Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 1
ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sporiv5ruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR i QzpparsíSg 44 - Sími 11783. 55. árg. Þessi mynd var tekin af Louis Armstrong í langferðabíl á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur, er hann kom hér um ári3, og þa3 er þáverandi blaðamaður Tímans, Magnús Bjarnfreðsson, sein situr 69. aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga í Bifrösfc Tekjuafgangur SÍS nam 45 milljónum kr. 15.3% þjóðarinnar félagsmenn í samvinnufélögunum KJ—Reykjavík, þriðjudag. Fyrir hádegið í dag hófst 69. aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaigá í Bifröst í Borgar- firði, og stendur fundurinn þang- að til á morgun. Umsetning Sam- bandsins jókst um rúman milljarð á árinu 1970, og var alls 6,9 millj- arðar króna, og eigin fjáitnuna- myndun nam 140 milljónum, en tekjuafgangur á rekstrarreikningi nam 43 milljónum króna og launa greiðslur voru tæplega þrjú hundr uð milljónir, og höfðu aukizt um 36.5% frá því árinu áður. Ilér á eftir fer fréttatilkynn- ing frá Sambandi isl. samvinnu- félaga um aðalfundinn í Bifröst: „69. aðalfundur Satnbands ísl. samvinnufélaga hófst að Bifröst Fundur var fram á kvöld KJ—Reykjavík, þriðjudag. í dag klukkan fimm komu við- ræðunefndir stjórnarandstöðuflokk anna saman til fundar, og stóð sá fundur fram undir kvöldtnat, en nefndirnar komu síðan aftur saman í kvöld. Er því að vænta að til úrslita dragi í viðræðunum um stjórnarmyndun, en þingflokk- ur Framsóknarflokksins kemur saman til fundar á morgun, þar sem stjórnarmyndunarmálin verða rædd. í gær, þriðjudag, og stendur fram yfir hádegi í dag. Mættir voru um 100 fulltrúar 50 sambandsfélaga auk stjórnar, framkvæmdastjórnar og allmargra gesta. Formaður Sambandsstjórnar, Jakob Frímannsson, setti fundinn, minntist forvígismanna samvinnu- hreyfingarinnar sem létust á síð- asta ári, en tilnefndi síðan Ágúst Þorvaldsson alþingismann fund- arstjóra, en fundarritarar voru kosnir þeir Sigurður Ingi Sigurðs son frá Selfossi og Ragnar Guð- leifsson frá Keflavík. Síðan flutti formaður skýrslu stjórnarinnar og skýrði frá helztu verkefnum henn ar á liðnu ári. Að lokinni skýrslu formanns flutti Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins ítarlega skýrslu um rekstur þess árið 1970. Kom þar m.a. fram, að rekstrarniðurstað- an varð svipuð og árið 1969. Iðn- aður og skiparekstur SÍS var held ur lakari og sömuleiðis rekstur Búvörudeildar, en rekstur Inn- flutnings- og Véladeildar var hag- stæðari. Tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi var 43 milljónir króna á móti 21,9 millj. árið 1969. Úthlutað var afslætti til fé- laganna og frystihúsa, sem nam um 20 milljónum króna, en vext- ir af stofnsjóði félaganna námu rúmum 13 milljónum og hækk- uðu úr 7% í 9% p.a. Eigin fjármyndun, áður en af- slættir og stofnsjóðsvextir voru færðir til gjalda, nam um 140 millj. kiróna. Sjóðir og höfuð- stóll að viðbættum tekjuafgangi jukust um 83 milljónir frá fyrra ári. Á árinu 1970 var meira um framkvæmdir hjá Sambandinu en árið á undan. Mikil uppbygging var í iðnaði og samið var á árinu um nýtt vöruflutningaskip, það 9. í röðinni af Sambandsskipum. Starfsfólki Sambandsins fjölgaði um 118 á árinu upp í 1196. Lausafjárstaðan versnaði á ár- inu, sérstaklega síðustu tvo mán- Framhald á bls. 14 Hafa ekki séð lækni í 9 mánuði GV—Bæ- Trékyllisvík, þriðjudag. Héraðslæknirinn okkar, sem bii- settur er á Hólmavík, er hér staddur í dag í almennri sjúkra- vitjun. Þykir okkur það tíðind- um sæta, því liðnir eru níu mán- uðir frá því hann kom hér síð- ast. Sem betur fer er heilsufar yf- irleitt gott hjá fólki hér norður- frá, en óncitanlega væri betra að hafa tryggari læknisþjónustu. fyrír aftan „gamla manninn" (Tímamynd Kári) Louis látinn NTB—New York, þriðjudag. Louis „Satchmo“ Armstrong, trompetleikarinn heimsfrægi, lézt í morgun, þriðjudag, á heimili sínu í New York, 71 árs að aldri. Armstrong, sem einn- ig var þekktur fyrir hina sér- stæðu söngrödd sína, hafði ver- ið mjög veikur fyrr á árinu. Hann var nýkominn heim frá sjúkrahúsinu og hafði ýmislegt á prjónunum, þegar honum versnaði skyndilega með fyrr- greindum afleiðingum. Lois Armstrong lézt um kl. hálf ell- efu í morgun að ísl. tíma, i tveimur dögwm eftir 71. afmæl- l____________________ isdag sinn, — og þrettán dög- um eftir að hann hafði haldið fund með blaðamönnum á heim- ili sínu, þar sem hann virtist hress og blés m.a, í trompetinn fyrir blaðamennina. Fjölskylda hans afþakkaði allar blómasend- ingar til heimilisins eða við út- förina, en benti þeim, sem vilja minnast hans, á sjóð til eflingar rannsóknum í læknavísindum, er þessi dáði jazz-leikari hefur alla tíð stutt með ráðum og dáð. Á 7. síðu blaðsins í dag er grein um Louis Armstrong. HAPPDRÆTTI DAS SJÁ BLS. 12 Frá aSalfundi Sambandsins í Blfröst. Erlendur Elnnrsson forstjórl Sambandsins er í ræ'ðustól, að flytja yflr- gripsmikla skýrslu sína um reksturínn á s.l. ári. Yzt til vinstri er Jakob Frímansson stiórnarformaður Sam- bandsins og vlð hlið hans Ágúst Þorvaldsson alþingismaður, sem var fundarstjórl á fundinum (Tímamynd Kári)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.