Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 4

Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 4
4 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR MATUR Gary Coyle, yfirmatreiðslu- maður á veitingastaðnum Tavern of the Greeen í Central Park í New York, hefur ákveðið að setja íslenska kjötsúpu á matseðil sinn í næsta mánuði. Verður það gert í tengslum við íslenska daga sem þá verða haldnir í borginni. Marg- ir sem komið hafa til New York þekkja Tavern on the Green, veit- ingastað í miðjum Central Park, grænt hús við tjörn, þekkt úr fjöl- mörgum kvikmyndum og þá sér- staklega rómantískum kvikmynd- um. Staðurinn selur fleiri matar- skammta en nokkur annar veit- ingastaður í New York eftir að Tvíburaturnarnir féllu en í þeim byggingum var veitingastaður sem átti metið. Gary Coyle smakkaði íslenska kjötsúpu í fyrsta sinn hjá Höllu húsfreyju á Vatnsleysu í Biskups- tungum um síðustu helgi en þar hefur sama uppskrift verið notuð í 46 ár. Gary leist vel á súpuna og stóð yfir pottunum á meðan soðið var. Ekki varð ánægja hans minni þegar hann smakkaði súpuna, að sögn viðstaddra. Á matseðli Tavern on the Green verður kjötsúpan nefnd Icelandic Lambmeat Soup og von- ast Gary Coyle til þess að hún festi sig í sessi á matseðli veit- ingastaðar síns til frambúðar.  Árangur af heimsókn bandarískra verslunar - og matreiðslumanna í Biskupstungur: Kjötsúpan fer í Central Park CENTRAL PARK Í VETRARSKRÚÐA Kjötsúpa úr Biskupstungum á leið til New York - í næsta mánuði. SÍLD Síldarvertíðin er nú að kom- ast á fullan skrið og slagurinn um afurðaverð nær brátt hámarki. Vertíðin fer þó heldur seinna og hægar af stað en venjulega. Upp- hafskvótinn á vertíðinni er 105 þúsund lestir en örfá skip eru komin til veiða. Steinunn SF og Jóna Eðvalds SF lönduðu á Hornafirði í gær, samtals 430 tonnum og Örn KE landaði 430 tonnum á Djúpavogi. Söluhorfur eru að sögn stærstu framleiðenda þokkalegar. Þeir keppast nú við að ná samningum en engir stórir samningar hafa enn verið undirritaðir svo kunn- ugt sé. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er verð í meðallagi ef miðað er við þróun undangeng- inna ára. Hins vegar er útlit fyrir allt að 30% verðlækkun ef borið er saman við síðasta ár. Þá var verð á síldarafurðum reyndar í sögulegu hámarki. Birgðastaðan skýrir að hluta til tímabundna verðlækkun, sem og einmunablíða sem verið hefur í helstu markaðslöndum fyrir frys- ta síld, svo sem í Austur Evrópu. Þar hefur verið mjög hlýtt að und- anförnu og í slíku tíðarfari neyta menn einfaldlega ekki síldar, að sögn sölumanna. Það er raunar þveröfugt við það sem gerist á saltsíldarmörkuðum í Skandinav- íu. Þar hefur veðurblíðan í sumar gert að verkum að salan hefur verið góð og það þrátt fyrir 25 til 35% verðhækkun í stórmörkuð- um.  Síldarvertíð fer hægt af stað: Taugastríð á helstu mörkuðum VILHELM ÞORSTEINSSON EA-11 Eitt fjölveiðiskipa Samherja hefur að undanförnu veitt síld úr Norsk-Íslenska stofninum og landað í Noregi VIÐSKIPTI Stefnubreyting hefur orðið hjá sjúkraskrárfyrirtækinu eMR eftir að þrír einstaklingar keyptu 19% hlut Landssímans í fyrirtækinu og tóku upp samvinnu við Íslenska erfða- greiningu um stjórn fyrirtækis- ins. Íslensk erfða- greining hefur átt 33% hlut í eMR. eMR hefur með- al annars þróað hugbúnað sem heldur utan um t ö l v u v æ d d a r sjúkraskrár á heilsugæslustöðv- um. Þar meðal annars er að finna upplýsingar sem nota á í miðlæg- an gagnagrunn Íslenskrar erfða- greiningar. Eftir að mennirnir þrír keyptu hlut sinn í byrjun júlí var boðað til hluthafafundar og ný stjórn skipuð. Í kjölfarið var helstu stjórnendum sagt upp störfum og nýju hluthafarnir tóku við dag- legri stjórn. Ólafur Guðgeirsson, fram- kvæmdastjóri og einn nýrra eig- anda eMR, segir sig og félaga sína hafa séð mikla framtíð í fé- laginu. „Við höfum ákveðnar hug- myndir um hvernig þetta eigi að vera og viljum hafa áhrif. Eftir að við kaupum kom það í ljós að Íslensk erfðagreining styður okkar hugmyndir og sér hlutina með svipuðum hætti og við,“ seg- ir Ólafur. Aðspurður segir hann að hvor- ki hann né félagar hans í kaupun- um, Guðmundur Sigurðsson og Ingi Steinar Ingason, hafi fyrir kaupin haft tengsl við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur hann starfað fyrir Sparisjóðina í fimm næstliðin ár. Ólafur segist ekki telja rétt að útskýra nákvæmlega hvað það er sem ný