Fréttablaðið - 21.08.2002, Page 16
16 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGURÁ HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ?
FÉLAGSSTARF
13.30 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli, Flatahrauni 3. Pílukast
kl. 13.30.
MYNDLIST
Rebekka Gunnarsdóttir listakona í
Hafnarfirði sýnir í Sjóminjasafni Ís-
lands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði.
Rebekka sýnir vatnslitamyndir og gler-
verk sem hafa að mestu verið unnin á
þessu ári. Aðal viðfangsefni myndanna
er landslag, götumyndir og hús í Hafnar-
firði. Sýningin stendur til 8. september
og er opin alla daga frá kl. 13-17 á opn-
unartíma safnsins.
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Sýningin er fjölbreytt og sýnir
þá miklu breidd sem ríkir innan félags-
ins sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Sýn-
ingin stendur til 6. október.
Sýning á nýjum verkum hafnfirska mál-
arans Jóns Thors Gíslasonar er í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar Á sýningunni eru málverk,
grafík, vatnslitamyndir og teikningar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 9.
september.
Grafiski hönnuðurinn og myndlistarkon-
an, Valgerður Einarsdóttir, sýna verk sín
á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 6.
september.
Listamennirnir Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir, Huginn Þór Arason, Hugleik-
ur Dagsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir,
Ragnar Jóansson, Pétur Már Gunnars-
son, Riel Video, Sólvegi Einarsdóttir og
Þormar Melsted sýna í Gallerí Nema
hvað, Skólavörðustíg. Sýningin stendur
til 25. ágúst.
Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla
Hjálmarsdóttir sýna í rými undir stigan-
um í i8, Klapparstíg 33. Verkið sem þau
sýna nefnist „Við erum í svo miklu jafn-
vægi“ og er innsetning með ljósmynd
og spegli. Sýningin stendur til 6. sept-
ember. i8 er opið þriðjudaga til laugar-
daga frá kl. 13.00-17.00.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn
G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33.
Kristinn sýnir vatnslitaverk og útsaumað-
ar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að auki
sýna þeir myndbandsverk sem þeir
unnu í sameiningu ásamt söngvaranum
Sverri Guðjónssyni sérstaklega fyrir sýn-
inguna. Sýningin stendur til 12. október.
i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá
kl. 13-17.
Í Apótekaraturninum, Austurstræti 16,
stendur samsýningin Turnar í Reykja-
vík. Þeir sem sýna eru: Bibbi, Birta Guð-
jónsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir,
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Helgi
Þórsson, Huginn Þór Arason, Hugleikur
Dagsson, Ingrafn Steinarsson, Kristín
Björk Kristjánsdóttir, Magnús Logi Krist-
insson, Orri Jónsson og Pétur Már
Gunnarsson.
Nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5 sýningin Úr fórum
gengins listamanns. Á sýningunni eru
verk Jóhannesar Jóhannessonar
(1921-1998), vatnslitamyndir, pastel og
teikningar. Sýningin stendur til 28.
ágúst.
MIÐVIKUDAGURINN
21. ÁGÚST
BÓKMENNTIR Rithöfundurinn Guð-
bergur Bergsson hefur lagst í
það verkefni að skrifa skáld-
sögu „í beinni útsendingu“ á
Netinu. Sagan mun opinberast
lesendum, og höfundi sjálfum, í
litlum dagsskömmtum á heima-
síðu JPV útgáfunnar,
www.jpv.is, frá og með morgun-
deginum.
„Ég nota þá aðferð að ég gef
mér svona rúman klukkutíma
til þess að skrifa á dag,“ útskýr-
ir Guðbergur. „Vandinn er sá að
ég get engu breytt eftir á og
verð því að halda áfram út frá
því sem ég hef gert hverju
sinni.“
Guðbergur segist ekki hugsa
það mikið fyrirfram hvað hann
ætli að skrifa á hverjum degi
þrátt fyrir að sagan og persónur
séu byrjaðar að mótast í huga
hans. Einnig bannar hann sjálf-
um sér að lesa það sem búið er
skrifa dagana áður. „Höfuð-
vandi minn er að forðast að falla
í eigin gryfju. Að sagan fari að
verða lík því sem ég hef gert
áður. Þetta er bein frásögn og
það er erfitt að móta persónur
og atburðarás því ég hef lítið
svigrúm. Eftir því sem ég vinn
lengur geri ég mér grein fyrir
því að ég verð að skipuleggja
persónur og flétta þær saman
innan atburðarrásarinnar. Ég
þarf líklega að nota aðra klukku-
stund í skipulagningu áður en ég
byrja að semja á daginn.“
Guðbergur segir það koma
að góðu gagni að hafa reynslu af
því að skipuleggja sögur í höfð-
inu. Eldri verk sín segist hann
hafa unnið að stóru leyti í hug-
anum áður en eiginleg skrif
hófust.
