Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2002, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 21.08.2002, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 2002 TÓNLIST Þrátt fyrir að rétt tæplega 40 ár séu liðin frá því að kántrí- söngkonan Patsy Cline fórst í flugslysi er von á henni í plötu- búðir á nýjan leik. Um er að ræða safnplötu hennar vinsælustu laga þar sem hljómgæði allra laganna hafa verið endurbætt til muna. Upprunaleg útgáfa safnplötunnar hefur selst í 10 milljónum eintaka frá því að hún kom fyrst út árið 1967. Einnig kemur út platan „Rem- embering Patsy Cline“ þar sem 11 þekktar söngkonur taka lög henn- ar upp á sína arma. Þar á meðal verða söngkonunnar Diana Krall sem syngur „Crazy“, Natalie Cole sem syngur „I Fall To Pieces“, Michelle Branch sem syngur „Strange“, Amy Grant sem syng- ur „Back In Baby’s Arms“, Lee Ann Womack sem syngur „She’s Got You“, kántríprinsessan K.D. Lang flytur „Leavin’ On Your Mind“ og Norah Jones sem mun flytja lagið „Why Can’t He Be You“.  Patsy Cline: Rís úr gröfinni PATSY Á næsta ári verða 40 ár liðin frá því að Patsy Cline fórst í flugslysi. Þakdúkar og vatnsvarnalög ➜ Þakdúkar og vatnsvarnalög á: ➜ Þök ➜ Þaksvalir ➜ Steyptar rennur ➜ Ný og gömul hús Unnið við öll veðurskilyrði Sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 sími 562 1370 Góð þjónusta ogfagleg ábyrgðundanfarin 20 ár ANNA NICOLE SMITH Ekkja eins ríkasta olíujöfurs heims, Anna Nicole Smith, er á milli tanna flestra Bandaríkjamanna þessa dagana. Ástæðan er sú að nú hefur hafið göngu sína sjón- varpsþátturinn „The Anna Nicole Show“ sem byggist á því að myndavélar elta hana út um allt og birta hvað það sem kemur fyrir í hennar daglega lífi. Hún hefur átt í hörkudeilum við son fyrrum eiginmanns síns um arf. Robert de Niro: Kærir vegna afmælis- myndar FÓLK Leikarinn Robert De Niro hefur lagt fram kæru upp á eina milljón dollara á hendur fyrirtæk- is sem tók ljósmynd af honum og starfsbróður hans Sean Penn blása á kerti tertu í 58 ára afmæl- isveislu hans. Þeir eiga afmæli á sama degi og var myndin tekin í sameiginlegri veislu þeirra fé- laga, þann 17. ágúst, í fyrra á þaki íbúðar De Niro’s í TriBeCa hverf- inu í New York. Fyrirtækið reyndi að selja blöðum myndina og birtist hún að minnsta kosti í einu bandarísku slúðurblaði samkvæmt lögfræð- ingum leikarans. Ástæðan fyrir lögsókninni segja talsmenn De Niros vera að ljósmyndarinn hefði svindlað sér inn í einkaveisluna í þeim eina til- gangi að græða peninga. Tals- menn fyrirtækisins fullyrða hins- vegar að maðurinn hafi verið boðsgestur. Hvort það hafi í raun verið hversu mörg kerti voru á kökunni sem var svona viðkæmt mál hefur ekki verið gert opin- bert.  KAKKALAKKAR SEM GÆLUDÝR Þótt sumum finnist það eflaust ótrúlegt eru kakkalakkar eins og þessir hérna afar vinsæl gæludýr í Bangkok. Þessir gæjar eru hreinræktaðir risakakkalakkar frá Madagaskar. Yfir- völd í Thailandi hafa varað almenning við því að versla sér kakkalakka frá Afríku í þeim til- gangi að rækta þá. Stjórnvöld þar í landi halda því fram að þeir geti verið heilsuspillandi ef þeir komast undan eigendum sínum. LISTIR Einn merkasti myndhöggv- ari Spánverja, Eduardo Chilida, lést í svefni sínum í heimahúsi í gær. Hann var 78 ára að aldri og hafði barist lengi við Alzheimer sjúkdóminn og króníska lungnabólgu. Hann öðlaðist viðurnefnið „járnmaðurinn“ vegna risavaxinna járnverka sinna. Hann var einn af þekktari listamönnum Evrópu og auðkenndar höggmyndir hans hafa verið reistar um víða ver- öld. Juan Carlos Spánar- konungur hefur vottað honum virðingu sína. Í heimabæ hans, San Sebastian, flaggaði ráðhúsið í hálfa stöng en á lóð þess stendur eitt verka hans. Chilida vann til fjölda verð- launa á ævi sinni og var meðlimur í mörgum heið- ursfélögum listamanna um allan heim. Eitt af þekktari verkum hans heitir „Berlin“ og er nálægt Chancellery í Berlín. Það sýnir tvær risa- vaxnar járnhendur og á að tákna sameiningu vestur- og austur Þýskalands. Lík Eduardo Chillida verður brennt og aska hans geymd á Chillida safninu sem er í Baska borginni Hernani.  Einn merkasti myndhöggvari Spánverja: Járnmaðurinn Chillida látinn BERLIN Hér sjást vinnumenn færa listaverk Eduardo Chillida, „Berlin“, fyrir framan Chancellery í Berlín í júní síðastliðnum. Höggmyndin er ein af frægari verkum Chillida. EDUARDO CHILLIDA Lést í svefni sínum eftir langa baráttu við Alzheimer. Hann var 78 ára gamall. The Rolling Stones: Léku á leyni- tónleikum TÓNLIST Hljómsveitin The Rolling Stones kom aðdáendum sínum í Toronto, Kanada, verulega á óvart þegar hún lék á leynitónleikum. Um 250 manns, sem voru staddir á staðnum Palais Royale í borg- inni, urðu vitni af fyrstu tónleik- um sveitarinnar í tæp þrjú ár. Ástæðan fyrir uppátæki gaml- ingjanna var að þeir eru við það að hefja tónleikaferðalag um heiminn í borginni. Þeir vildu koma sér í réttan gír áður en lagst væri í það að leika á risaleikvöng- um en sveitin leikur varla á tón- leikum þessa daganna nema það séu að minnsta kosti 15 þúsund manns að horfa. Tónleikaför Rollinganna lýkur á næsta ári í Japan en þess á milli fara þeir um gjörvöll Bandaríkin, Evrópu og Ástralíu.  ROBERT DE NIRO Hvað sem þið gerið, ekki smella mynd af honum í einkasamkvæmum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.