stjórn eMR vill gera öðru vísi en áður var gert hjá fyrirtækinu. „Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi frá upphafi og hefur ekki að okkar mati sinnt sínu hlutverki hvað varðar samstarf við heilbrigðiskerfið og öfluga þróun á kerfunum. Þetta viljum við bæta. Við vilj- um ekki líta á okkur sem hvert annað hugbúnaðarfyrirtæki heldur sem hluta af heilbrigðis- kerfinu sem gengst við sinni ábyrgð,“ segir Ólafur. Páll Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Íslenskrar erfðagreining- ar, segir fyrirtækið aðeins vera hlutlausan fjárfesti í eMR. „Við erum í góðu samstarfi við þá sem stýra fyrirtækinu frá degi til dags og erum ánægðir með það sem þeir eru að gera,“ segir Páll. gar@frettabladid.is Decode með undirtök í sjúkraskrárfyrirtæki Íslensk erfðagreining hefur ásamt nýjum hluthöfum náð undirtökunum í sjúkraskrárfyrirtækinu eMR. Ný stjórn hefur verið skipuð og skipt um framkvæmdastjóra. Nýr eigandi og fram- kvæmdastjóri eMR segir að komið hafi í ljós eftir kaupin að nýju hluthafarnir áttu samleið með Íslenskri erfðagreiningu. EMR „Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi frá upphafi og hefur ekki að okkar mati sinnt sínu hlutverki hvað varðar samstarf við heilbrigðis- kerfið og öfluga þróun á kerfunum. Þetta viljum við bæta,“ segir Ólafur Guðgeirsson, einn nýrra eigenda og framkvæmdastjóri hjá sjúkra- skrárfyrirtækinu eMR. Við viljum ekki líta á okkur sem hvert annað hugbúnaðar- fyrirtæki held- ur sem hluta af heilbrigðis- kerfinu sem gengst við sinni ábyrgð. KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 53% Nei 47% Telur þú að spilling þrífist inn- an íslenska stjórnkerfisins? Spurning dagsins í dag: Átt þú hlutabréf í Decode? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já ALÞINGI Rétt um helmingur þátttakenda telur að spilling sé í íslensku stjórnkerfi. Snarpur jarðskjálfti á Norðurlandi: „Fann ræki- lega fyrir honum“ JARÐSKJÁLFTI Harður jarðskjálfti, um 5.5 á Richter, varð út af mynni Eyjarfjarðar um klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn Ragnars Stef- ánssonar, jarðskjálftafræðings, eru upptök skjálftans rakin til svokallaðs Tjörnes-brotabeltis. Algengt er að skjálftar verði á þessu svæði en sjaldgæft að þeir séu svo snarpir. „Skjálftinn fannst heilmikið hér upp á landi,“ sagði Ragnar sem búsettur er á Dalvík. „Ég fann rækilega fyrir honum.“ Ragnar segir að nokkrir eftir- skjálftar hefðu fylgt í kjölfarið en þó enginn jafn stór. Tjörnes-brotabeltið liggur frá norðurströnd landsins og að Kol- beinsey.  NORÐLINGAÖLDUVEITA Kæran byggir m. a. á því að mótvægisað- gerðir sem ná út fyrir tilgreind áhrifasvæði hafi ekki verið metin eða kynnt í mats- áætlun. Skeiða- og Gnúpverja- hreppur: Úrskurður kærður UMHVERFISMÁL Skeiða- og Gnúp- verjahreppur samþykkti í gær að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu til umhverfis- ráðherra. Kært verður á grund- velli um mat á umhverfisáhrifum og samkvæmt ákvæðum stjórn- sýslulaga. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Minnihluti hreppsnefnd- arinnar er andvígur kærunni og telur hana skaða hagsmuni sveit- arfélagsins og aðeins verða til þess að seinka framkvæmdunum. Kæran byggir aðallega á fjór- um atriðum. Í fyrsta lagi að mót- vægisaðgerðir sem nái langt út fyrir tilgreind áhrifasvæði hafi ekki verið metin eða kynnt í mats- áætlun. Þá sé misræmi í úrskurð- inum að því leyti að í matinu sjál- fu komi fram að umtalsverð um- hverfisáhrif verði vegna fram- kvæmdanna en samt sem áður sé fallist á framkvæmdina. Í þriðja lagi sé reglu um varúðar- og verndarsjónarmið ekki fylgt í úr- skurðinum. Að lokum sé umfjöll- un um hærri lónhæðina mun minni og ónákvæmari en umfjöll- unin um þá lægri.  Reykjanesbær: Sundmaður fer á líming- unum SVEITARSTJÓRNIR Listaverkið Sund- maðurinn, sem er á Sundmiðstöð- inni í Reykjanesbæ, er að hrynja í sundur þar sem lím í því er að gefa sig. Bærinn leitaði til þeirra sem seldu bænum verkið, hinna þýsku Odermann bræðra, um skaðabætur eða viðgerðir á lista- verkinu. Bræðurnir munu hafa hafnað því alfarið. Talið er að krafa um skaðabæt- ur sé erfið þar sem skýrsla um skemmdir hafi fyrst verið gerð 1999. Krafan hefur aldrei verið sett fram formlega og mjög kostn- aðarsamt mun vera að höfða mál í Þýskalandi. Kanna á kostnað við lagfæringu Sundmannsins. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.