Fréttablaðið - 21.08.2002, Síða 22

Fréttablaðið - 21.08.2002, Síða 22
22 21. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR Góð heilsa eilíft þakkarefni Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðarprestakalli, er 51 árs í dag. Hefur hann í gegnum tíðina starfað á ýmsum vettvangi bæði fyr- ir utan og með prestskapnum. AFMÆLI Svanfríður Jónasdóttir er þing-maður á besta aldri. Það kom því mörgum á óvart þegar hún gaf út yfirlýsingu þess efnis að hún hyggðist ekki sækjast eftir endur- kjöri í komandi kosningum. „Ég er ekki hætt í pólitík. Bæði mun ég gegna þingmennsku fram að kosningum. Svo ætla ég ekki að hætta að hafa skoðanir á þjóðfé- laginu.“ Atvinnupólitíkus ætlar hún ekki að vera eftir næstu kosn- ingar. Svanfríður hefur verið kjörinn fulltrúi í 20 ár. Hún settist í bæj- arstjórn Dalvíkur 1982 og ári síð- ar varð hún varaþingmaður Al- þýðubandalagsins og síðan vara- formaður flokksins. „Það var mjög margt sem réði ákvörðun minni. Mér finnst að ég sé búin að verja drjúgum hluta ævi minnar í stjórnmálastörf. Ef að mig langi til að gera eitthvað annað, sem mig gerir, þá sé rétti tíminn til þess nú.“ Svanfríður segir að ekkert sé fastákveðið um framtíðina. Margt spennandi sé að gerast. „Næsta vor er ég í þeirri stöðu að ég get skoðað hvað mér þykir vænlegast og vonandi get ég haldið áfram með farsælum hætti einhvers staðar annars staðar.“ Hún neitar því ekki að menntamálin séu henni ofarlega í huga, enda menntun hennar á því sviði en Svanfríður er kennaramenntuð. Hún segist líta með stolti yfir farinn stjórnmálaveg. Hún hefur verið í fararbroddi þeirra breyt- inga sem leiddu til uppstokkunar á vinstri væng stjórnmálanna. „Ég hef fengið að kynnast mörg- um spennandi hliðum á íslenskum stjórnmálum. Ég er sátt við stöð- una og ánægð með hvað Samfylk- ingin hefur verið að styrkja sig. Við förum mjög öflug inn í þennan kosningavetur.“  Svanfríður Jónasdóttir hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum. Hún á að baki 20 ára feril í eldlínu stjórn- málanna. Persónan Ekki hætt í stjórnmálum FÓLK Í FRÉTTUMHÚSIÐ Björn Bjarnason, oddviti sjálf-stæðismanna í borgarstjórn, mun ekki ætla að nýta sér skrif- stofuaðstöðu sem stendur honum til boða á vegum borgarinnar í Tjarnargötu. Björn er eins og kunnugt er ennþá alþingismaður og hyggur ekki á breytingar á því. Sem slíkur hefur hann skrifstofu í Austurstræti sem hann mun ætla að láta sér nægja. Í þessu sambandi má geta þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, flokksbróðir Björns í borgar- stjórninni, hefur heldur ekki not- að skrifstofuaðstöðu borgarinnar í Tjarnargötu. Vilhjálmur lætur sér nægja skrifstofu í höfuð- stöðvum Sambands sveitarfélaga á Háaleitisbraut. Hann er for- maður sambandsins. Suma rak í rogastans þegarHjálmar Árnason, formaður Vestnorrænaráðsins, upplýsti að áhugi væri innan þess að stuðla að ferjusiglingum milli okkar í norðurheimi og fólks í vestur- heimi. Þeim fer fjölgandi sem telja það ekki hlutverk opinberra sjóða að standa í atvinnurekstri og þess vegna var mönnum brugðið. Meining margra er sú að sé rekstrargrundvöllur fyrir ferjusiglingum þá verði til frjálst félag um þær - annars verði þær ekki að veruleika. Útganga stuttbuxnadrengjannaí Sjálfstæðisflokknum vakti athygli umfram þörf. Þó örfáir kappsfullir drengir segi sig úr flokki á það varla að vera stórmál. Þar sem fjölmiðlar kepptust um að ræða við strákana og gerðu úr þessu heljarinnar mikið mál vant- ar enn að spyrja þá, það er að segja ef nokkur vill vita, hvort þeir hyggist kjósa sinn gamla flokk í komandi kosningum. Það er trúlegt að Davíð Oddsson fái atkvæði þeirra rétt eins og áður þótt þeir hafi sagt sig úr flokkn- um vegna óánægju með stefnuna. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að útgerð- ir hvalaskoðunarbáta á Húsavík taka fulla ábyrgð á farþegum sínum. Leiðrétting VIÐ BÆKURNAR Enn er rólegt um að litast við skiptibókamarkaði en væntanlega æsist leikurinn í næstu viku þegar starfsemi grunn- og framhaldsskóla fer á fullt skrið. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Hún er sátt við stjórnmálaferilinn og segir Samfylkinguna koma öfluga inn í kosningaveturinn. Fjölskylda nokkur var meðmatarboð. Þegar allir voru sestir snéri mamman sér að sex ára dóttur sinni og sagði: „Elskan mín, vilt þú ekki biðja borðbæn- ina?“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði litla stelpan feimin. „Segðu bara það sama og ég segi,“sagði mamman. Dóttirin dró djúpt andann, laut höfði og sagði: „Góði guð, hvers vegna í andskotanum bauð ég öllu þessu fólki í matarboð?