Fréttablaðið - 17.09.2002, Page 12

Fréttablaðið - 17.09.2002, Page 12
12 17. september 2002 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI Á LEIÐ FRÁ ÍTALÍU Suður-Kóreski leikmaðurinn Ahn Jung- hwan fagnar hér marki sem hann skoraði gegn Ítalíu í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Hann er á leið til Shimzu S- Pulse í Japan frá ítalska liðinu Perugia. Kevin Keegan, knattspyrnu-stjóri Manchester City, segist vera á höttunum eftir öðrum framherja við hlið Nicolas An- elka. Frakkinn skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu þegar Manchester City gerði jafntefli við Blackburn á laugardaginn var. Keegan segist ekki sáttur við aðra framherja liðsins en þeir eru sex talsins. Hann hefur hótað því að leita að nýjum framherja þegar markaðurinn opnar á ný í janúar. Nígeríski framherjinn JuliusAghahowa hefur staðfest þann orðróm að enska úrvals- deildarliðið Bolton, sem Guðni Bergsson spilar með, sé á höttun- um eftir honum. Aghahowa segist hafa áhuga á að spila á Englandi. Bolton hugðist semja við hann fyrir tveimur vikum en náði að ganga frá samningnum áður en leikmannamarkaðurinn lokaði. Liðið hyggst ná samningi við hann þegar leikmannamarkaður- inn opnar á ný. FÓTBOLTI PARÍS, AP „Ég vissi að það byggi eitthvað sérstakt í mér. Nú get ég sagt að ég sé fljótasti maðurinn sem nokkurn tímann hefur hlaup- ið 100 metrana,“ sagði Tim Montgomery eftir að hafa bætt heimsmetið í 100 metra hlaupi um eitt sekúndubrot um síðustu helgi með því að hlaupa á 9,78 sekúnd- um. „Ég vissi að ég var í frábæru formi og í dag gekk allt fullkom- lega upp. Vindurinn var fullkom- inn, viðbragðstími minn var nán- ast fullkominn (0,104) og maður þarf á því að halda ætli maður sér að setja heimsmet,“ sagði kappinn eftir hlaupið á laugardaginn sem háð var í París. Montgomery, sem er 27 ára gamall Bandaríkjamaður, sneri sér að frjálsum íþróttum eftir að meiðsli bundu enda á feril hans sem ruðningskappi. Hann sýndi fljótt mikla hæfileika sem sprett- hlaupari og aðeins 19 ára gamall hljóp hann 100 metrana á 9,96 sek- úndum. Miklar vonir voru því bundar við hann í greininni en hann náði ekki að standa undir þeim sem skyldi. Montgomery hefur þó náð góð- um árangri í gegnum árin án þess samt að slá virkilega í gegn. Hann vann bronsverðlaun á heims- meistaramótinu árið 1997 og á HM fjórum árum síðar lenti hann í öðru sæti á eftir Maurice Greene, fyrrverandi heimsmet- hafa. Einu stóru gullverðlaunin sem hann hafði unnið þar til um síðustu helgi vann hann í 4x100 metra hlaupi með boðhlaupsveit- um Bandaríkjanna á heimsmeist- aramótinu í fyrra og á Ólympíu- leikunum í Sidney. Þáttaskil urðu á ferli Montgomery þegar hann fékk nýjan þjálfara árið 1999, þann sama og nú þjálfar spretthlaups- konuna Marion Jones, sambýlis- konu Montgomery. „Ég vissi að þegar ég byrjaði á stífri æfinga- dagskrá þar sem ég æfði sex sinn- um í viku og lagði mikla auka- vinnu á mig að eitthvað stórt ætti eftir að gerast,“ sagði Montgomery. Undanfarin ár hefur Montgomery staðið í skugganum af frægum spretthlaupurum á borð við Maurice Greene og Dwaine Chambers. Kappinn hafði hins vegar alltaf trú á sjálf- um sér og lýst hann því m.a. yfir í viðtali fyrir nokkru síðan að hann myndi bæta heimsmet Greene, sem sett var fyrir þrem- ur árum. „Ég vissi alltaf að ég gæti bætt metið. Ég hljóp sex sinnum undir 10 sekúndum árið 1997 og þá æfði ég bara þrisvar sinnum í viku,“ sagði hinn nýbak- aði heimsmethafi.  