Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 3
MJDVIKUDAGUR 7. júlí 1971 TIMINN Jón Gunnar Árnason opnaði um helgina sýningu í Galerí Súm við Vatns- stíg. Kaliar hann sýninguna umhverfi og hluti. Og vissulega býr hann til umhverfi utan um hlutina, sem eru 21 mynd, sem gerðar eru úr málmi, plasti og gleri. Salinn hefur Jón Gunnar tjaldað með svörtu plasti, og ganga sýningargestir langan dimman gang umhverfis lítinn klefa, sem komið er fyrir í miðju plastumhverfinu. Þar inni hanga myndirnar. f kaupbæti fá sýningargestir mikið plagg, sem Jón Gunnar samdi í tilefni umhverflssýningar sinnar og er honum tíðrætt þar um mengun offjölgunar- vandamál og styrjaldir. Sýningin í Galerí Súm stendur fram til 18. júlí. (Tímamynd G.E.) Ný steypustöð á Selfossi ÞÖ—Reykjavík, mánudag. 1 gær tók nýtt fyrirtæki til starfa á Selfossi, og nefndist það Steypustöð Suðurlands hf. Steypu- stöð Suðurlands var stófnuð á Sel- fossi nú í vor og er framkvæmda- stjóri hennar Ólafur Jónsson, í stuttu viðtali við Tímann, ^agði hann að allur útbúnaður fyrirtæk- isins væri mjög fullkominn, t.d. væri bílakostur m.jög fullkominn og það sama mætti segja um ánn- ari útbúnað svo sem vigtar, en þeir vigta allt efni mjög nákvæmlega. Ólafur sagði ennfremur, að allt efni sem þeir notuðu væri harpað og gæðaprófað undir verkfræði- legri stjórn, og hugmyndin væri að þeir gætu veitt íbúum á suður- landsundirlendinu sem bezta þjón- ustu. Tilboð í tvær virkjanir opnuð: NORDURVERK ÁTTI LÆGSTA TILBOÐ ILAGARFOSS SB—Reykjavík, þriðjudag. Norðurverk á Akureyri átti lægsta tilboð í byggingarfram- kvæmdir við 1. áfanga Lagarfoss- virkjunar, en tilboð voru opnuð í verkið í gær. Þá voru einnig opn- uð tilboð í stíflugerð við Langa- vatn og áttu Jón Einarsson og Vet- urliði Veturliðason á Bolungarvík þar lægsta tilboð. Þeir aðilar buðu í framkvæmd- irnar við Lagarfossvirkjun. Tilboð Norðurverks var 70.658.400 kr. þá voru Kjartan og Gunnar, Húsiðjan og Vélsmiðjan Stál á Austurlandi með 77.985.300 kr. og þriðji var Brúnás á Egilsstöðum og ístak, en þeirra tilboð var 91.670.300 kr. Kostnaðaráætlun Rafmagnsveita ríkisins hljóðaði upp á 73.650.000 kr. Byggingarframkvæmdir við Lagarfossvirkjun mun hefjast strax og samið hefur verið við verktaka. Tveir aðilar buðu í stíflugerð við Langavatn, vegna Mjólkárvirkj Pilturinn enn meðvitundarlaus OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Pilturinn sem varð fyrir bíl á móts við Gunnarsholt s.l. föstudags kvöld liggur enn meðvitundarlaus á Borgarsjúkrahúsinu. Pilturinn er 15 ára gamall O'g liöfuðkúpu- brotnaði hann við áreksturinn. Eins og sagt»Mar.fj-4 j „Ííinanum, hljóp drengurinn fram fyrir sendi- ’ferðarbíl, og út á veginn í veg fyr- ir fólksbíl, sem bar að í sömu svif- um. Gat bílstjórinn ekki forðað árekstri, þótt hann beygði út fyrir veginn. Annar ungur maður, 18 ára gam all, hefur ekki komizt til með- vitundar, síðan aðfaranótt 17. júní s.l. Bill sem hann ók valt á Bæjar- hálsi. Hann var einn í bílnum. unar. Lægri voru Jón Einarsson og Veturliði Veturliðason á Bolunga'r- vík með 19,8 milljónir, en aðilar á Patreksfirði buðu 32 milljónir. Áætlun Rafmagnsveitunnar var 14.614.000 kr. Metár hjá Þjóðleikhúsinu Leikári