Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 2
2 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR ERLENT LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Deild fyrir minn- isskerta á Landakotsspítala verð- ur lokað á föstudaginn vegna fjárskorts. Ída Atladóttir deildar- stjóri sagði að alls væru 18 ein- staklingar, sem litla björg gætu sér veitt, vistaðir á deildinni. Flestir þeirra yrðu fluttir á aðrar deildir innan öldrunarsviðs spít- alans en a.m.k. þrír myndu þurfa að fara heim til sín. „Það hafa ekki verið áætlaðar nægar fjárveitingar til þess að standa að þessum rekstri, þannig að öldrunarsviðinu er gert að spara,“ sagði Ída. „Við höfum ekki þurft að grípa til þessara að- gerða áður við þessa deild. Þetta er því í fyrsta skiptið sem sparn- aður bitnar á þessum sjúkling- um.“ Ída sagðist ekki geta svarað því hversu mikið fé vantaði til að geta haldið rekstri deildarinnar áfram. Gert væri ráð fyrir því að opna hana aftur 6. janúar. Hún sagði að á deildinni væri fólk með alzheimer og sjúkdóma sem væru vegna blóðflæðistruflana í heila. Hún sagði að þeir sem yrðu sendir heim, myndu fara til ætt- ingja. Það gæfi augaleið að þeir myndu ekki fá sömu þjónustu heima og þeir fengju á spítalan- um. Þjónustan yrði minni og öðruvísi.  LANDAKOTSSPÍTALI Flestir af þeim 18 sem vistaðir eru á deild fyrir minnisskerta verða fluttir á aðrar deildir innan öldrunarsviðs, en a. m. k. þrír þurfa að fara heim til sín. Fjárskortur á Landakotsspítala: Heilabilaðir sjúklingar sendir heim Hafnarstrætismálið: Gæslu- varðhald framlengt LÖGREGLA Tveir menn um tvítugt voru í gær úrskurðir í áframhald- andi gæsluvarðhald vegna líkams- árásar í Hafnarstræti í lok maí. Héraðsdómur úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald til 19. nóvember. Mennirnir hafa játað að hafa ráðist á 22 ára karlmann, sem hlaut alvarlega heilaáverka og lést 2. júní. Mennirnir voru undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglu er rann- sókn málsins á lokastigi og verða gögn í því send ríkissaksóknara á næstu dögum. Bíll hrapaði 130 metra: Ökumaður kastaði sér út LÖGREGLUMÁL Bíll endaði í fjöru- borði eftir að hafa hrapað 130 metra niður þverhnípi á Vatt- nesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Ökumaður slapp ómeiddur eftir að hann náði að kasta sér út úr bílnum áður en hann fór fram að vegabrúninni. Atvikið átti sér stað upp úr mið- nætti í fyrradag. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði er bíllinn gjörónýtur. Unnið var að því að ná honum upp seinnipartinn í gærdag. Ekki ligg- ur enn fyrir hvað olli því að bíll- inn fór út af.  Eldur kom upp í fjölbýlishúsiá Hvolsvelli um tíuleytið í gærmorgun. Hafði eigandi íbúð- arinnar gleymt potti á eldavél með þeim afleiðingum að eldur læsti sig í innréttinguna. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli kom eigandinn sjálfur að brun- anum. Hafði hann einhverja hluta vegna þurft að snúa aftur heim og sá reykinn koma á móti sér. Tilkynnti hann brunann til Brunavarna Rangárvallasýslu. Mikill reykur varð og er íbúðin illa farin af völdu hita og vatns. Sprengideild Landhelgisgæsl-unnar var kölluð til aðstoðar vegna hugsanlegs sprengjuefna á háalofti í húsi við Rauðalæk á Hvolsvelli. Sagði talsmaður lög- reglunnar eigandann hafa ætlað að hefja framkvæmdir á háloft- inu þegar hann varð var við hugsanlegt dínamít. Ekki var búið að fá úr því skorið þegar Fréttablaðið hafði samband. Bílvelta varð á Snæfellsnes-vegi við Hrútsholt í fyrra- dag þegar hundur hljóp þvert yfir veginn. Í bílnum voru fjórir útlendingar, tveir Rússar og þýskt par. Missti ökumaður stjórn á bílnum. Að sögn lög- reglunnar í Stykkishólmi meiddist enginn en bíllinn er mikið skemmdur. Segir hann bílinn hafa farið þrjár veltur og björgunarbelti afstýrt frekari meiðslum. Eldur kom upp í stýrihúsi álítilli trillu í Grundarfirði í fyrradag. