Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.08.2002, Qupperneq 8
8 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR BÆJARMÁL Rætt verður um sam- eiginlegar aðgerðir til vargeyð- ingar á höfuðborgarsvæðinu á næsta fundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Bæj- aryfirvöld í Garðabæ hafa fengið nokkur erindi þar sem óskað hef- ur verið eftir aðgerðum til að stemma stigu við fjölgunar síla- mávs og mun Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, taka málið upp á fundi SSH. Einar Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi minnihlutans í Garðabæ, lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarstjórnar: „Sílamávi hefur fjölgað mikið í landi Garða- bæjar og varpsvæði hans breiðist út ár frá ári. Nú er svo komið að örðugt er að njóta útivistar í Gálgahrauni og á stórum hluta Garðaholts vegna ágangs mávsins yfir varptímann. Brýnt er að grip- ið verði til viðeigandi aðgerða til fækkunar fuglsins. Æskilegt er að slíkar aðgerðir verði samræmdar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel einnig á Suðurnesjunum. SSH er rétti vettvangurinn til að móta að- gerðir og í því sambandi er vitur- legt að leitað verði ráða hjá emb- ætti Veiðistjóra um hvernig best verði staðið að fækkun fuglsins.“  Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Sameiginlegar að- gerðir til vargeyðingar GÁLGAHRAUN „Nú er svo komið að örðugt er að njóta útivistar í Gálgahrauni og á stórum hluta Garðaholts vegna ágangs mávsins yfir varptímann.,“ segir í bókun Einars Svein- björnssonar, bæjarfulltrúa í Garðabæ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Danmörk: Sjálfsmorð- um fækkar DANMÖRK Sjálfsvígum fækkaði um helming í Danmörku á tímabilinu 1980 til 1999. Aukin notkun geð- lyfja er hugsanleg skýring að því er kemur fram í Berlingske tidende. Árið 1999 styttu 762 Dan- ir sér aldur en árið 1980 voru þeir 1617. Svokallaðar gleðipillur, geð- lyf á borð við prósakk, skýra fækkunina að einhverju leyti seg- ir Lillian Zøllner, sem er yfir rannsóknarstofu í sjálfsmorðs- rannsóknum við Háskólann í Óð- insvéum. Karlmenn eldri en 75 ára eru sá aldurshópur sem er al- gengast að stytti sér aldur í Dan- mörku.  ÖKULEYFI „Aldraðir ökumenn eru vaxandi vandamál og vandinn mun vaxa enn frekar í framtíðinni verði ekkert að gert. Ég er ekki að segja að taka eigi ökuleyfið af fólki þegar það nær ákveðnum aldri, enda getur hæfnin verið mjög mis- munandi. Ég tel hins vegar að þegar ákveðnum aldri er náð, eigi öku- menn að sýna fram á að þeir geti ekið og kunni umferðarreglurn- ar,“ segir Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi hjá Sjóvá-Al- mennum. Nýlega olli aldraður ökumaður slysi í Reykjavík er hann ók þvert fyrir lögreglumann á mótorhjóli, með forgangsljós á leið í útkall. Ökumaðurinn sem slysinu olli, er á tíræðisaldri og rann skírteini hans út fyrir nokkrum árum. Þetta er ekki einsdæmi og hafa menn í kjölfarið velt fyrir sér þeim reglum sem gilda um eldri ökumenn og skilyrðum fyrir end- urnýjun ökuskírteinis. Ennfremur hafa vaknað upp spurningar um ábyrgð aðstandenda. „Það verður algengara að ætt- ingjar eldri ökumanna hafi sam- band og biðji okkur að ræða við viðkomandi, telja aksturshæfnina skerta. Þetta er oft síðasta úrræði aðstandenda og viðkomandi tekur því misjafnlega. Það er auðvitað frelsisskerðing að taka ökuskír- teini af einstaklingi og því