Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 14
14
r* 'V- ’V1? '■f’
TI’MINN
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1971
LEIÐRÉTTING
I bla'ðinu -í gær « er^skýrt, frá
100 þús. króna gjöf til Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra. Á ein
um stað stendur Kristín Marta
Guðbrandsdóttir, en á að"' standa
Kristrún. Aðstandendur eru hér
með beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
„Ævintýri"
Eramhald af bls. 16
að við fáum 10 þúsuiid manns til
að hlusta á okkur, og að þetta
verði þeim ógleymanleg ánægju-
stund, sögðu hljómlistarmennirnir.
Dagskrá hljómleikanna verður í
stórum dráttum þannig, að fyrst
sér Sigurður Garðarsson um diskó
tek í hálftíma, þá leikur hljóm-
sveitin létta, rólega tónlist á kassa
gítara og bongotrommur, síðan
syngur Bjarki og á eítir lionum
spilar Ilannes. Þá tekur Ævintýri
aftur til og í þetta sinn með raf-
magnshljóðíærin og spilar „rock“
af krafti. Til þess er ætlazt, að
fólk hafi eitthvað með sér til að
tromma á, svo allir geti tekið
þátt í hljómleikunum. Inn á milli
atriða munu hljómsveitai’monn
hamra á því við áheyrendur, að
ekki sé nauðsynlegt að haga sér
illa til að skemmta sér.
Fram kom, að í fyrstu var ætl-
unin að halda hljómleikana í Hall
argarðinum eða á Miklatúni, en
þegar til kom reyndist þægilegra
að vera upp í Árbæ, þar sem
bæði er pallur og rafmagn. Ævin-
týrismenn sögðust vera mjög þakk
látir Hafliða Jónssyni, garðyrkju
stjóra borgarinnar fyrir þá hug-
fynd. Kaffiveitingar verða í Dill-
onshúsi á sunnudaginn, en önnur
hús verða lokuð. Hjálparsveit
skáta verður á staðnum, svo og
löggæzlumenn.
Af hljómsveitinni Ævintýri er
það annars að frétta, að LP-plata
verður tekin upp í London í næsta
mánuði, væntanlega, og eru flest
lögin á henni eftir hljómsveitar-
menn. Þá er væntanleg önnur LP-
plata með Björgvin einum og er
það Tónaútgáfan, sem gefur hana
út.
Jón H. Bergs
Framhald af bls. 16.
H. Bergs forstjóri, og varaformað
ur Óttarr Möller, forstjóri.
Aðrir í framkvæmdastjórn voru
kjörnir Gunnar J. Friðriksson, for
stjóri, Gunnar Guðjónsson, for-
stjóri, Ingvar Vilhjálmsson ,útg.m.
Kristján Ragnarsson, framkv.stj.
og Sveinn Guðmundsson, forstj.
Hinn nýkjörni formaður þakk-
aði fundarmönnum það traust sem
sér væri sýnt. Sérstaklega minut-
ist Jón samstarfsins við Bejip.dikt
Gröndal á undanförnum árum og
þakkaði honum ómetanleg störf
í þágu samtakanna.
Að lokum bað hinn nýkjörni
formaður fundarmenn að hylla
fráfarandi formann og konu hans
frú Halldóru Gröndal.
Tóku fundarmenn kröftuglega
undir það moð lófataki.
Á hraðbáti
Framhald af bls. 16.
þú ekki leið gömlu víkinganna",
þær leiðir sem Eiríkur rauði og
Leifur sonur hans fóru. Nú, þar
með var ég ákveðinn í að fara
þessa leið, og þegar ég kom heim
til Danmerkur, byrjaði ég að und-
irbúa förina. Ýmis fyrirtæki hafa
aðstoðað mig við undirbúning
ferðai’innar, eins og BP. hjá þeim
fæ ég allar olíur og bensín, báta-
smíðastöðin Draco lét farkostinn
í té og Mercury kom með vélarn-
ar. Og eins og allir vita þá iét
ég úr höfn í Danmörku fyrir rösk
um hálfum mánuði. Reyndar ætl-
aði ég að vera fljótari í förum,
en tíðin hefur verið frekar slæm
allan tímann, og hefur það tafið
mig mjög.
Þegar við spurðum Tholsstrup,
hve lengi hann myndi hafa viðdvöl
hér á landi, sagði hann að það
væri undir ýmsu komið t.d. yrði
ekkert úr því að hann gæti haft
viðdvöl á Grænlandi, vegna þess
hve mikill ís væri við Grænland.