Vissi að eitthvað stórt ætti eftir að gerast Tim Montgomery hefur lengi staðið í skugganum af öðrum sprett- hlaupurum. Hafði hins vegar alltaf trú á sjálfum sér. Bætti eigin árang- ur um 6 sekúndubrot á laugardag og setti heimsmet í 100 metra hlaupi. Maurice Greene: Ætlar að endurheimta heimsmetið SPRETTHLAUP Maurice Greene, heims- og ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla, hefur heitið því að ná heimsmeti sínu aftur sem Tim Montgomery sló um helgina í París er hann hljóp 100 metrana á 9,78 sekúndum. „Tíminn sem ég er með í huga er 9,76“ sagði Green eftir að hafa lent í 5. sæti á móti í Yokohama á laugardaginn. „Þjálf- arinn minn heldur að ég geti hlaup- ið á níu komma sextíu og eitthvað sekúndum, en það verður bara að koma í ljós. Ég vissi þegar ég setti metið að það myndi ekki endast að eilífu, en það tilheyrir mér samt sem áður,“ bætti hann við. „Mark- mið mitt núna er að verja heims- meistaratitil minn á næsta ári.“  SPRETTHARÐASTA PAR Í HEIMI Montgomery og fótfráasta kona heims, Marion Jones, faðmast innilega eftir að heimsmetið var orðið staðreynd. „Tim er afar metnaðarfullur og vakir oft í margar klukkustundir til að fara yfir hlaupin sín. Hann er afar tæknilega sinnaður eins og ég,“ segir Jones. HEIMSMETIÐ Í HÖFN Tim Montgomery, lengst til vinstri, hleypur yfir endalínuna í Grand Prix hlaupinu á laugar- daginn. Á hælum hans eru þeir Jon Drummond, Abdul Aziz Zakari, Kim Collin og Dwain Chambers. Maurice Green tók ekki þátt í mótinu. AP /M YN DÍÞRÓTTIR Í DAG 17.30 Sýn Meistaradeild Evrópu 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Roma - Real Madrid) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (Valencia - Liverpool) 22.30 Sýn Kraftasport (Suðurnesjatröllið 2. hluti) 00.50 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum (Air Canada Championship) FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í gær 2-2 jafn- tefli við það enska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Kína á næsta ári. Olga Færseth kom ís- lenska liðinu yfir með glæsilegu marki þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Karen Walker jafn- aði metin tveimur mínútum síðar. Erla Hendriksdóttir skoraði með skalla þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og allt leit út fyrir að Íslendingar færu með sigur af hólmi. Karen Walker lét þó aftur til sín taka þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Hún hugðist senda boltann fyrir markið en á einhvern ótrúlegan hátt sveif boltinn yfir Þóru B. Helgadóttur í markinu og inn. Íslenska liðið var heppið í fyrri hálfleik og áttu Englendingar meðal annars tvö skot í stöng í eitt í slá. Í seinni hálfleik sýndu þær íslensku þó hversu megnugar þær eru og voru óheppnar að sigra ekki. Seinni leikur liðanna fer fram á St. Andrews-vellinum í Birming- ham á sunnudag. Sigurvegarinn mætir annað hvort Frökkum eða Dönum í tveimur leikjum um laust sæti á HM.  HART BARIST Áhorfendamet var slegið í gær þegar um þrjú þúsund manns komu að sjá kvennalands- liðið kljást við Englendinga. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu: Óheppnar gegn Englendingum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.