Fréttablaðið - 17.09.2002, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. september 2002
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ka
na
rí
sól og
sumar
allt
ári›
fyrir 4ra manna fjölskyldu
í 19 daga 30. nóvember
á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára
Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman
Ver›dæmi
Flugsæti
45.140 kr.
69.630 kr.
staðgr.
staðgr.
staðgr.
44.930 kr.
á mann með flugvallarsköttum.
GOLF Nú þegar tæpar tvær vikur
eru í Ryder bikarinn, þar sem
bestu kylfarar Bandaríkjanna og
Evrópu mætast, óttast Curtis
Strange fyrirliði bandaríska liðs-
ins að keppninni verði frestað
annað árið í röð. Hann viðurkenn-
ir að ef Bandaríkjamenn ráðast
inn í Írak fyrir 27. september
verði ef til vill nauðsynlegt að
fresta mótinu.
Mótinu var frestað í fyrra í
kjölfar hryðjuverkaárásarinnar
11. september.
FÓTBOLTI Hvíti Riddarinn varð Ís-
landsmeistari utandeildarliða eft-
ir að hafa lagt FC Stút að velli í úr-
slitaleik með einu marki gegn
engu. Í þriðja sæti varð lið
Hómers og Melsted varð í því
fjórða. Hómer varð bikarmeistari
utandeildarliða eftir 4-1 sigur á
FC Puma. Um 50 lið tóku þátt í Ut-
andeildinni í ár með um eitt þús-
und þátttakendur. Spilað var í
fimm riðlum og komust átta lið
áfram í úrslitariðla. Tvö efstu lið-
in í þeim léku í undanúrslitum.
Mótið fór fram á Ásvöllum í Hafn-
arfirði og á gervigrasinu í Laugar-
dal. Þróttur og Haukar sáu um
framkvæmd mótsins.
BIKARMEISTARAR UTANDEILDARINNAR
Hómer sigraði í bikarkeppni utandeildarliða í ár.
Utandeildin:
Hvíti Riddarinn meistari
Ryder Cup:
Frestað annað
árið í röð?
TIGER WOODS
Ekki er víst hvort besti golfleikari heims fái
að reyna sig í Ryder Cup keppninni í ár.
ATVIKIÐ UMDEILDA
Uriah Rennie gengur hér á milli Roy Keane
og Jason McAteer.
Jason McAteer um
Roy Keane:
Hefði
rifið höfuðið
af mér
FÓTBOLTI Jason McAteer, leikmað-
ur Sunderland, segir að Roy
Keane, fyrirliði Manchester
United, hefði rifið höfuðið af sér
ef dómari leiksins, Uriah
Rennie, hefði ekki gengið á milli
þegar þeim lenti saman í leik í
síðasta mánuði. Keane fékk stut-
tu síðar að líta rauða spjaldið
fyrir að gefa McAteer olnboga-
skot og var dæmdur í þriggja
leikja bann.
McAteer segist ekki hafa ver-
ið að reyna sparka í fyrirliða
andstæðinganna líkt og margir
vilja meina. „Ég var ekki að
reyna að sparka í Keane,“ sagði
Sunderland leikmaðurinn.
„Þetta hefði alveg eins getað
verið Phil Neville eða Ryan
Giggs. Keane brást hins vegar
ókvæða við.“ McAteer lofar líka
frammistöðu dómarans. „Rennie
tók áhættu á að ganga á milli en
ég er honum þakklátur því ann-
ars hefði Keane rifið höfuðið af
mér.“
FÓTBOLTI Meistaradeild Evrópu
hefst í kvöld með átta leikjum.
Handhafar titilsins, spænska stór-
liðið Real Madrid, mætir AS
Róma frá Ítalíu í C-riðli. Madríd-
ar-liðið er talið eitt sterkasta fé-
lagslið sem uppi hefur verið með
stórstjörnur í hverri stöðu. Ron-
aldo, Raul, Zinedine Zidane, Luis
Figo og Roberto Carlos svo ein-
hverjir séu nefndir. Liðið stefnir
að því að vinna Evrópumeistara-
titilinn í fjórða sinn á sex árum.
Vandinn sem blasir við þjálfara
liðsins, Vicente del Bosque, verð-
ur að fá stjörnurnar til að vinna
saman. Ronaldo verður þó fjarri
góðu gamni en hann varð eftir á
Spáni til að koma sér í betra form.
