Tíminn - 14.07.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.07.1971, Blaðsíða 12
12 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 1971 Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 ‘i . . VíS veljiiil IHMfel ■ ' V;,VVV fcorgar síg runíal - ofnar H/F. « Síðumúla 27 . Heykjavík Símor 3-55-55 og 3-42-00 FERÐAFOLK Verzlunin Erú, Hrútafirði býður yður góða þjón- ustu á ferðum -yðar. Fjölbreytt vöruval. Verið velkomin. Verzlunin Brú, Hrútafirði. Sáttakirkjan... Framhald aí bls. 8. ar. Aðalinngangur er nefnilega ckki frá vestri eins og í venju- legum kirkjum beint á móti háaltarinu og yfir dyrum er þá venjulega hár gluggi. í Coventry kirkjunni er öll vesturhliðin — því kirkjan stefnir raunverulega í suður og norður — gjörð úr gleri. í þetta gler hefur glermynda meistarinn John Hutton mótað fjölda mynda, sem tákna engla og dýrlinga kristninnar. Það fyrsta, sem verulega at- hygli vekur, þegar komið er inn í þennan gagnsæja gler- gang, er hæð og vídd kirkj- unnar. En þetta stafar af því, að byggingameistarinn hefur sett þakið á mjög þunnar eða mjó- ar súlur, svo að meginhluti kirkjunnar blasir við í allri sinni breidd. Ljósið eða birtan að utan kemur gegnum glugga megin- kirkju, miðskips, sem er svo ncfnt og brotnar í fagurlagaða geislastafi af litadýrð steinda glersins. Á hægri hönd er skírnar- kapellan, þá hluti kirkjunnar, þar sem börn og stundum líka fullorðið fólk, er fært til skírnar. Skírnarfonturinn vekur nærri óþægilega furðu við fyrstu sýn, svo ólíkur er hann hinum fág- uðu og skreyttu fontum ann- arra kirkna. Hann er í raun og veru stórt bjarg ,brot úr hrjúfu og nátt- úrulegu bjargi og kominn alla leið úr klettum við Betlehems- velli í Landinu helga, fæðing- arborg frelsarans. Hinn geysistóri gluggi í skírn arkapellunni, teiknaður eftir John Piper, sýnir með ótak- mörkuðu ljósi og litaflóði kær leika Guðs, sem streymir yfir heiminn. Beint á móti skírnarkapeli- unni er hinn hringlaga Eining- arkapella. Þessi kapella eða kirkjuhluti á að sýna hinum ýmsu þjóðum, kirkjudeildum og trúflokkum kirkjunnar, hvernig þær geta allar mætzt Herrasumarjakkar 5 gerðir — 5 stærðir. Kr. 2.700,00 LITLI-SKÓGUR Snorrabraut 22. — Sími 25644. — Sendum gegn póstkröfu. — VERDLAUNAPENINCAR VtRDLAUNACRIPIR FÉLACSMLRKI Magnús E. Baldvinsson taugavrgl 11 — Stml 22804 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum fækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7.— Sími 30501. — Reykjavík. í hinum mikla einingarkrafti kærleikans, sem líf og starf, kenning og fordæmi Krists veit ir öllum lærisveinuni hans. Þar eiga allir að verða eitt í bæn gegn öllum fordómum, bæn um gagnkvæman skilning, meira umburðarlyndi og við- sýni meðal hinna ólíku þjóða og mismunandi kirkjudeilda, skoðana og játninga. Altarið er borg á miðju gólf. Gluggarnir í þessari kapellu eru gjöf frá Þjóðverjum, auð- mjúk bæn og iðrun fylgir þeim. Mosaikmvndir gólfsins eru gerðar af sænskum listamanni, Einar Forseth og gólfið gjöf frá Svíum. Á hliðarveggjunum blasa við spjöld úr harðviði og á þau beggja megin eru ritaðar átta ritningargreinar, sem útskýra einfaldlega hvað kristinn dóm- urinn er hafinn yfir alla smá- muni kenninga, játninga og helgisiða ,sem hafa litað hina heilnæmu kærleiksfræðslu Krists í vitund kynslóðanna gegnum aldirnar og oft skapað sundrungu og hatur þar sem sízt skyldi, meðal foringja kirkj- unnar. Leturgerðin og útlit allt á þessum áletrunum er gjört mjög fornlegt á svip og lit til sami’æmis við aldur sinn, svo auðvelt væri að ætla, að þessar greinar væru frá upp- hafi kirkjunnar. í gömlum dómkirkjum er kórinn venjulega fagurlega skreyttur, íburðarmiklir stólar og stallar fyrir söngfólk og klerka. En kór Coventry-dómkii'kju er einfaldur og látlaus í einu og öllu og sæti og pallar án alls íburðar. En uppi yfir sæt- um kórs og klerka er íimflétta úr þyrnum, sem rís hæst yfir hásæti biskups og efst er tákn biskupsmítui’s cða biskups- húfu mótað úr sömu þyrnun- um. Þessi fíngerði hásætishiminn á að minna á þyrnikórónu þá, sem þrýst var að enni og brám Drottins fyrir dómstóli pi-elátanna í Jerúsalem forð- um. Háaltari kirkjunnar miklu í Coventry er