Einn heimsþekktur rithöf-
undur hefur lagst í svipað verk
og Guðbergur gerir nú. „Það
var Stephen King. Fólk þurfti að
borga til þess að hafa aðgang að
sögunni. Hann gafst upp og
kláraði hana aldrei. Fólk þarf
ekkert að borga til þess að fá að-
gang að minni sögu. Þetta er
ekki gert í gróðarskyni, heldur
bara að gamni mínu.“
Í inngangi sögunnar virðist
Guðbergur fremur svartsýnn á
heildarútkomuna. Hann gengur
jafnvel svo langt að segja að
sagan verði á endanum „hrylli-
leg“. „Já. Hún verður það. Bæði
söguefnið og líka það að höfund-
urinn á eftir að lenda í hryllileg-
um vanda,“ segir hann hlæj-
andi. „Þá reyni ég að bjarga
mér. Það verður ævintýri fyrir
mig að leggja út í þetta.“
Engin áform eru um að gefa
út söguna í bók eftir að hún hef-
ur verið kláruð.
biggi@frettabladid.is
Hryllilegt netævintýri Guðbergs
Á morgun hefst birting á Hryllilegri sögu Guðbergs Bergssonar á heimasíðu JPV útgáfu.
Guðbergur eyðir klukkustund á dag í að skrifa söguna, má engu breyta eftir á og segist
sannfærður um að niðurstaðan verði hryllileg.
GUÐBERGUR BERGSSON
„Ég færi inn í þetta hvenær hvaða dags hver hluti er saminn og á hvaða degi. Síðan hef
ég hugsað mér fyrir bókmenntafólk að skrifa einhvers konar P.S. skilgreiningu á því sem
gerðist í höfðinu á mér þegar ég geri þetta. Ég er samt ekki byrjaður á því ennþá.“-
Halldór Guðjónsson
Á tímum Kringlunnar.
MENNING Í heimsókn forseta Ís-
lands í Eyjafjarðarsveit á dögun-
um afhenti Anton Antonsson, tré-
listamaður frá Gilsá í Eyjafjarð-
arsveit, útskorna gestabók sem er
gjöf til íslensku þjóðarinnar í til-
efni landafundaafmælisins árið
2000. Í tilefni af þessum tímamót-
um ákvað Anton að framleiða fá-
eina tugi útskorinna gestabóka og
jafnframt að tvö fyrstu tölusettu
eintökin yrðu gjafir til Íslendinga
og Bandaríkjamanna. Bók númer
tvö var á sínum tíma afhent Hill-
ary Clinton, þáverandi forsetafrú
Bandaríkjanna, þegar hún kom í
heimsókn til Íslands í tilefni af
ráðstefnunni Konur og lýðræði
árið 1999. Anton hefur þegar
fengið staðfestingu á því að bókin
er nú varðveitt í Hvíta húsinu í
Washington.
Tækifæri hafði ekki gefist
fyrr en nú fyrir forseta Íslands
að veita gjafaeintakinu til ís-
lensku þjóðarinnar viðtöku í
Eyjafjarðarsveit. Ólafur Ragnar
Grímsson sagði við þetta tæki-
færi að þessum vandaða og fal-
lega grip yrði fundinn staður á
forsetasetrinu á Bessastöðum.
Við sama tækifæri afhenti Anton
forseta Íslands og fjölskyldu
hans útskorna bók til minningar
um Guðrúnu Katrínu Þorbergs-
dóttur, forsetafrú.
GJÖF TIL ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR
Ólafur Ragnar Grímsson veitti viðtöku aldamótagestabókinni úr hendi Antons Antonssonar.
Útskorin aldamótagestabók:
Ólafur og Hillary
fengu eintak
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU BÆKURNAR Á
AMAZON.COM
Mel Levine
A MIND AT A TIME
Nicholas Perricone
THE PERRICONE PRES...
Alice Sebold
THE LOVELY BONES
Schoenfeld, Semple-Marzetta
LOOK GREAT NAKED
Tom Clancy
RED RABBIT
Caroline Myss
SACRED CONTRACTS
Sean Hannity
LET FREEDOM RING
Alan Shipnuck
BUD, SWEAT AND TEES
Jim Collins
GOOD TO GREAT
Ann H. Coulter
SLANDER
Amazon.com:
Lærum á
misjafnan
máta
BÆKUR Vinsælasta bókin á vefsíð-
unni Amazon.com er bókin A Mind
at a Time eftir dr. Mel Levine. Í
bókinni bendir Levine á misjafna
styrkleika barna til að læra. Bendir
hann á að ekki sé um lakari greind
að ræða heldur þurfi að breyta að-
ferðum við lærdóminn. Leitast
Levine við að leiðbeina foreldrum
og kennurum hvernig best sé að
takast á við vandamálin Árangur-
inn leiði til gleði og ánægju barna í
skólum í stað stöðugs vanmáttar.