Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAtiUR 7. júlí 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU != — Hvers konar bar er þetta eiginlega? Ég vil tala við yfir- þjóninn. Sigurður Líndal Pálsson, enskukennari við M.A., var mik- ill Bretavinur, eins og alkunna var. Við hernámið 1940 tók hann vel á móti setuliðinu á Akur- eyri og lofaði það mikið. Nú var Sigurður garðræktannaður mik- ill og átti stóran kartöflugarð í nágrenni Akureyrar. Svo var það vorið 1941, að þegar hann fór að huga að kartöflugarði sínum, þá voru Bretarnir búnir að eyðileggja garðinn með skot gröfum. Reiddist Sigurður að vonum og fór með gusti mikl- um til yfirmanna Bretanna á Ak- ureyri og sagði: „Ég héít sko, að brezka heimsveldið gæti sko einhvers staðar sko undirbúið flótta sinn, annars staðar sko en í kálgarðinum mínum.“ í þorpi austanfjalls bjuggu hjón og hét frúin Soffía. Öll- um kom saman um að hún væri betri partur hjónabandsins. Þau reistu sér einbýlishús og voru í vanda mcð nafn á því. Ekki þurftu þau lengi að bíða eftir nafninu, því að gárungamir í þorpinu nefndu það strax Búlg* aríu, þar sem Soffía væri þar höfuðborgin. Eitt sinn mættust þeir á Aust urvelli Páll ísólfsson, tónskáld og Helgi Hjöi-var, rithöfundur. Var þeim jafnan gott til vina, þótt orðhvatir væru hvor við annan. Þennan dag var óvenju- kalt í veðri og var Helgi því með kósakkahúfu. Því varð Páli að orði: Hvað er að sjá þig, Helgi, mér sýnist kjafturinn vera kominn á þig miðjari. DENNI DÆMALAU5I Ef ég gerði þetta heima hjá mér, mvndi mamma næslum fá laugaáfall. — ★ — — Hans Tholstrup, Daninn, sem ætlar helzt umhverfis jörðina á hraðbát sínum, er nú kominn eitthvað áleiðis. Hann fór fyrst til Shetlandseyja, og varð reynd ar að snúa þangað aftur, stuttu eftir að hann lagði af stað áleið- is til Færeyja. Ástæðan var heldur slæmt veður fyrir svo lítinn farkost. Hann komst þó á endanum til Færeyja og á mánu daginn sigldi hann hinn hróðug- asti inn í Vestmannaeyjahöfn, eftir að hafa verið 28 klukku- stundir frá Færeyjum. Upphaf- lega hafði hann ætlað sér að koma til Hornafjarðar, en valdi síðan Vestmannaeyjar sem áfangastað. Veðurguðirnir hér við Island voru honum ekkert sérlega hliðhollir, því hann átti í einhverjum erfiðleikum við Portland, vegna veðurs, enda er sjö metra hraðbátur ekki heppi legasta farártæki, sem menn geta fundið se'r til ferðalaga við íslandsstrendun. En Tholstrup lætur ekki smáræði eins og ís- lenzka brælu hafa áhrif á sina meðfæddu bjartsýni. Hann ætl- ar sér héðan til Grænlands og þaðan til Kanada. Endastöðin í fyrsta áfanga er síðan New York, og þegar þangað kemur er takmarkinu, sem hann setti sér, náð. Ef allt hefur gengið vel, þegar þangað er komið, segir Tholstrup að það sé barna- leikur að halda ferðinni áfram, — það er að segja, ef hann á þá fyrir bensíni. Hér á mynd- inni sést Tholstrup, áður en hann lagði af stað í förina, og ekki er annað að sjá en hann sé bjartsýnn. Sænska blaðið Expressen vel- ur á hverju sumri „Sumarstúlk- una“, sem þeir kalla svo. Mynd- ir hafa birzt af óteljandi fal- legum stúlkum, og ein þeirra verður að lokum valin „SUmar- stúlkan“. Moniea Jonsson, 25 ára, varð í fyrra fyrir valinu, sem Sumarstúlkan 1970. Hún fékk bíl í verðlaun, og í ár verða verðlaunin Fiat 850 og íjósmyndarinn, sem tekið hefur myndina af Sumarstúlkunni fær 10.000 krónur íslenzkar í verð- laun. Monica hefur víða farið frá því að hún varð „Sumar- stúlka". Hún hefur verið ljós- myndafyrirsæta í Bandaríkjun- um og Mexikó, og farið bæði til Spánar og Hawai, svo nokk- uð sé nefnt, og þetta eina ár hefur hún aflað meira fjár en hana hafði nokkru sinni dreymt um að eiga eftir að gera um æfina. Svíinn Gustaf Hedlund hefur verið blindur í tutíugu ár. Fyr- ir nokkrum dögum fékk hann sión á öðru auganu með undar- legum hætti. Fimm ára kjör- dóttir hans, sem einnig er blind, sló á aðra augabrún hans, er þau voru að leika sér. Hedlund segir, að það hafi verið eins og sprenging yrði í höfðinu. Hann fékk miklar kvalir og sá sólir og stjörnur. Þegar kvöl- unum linnti, og hann tók hend- urnar frá andlitinu, var hann bú inn að fá fulla sjón á öðru aug- anu. Ilann er margoft búinn að leita til lækna, en hefur aidrei þorað að ganga undir uppskurð, þar sem læknar þorðu aldrei að gefa honum nema veika von um að hann fengi sjónina aftur. i spegu mim Ben Bella, fyrrum forséti Als- ír, er í þann veginn að ganga að eiga alsírska stúlku, sem er blaðamaður. Ben Bella var steypt af stóli fyrir 6 árum og situr enn í stofufangelsi á heim ili sínu. Hann er 54 ára. Þegar vígsluathöfnin hefur farið fram, flytur unga konan til hans og verður sömuleiðis í stofufang- elsi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.