Leikmenn liðsins heimsóttu Jó-
hannes Pál páfa í gær til að fá
blessun sína fyrir leikinn í kvöld.
Genk frá Belgíu og AEK frá Aþ-
enu spila einnig í C-riðli og mæt-
ast í kvöld.
Það lið sem talið er að geti veitt
Real Madrid hvað harðasta kepp-
ni eru ensku meistararnir í
Arsenal. Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, hefur treysta á landa
sína með góðum árangri. Liðið
hefur ekki tapað í 27 leikjum í röð
í ensku deildinni. Leikmenn á
borð við Thierry Henry, Sylvain
Wiltord og Patrick Vieira hafa
staðið sig frábærlega. Fyrir þetta
tímabil keypti Wenger brasilíska
miðvallarleikmanninn Gilberto
Silva. Tveir af snjöllustu knatt-
spyrnumönnum heims, Freddie
Ljungberg og Robert Pires, koma
brátt aftur inn í liðið en þeir hafa
verið að jafna sig af meiðslum.
Arsenal mætir þýska liðinu Bor-
ussia Dortmund í A-riðli. Franska
liðið Auxerre mætir PSV Eind-
hoven í hinum leik riðilsins.
Spænska liðið Valencia, sem
hefur tvisvar leikið til úrslita í
Meistaradeildinni en tapað í bæði
skiptin, mætir Liverpool í B-riðill.
Liverpool státar af ágætis árangri
í Evrópkeppninni. Basel og Spar-
tak Moskva eru einnig í riðlinum
og mætast í kvöld.
Árni Gautur Arason og félagar
í norska liðinu Rosenborg mæta
Inter Milan í D-riðli. Í hinum leik
riðilsins mætast Ajax og Lyon.
Meistarar Madrid mæta
AS Róma í fyrsta leik
Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld. Real Madrid talið sigurstrangleg-
ast. Stórstjörnur í hverri stöðu hjá liðinu. Arsenal talið geta veitt þeim
harðasta keppni.
MEISTARADEILD EVRÓPU:
A-riðill
Arsenal - Borussia Dortmund
Auxerre - PSV Eindhoven
B-riðill
Basel - Spartak Moskva
Valencia - Liverpool
C-riðill
Genk - AEK Aþena
AS Roma - Real Madrid
D-riðill
Ajax - Olympique Lyon
Rosenborg - Internazionale Milan
BLESSAÐIR AF PÁFA
Florentino Perez, forseti Real Madrid, kyssir hér hönd Jóhannesar Páls páfa. Leikmenn
liðsins fengu blessun páfa fyrir leik gegn AS Róma í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið, FA, hefur verið harðlega
gagnrýnt fyrir að mismuna leik-
mönnum í ensku úrvalsdeildinni.
FA rannsakar nú hvort Thierry
Henry, leikmaður Arsenal, hafi
gefið John Robinson, leikmanni
Charlton, olnbogaskot í leik lið-
anna á laugardag. Frakkinn gæti
átt yfir höfði sér leikbann verði
hann dæmdur sekur. David Beck-
ham, fyrirliði enska landsliðsins
og Manchester United, sleppur
hins vegar með skrekkinn fyrir
svipað atvik í leik gegn Leeds.
Í yfirlýsingu sem knattspyrnu-
sambandið sendi frá sér segir að
Beckham hafi verið refsað fyrir
að hafa gefið Lee Bowyer leik-
manni Leeds, olnbogaskot. Beck-
ham fékk tiltal frá dómaranum en
slapp við gult spjald.
Henry fékk hins vegar ekki til-
tal og þarf því að bíða eftir niður-
stöðu knattspyrnusambandsins.
„Það virðist sem knattspyrnusam-
bandið rannsaki leiki Arsenal bet-
ur en aðra,“ sagði Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri Arsenal.
Enska knattspyrnusambandið gagnrýnt:
Mismuna
leikmönnum
FYRIRGEFÐU
David Beckham, fyrirliði Manchester
United, stumrar hér yfir Lee Bowyer, leik-
manni Leeds, eftir að hafa gefið honum
olnbogaskot í leik liðanna á laugardag.