Fréttablaðið - 28.08.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 28.08.2002, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 2002 ÖRYGGISMÁL Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, reiknar ekki með því að Ís- lendingar fari að huga að því að setja þyngdartakamarkanir á sjó- menn á næstunni. Norðmenn hyggjast setja reglur um líkams- þyngd sjómanna og miða við al- þjóðlega staðla sem Evrópusam- bandið styður. Samkvæmt þeim mega sjómenn ekki vera meira en 30 kílóum yfir kjörþyngd sinni. Sævar telur Íslendinga í broddi fylkingar hvað öryggismál á Norður-Atlantshafi varðar og á ekki von á að íslenskum sjómönn- um verði gert að lúta tilskipunum af þessu tagi. Hann segir gild ör- yggissjónarmið liggja að baki hugmyndinni og sambandið mót- mæli þeim ekki. Málið verði þó vart tekið fyrir nema það berist með formlegum hætti og Sævar útilokar ekki að ef svo færi myndu menn beita sér fyrir ein- hverri rýmkun á þyngdartak- mörkununum enda þekki hann sjómenn sem séu í fínu líkamlegu ástandi þó þeir standist ekki þessi viðmiðunarmörk.  Þyngdartakmarkanir á sjómenn: Langsótt að fara eftir fyrir- fram gefnum stöðlum SÆVAR GUNNARSSON Segir öryggissjónar- mið geta réttlætt ákveðnar takmark- anir á líkamsþyngd sjómanna, t. d. með tilliti til þess að allir geti komist út um neyðarút- ganga sem oft eru aðeins gluggar. UPPGJÖR Smáralind skilaði 316 milljóna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var 260 milljónir. Enn eru 3.244 fermetr- ar óleigðir í húsnæði Smáralind- ar. Það er 8,3% af heildarleigu- rými hússins. Frá opnun hafa verið gerðir átta nýir leigusamn- ingar fyrir rúmlega 2.100 fer- metra verslunarrými. Smáralind á í viðræðum við væntanlega leigutaka og standa vonir til að búið verði að leigja 95 - 97% af húsnæðinu fyrir árslok. Stefnt er að því að allt húsnæði verði í út- leigu á árinu 2003. Bókfært verð verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar er rúmir tíu milljarðar. Eigið fé fé- lagsins er rúmir tveir milljarðar og er eiginfjárhlutfallið 32%. Í lok maí var gengið frá samkomu- lagi við Ístak um lokauppgjör á verksamningi og hefur sá samn- ingur verið færður sem stofn- kostnaður. Frá því að verslunar- miðstöðin var opnuð hafa 4 millj- ónir gesta komið í Smáralind. Gert er ráð fyrir að sú tala verði komin í 5 milljónir fyrir nóvem- berlok.  Smáralind hagnast: 3.244 fermetrar óleigðir FJÓRAR MILLJÓNIR Gestir Smáralindar eru orðnir fjórar milljónir. Leigutekjur Smáralindar voru 420 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. kt. 560702-2640, Súðarvogi 3-5,104 Reykjavík. Húsasmiðjan hf., kt. 520171-0299, Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. hefur keypt yfir 90% hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. Hluthafar Húsasmiðjunnar eru hvattir til að framselja Eignarhaldsfélaginu bréf sín á næstu fjórum vikum. Í samræmi við V. kafla laga nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem og reglugerð nr. 432/1999, um yfirtökutilboð, er þeim sem eignast hefur yfir 50% hlutafjár í skráðu félagi skylt að gera tilboð í alla hluti félagsins. Í 24. og 25. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, er heimild fyrir aðila með yfir 90% hlutafjár í félagi að fara fram á að aðrir hluthafar í félaginu sæti innlausn á hlutum sínum og hafa stjórnir Húsasmiðjunnar og Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar komist að samkomulagi um að sá réttur verði nýttur. Allir hluthafar, skv. hlutaskrá Húsasmiðjunnar í lok þriðjudagsins 27. ágúst 2002 fá senda tilkynningu og eyðublað til samþykkis innlausn. Gögnin má einnig nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum og á vefsíðu Búnaðarbankans, www.bi.is. Innlausnarverð og greiðsluskilmálar Innlausnarverð er 19 kr. fyrir hverja 1 kr. nafnverðs hlutabréfa í Húsasmiðjunni. Verðið svarar til hæsta gengis sem Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar hefur greitt fyrir hlutabréf í Húsasmiðjunni síðustu sex mánuði. Frestur til að skila samþykki innlausnar rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 25. september 2002. Samþykki verður að hafa borist fyrir þann tíma, á þar til gerðum eyðublöðum, til Búnaðarbankans Verðbréfa, þriðju hæð Hafnarstræti 5, Reykjavík. Andvirði hlutabréfa verður staðgreitt innan tveggja daga frá því að samþykki innlausnar berst. Verði hlutabréf ekki framselt innan innlausnarfrests, verður andvirði þess greitt á geymslureikning á nafni viðkomandi hluthafa. Frá þeim tíma telst Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar réttur eigandi hlutarins og hlutabréf fyrri eiganda er ógilt. Umsjónaraðili Búnaðarbanki Íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5, 155 Reykjavík, hefur umsjón með tilboði þessu fyrir hönd Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar. Tilkynning til hluthafa Húsasmiðjunnar Sími 525 3000 • www.husa.is Hrefna sást í Vestmannaeyja-höfn í gærmorgunn. Allt bend- ir til þess að dýrið hafi villst inn í höfnina. Svo virðist sem um kálf hafi verið að ræða en hann lónaði undir Básaskersbryggju í rúmar tvær klukkustundir. Í vetur villtist hnúfubakur í höfnina en mikið hef- ur verið um hrefnur í kringum Eyjarnar í sumar. eyjafrettir.is Hrefna sem undanfarna dagahefur haldið sig inni við Höfn í Hornafirði strandaði á sunnudag- inn miðja vegu milli Skarðsins og Dynjanda. Þegar að var komið var hún nýdauð og hófu menn þegar að skera hrefnuna. Hvalskurðarmenn höfðu á að giska 1,2 tonn af kjöti upp úr krafsinu og stóð öllum til boða að næla sér í bita. Kjötið er geymt á bænum Sauðanesi. Þetta var fullorðin hrefna, átta metra löng og kálffull. Kálfurinn reyndist vera 120 til 140 cm langur og vó 40 kg. Kálfurinn var strax settur í frost en Hvalasafnið á Húsavík hefur falast eftir honum. Kálfur- inn verður því til sýnis á safninu á næstunni. horn.is Ómar Már Jónsson, nýráðinnsveitarstjóri Súðavíkurhrepps, tekur formlega til starfa 15. nóv- ember nk., en þangað til mun Frið- gerður Baldvinsdóttir annast sveit- arstjórastarfið. bb.is INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.