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík var skipstjórinn ný- búinn að sóthreinsa kabyssuna. Setti hann hana í gang og brá sér síðan í burtu. Það var síðan vegfarendi sem sá reykinn og gerði Slökkviliði Grundarfjarð- ar aðvart. Lögreglan segir öll tæki og tól í stýrihúsinu ónýt og verði bið á því að trillan verði sjófær á ný. Væntingavísutölur: Íslendingar bjartsýnni en Bandaríkja- menn EFNAHAGSMÁL Væntingavísitala Gallup hækkaði á milli júlí og ágúst um 4,3 stig. Hún stendur nú í 108,7 stigum. Væntingavísi- talan í Bandaríkjunum sem mæld er á sama hátt lækkaði hins vegar. Hún stendur í 93,5 stigum. Væntingavísitalan er hlutfall milli jákvæðra og nei- kvæðra svara um efnhagslegar væntingar almennings. Gildið 100 þýðir að jafn margir eru bjartsýnir og svartsýnir. Víða er horft til þessarar vísitölu sem fyrirboða um neyslu almennings og stöðu efnahagsmála eftir hálft ár.  FJÁRHAGSVANDI Skuldir Landspít- alans við birgja sína nema rúm- um sjö hundruð milljónum króna. Þetta er niðurstaða við- ræðna stjórnenda Landspítalans og Samtaka verslunarinnar um þær greiðslur sem ekki hafa skilað sér til birgja. Mikið hafði borið í milli á mati hvors aðila um sig á skuldunum. Samtök verslunarinnar höfðu áður gert kröfu um að Landspítalinn stæði skil á 840 milljónum króna sem þeir töldu að félagsmenn sínir ættu inni hjá spítalanum. Sú krafa er sögð hafa byggst á mis- tökum við útreikning á kröfum. „Við erum búin að afgreiða málið eins og við getum á þess- um tíma,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Landspítalans. „Við ætlum að greiða elstu skuldirnar um næstu mánaðamót. Við munum upplýsa stjórnvöld um stöðu okkar. Varanlega lausn fáum við ekki fyrr en í fjáraukalögum. Við vonumst til að það komi fljótt þó við höfum enga trygg- ingu fyrir því.  LANDSPÍTALINN Vanskil spítalans við birgja námu rúmum 700 milljónum króna í lok júlí. Unnið að greiðslu á skuldum Landspítala: Skuldir við birgja nema 700 milljónum Kvikmyndagerðarmenn: Styðja Þorfinn STJÓRNSÝSLA Þorfinnur Ómarsson, sem settur hefur verið af um stundarsakir sem framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs Íslands, fékk afgerandi stuðningsyfirlýs- ingu kvikmyndagerðarmanna í fyrradag. Þá var haldinn samráðs- fundur kvikmyndagerðarmanna og stjórnar Kvikmyndasjóðs. Á fundinum var sett fram til- laga um stuðningsyfirlýsingu við Þorfinn. Hún var samþykkt með 32 atkvæðum. Tveir voru á móti og tveir sátu hjá. Sérstök nefnd er enn að kanna réttmæti þess Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra vék Þorf- innið úr starfi í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embætt- isfærslu hans. Ráðherra hefur sagst vænta þess að nefndin hraði störfum.  Bandarískur karlmaður semeyddi 17 árum ævi sinnar í fangelsi fyrir að hafa nauðgað og myrt unglingsstúlku er nú laus allra mála eftir að hafa sannað sakleysi sitt með DNA-prófi. Maðurinn, Eddie Joe Lloyd að nafni, hafði í gegnum árin ítrekað mótmælt fangelsisdómnum. Nýtti hann sér lög sem nýlega tóku gildi í Michigan sem leyfa föng- um að fara fram á DNA rannsókn til að sanna sakleysi sitt. Rúmlega 70% almennings íÚkraínu eru fylgjandi því að Leonid Kuchma, forseti landsins, segi af sér embætti. Mikill þrýst- ingur hefur verið á Kuchma und- anfarið um að hann segi starfi sínu lausu. Tveir makedónskir lögreglu-menn voru skotnir til bana í vesturhluta Makedóníu í gær. Skotárásin átti sér stað skammt frá