einfalt borð úr steinsteypu, o£ það stendur fram undan hinni geysistóru veggmvnd af Kristi, teiknuð eftir Graham Sutherland, en gerð í Frakklandi og gjöf frá Frökkum. Hún er 70 fet á hæð og 38 fet á breidd. Mannsmyndin við fætur Kristsmyndarinnar er í eðlilegri stærð og má af því marka hina furðulegu stærð altaristöflunnar eða veggmynd arinnar, sem á að tákna vei’nd hans og hversu smár maðurinn er í hlutfalli við tign hans og veldi. Svæðið bak við háaltarið myndar kvennakapellu kirkj- unnar. Og lægri hluti vegg- myndarinnar, sem sýnir kross- festinguna er beinlínis bak við altarið. Til hægri handar við háalt- arið er lítil kapella með tákn- mynd af Kristi í Getsemane. f eþiri’i kapellu er ætlazt ti'l, að þeir komi, sem óska einveru til bænar eða hugleiðslu með sjálfum sér. Mósaikmyndin eftir Stephen Sykes undirsti’ikar söguna, sem hægt er að lesa í Lúkasar-guð- spjalli. Við inngang þessax-ar kap- ellu er járnhlíf í líkingu við þymikórónu Hún var teiknuð af Sir Basil Spence og gerð af konunglegum vélsmiðum. Við noi’ðaustui’hlið kirkjunn- ar er lmngkapellan, sem liclg- uð er hinum þjónandi Kristi. Það er sá staður, sem sérstak- lega er ætlaður þeim, sem vinna aö iðnaði — en þá má ekki gleymast að Coventry er mikil iðnaðai’borg, og þama eiga þeir sinn sérstaka bænar stað. Kringlótta altarisborðið og slóri stálkx-ossinn upp yfir b'-'í er gjört af iðnaðarmönnum og iðnsveinum í Coventry og gef- ið kii’kjunni. Á pallinum um- hverfis ferfætta borðið með tveim litlu ljósasmiðunum, sem er altari í þessari kapellu eru letruð orðin: „Ég er rneðal yðar eins og sá, sem þjónar". Þannig er dómkirkjan f Coventry ekki einungis nýtízkö bygging. Hún er miðstöð þess kjai’na ki-istinna manna, sem hafa verk að vinna og hug- sjónir til að hylla og gjöra þær að veruleika. Hluti þeirr- ar viðleitni er, að kyn'na kristn ar þjóðir og sameina þær í friði og gagnkvæmum skiln- ingi, sætta þæi’, kenna þeim að meta. virða og elska aðra, einkum þeim, sem verið hafa óvinir og borizt á banaspjót- um, hefnt, hatað og fordæmt. Þess vegna hefur alþjóða miðstöðin í rústum gamla skrúðhússins verið sett upp eða tilbúin, svo eftirtekt hlýtur að vekja. Það var erfitt verk, unnið í sjálfboðavinnu af sextán ung um Þjóðverjum, eiginlega í yfirbótarskini fyrir hönd þjóð- ar sinnai’, en þaðan voru sprengjurnar, sem lögðu hina foimu dómkirkju í rústir. Þeir yfirgáfu sín störf i heimalandi sínu í sex mánuði til þess að dvelja við þetta erfiða vei’k í Coventry án end- urgjalds og launa. Nú hefur þetta fórnarstarf þeirra borið mikinn ávöxt. þessi alþjóðlega miðstöð í dóm kirkjuhni er nokkurs konar safnaðarheimili með fundarsöl- um, bókasafni, eldhúsi með matsal og lítilli kapellu, sem eiginlega er helgu'ð hinum óþekkta Guði, sameiginlegri guðshugmynd allra þjóða og allra sálna. I dómkii-kjunni í Coventi-y eru margir fagrir minjagripir/ gefnir af einstaklingum í Bret- landi og mörgum öðrum lönd- um, hópum fólks eða heilum þjóðurn. Áður hefur verið minnzt á gjöf Fi-akka, Svía, Þjóðverja og fleiri þjóða, en liér skal bent á dökka ebenviðarkross- inn, sem skorinn er eftir 18 ára pilt frá Tanganyika, enn- fi’emur ljósleita myndasam- fellugólfið í Einingarkapell- unni. En sérhver gjöf, hvort held- ur stór eða smá, er gjörð og færð af því að gjörandinn og gefandinn vildu leggja sitt fram til að byggja sáttakirkj- una fögi’u í Coventry. Þeir eiga þá ósk að hún verðl sem tákn um friðarvilja og bræðrahugsjón mannkynsins, þar sem óskin „faðmist fjar- lægir lýðir“ vei’ði lifandi gjörð í lífi þióða og alli-ar veraldar. Og í þeim sama tilgangi eru helgisýningar í þessari kii’kju svo oft sem verða má. Og munu nú vei-a stérstök hátíðahöld ár- lega, þar sem meginuppistaða eru helgileikir eftir fi’ægustu og snjöllustu höfunda heimsins á því sviði listar. En sumir helgileikir sameina flestar tegundir fagui’ra lista í oi’ðum, litum, Ijósum og tón- um í þessu mikilfenglega must eri, þar sem línur og form und- irstrika allt sem flutt er á hinn fullkomnasta hátt, ef verða mætti til a'ð sameina allar þjóð- ir heims í sátt og samlyndi. Reykjavík 1. júlí 1971 Árelius Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.