Fréttablaðið - 28.08.2002, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 2002
Bandarísk rannsókn:
Koffein
dregur úr
húðkrabba-
meini
WASHINGTON, AP Koffein, efnið sem
finna má m. a. í kaffi og í tei, getur
minnkað hættuna á að fólk fái húð-
krabbamein. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rannsóknar sem gerð
var á tilraunamúsum við Rutgers
háskólann í Bandaríkjunum. „Kom-
ið var í veg fyrir myndun húð-
krabbameins hjá 50-70% þeirra
músa sem gefið var koffein,“ sagði
Dr. Allan Conney sem hafði yfir-
umsjón með rannsókninni.
INNLENT
Breiðafjarðarferjan Baldurmun yfirgefa Breiðafjörðinn
tímabundið þann 8. september.
Skipið fer í slipp í um vikutíma,
en Baldur skal á átján mánaða
fresti fara í yfirhalningu sem
þessa. Þar á eftir mun Baldur
sigla milli lands og Eyja í tvær
vikur og leysa af Vestmannaeyja-
ferjuna Herjólf, sem fer þá í slipp
erlendis. Baldur er svo væntan-
legur aftur í Breiðafjörðinn um
mánaðarmótin september - októ-
ber. bb.is
Hreppsnefnd Tálknafjarðar-hrepps fjallaði um málið á
fundi fyrir skömmu og hvetur
Vegagerð ríkisins til að sjá til
þess að þjóðvegur 61 milli
Brjánslækjar og Norðurárdals
verði í sem bestu ásigkomulagi
meðan ferjan Baldur er fjarver-
andi. bb.is
Verkalýðsfélag Vestfirðingahefur fest kaup á eignarhluta
Sparisjóðs Vestfirðinga í húseign-
inni að Hafnarstræti 4 á Flateyri.
Verkalýðsfélagið Skjöldur átti fyr-
ir einn fjórða, en það félag var
eitt af þeim sex verkalýðsfélögum
á Vestfjörðum sem sameinuðu
starfsemi sína um síðustu áramót.
Með eignarhaldi á þessu glæsi-
lega húsnæði eru opnaðir mögu-
leikar á aðstöðu til fjölbreyttara
félagsstarfs og betri þjónustu við
félagsfólk. bb.is
Borgaryfirvöld samþykktu ígær tillögu Kirkjubygging-
arsjóðs Reykjavíkur um 20 millj-
óna króna styrk til sjö kirkna.
Grensáskirkja fær hæsta styrk-
inn eða 5,5 milljónir og Grafar-
vogskirkja fær 4,5 milljónir
króna. Breiðholtskirkja, Dóm-
kirkjan, Hallgrímskirkja, Hvíta-
sunnukirkjan Fíladelfía og Laug-
arneskirkja fá á bilinu 1,5 til 2,5
milljónir hver. Úthlutun styrkj-
anna átti að ljúka fyrir 1. mars á
þessu ári en tafðist þar sem
ganga þurfti frá nýjum sam-
þykktum fyrir sjóðinn og til-
nefna í stjórn hans.
Föstudaginn 6. september fylgir Fréttablaðinu
sérblað um heilsu- og líkamsrækt.
Blaðinu verður dreift í íbúðir
á höfuðborgarsvæðinu í um 68.500 eintökum.
Auglýsendur eru minntir á að
panta auglýsingar tímanlega.
Skilafrestur á auglýsingum er þriðjudagurinn 3. september.
Heilsublaðið Þarft þúað koma
skýrum
skilaboðum
inn á
68.500
heimili?
Auglýsingadeild Fréttablaðsins
Sími: 515 7515
Netfang: auglysingar@frettabladid.is