albönsku landamærunum. Heilbrigðisráðherra: Fjár er þörf á Landspítala STJÓRNMÁL „ Við höfum verið að fara yfir það og reyna að sjá þeim farborða innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við teljum að þarna sé fjár þörf,“ segir Jón Kristjánsson, heil- brigðisráðherra, aðspurður hvort f j á r h a g s v a n d i Landspítalans sé til marks um að auka þurfi fjár- framlög til spítal- ans á næstu fjárlögum. „Við sjá- um það á seinni parti ársins hvernig þróunin er. Þeir eru með of mikið ójafnað frá fyrri árum. Við erum að vinna í þeim málum líka.“  JÓN KRIST- JÁNSSON Greiðsluáætlun til spítalans breytt tvisvar á árinu. VIÐSKIPTI Íslandsbanki hefur ákveð- ið að sölutryggja bréf Orcahópsins í bankanum. Alls eru þetta hluta- bréf að verðmæti rúmlega 11 millj- arðar króna á genginu 5,175. Hluta- féð sem bankinn sölutryggir er rúmlega 20% af heildarhlutafé bankans. Með þessari sölu er lokið umdeildustu fjárfestingu síðari ára í íslenskum fjármálaheimi. Orcahópurinn keypti í sameiningu stóran hlut í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Kaupin voru í óþökk forsætisráðherra og fleiri ráða- manna. Orcahópurinn réði fjórð- ungshlut í Íslandsbanka eftir sam- einingu við FBA. Samhliða þessum kaupum hefur Orcahópurinn selt Íslandsbanka bréf sín í fjárfest- ingafélaginu Straumi fyrir um 2 milljarða króna. Ljóst er því að samskiptum hópsins og bankans er lokið. Væringar hafa verið milli Orcahópsins annars vegar og stjórnenda og ráðandi hluthafa hins vegar. Orcahópurinn hafði ekki atkvæðisrétt á síðasta aðal- fundi að kröfu Fjármálaeftirlitsins. Ekki þarf því að koma á óvart að til tíðinda drægi. Jón Ásgeir Jóhann- esson og Þorsteinn Már Baldvins- son bankaráðsmenn í bankanum sem selja nú drjúgan hlut í bankan- um, segja í yfirlýsingu, að það sé ánægjulegt að hafa tekið þátt í breytingum í íslensku fjármála- kerfi með nauðsynlegu skrefi sem stigið var við sameiningu FBA og Íslandsbanka. Þeir telja því nauð- synjaverki að sameina og efla inn- lend fjármálafyrirtæki, til að þau geti þjónað vaxandi fyrirtækjum, sé á engan hátt lokið. Við aðstæður þar sem aðgengi að erlendu fjár- magni sé rýmra sé sala í bankanum álitlegur kostur þegar gott verð bjóðist. Þeir hætta nú í bankaráð- inu. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn telji mikilvægt að greiða fyrir svo stór- um viðskiptum með bréf bankans. Ætlun bankans er að selja fagfjár- festum, fyrirtækjum og einstak- lingum hlutinn í bankanaum. „Við sölu á þessum hlutabréfum hyggst bankinn beita sér fyrir því að auka enn breidd í hluthafahópi bankans og að tryggja dreifða eignaraðild einstaklinga, fyrirtækja og fagfjár- festa í bankanum,“ segir Bjarni. Töluverð gjaldeyrisviðskipti fylgdu kaupunum og er ekki ólík- legt að lækkun krónunnar undan- farna tvo daga tengist þeim. Þau viðskipti eru að fullu frágengin með viðskiptum á millibankamark- aði og í framvirkum samningum. Arður fylgir til kaupenda og greiðslur dreifast til maíloka 2003. Að reiknuðum forsendum við kaupin má gera ráð fyrir að kaup- verð bankans liggi nærri gengi á markaði sem var 4,8 við lok við- skipta í gær. haflidi@frettabladid.is ORCA FARNIR ÚT Væringum innan Íslandsbanka lauk með því að Orcahópurinn sem keypti stóran hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í óþökk ráðamanna, seldi hlut sinn í bankanum. Stefnt er að dreifðri eignaraðild að bankanum Orcahópurinn farinn út úr Íslandsbanka Samtals 13 milljarða viðskipti á bak við útgöngu Orcahópsins úr Ís- landsbanka. Íslandsbanki sölutryggir yfir 20% hlutafjár í bankanum. Salan markar endalok væringa í hluthafahópnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.