Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.08.2002, Qupperneq 10
10 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Liðin í ítölsku deilda- keppninni ákváðu í gær að fresta upphafi deildakeppn- innar um tvær vikur. Ákvörð- unin var tekin í kjölfar þess að ekki náðust samningar við sjónvarpsstöðvar um greiðsl- ur fyrir útsendingarréttinn frá leikjum í deildinni. Upphaflega hafði verið stefnt að því að deildakeppnin hæfist 31. ágúst næst kom- andi. Nú er ljóst að ekkert verður leikið í deildinni fyrr en 15. september í fyrsta lagi. Ef samkomulag næst og keppni hefst þá hefur frestunin þó ekki áhrif á nema eina umferð í deilda- keppninni. Ítalir leika við Az- erbaijana í undankeppni Evr- ópumóts landsliða 8. septem- ber og því voru engir leikir settir á þá helgina. Attilio Romero, forseti Tóríóno, sagði eftir fund stjórnenda liðanna í gær að deildin hefðist væntanlega með leikjum annarrar um- ferðar. Leikir fyrstu umferð- ar yrðu leiknir síðar. Ítalska ríkissjónvarpið vill ekki greiða nema helming þeirrar upphæðar sem það greiddi fyrir sýningarréttinn í fyrra. Þá töpuðu liðin í A-deildinni 650 milljörðum króna.  AUÐIR VELLIR Á ÍTALÍU Nokkur bið verður á því að ítalskir knatt- spyrnuáhugamenn og leikmenn leggi leið sína á völlinn. Enn deilt um sjónvarpsgreiðslur: Deildakeppninni frestað á Ítalíu Guðmundur Torfason hættir: Ólafur tekur við ÍR-ingum FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson hef- ur tekið við þjálfun 1. deildarliðs ÍR af Guðmundi Torfasyni. Guð- mundur sagði af sér eftir tapleik gegn Leiftri/Dalvík. Meðal þeirra liða sem Ólafur hefur þjálfað áður má nefna Skallagrím og FH. ÍR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar, með tólf stig eins og Sindri. Baráttan um að halda sæti í deildinni stendur væntanlega milli þessara liða og Leift- urs/Dalvíkur sem er með 15 stig. Öll liðin eiga fjóra leiki eftir í deildinni.  FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson lands- liðsþjálfari sagði að ekki mætti vanmeta lið Andorra, sem mætir íslenska landsliðinu í dag klukk- an 19.30 á Laugardalsvelli. Hann sagði að Andorra, sem er í 140. sæti á heimslista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, hefði velgt stærri knattspyrnuþjóðum undir uggum síðustu ár, m. a. hefðu Írar átt í mesta basli með þá í fyrra, en sigrað að lokum 3-1 og þá hefðu Frakkar aðeins unnið þá 2-1 í undankeppni Heimsmeist- arakeppninnar 2000. „Þetta verður verðugt verk- efni,“ sagði Atli. „Við getum aldrei vanmetið neitt lið. And- orra eru mjög sterkir líkamlega og hafa æft miklu meira saman en við.“ Leikurinn gegn Andorra er annar tveggja æfingaleikja ís- lenska liðsins fyrir undankeppni Evrópukeppninnar. Hinn leikur- inn er gegn Ungverjum 7. sept- ember á Laugardalsvelli. Íslend- ingar leika fyrsta leik sinn í Evr- ópukeppninni 12. október þegar þeir mæta Skotum á Laugardals- velli. Fjórum dögum síðar mætir landsliðið síðan Litháen. Atli sagðist ekki þekkja mjög vel til Andorra, enda leikmenn liðsins ekki að spila í sterkum deildum í Evrópu. Hann sagðist fyrst og fremst vera að hugsa um leikina gegn Skotum og Litháum, en leikirnir gegn Andorra og Ungverjum hefðu mikið gildi. Í þeim gæti hann skoðað liðið og metið hvað væri að og hvað væri hægt að gera betur. Að sögn Atla mun íslenska lið- ið byggja á þeim grunni sem lagður var fyrir undankeppni Heimsmeistarakeppninnar 2000. Nú væru samt fleiri ungir strák- ar að koma inn í hópinn og því ætti breiddin að vera orðin meiri. Það hefði komið vel í ljóst þegar liðið hefði náð 1-1 jafntefli gegn Noregi á útivelli. Atli sagðist vera hóflega bjartsýnn á góðan árangur í undankeppni EM. Liðið hefði sett sér þrjú markmið. Í fyrsta lagi að halda sér í þriðja styrkleikaflokki. Í öðru lagi að ná að stríða Skotunum og í þriðja lagi að lenda í öðru sæti riðilsins og komast þar af leiðandi í um- spil um sæti í úrslitakeppninni. Allir leikmenn íslenska hóps- ins eru heilir heilsu. Atli sagði að það væri mikið gleðiefni að Eiður Smári Guðjohnsen, Ríkharður Daðason og Marel Baldvinsson væru allir búnir að ná sér af meiðslum. Þeir virtust líka allir vera í góðu formi. trausti@frettabladid.is ÍSLENSKI HÓPURINN: Árni Gautur Arason Rosenborg BK Kjartan Sturluson Fylkir Rúnar Kristinsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Ipswich Ríkharður Daðason Lilleström SK Helgi Sigurðsson SFK Lyn Lárus Orri Sigurðsson WBA Brynjar Björn Gunnarsson Stoke Arnar Þór Viðarsson Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Marel Baldvinsson Stabæk Sævar Þór Gíslason Fylkir Jóhannes Karl Guðjónsson Real Betis Ólafur Stígsson Molde Gylfi Einarsson Lilleström Ívar Ingimarsson Wolves Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg Landsliðsþjálfari: Atli Eðvaldsson FYRRI VIÐUREIGNIR: Ísland - Andorra 3-0 EM í Reykjavík 4. september 1999. Mörk Íslands: Þórður Guðjónsson, Her- mann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Andorra - Ísland 0-2 EM Andorra 27. mars 1999. Eyjólfur Sverrisson, Steinar Adolfsson. RIÐILL ÍSLANDS FYRIR EM 2004 Þýskaland 5* Ísland 54* Skotland 60* Litháen 98* Færeyjar 123* Næstu leikir: 7. sep. Færeyjar - Skotland 7. sep. Litháen - Þýskaland 12. okt. Litháen - Færeyjar 12. okt. Ísland - Skotland 16. okt. Ísland - Litháen 16. okt. Þýskaland - Færeyjar *Sæti á heimslista EIÐUR SMÁRI Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé alveg búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafi verið að hrjá hann. „Getum aldrei vanmetið neitt lið“ Ísland mætir Andorra í æfingaleik klukkan 19.30 á Laugardalsvelli. Landsliðsþjálfarinn segir leikmenn Andorra vera líkamlega sterka. Hann sé þó fyrst og fremst að hugsa um fyrstu leikina í undankeppni EM í október. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí sól og sumar allt ári› fyrir 4ra manna fjölskyldu í 19 daga 30. nóvember á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 45.140 kr. 69.630 kr. staðgr. á mann án flugvallarskatta. staðgr. staðgr. 44.930 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.