Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGm 7. jiih' W71 TÍMINN 7 Louis Armstrong: „EG HEF ALLTAF UFAD FYRIfi AHEYRENDUR MlNA“ SB-Reykjavík, þriðjudag. Hhm heimsfrægi jazzleikari og söngvari Louis Armstrong lézt í dag að heimili sínu í New York, 71 árs að aldrL „Satchmo“ cins og hann var löngum kallaður, hafði verið aivarlega veikur fyrr á árrnu, en útskrifaðist af sjúkra- húsinu og hugðist byrja að leika á trompettinn sinn á ný, þegar honum versnaði skyndilega aftur. Louis Armstrong fæddist á þjóð hátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí árið 1900 í fæðingarborg jazzins, New Orieans. Hann ólst upp föður laus, því faðirinn yfirgaf fjölskyld una, skömmu eftir fæðingu Louis. Hann seldi kol, safnaði tuskum og seldi blöð til að hjálpa móður sinni að halda Bfmu í þeim. Móðir hans vann við að þvo þvotta fyrir hvítar fjölskyldur. Þannig ólst Louis upp í sárustu fátækt, en hann hefur aldrei vorkennt sjálf- um sér fyrir það, því þannig kynntist hann lifinu. New Orieans iðaði af tónlist á þessum árum, eins og endranær og þegar jazz- inn var leikinn, við jarðarfarir og alls kyns samkomur, reyndi Louis að vera nærri, til að hlusta því hann elskaði þessa tónlist. Átrúnaðargoð hans var Joe „King“ Oliver, sem siðar átti eftir að verða kennari hans. Tólf ára stofnaði Louis Arm- strong fyrstu hljómsveit sina — það var söngkvartett. Þeir urðu vinsælir á þeim stöðum, sem þeir komu fram, en það voru langt frá Lovis Armstrong ásamt konu sinm, Lucile. því að vera „fínir“ staðir. Lítið fengu þeír i aðra hönd, en þetta var hálft Iíf þeirra. Fyrir tilviljun og næstum sak- laus, var Louis handtekinn eitt sinn á gamlárskvöld, þegar hann var um fermingu og sendur á vandræðaheimili. Þetta varð hon- um þó til góðs, því þarna byrjaði hann feril sinn. Forstöðumaður heimilisins tók Louis í drengja- hljómsveit og þegar trompetleik- arinn veiktist, var Louis settur í hans stað og fljótlega var hann orðinn aðalmaðurinn. Eftir hálft annað ár fékk „Satchmo“ eins og hann var þá kallaður, að fara hcim. Skömmu síðar rakst hann á gamlan trompet hjá veðlánara og fékk lánaða 10 dollara til að kaupa sitt fyrsta hljóðfæri. Reyndir jazzleikarar í New Orleans fóru sniátt og smátt að taka eftir þessum músikalska unglingi og það varð til þess, að King Oliver tók hann að sér —\ dag nokkurn kallaði hann á Louis og rétti honum trompettinn sinn. — Heyrðu góði minn, sagði Oliver, — mér verður illt af að sjá þig með þennan beyglaða trompett. Rexnd.u,l?sþgnnan stað- Louis vissi varla í hvern fotinn hann átti að stíga, oglhann gleymdi aldrei þessu vinarbragði. Mörgum árum síðar rakst Louis á Oliver i Savannah, þar sem hann stóð, einmana og gleymdur í fata- löfrum á torginu og seldi græn- meti. Hann var heilsulaus og átti ekkert. Louis gaf honum í það Skoðanakönnun í Noregi: Meirihluti andvígur EBE-aðiM enn Fylgismönnum aðildar fer þó fjölgandi NTB-Osló, þriðjudag. Norska Gallup-stofnunin gerði í fyrra'mánuði skoðanakönun um afstöðu Norðmanna til aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unarinnar eru 36% Norðmanna andvígir aðild, en 33% fylgjandi henni. Þá tóku 22% ekki afstöðu í könnuninni, 5% vildu bíða átekta og fylgjast með þróun markaðsmála í Evrópu, og loks voru 4% fylgjandi aukaaðild Nor- egs að bandalaginu. Hans Borgen, formaður norsku þjóðarhreyfingarinar gegn EBE- aðild, sagði um niðurstöður könn- unarinnar, að enn væri tryggur meirihluti norsku þjóðarinnar á móti aðild að EBE og ekki væri nein ástæða til að ætla, að staðan breyttist. Hann kvað það athyglis vert, að mjög stór hluti Verka- mannaflo'íksins væri andvígur EBE-aðild á sama tíma og flokks- forystan virtist einróma samþvkk henni. Borgen kvaðst ekki áhyggjufullur — enn væri meiri- hlutinn tryggur og engin merki um það, að aðild að Efnahags- bandalaginu ykist fylgi í Noregi. Per Kleppe, viðskiptamálaráð- herra, sagði liins vegar í dag, að ‘af niðurstöðunum væri ljóst, að sífellt fleiri og fleiri Norðmenn fylgdu aðild að Efnahagsbanda- laginu. Hann kvað skoðanakönnun ina sýna, að þeir, sem andvígir eru aðild að EBE, fylgdúst yfir- leitt lítið með þeim viðræðum, sem nú standa yfir milli Norð- manna og Efnahagsbandalagsins