verður að ígrunda vel öll skref í þeim efnum,“ segir Þorgrímur Guð- mundsson, aðalvarðstjóri hjá um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann telur ekki ólíklegt að efnt verði til samstarfs við samtök eldri borgara, Umferðarráð og fleiri þannig að hægt verði að finna leiðir sem allir geti sætt sig við. „Ég tel það ekki vera í takt við kröfur nútímans að ökumaður taki próf 17 ára, fái varanlegt skírteini eftir 2 ár og þurfi ekki eftir það að sýna fram á þekkingu eða hæfni til að aka. Endurnýjun ökuskírteinis felur í sér læknis- skoðun. Standist ökumaður hana, getur hann endurnýjað skírteinið. Ég tel að á ákveðnu árabili ættu ökumenn að fara á stutt námskeið til að rifja upp reglur og kynnast nýjum,“ segir Einar Guðmunds- son hjá Sjóvá-Almennum.  NORÐURLÖND Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fundaði með Margaret Winberg, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra Svíþjóðar. Árni gerði henni grein fyrir óánægju Íslendinga með framgöngu sænska formannsins í Alþjóða hvalveiðiráðinu á síðasta aðalfundi þess þar sem Íslending- ar reyndu án árangurs að gerast aðilar. Fundur þeirra var haldinn samhliða því að matvælaráðherr- ar Norðurlandanna funduðu í Ilu- issat á Grænlandi. Ráðherrarnir samþykktu að stuðla bæri að auknu öryggi og bættum gæðum matvæla með samvinnu ríkjanna um aukin áhrif Norðurlanda á al- þjóðavettvangi annars vegar og hins vegar með auknum áhrifum neytenda. Á fundinum var sam- þykkt að stofna til tengslanets til að auka samvinnu um minni notk- un skordýraeiturs og illgresis- lyfja. Að auki var samþykkt að þjóðirnar ynnu saman á sviði líf- ræns landbúnaðar og skógræktar. Einnig verður unnið að norrænni jafnréttisáætlun í landbúnaði. Sjávarútvegsráðherra og Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, sátu fundinn fyrir Ís- lands hönd.  ÁRNI MATHIESEN Gerði Svíum grein fyrir því að framgangan á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins væri geymd en ekki gleymd. Aldraðir ökumenn vaxandi vandamál Mun vaxa enn í framtíðinni verði ekkert að gert. Færist í vöxt að ætt- ingjar eldri ökumanna hafi samband við lögreglu. Æskilegt að koma á samstarfi lögreglu, eldri borgara og Umferðarráðs. Norrænir matvælaráðherrar ræða samstarf: Sjávarútvegsráðherra skammar Svía DAUÐANS ALVARA Tryggingafélög og lögregla hafa vaxandi áhyggjur af eldri ökumönnum en telja rétt að bregðast varlega við. Svipting ökuréttinda felur enda í sér mikla frelsisskerðingu. þetta mun vaxa enn frek- ar í framtíð- inni verði ekk- ert að gert FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Skerjafjarðarslys: Rannsókn án niður- stöðu LÖGREGLA Rúm tvö ár eru nú síðan aðstandendur fórnarlamba Skerjafjarðarslyssins óskuðu lög- reglurannsóknar á tildrögum slyssins. Um það bil ár mun vera síðan niðurstaða rannsóknardeildar lög- reglunnar í Reykjavík var send lögfræðideild embættisins. Engin svör fengust þaðan þegar leitað var upplýsinga um stöðu málsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru bresku sérfræðing- arnir Bernie Forward og Frank Taylor að leggja lokahönd á niður- stöður rannsóknar sem þeir gerðu vegna slyssins og eftirmála þess. Bretarnir munu meðal annars hafa skoðað vinnubrögð Flug- málastjórnar við skráningu flug- vélarinnar sem fórst og hvernig Rannsóknarnefnd flugslysa stóð að málum eftir slysið.  HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Óskaði eftir stuðningi norrænu ESB ríkjanna við EES-ríki utan ESB. Stækkunarferli ESB: Áhugaverðir möguleikar FUNDIR Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, ítrekaði stuðning Íslands við stækkunarferli Evr- ópusambandsins á fundi utanrík- isráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Tallin. Hall- dór sagði stækkunarferlið áhuga- vert fyrir Ísland vegna aukinna möguleika á viðskiptum og sam- skiptum á evrópska efnahags- svæðinu. Á fundi norrænu utanríkisráð- herranna var einkum rætt um samráð Norðurlanda vegna mál- efna Evrópusambandsins og evr- ópska efnahagssvæðisins.  ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON SF-250 Meðal aflahæstu kolmunnaskipa. Hefur veitt 23 þúsund tonn af 25 þúsund tonna kvóta sínum Kolmunnaveiðin: Tæplega þriðjungur kvótans óveiddur SJÁVARÚTVEGUR Kolmunnaafli ís- lensku skipanna er nú orðinn tæp 200 þúsund tonn. Erlendu skipin hafa landað hátt í sjö þúsund tonn- um hér á landi á fiskveiðiárinu. Rösklega 84 þúsund tonn eru því eftir af útgefnum kolmunnakvóta. Undanfarna daga hefur verið landað rösklega níu þúsund tonn- um hér á landi. Mestum kolmunnaafla hefur verið landað á Seyðisfirði, Eskifirði og í Nes- kaupstað, rúmlega fjörtíu þúsund tonnum á hverjum stað. Þá hafa rúmlega átján þúsund tonn borist á land á Akranesi, tæp sextán þús- und tonn á Fáskrúðsfirði og tæp fjórtán þúsund tonn á Vopnafirði. Aflahæst kolmunnaskipanna eru Börkur NK-122 með 23.500 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF-250 með tæp 23 þúsund tonn og Jón Kjartansson SU-111 með rúmlega 20 þúsund tonn.  Hausaþurrkunarverksmiðja,sem sögð er sú fullkomnasta sinnar tegundar, hefur verið tek- in í notkun í Leirvík í Færeyjum. Hún er að 45% í eigu Laugafisks, dótturfélags ÚA. Veiðar og vinnsla frystitogar-anna Höfrungs III og Helgu Maríu hafa gengið vel að undan- förnu. Togararnir, sem eru í eigu HB, eru á úthafskarfaveiðum við Grænland. Karfinn er þó í smær- ri kantinum og ekki fæst mjög gott verð fyrir hann. Ágætlega gengur hjá ísfisktog-urum HB, Sturlaugi H. Böðv- arssyni og Haraldi Böðvarssyni. Venjan hefur þó verið sú að veið- in hefur verið treg þegar byrjað hefur að hausta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Hefur ekki ákveðið hvar hún býður sig fram ALÞINGISKOSNINGAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á áframhaldandi setu á Al- þingi að loknum kosningunum á næsta ári. Kosið verður eftir nýrri kjördæmaskipan og hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um í hvaða kjördæmi hún muni fara fram en hún situr nú sem fimmti þingmaður Reyknesinga. Hún hyggst taka ákvörðun þegar kjördæmisþing flokksins hafa lokið vinnu sinni og vill ekki ræða framboðsmál sín frekar í fjölmiðl- um að svo stöddu.  GRÁU HÁRIN KVEÐIN BURT Lagið er þannig að eftir því sem maður sér æskuárin í meiri hillingum því meiri orku getur maður sett í luftgítarinn sem er í raun zen karlmannsins. Sjón í Fréttablaðinu. HVERNIG ÞÁ? Sumir ekki aðeins lærðu heldur skildu einnig það sem þeir lærðu. Aðrir lærðu bara. Nafnlausi pistlahöfundurinn á Vefþjóðviljanum. SÁR LENDING Sem betur fer eru í sveitinni ágætis lagahöfundar, annars myndi sveitin falla hraðar af stjörnuhimninum en tíu tonna trukkur af Hallgrímskirkjuturni. Birgir Örn Steinarsson í tónlistarum- sögn í Fréttablaðinu. ORÐRÉTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.