Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 13. julí 1971 Frásögn og vlðtöl 14. Landsmóti á Sauðárkróki • < ET-Reykjavík, mánudag. 14. Landsmóti U.M.F.f., sem haldið var á Sauðárkróki um helg- ina, var slitið um kl. 10 á sunnu- adgskvöld. Mótið fór í stórum dráttum mjög vel fram og viðraði yfirleitt ágætlega mótsdagana. Fjöldi Landsmótsmeta voru sett á þessu móti, enda voru keppendur nú fleiri en nokkru sinni — hátt á fimmta hundrað einstaklingar kepptu á mótinu og margir þeirra f fleiri en einni grein. Héraðs- sambandið Skarphéðinn bar nú einu sinni enn sigur úr býtum í stigakeppni héraðssambandanna. Setning Landsmótsins Eins og skýrt var frá í Tímanum á sunnudag, var 14. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki sett kl. 9,15 á laugardagsmorgun að lokinni hópgöngu íþróttafólks inn á hinn nýgerða og glæsilega íþróttaleik- vang á Sauðárkróki. Um kl. hálf níu leytið söfnuð- ust keppendur á Landsmótinu sam an við keppendatjaldbúðimar og gengu síðan fylktu liði inn á leik- vanginn. Hópgöngunni stjómaði Þorsteinn Einarsson, mótsstjóri. Fyrir göngunni fór Lúðrasveit Sauðárkróks og lék hún ættjarðar lög og létt göngulög. í broddi fylkingar gekk svo fánaberi, Gest- ur Þorsteinsson, UMSS, og for- vígismenn Ungmennafélagshreyf- ingarinnar, mótstjórh og'heiðúrs- gestir Landsmót;sins. Þá komu keppendur úr hverju af öðm hér- j aðssambandinu, fyrstir gengu fé- : lagar úr UÍA, gestgjafar 13. Lands mótsins á Eiðum 1968, og félagar úr UMSS, gestgjafar þessa Lands- móts, ráku svo lestina. Er inn á leikvanginn var komið fór fram fánahylling. Að henni lokinni tók Stefán Pedersen, form. Landsmóts nefndar, til máls og bauð hann keppendur og gesti velkomna til mótsins. Guðjón Ingimundarson, form. íþróttanefndar Sauðárkróks, flutti því næst ávarp og lýsti sögu hinna nýju íþróttamannvirkja kaupstaðarins. Loks afhenti Guð- jón bæjarstjóranum á Sauðárkróki þessi miklu mannvirki til umráða. Bæjarstjórinn, Hákon Torfason, afhenti þau síðan æsku bæjarins og lýsti þau að lokum tekin í notk un fyrir þá, er fylgdu reglum hins sanna íþróttamanns. Lúðrasveitin lék nú „Skín við sólu Skagafjörður" og vora fánar Norðurlanda og Saukárkrókskaup staðar dregnir að húni. Hafsteinn Þorvaldsson, sambandsstjóri UM FÍ, setti svo Landsmótið með stuttu ávarpi. Setningarathöfninni lauk með þvi, að Bjöm Magnús- son, form. mótsnefndar 13. Lands mótsins, afhenti Guðjóni Ingi- mundarsyni hinn hvít-bláa fána ungmennafélaganna til varðveizlu og var hann loks dreginn að húni. Kvöldvaka — Hátíðardagskrá Strax að lokinni setningarat- höfninni hófst svo íþróttakeppnin. Hún stóð meira og minna yfir á laugardag og sunnudag, og verða gerð skil síðar. Á laugardagskvðld kl. 8 hófst kvöldvaka með skemmtiefni af ýmsu tagi. Fyrst spreyttu fjórir hagyrðingar sig á að svara ýmsum spurningum og voru svör þeirra að sjálfsögðu __ í ljóðaformi. Þá skemmti Ómar Ragnarsson við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Því næst sýndu drengir frá Ólafs firði fimleika ásamt kennara sín- Nútíma . skrautmumr, menoghálsfestar. Laust embætti, er forsetl íslands veitir Héraðslæknisembættið í Búðardalshéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. læknaskipunarlaga nr- 43/1965. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1971. Embættið veitist frá 1. október 1971. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 9. júlí 1971. Aðalbókari Starf aðalbókara hjá Hafnarfjarðarbæ er laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 27. þessa mánaðar. Bæjarstjórinn í HafnarfirSi.. Járniðnaðarmenn Óskum að ráða járnsmiði og hjálparmenn. Upplýsingar í síma 20680. LANDSSMIÐJAN Flokkor Ungmennasambands Kjalarnessþings (UMSK) gengur inn á leik- vöilinn vi5 sefningu Landsmótsins. UMSK varð næststigahæst héraðssam- bandanna á mótinu. (Tímamyndir Gunnar) um, Birrii K Ólafssyni. Söngtríóið Þrjú á palli söng nokkur lög, og loks lék hljómsveitin Mánar fyrir dansi á sýningarpallinum. Nokkuð kalt var í veðri um kvöldið, en þó voru fjölmargir mótsgestir á kvöldvökunrd. Á sunnudag H. 1,30 hófst svo hátíðardagskrá og var efni hennar fjölbreytt. Rétt áður en dagskráin hófst, komu forseti íslands og for- setafrú til mótsins og voru þau viðstödd hátíðardagskrána. Fyrst á dagskránni var að venju helgi- stund, sem sók..arpresturinn, sr. Þórir Stephensen, annaðist. Þá flutti heiðursgestur Landsmótsins, Ámi Guðmundsson, skólastjóri íþróttakenaraskólans, fróðlega ræðu, þar sem hann rakti m.a. störf og markmið ungmennahreyf- ingarinnar. Eyþór Stefánsson, tón skáld, flutti því næst tvö ljóð, og að ljóðaflutningi hans loknum sýndi hópur pilta úr Vestmanna- eyjum fimleika undir stjórn Gísla Magnúsonar. Hafsteinn Þorvalds son og Halldór Þ. Jónsson, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks, fluttu stutt ávörp, og flokkur dansara sýndi þjóðdansa undir stjóm Eddú Baldursdóttur. Þá fluttu heiðursgestir á Landsmótinu stutt ávörp. Það vora þeir Niels Ibsen, form. dönsku ungmennasamtak- anna, og Jón Þorsteinsson, íþrótta kennari, sem hefur verið búsettur í Danmörku um langt skeið. Var gerður góður rómur að máli þess- ara tveggja gesta frá Danmörku. Hafsteinn Guðmundsson afhenti því næst heiðursfélögum UMFÍ, þeim Sigurði Greipssyni, skóla- stjóra í Haukadal, og sr. Eiríki J. Eiríkssyni, þjóðgarðsverði, heið ursmerki og viðurkennigarskjöl. Að lokum söng karlakórinn Heim- ir nokkur lög undir stjóm Áma Ingimundarsonar. í framhaldi af hátíðadagskránni sýndi mikill fjöldi unglinga frá Sauðárkróki og Blönduósi fim- leika á íþróttaleikvanginum undir stjórn Ingimundar Ingimundarson- ar. Þessi fimleikasýning tókst ágæt lega og var gaman að sjá allan þennan fjölda hreyfa sig eftir hljóðfalli, þótt unglingamir hefðu mátt vera meira samtaka. Ræðzt við um undirbúning Landsmótsins. Á myndinni sjást Stefán Pedersen form. mótsnefndar, Þorsteinn Einarsson mótsstjóri og Jóhannes Sigmundsson form. HSK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.