En í stað þess ætla ég að fara
beint til Nýfundnalands og reikna
ég með ef allt gengur vel, að
vera ekki nema 4 til 5 daga á
leiðinni þangað, en sá galli er á
gjöf Njarðar, að ég get ekki tekið
með mér nógu mikið bensín til
fararinnar, en nú er verið að
kanna það, livoid eitt af skipum
Eimskipnfélags íslands, som fer
fljótlega af stað til New York,
geti ekki tokið moð sér bonsín tyr-
mip oe vona ég festlega að
það gangi, tek ég það svo á leið-
inni.
Að lokum spurðum við Thols-
strup hvenær hann byggist við
því að koma til New York, og
hvort liann myndi halda för sinni
áfram umhverfis linöttinn. Hann
svaraði því til, að hann byggist
við því, að koma til New York eft-
ir 2 til 3 vikur, en ekki vissi hann
hvort hann héldi för sinni áfram,
ég verð örugglega orðinn dauð-
þreyttum þegar ég kem þangað,
og alls óvíst hvort ég hcld ferð
minni áfram, allavega tek ég mér
gott frí, er þangað ken>ur.
Norskt skip
Framhald af bls. 16.
ir það úr skák að verðið er rnjög
óhagstætt um þessar mundir, við
fáum þetta 13 til 20 krónur ísl. fyr-
ir kjöt sem fer í dýrafóður og líkt
verð er á spikinu. Fyrir kjöt til
manneldis fáum við 50 til 87 kr.
íslenzkar, en það er of lítið til
þess að þetta geti almennilega bcjr-
ið sig, eftir svona langt úthald.
Að lokum sagði Johanes, að
þeir kæmu jafnvel til með að
stoppa hér í þrjá daga, en þá
myndu þeir halda beinustu leið
heim.
Framhald af bls. 1
uði ársins, en Sambandið og sam-
bandsfélögin juku ekki bankalán
sín miðað við áramót, þrátt fyrir
mikla útlánaaukningu bankanna.
Rekstrarniðurstaða kaupfélag-
anna varð í heild hagstæðari en
árið 1969. Verzlunarrekssturinn
varð heldur betri, en þá var meg-
inuppistaðan í heildartekjuaf-
gangi kaupfélaganna tekjur frá
öðrum greinum en verzlun.
Tala kaupfélaga, sem höfðu tap-
rekstur á árinu var 11 en 18 árið
1969. Nokkur félög áttu í alvar-
legum erfiðléikum með rekstur
sinn. Stæstri fjötur um fót kaup-
félaganna var sá að fjármunamynd
un var alltof lítil, þegar hliðsjón
er liöfð af þeim fjölmörgu verk-
efnum ,sem bíða úrlausnar.
Félagsmönnum í sambandsfé-
lögum fjölgaði úr 30.314 í árslok
1969 upp í 31.338 í árslok 1970,
þannig að félagsmenn voru orðnir
15,3% af þjóðinni á móti 14,9%
árið áður. Mest varð félagsmanna-
aukning hjá Pöntunarfélagi Eslc-
firðinga, Kaupfélagi, Suðurnesja,
Kaupfélagi Langnesinga og KRON
í Reykjavík.
Ileildarvelta Sambandsfélag-
anna nam 6.951 millj. króna á
móti 5.558 millj. króna árið 1969
oa var aukningin 1393 millj. eða
25%.
36 Sambandsfélög sýndu rekstr-
arafgang, sem nam 80,8 millj. kr.
Þróunin hjá viðskiptamönnum fé-
laganna varð hagstæðari árið 1970,
innstæður hækkuðu um 138,7
milljónir, en þar á móti kom
hækkun útlána, sem nam 74,3
millj. Þannig að staðan batnaði
um 64,4 millj. kr. Jafnframt bættu
kaupfélögin stöðu sína við Sam-
bandið um 13,1 millj. kr.
í skýrslu forstjóra koma fram,
að á liðnum vetri var efnt til
umræðna milli stjórnar Sambands
ísl. samvinnufélaga og stjórnar
Alþýðusambands íslands um nán-
ari tengsl og aukið samstarf þess-
ara tveggja fjöldhreyfinga og
voru haldnir þrír fundir í því
fkyni.
Forstjóri gat þess einnig að
brýna nauðsyn bæri til að koma
upp stórmarkaði í tengslum við
fyrirhugaða nýtízku birgðastöð
fyrir innan Sundahöfn í samvinnu
við KRON. Kvað hann reynslu
Norðmanna í Þrándheimi geta
orðið fyrirmynd í þessu efni, en
sænskir samvinnumern veittu
Morðmönnum tæknilega aðstoð, og
beir eru reiðubúnir til þess að
veita íslenzkum samvinnumönn-
um samskonar aðstoð."
PÓSTKASSAR
Frönsku póstkassarnir fyrirliggjandi
MÁLNING & JÁRNVÖRUR H.F.
Reykjavík. Box 132.
Símar 11295 — 12876.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum, sem glöddu
mig á 70 ára afmæli mínu 5. júní s.l., með gjöfum,
skeytum og heimsóknum. Lifið heil.
