Fréttablaðið - 28.08.2002, Page 9

Fréttablaðið - 28.08.2002, Page 9
9MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 2002 Nánari uppl‡singar í 800 7000 og verslunum Símans um allt land. lækka› ver› – betri fljónusta NONNI O G M A N N I l Y D D A • N M 0 7 0 5 8 / sia .is BOSTON, AP Mikil eftirspurn hefur verið eftir svonefndum MBA- prófgráðum handa verðandi við- skiptajöfrum þrátt fyrir að nám- ið þyki bæði dýrt og erfitt. Ný rannsókn bendir til þess að próf í viðskiptastjórnun sé hugsanlega ekki mikils virði þegar allt kem- ur til alls. Jeffrey Pfeffer og Christina Fong við Viðskiptaháskólann í Stanford í Bandaríkjunum gerðu ítarlegar rannsóknir á gildi MBA-námsins. Þau fóru í gegn- um fjölmargar úttektir sem gerð- ar hafa verið á MBA-námi í Bandaríkjunum undanfarna ára- tugi. Þau komust að þeirri niður- stöðu að í náminu læri menn fátt sem í raun kemur að gagni í við- skiptalífinu. Einnig komust þau að því að til lengri tíma litið hefði MBA-prófgráða lítil áhrif til hækkunar á launum. Undantekn- ingar frá þessu er þó MBA-nám við allra virtustu háskólana. Fullyrðingar þeirra hafa kall- að á hörð viðbrögð frá skólum sem bjóða upp á MBA-nám.  Ný rannsókn: MBA-gráður sagðar lítils virði Grænlensk sveitarfélög: Grænlend- ingar funda í Hveragerði SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar 15 af 19 sveitarfélögum á Grænlandi verða staddir hér á landi í næstu viku. Þá verður haldinn ársfundur græn- lenska sveitarfélagasambandsins og hefur honum verið valinn staður í Hveragerði. Sveitarstjórnarmennirnir, sem verða 47 talsins, munu ræða við fulltrúa íslenskra sveitarfélaga um hlutverk þeirra og reynslu í at- vinnumálum auk þess að kynna sér fjölda fyrirtækja á Suðurlandi og suðvesturhorninu.  FÉLAGSÞJÓNUSTA Maður á fertugs- aldri sem á við geðræn vanda- mál að stríða og búið hefur á vegum Félagsþjónustu Reykja- víkur í fjölbýlishúsi Félagsbú- staða á Vatnsstíg verður hugsan- lega fluttur í hentugra umhverfi. Hann virðist ófær um að sjá um sig sjálfur. Maðurinn hefur búið á Vatns- stíg í nokkur ár. Hins vegar hef- ur hann að mestu haldið til hjá móður sinni. Frá því í vor hefur hann þó dvalið að Vatnsstíg. Inn- andyra hjá manninum mun vera all hrikalegt um að litast. Til dæmis mun líta út fyrir að hann hafi ekkert hirt um að losa sig við sorp í langan tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur nú manninnum verið hjálpað að leita aðstoðar í félagslega kerf- inu. Markmiðið er að hann fái vistun við hæfi. „Ef fólk sækir eftir félags- legri þjónustu þá sækir það hana til okkar. En eðli málsins sam- kvæmt getum við ekki tjáð okk- ur um mál einstakra notenda þjónustunnar,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, forstöðumaður borgarhlutaskrifstofu Félags- þjónustunnar í Skúlagötu 21. Aðalbjörg segir þjónustuna veitta að frumkvæði þeirra sem eftir henni leita. „En stundum fáum við upplýsingar um fólk sem er lasburða og getur ekki sjálft haft frumkvæði. Þá bjóðum við fólki aðstoð,“ segir hún.  Maður sem er ófær um sjá um sig sjálfur í félagslegri íbúð: Innlyksa í ruslahaug VATNSSTÍGUR 11 Velunnarar manns sem stríðir við geðræn vandamál vilja að hann kom- ist úr félagslegri íbúð í þessu húsi og undir læknishendur. SKIPULAGSMÁL Frestur til að skila inn athugasemdum vegna fyrir- hugaðrar byggðar í Norðlinga- holti rennur út í dag. Byggingar- svæðið, sem er um 72 hektarar, afmarkast af Breiðholtsbraut, Suðurlandsvegi, Bugðu og Elliða- vatni. Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur sagði að gert væri ráð fyrir að byggja um 1.100 íbúðir á svæðinu. Borgarafundur um málið var haldinn í Selásskóla í fyrrakvöld. Töluverðrar óánægju hefur gætt á meðal sumra íbúa í Selás- hverfi og hesthúsaeigenda með skipulagstillöguna. Stefán sagði að fjöldi eiganda væru á landinu, en mikið af húsum þar væru ekki með neitt leyfi. Borgin hefði verið að kaupa land á svæðinu og bæta mönnum þær eignir sem þeir hefðu misst. Á fjórða hundrað hestar væru skráðir í Norðlinga- holti og í samningum við hest- húsaeigendur hefði þeim verið veittur forgangur að lóðum á þeim hesthúsabyggðum sem verið væri að skipuleggja í borgarland- inu, m. a. á svæði austan Rauða- vatns. Einnig hefðu þeir fengið bætur og gætu því keypt hesthús á almennum markaði. Stefán sagði að í skipulagstil- lögunni væri gert ráð fyrir 22 ein- býlishúsum og rúmlega 200 íbúð- um í sérbýli, restin yrði fjölbýlis- hús. Á borgarfundinum var þetta gagnrýnt, þ. e. hversu fáum ein- býlishúsum væri gert ráð fyrir. Stefán sagði að skipulagsyfirvöld hefðu verið á þeirri skoðun að til að þétta byggð á höfuðborgar- svæðinu væri ástæða til að draga úr byggingu einbýlishúsa og rað- húsa og byggja frekar tvíbýlishús og fjölbýli. Áður hefði reglan ver- ið sú að þriðjungur hefði verið einbýlishús, þriðjungur raðhús og þriðjungur fjölbýli. Horfið hefði verið frá þessari reglu í síðustu skipulagstillögum. Nokkrir íbúar í Seláshverfi hafa gagnrýnt að vegna fyrirhug- aðrar byggðar skerðist útsýni þeirra mikið. Stefán sagði að þeg- ar verið væri að byggja borg væri algengt að einhverjir misstu út- sýni. Menn hefðu engan ótvíræð- an rétt á útsýni þó þeir hefðu haft það um einhvern tíma. Stærstu húsin á svæðinu yrðu sex hæðir. Stefán sagði að ef allt gengi að óskum ættu framkvæmdir í Norð- lingaholti að geta hafist á næsta ári. Næsta skref væri að fara yfir þær athugasemdir sem myndu berast. Að því loknu yrði tillagan lögð fyrir borgarráð. trausti@frettabladid.is Um 1.100 íbúðir í Norðlingaholti Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag. Borgarverkfræðingur segir að fram- kvæmdir gætu hafist á næsta ári. HÁDEGISMATUR Ekki sér fyrir end- ann á deilum foreldra skólabarna í Vesturbæjarskóla og skólastjór- ans um tilhögun matarmála í skól- anum. Foreldrarnir vilja að börn- in fái heitan mat að borða í hádeg- inu á hverjum degi en skólastjór- inn segir fjárveitingar einungis duga til að dreifa mat þrisvar í viku. Foreldrum þykir það ein- kennilegt ekki síst þar sem fræðsluyfirvöld í Reykjavík hafa fallist á að styrkja matarkaupin með niðurgreiðslum. Kristín Andrésdóttir, skóla- stjóri Vesturbæjarskóla, bendir hins vegar á að styrkurinn taki einungis til matarkaupanna sjál- fra. Það sé síðan skólans að dreifa matnum og þar komi fjárskortur í veg fyrir að hægt sé að koma mat til nemenda alla daga vikunnar. Hún hafi ekki tök á að bæta við mannskap til að dreifingin gangi upp en stefnt sé að því að auka þessa þjónustu hægt og bítandi og vonir standi til að mat verði dreift til nemenda alla vikuna á næsta ári.  VESTURBÆJARSKÓLI Foreldrar skólabarna telja að styrkur frá fræðsluyfirvöldum eigi að tryggja börnun- um heita máltíð alla daga vikunnar. Skóla- stjórinn er ekki á sama máli og segist ekki hafa mannskap til að dreifa mat nema þrisvar í viku. Vesturbæjarskóli: Foreldrar vilja mat alla vikuna NORÐLINGAHOLT Stefán Hermannsson borgarverkfræðingu sagði að í skipulags- tillögunni væri gert ráð fyrir 22 einbýlis- húsum og rúmlega 200 íbúðum í sér- býli, restin yrði fjöl- býlishús.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.