Þjóðleikhússins lauk þann 30. júní og hefjast æfingar aftur þann 1. september n.k. — Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu fór í júnímánuði til Norður- og Austurlandsins og sýndi leikritið Sólness byggingameistara við mjög góðar undirtektir. Auk þess var leikurinn sýndur nokkrum sinnum í nágrenni Reykjavíkur. Sýningar á þessari leikför urðu alls 15. Tvö leikrit hafa verið æfð í leik húsinu í vor, sem sýnd verða strax næsta haust, en þau eru: Höfuðs- maðurinn frá Köpenick, eftir Carl Zuckmayer. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson, cn Árni Tryggvason leik ur aðalhlutverkið. Leikrit þetta er mjög fjölmennt og taka flestir leikarar Þjóðleikhússins þátt í sýn ingunni. Þess má geta í þessu sam bandi að leikurinn er nú sýndur á Old Vic, þjóðleikhúsi Breta, með hinum þekkta leikara Paul Scofield í aðalhlutverki. Þá hafa einnig staðið yfir æf- irigar á leikritinu Allt í garðinum, eftir Edward Albee og er það nýj- dsta’ leikritið éftir þe'nnan fræga höfund. Leikstjóri er Baldvin Hall dórsson, en aðalhlutverkin eru leikin af Gunnari Eyjólfssyni og Þóru Friðriksdóttur. Óskar Ingi- marsson hefur þýtt bæði leikritin. Leiksýningar hjá Þjóðleikhús- inu i vetur urðu alls 230 og er það algjört met hvað sýninga- fjölda snertir. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 1.767,9 millj. kr. jan. - maí OO—Reykjav ík, þriðjudag. f fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands um verðmæti útflutn ings og innflutnings í maímánuði 2,5 millj. farþega hafa farið um Reykjavíkurflugvöll f dag 6. júlí eru liðin 25 ár frá því að íslendingum var af- hentúr Reykjavíkurflugvöllur af orezkum stjórnvöldum. Á þessum aldarfjórðungi hefur flufivöllurinn gegnt mjög mikil- vægu hlutverki í þróun og upp- byggingu íslenzkra flugmála, enda aðalflugvöllur landsins um langt ára bil. Umferð flugvéla þ.e. lendingar og flugtök frá upphafi munu nú nema um 1,6 milljónum en farþeg ar, sem um flugvöllinn hafa farið, cri nú rúmlega 2,5 milljónir. Þegar umferð liefur verið mest hafa flugtök og lendingar komizt í því sem næst þrjár á mínútu og er sú utnferð sambærileg við hina fjölfarnari flugvelli erlendis. Auk Flugfélags íslands hafa fimm smærri flugfyrirtæki starf- semi á flugvellinum auk nokkurra aðila, ér annast viðgerðarþjón- þá hefur Landhelgisgæzla ísíands aðsetur fyrir þann'hiuta gæzlunn- ar, sem fram fer úr lofti. Að staðaldri munu starfa á flug- ■ellinum nær 250 manns á vegum flugmálastjórnar, Flugfélags ís- iands og annarra aðila. Á sl. 5—6 árutn hefur verið varið um kr 40.000.000.— til end- urbóta á flugvellinum, aðallega flugbrautum og flugvélastæðum auk þess sem lendingaaðstaða hef ur verið mjöe bætt m.a. með nýju blindlendingarkerfi ILS, aðflugs- hallaljósum og radartækjum o.fl. Aðkallandi er að bæta alla far- þegaaðstöðu á flugvellinum með byggingu flugstöðvar og er það tnál í athugun. Hagkvæm staðsetning flugvall- arins gagnvart höfuðborginni og béttbýlinu við Faxaflóa má telja að hafi ómetanlega þýðingu fyrir samgöngur á þessu svæði og má gera ráð fyi-ir, að Reykjavíkur- flugvöllur gegni því hlutverki áfram um árabil. sl. segir, að útflutningsverðmæt- ið hafi numið 1.287,5 millj. kr., en í sama mánuði nam innflutning urinn 1.705,7 millj. kr. og er vöru skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 418,2 miilj. kr. Meðal útfluningsins var ál og álmelmi fyrir 39,3 millj. kr. í maí- mánuði í fyrra var flutt út ál fyrir 113,9 millj. kr. Á tímabilinu jan.