Stefán Sigfússon, Heiði, Mývatnssveit.
Hjartanlega þökkum við fjölskyldu okkar, öðrum
ættingjum og vinum, er á margvíslegan hátt auðsýndu
okkur vináttu sína og höfðingsskap á gullbrúðkaupsdegi
okkar hinn 25. júní s.l. Guð blessi ykkur öll.
Unnur og Sigurgrímur, Holti.
Litlu drengirnir okkar
Bergþór Kristinsson
Friðþjófur Halldór Jóhannsson
frá Rifi á Snæfellsnesi,
er létust af slysförum liinn 4. júlí s.l., verða jarösungnir frá Ingjalds-
hólskirkju, föstudaginn 9. júli og hefst athöfnin kl. 2 s.d.
Þorbjörg Alexandersdóttir, Kristinn Jón Friðþjófsson,
Svanhelður Friðþjófsdóttir, Jóhann Lárusson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
Skarphéðins Sigurðssonar,
Minna-Mosfelli.
Katrín Guðmundsdóttir, Guðmundur Skarphéðinscon,
Þuríður Hjaltadóttir, Skúli Skarphéðinsson,
Guðrún Karlsdóttir, Sigurðúr Skarphéðinsson
og barnabörn,
wtiiiWimiftiiwmiaBBWH'i m—ihkí^m^——aram—
Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför
Stefáns Jónssonar,
Eyvind@rstöðum.
Hrefna Ólafsdóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir, Eyþór Stefánsson,
Nína Jónsdóttlr, Haraldur Stefánsson,
Magnea Sigurjónsdóttir, Gunnar Stefánsson,
Jóhanna Stefánsdóttir, Ármann Pétursson,
Þórunn Árnadóttir, Óiafur $tefánsson,
og barnabörn.
Útför
Lárusar Guðmundssonar,
skipstjóra,
Skólástíg 4, Stykkishólmi,
sem lést'2. júlí, fer fram frá Stykkishólmskirkju, laugardag, 10.
þessa tnánaðar kl, 2 síðdegis.
Björg Þórðardóttir og börnin.
Þessi staða kom upp í skák Dur-
as, sem hefur hvítt og á leik, og
Spielmann í Pistyan 1912.
ABCDEFGH
1. He2U — Hxg5 2. Hxe5 — Dd6
3. Dg3U — Dxh6t 4. Dh3 — Dd6
5. Khl — Kg8 6. IIxBf — Kf7
7. Hh8! og svartur gafst upp.
RIDG
Einn kunnasti spilari Man_hest-
erborgar, Frank 'Wood, spilaði 6
Hj. í S á þetta spil og V spilaði
út L-K.
A ÁK753
V 73
4 Á983
* 83
D 10 9
6
G 10 7 5 4 2
KD 6
A
V
♦
*
Á
V
♦
*
842
A K D 10 9 4
D
ÁG4
G 6
G 8 5 2
K 6
10 9 7 5 2
Þegar S gaf L-K skipti V yfir í
T-5. Spilarinn tók á Ás, og tromp-
aði T heim, og K Austurs kom. Þá
L-Ás og L-G, sem var trompaður
í blindum, er V lét L-D. S tromp-
aði enn T og A kastaði L. Wood
var ljóst, að eini vegurinn til að
koma í veg fyrir tapslag í Sp. var
kastþröng gegn V í T og Sp. Vestur
hafði þegar sýnt 6 T og 3 L, og til
þess að kastþröngin heppnaðist,
varð V að eiga 3 Sp. og því ein-
spil í Hj. A því 4 Hj. og líkurnar
4—1 að G væri þar. Að þessu at-
huguðu spilaði Wood blindum inr
á Sp-K, lét Hj. og svínaði 10. Síð
an öll trompin og er hinu síðasta
var spilað varð V að gefast upp.
Hann gat ekki varið bæði Sp. og T.
Á víðavangi
Framhald af bls. 3.
eignaðist nýja hækju í samein
uðum flokki Gylfa og Hanni-
bals, ef stjórnarflokkarnir töp
uðu í kosningunum. Nú er ber
sýnilegt, að Hannibal ætlaJ
ekki að láta þennan draun?
Sjálfstæðisflokksins rætast. —
Það er áreiðanlega í fullu sam-
ræmi við vilja og óskir þeirra
kjósenda, sem veittu flokki
Hannibals stuðning sinn. Og
hver getur láð Hannibal þót/
Iiann taki meira tillit til þeirrs
en óskhyggju Ieiðtoga Sjálf
stæðisflokskins? Þ.Þ
Kona
óskast hálfan daginn við
að fjaðratína dún.
DÚNSTÖÐ S.Í.S.
Kirkjusandi, sími 17080.