um hugsanlega inngöngu Noregs í bandalagið. Þeir, sem eru fylgj- andi aðildinni, virðast hins vegar íylgjast betur með. Ráðherrann taldi því andstæðingana óstöðug- an hóp, fórnarlömb þeirra litlu upplýsinga, sem norskur almenn- ingur hefur hingað til fengið um þetta stórmál. Kleppe kvað stjóm ina mundu bæta úr þessu þegar í stað. Þá kvað hann andstæðing- ana mjög óraunsæja, er þeir úti- lokuðu öli tengsl við Efnahags- bandalagið, hvort sem Bretar og Danir gengju í bandalagið eða ekki. Samkvæmt fyrrgreindri skoðana könnun hefur fylgismönnum EBE- aðildar farið fjölgandi í Noregi upp á síðkastið. Andstæðingarnir eru þó mun fjölmennari, séu þeir, sem vilja bíða átekta, eða eru fylgjandi aukaaðild, taldir í hópi andstæðinga. Það verður einnig ; j athuga, að samkv. skoðanakönn uninni er % hluti norsku þjóðar innar enn óráðinn í afstöðu sinni til EBE-aðildar og endanleg af- staða þessa fjölmenna hóps getur ráðið úrslitum í þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Noregs að Efna- hagsbandalaginu. _______ Sk - Hs W mmsmmmmm Þessi mynd af Louis Armstrong er tekin árið 1938, er hann var nýorðinn heimsfrægur. sinn alla þá peninga, sem hann hafði á sér og hélt áfram að hjálpa honurn. Skömmu síðar lézt Oliver. Þarna á milli hafði margt drifið á daga Louis Armstrong. Hann var orðinn frægur og talinn einn bezti jazzleikari í New Orleans. Yfirvöld í borginni létu loka gömlu skemmtihverfunum og flestir jazzleikararnir fluttust til Chicago, scm átti að verða hin nýja háborg jazzins. King Oliver var búinn að koma sér þar fyrir, þegar hann sendi eftir Louis. Hann fór með trompettinn sinn norður óg innan skamms var hann búinn að sigra Chicago. Þar hitti hann mann að nafni Joe Glaser, sem rak veitingastað- inn ,,Sunset“. Þau kynni urðu ef til vill eins mikilvæg fyrir Louis og að kynnast Oliver. Dag nokk- urn setti Glaser upp spjald sem á stóð: „Louis Armstrong — mesti trompetleikari heims“. Þar með var hann orðinn konungur jazz- ins — tekinn við af Joe „king“ Oliver. Árið 1929 fór Louis til New York og þá var jazzinn orðin geysi vinsæll þar. Þar lék Louis mest í hljómsveitum, en kunnastur varð hann fyrir sínar eigin hljómsveit- ir „Hot five“ og „Hot seven“ og þar að auki lék hann inn á fjölda ódauðlega hljómplata. Louis réð Joe Glaser sem umboðsmann sinn og átti hann stóran þátt í frægð Louis, því hann var fæddur „showman“. Síðan fór Louis að ferðast um Evrópu og þar lék hann í konungs höllum og á stærstu leiksviðun- um .Fólk fékk það sem það vildi og brátt var Louis elskaður um allan heim fyrir sitt góða skap og þann máta að fá alla til að vera með af lífi og sál, nokkuð, sem enginn þótti geta nema „Satchis£>“ Eftir stríð var Louis sendur um allan heim á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins til að skemmta hermönnum. Hann var fyrstijazz-tónlistarmaðurinn, sem fór í slík ferðalög og alls staðar var honum tekið opnum örmum. Jafnframt söng hann og lék inn á piötur, sem seldust í milljóna- upplögum. Þegar menn fyrir fáum árum sögðu, að nú væri Louis kominn „á toppinn“ og kæmist ekki hærra, söng hann „Hello Dolly“ sem vai'ð vinsælli cn allt annað, sem til þessa hafði frá honum komið. —- Ég hef alltáf lifað fyrir áheyrendur mína, sagði Louis Armstrong í blaðayiðtali skömmu áður en hann veiktist. — Lista- maður getur ekki lifað eftir nokk urri annarri heimspeki. Það þýðir ekki að sitja og spila inni í sinni eigin skel. Það þarf að ná sam- bandi. Við hverja? Auðvitað þá sem lilusta. Tónlist þín er aldrei betri en þær móttökur sem hún fær hjá áheyrendum . . . IGNIS BYÐUR URVAL OG & 12 stærðir við allra hæfi, auk þess flestar fáanlegar í viðarlit. ★ Rakagjafi er tryggir langa geymslu viðkvæmra matvæla. ★ Sjálfvirk afhríming ér vinnur umhugsunariaust Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur + 18° 25° frost. ★ Ytra byrði úr harðplastir er ékki gulnar með aldrinum. ★ Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. Kæliskáparnir með stílhreinum og fallegum línum ★ IGNIS er stærsti framleiðandi á kæli- og frystitækjum i Evrópu. ★ Varahluta- og viðgerðaþjónusta. RAFIÐJAN SÍMI: 19294 RÁFJDJRG SIMI: 26660 '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.