-maí 1971 nam útflutningurinn alls 4.804,2 millj. kr. og innflutningurinn 6.572,1 millj. kr., og er vöruskiptajöfn- uðurinn á þessu tímabili óhag- stæður um 1.767,9 millj. kr. Á tímabilinu var flutt inn til Búr- fellsvirkjunar fyrir 137,8 millj. kr. og til íslenzka álfélagsins fyrir 499,6 millj. kr. Á tímabilinu jan.-maí í fyrra var flutt út fyrir 5.018,9 millj. kr. og inn var flutt fyrir 4.734,5 millj. kr., og var vöruskiptajöfnuður- inn hagstæður um 284,4 millj. kr. „Svarið er hið klók- indalegasta" í Reykjavíkurbréfi Mbl. á sunnudaginn, hljóðaði ein klausan á þessa leið: „Alþýðuflokkurinn er nú í sárum, og við því var raunar að búast eftir þau ógnarlegu mistök, sem flokknum urðu á í borgarstjórnarkosningunum. Samt sem áður verður að játa, að með svari því, som Alþýðuflokkurinn sendi Ólafi Jóhannessyni við tilboðinu um þátttöku í myndun vinstri stjórnar, hafa Alþýðuflokks- nicnn snúið illilega á Hannibal Valdimarsson. Svarið er hið klókindalegasta. Nú hefur bolt- anum verið varpað til Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og það er á þeirra ábyrgð, hvort hin margumtalaða sam- eining lýðræðisjafnaðarmanna tekst eða ekki. Naumast á Hannibal Valdi- marsson nú annarra kosta völ en taka upp viðræður við Al- þýðuflokkinn um samciningu flokkanna, áður en til stjórnar- myndunar dregur. Ef hann ger ir það ekki, verður hann áfram sundrungarmaður, en ekki mað ur sameiningarinnar, og mun það þó vera hans heitasta ósk að reka af sér sundrungarorðið og láta það verða sitt síðasta verk að samcina þau öfl, scm harin hefur atl/svo ríkan þátt í að splundra". . Áhyggjur Styrmis í framhaldi af þessu birti Mbl. í gær langa grein eftir Styrmi Gunnarsson, undir fyrir sögninni: Er Ilannibal að glopra niður sigrinum? Þar er sagt m.a., að eitt helzta loforð hans í kosningabaráttunni hafi fjallað um sameiningu vinstri manna, og ósigur Alþýðuflokks ins hafi veitt honum einstakt sameiningartækifæri eftir kosn- ingarnar. Þetta tækifæri sé nú að glatast. Þá er rætt um, hvernig Hannibal hafi glopraS niður kosningasigri sínum 1967. Greininni lýkur á þessa leið: „í stuttu máli sagt verðw ekki annað séð en að sagan frá 1967 sé að endurtaka sig. Hinn mikli baráttumaður, Hannibal Valdimarsson, er enn einu sinni búinn að vinna orustu en á góðri leið með að tapa stríðinu. Honum ætlar að tak- ast á tveimur til þremur vik- um að glopra gersamlega niður þeirri pólitísku stöðu, sem kosningaúrslitin tryggðu hon- um“. Af þessu mætti ætla, að Styrmir hafi ekki áhyggjur af öðru meira en Hannibal hald ist illa á kos-ningasigrinum! Vonbrigðl Sjálf- stæðismanna Vafalaust eru þeir fáir, sem ekki gera sér ljóst, hvers vegna Mbl. og Styrmir Gunnar'son hafa fyllzt slíkum áhyggjum vegna þess, að „Hannibal sé að glopra niður kosningasigrin- um!“ Skýriugin er einfaldlega sú, að þessa aðila hefðu drevmt um, að Sjálfstæðisflokkurinn Framhald á bls. 14. l—* '■" 'V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.