“ SAGA DAGSINS 21. ÁGÚST Njáll Þorgeirsson og fjöl-skylda hans voru brennd inni á Bergþórshvoli í Landeyj- um árið 1011 eins og lesa má um í Brennu-Njáls sögu. Örlygsstaðabardagi var háðurí Blönduhlíð í Skagafirði árið 1238. Bardaginn er talinn einn sá örlagaríkasti á landi hér. Á sjötta tug manna féllu er þrjár voldugustu ættir landsins tókust á. Kolbeinn ungi Arnórs- son vann sigur, með styrk Giss- urar Þorvaldssonar. Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans féllu. Ásgeir Sigurvinsson lék sinnfyrsta leik sem atvinnumað- ur í knattspyrnu árið 1973. Ás- geir var þá átján ára og hafði skömmu áður skrifað undir samning við belgíska félagið Standard Liege. Pálmi Matthíasson, sóknar-prestur í Bústaðaprestakalli, fagnar í dag 51 árs afmæli sínu. Pálma þarf vart að kynna. Þrátt fyrir það vita ekki margir að hann hefur í gegnum tíðina starfað á ýmsum vettvangi bæði fyrir utan og með prestskapn- um. Sem dæmi um það er starf lögreglumanns og fréttamanns. „Það lá nærri að ég færi í lög- regluna með námi mínu í guð- fræðinni. Faðir minn, Matthías Einarsson starfaði sem lögreglu- maður hátt á fimmta áratug og ég ólst upp við hliðina á lög- reglustöðinni á Akureyri. Höfð- um við bræður allir gengið vakt- ina hjá honum. Síðan hélt ég áfram í Reykjavík bæði hjá Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og RLR. Þetta er með betri skólum sem ég hef fengið fyrir starf mitt í dag. Þarna var kvika mannlífsins til umfjöllun- ar bæði í gleði og sorg. Þetta er reynsla sem ég vildi alls ekki vera án.“ Pálmi var sóknarprestur í Glerársprestakalli á Akureyri árið 1982 til 1989. Allan þann tíma starfaði hann einnig sem dagskrárgerðarmaður og frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu, bæði í útvarpi og sjónvarpi. „Þetta kom til í heita pottinum. Jónas Jónas- son kom að máli við mig og sagð- ist vilja fá mig til að vinna að svæðisútvarpinu með sér. Mér leist nú ekki allt of vel á þetta enda nýbúinn að ráða mig í prestakallið. Jónas var það ákveðin að hann lokaði fyrir mér uppgöngunni úr heita pottinum og sagðist vilja fá svar og það já- kvætt.“ Pálmi steig sín fyrstu skref í prestamennsku í Melstaðar- prestakalli í V-Húnavatnssýslu. Það var árið 1977. „Ég kom þarna ungur og blautur á bak við eyrun en var heppinn að mér mætti gott fólk bæði umburðarlynt og elskulegt. Þessi tími var mér og fjölskyldunni minni afar dýr- mætur. Ég lærði að meta náttúr- una sem undur og stórkostlega upplifun. Þá lærði ég að lesa ým- islegt í rúnum nátttúrunnar sem ég var ekki læs á áður.“ Pálmi segist ætla að verja af- mælisdeginum við venjubundin störf. Þá myndi hann gleðjast ef fjölskyldan liti við um kvöldið. „Fyrst og fremst er að njóta lífs- ins og þakka fyrir það að vera þó búinn að ná þessum árum stand- andi í báðar fætur. Mér finnst það eilíft þakkarefni.“ kolbrun@frettabladid.is PÁLMI MATTHÍASSON Pálmi hefur verið virkur í íþróttaheiminum hér á landi. „Ég var reyndar enginn afreks- maður á því sviði sjálfur, þrátt fyrir að hafa haft löngun til að geta miklu meira. Bæði er því um að kenna að maðurinn var kannski ekki allt of íþróttamannalega vaxinn bæði þungur og þyngslalegur framan af. Síðan þegar krafturinn kom þá kunni maður sér ekki hóf sem leiddu til erfiðra meiðsla.“ TÍMAMÓT JARÐAFARIR 13.30 Steingrímur Harry Thorsteinson prentari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Magnús Þorleifsson verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu. AFMÆLI Theodór Júlíusson leikari er 53 ára í dag. Pálmi Matthíasson, prestur er 51 árs í dag. ANDLÁT Benedikt Snorri Sigurbergsson lést 17. ágúst. Ágúst Guðmundsson byggingarmeistari á Ísafirði, lést 19. ágúst. Hulda Ólafsdóttir, Barðastöðum 11, áður til heimilis í Torfufelli 29, lést 17. ágúst. Ási Markús Þórðarson, Garðabæ, Eyr- arbakka, lést 18. ágúst. Ellinor Kjartansson frá Seli í Grímsnesi, lést 18. ágúst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Hótel Cabin verður kannskiekki minnst í sögu bygging- arlistarinnar. Nema kannski fyrir það að þar eru gluggalaus her- bergi og góð nýting á plássi. Hús- ið er byggt á rústum annars húss sem heldur mun ekki eignast sess í byggingasögunni. Klúbburinn gamli sem kveikt var í. Ekkert sannaðist um hver þar var að verki. Hús Klúbbsins þótti ekkert augnayndi. Samt horfðu margir eftir því með eftirsjá og þrá. Eins og þegar Glaumbær brann og fólkið fann sér annan samastað. Sem var Klúbburinn. Þeir sem voru upp á sitt allra besta upp úr 1970 hugsa með hlý- hug til þessa götuhorns. Horn sem var byrjunarreitur margra góðra stunda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.