta gef-
ið skýrslu.
Þessu til viðbótar mun enn
vera óunnin mikil vinna hjá
tæknideild lögreglunnar. M. a. hafi
blóðsýni úr feðgunum og fórnar-
lambinu verið send til Noregs. Þar
á að gera DNA samanburðarrann-
sókn á þeim lífsýnum sem fundust
í fatnaði og á vettvangi.
gar@frettabladid.is
Blóðbað á Skeljagranda
Annar bræðranna sem grunaður er um hrottalega líkamsárás á Skeljagranda hefur játað aðild að
árásinni. Faðirinn neitar hins vegar allri sök. Mikið blóð var á veggjum og gólfi íbúðar bræðranna.
Auk þess sem
blæddi inn á
heila drengs-
ins eftir höf-
uðkúpubrot
var hann víða
skorinn og
stunginn.
SKELJAGRANDI
Íbúð bræðranna á Skeljagranda var blóði drifin eftir hrottalega líkamsrásás. Þar fundust skilríki pilts sem fannst meðvitundarlaus skammt
frá íbúðinni og var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús.
Kadmín í Arnarfirði:
Hæg umskipti
sjávar líkleg orsök
MENGUN Mikið magn kadmíns í
hörpudiski í Arnarfirði er talið
náttúrulegt en frekari rannsóknir
eru nauðsynlegar til að varpa ljósi
á málið. Fjörðurinn er utan hefð-
bundins kadmín-svæðis. Það
mælist mest yst í firðinum en
minnkar eftir því sem innar dreg-
ur. Þórður Jónsson, sem hefur
unnið skelfisk úr firðinum, vill þó
ekki útiloka að mengunin sé af
mannavöldum en vísindamenn
hallast að kenningum um tengsl
kadmíns við gosvirkni, strauma
pólsjávar og legu fjarðarins.
Guðjón A. Kristinsson alþingis-
maður segir Farmanna- og fiski-
mannasambandið hafa lagt mikla
áherslu á eflingu rannsókna á
mengun sjávar fyrir rúmum ára-
tug. Undirtektirnar voru ekki
miklar þá enda ástandið almennt
talið gott. Hann segir áhugann
hafa aukist til muna og allir skilji
mikilvægi þess að sýna fram á að
afurðir okkar séu hreinar. Hann
telur líklegt að kadmín í Arnar-
firði megi rekja til þess að hann
sé „lokaður pollur“. Trú hans á
tengingunni við pólsjóinn er
minni enda eigi hann greiðari að-
gang að öðrum landshlutum.
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
Segir að fyrir áratug hafi Farmanna- og
fiskimannasambandið viljað frekari rann-
sóknir á mengun sjávar. Undirtektirnar
voru litlar.