Fréttablaðið - 28.08.2002, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 28. ágúst 2002
MEN IN BLACK 2 kl. 8 og 10 SWEETEST THING kl. 6, 8 og 10
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 6Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50
SÍMI 553 2075
REIGN OF FIRE kl. 4
STUART LITTLE 2 kl. 4 og 6
MINORITY REPORT kl. 6 og 9
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10
Sýnd kl. 8 og 10.10
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 VIT418EIGHT LEGGED FREAKS kl. 5 og 7
VIT
417
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 426Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10 VIT 422
Kvikmyndagerðamenn sýnanú Jóhannesi Páli Páfa II
mikinn áhuga enda valdamikill
maður með ein-
dæmum. Ítalinn
Pietro Valsecchi
er þegar byrjað-
ur að vinna að
mynd um æskuár
páfans, þegar
hann hét Karol
Wojtyla og þótti
efnilegur mark-
vörður í knattspyrnu. Nú hefur
annar ítalskur kvikmyndagerða-
maður, Lux Vide, lýst því yfir að
hann sé einnig að gera mynd um
páfann. Kvikmyndagerðamenn-
irnir segja það ekki skipta máli
hvor myndin komi út á undan.
Þó er talið að sú mynd sem komi
á undan út seljist frekar en sú
seinni.
Talið er að leikarinn JasonPriestley muni brátt snúa
aftur á kappaksturbrautina.
Priestley, sem sló
í gegn í þáttunum
um Beverly Hills
90210, lenti sem
kunnugt er í al-
varlegu slysi í
síðasta mánuði
þegar hann mis-
sti stjórn á
kappakstursbíl
sínum. Hann þurfti í kjölfarið að
dveljast á sjúkrahúsi en er nýút-
skrifaður þaðan. „Það kæmi mér
á óvart ef við sjáum hann ekki
aftur á brautinni,“ sagði Jim
Freuenberg, framkvæmdastjóri
Kelly Racing, kappakstursliðs
Priestley.
Ólæti og dauðsfall á
Leeds tónlistarhátíðinni:
Hópslagsmál
og kveikt í
klósettum
TÓNLISTARHÁTÍÐ Miklar óeirðir
brutust út á lokadegi tónlistarhá-
tíðarinnar í Leeds um helgina.
Talið er að um 500 hátíðargestir
hafi tekið þátt í slagsmálum og
brennt tugi klósetta. Kalla þurfti
til 200 manna lið úr óeirðalögregl-
unni. Tveir lögreglumenn meidd-
ust lítillega og tvær lögreglubif-
reiðar eru taldar ónýtar. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem óeirðir
verða á hátíðinni og er jafnvel
talið að henni verði hætt. Skipu-
leggjendur hennar eru þó á öðru
máli og segja hana eiga framtíð-
ina fyrir sér. Þeir telja að innan
við eitt prósent gesta hafi verið
með skrílslæti. „Það meiddist sem
betur fer enginn í látunum,“ var
haft eftir einum skipuleggjanda.
„Við ætlum ekki að gefast upp út
af nokkrum svörtum sauðum. Við
komum aftur til leiks á næsta ári
og munum gera enn betur.“
Á sunnudag fannst 19 ára gam-
all piltur látinn í tjaldi sínu. Að
sögn vina hans hafði hann átt við
hjartatruflanir að stríða og hafði
setið að drykkju kvöldinu áður.