Fréttablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 24
Spurði lítil manneskja þegar henniofbauð lengda skólavistin. Það
virðist að minnsta kosti ekki sérlega
vel liðið, var svarið eftir langa um-
hugsun. Lægðirnar komu fyrr í
haust, sennilega vegna þess að skól-
arnir byrjuðu fyrr. Þetta er frábært,
sögðu vinnulúnir foreldrar, nú vitum
við hvar börnin eru á daginn. Loks-
ins er búið að opna barnageymslur
ríkisins. Þó fyrr hefði verið. Smám
saman má leggja af þetta úrelta
sumarfrí. Tvær vikur á ári er nóg til
að skjótast með alla á sólarströnd og
vinda ofan af sér. Foreldrar mega
ekki láta deigan síga og samfélagið
gerir ekki ráð fyrir að þeir sinni
uppeldismálum, nema þá helst í frí-
stundum.
NÁMSEFNIÐ er það sama, hvorki
meira né minna. Geymsluverðir eiga
fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir
krílunum. Ekki er verra að verðirnir
framkvæmi örlítinn uppeldisgjörn-
ing í leiðinni, kenni smáfólkinu að
berja ekki frá sér og brúka munn,
hrækja og kasta matvælum í gesti og
gangandi. Allt er til þess vinnandi að
krílin séu ekki eftirlitslaus heima hjá
sér eða úti að leika. Þar eru þau stór-
hættuleg - gætu búið til reyksprengj-
ur, bakað vandræði, kveikt varðelda,
reykt njóla, stolið hjólkoppum, legið
á húsþökum og brotið rúður.
AÐALATRIÐIÐ er að pottormar
hafi nóg fyrir stafni - vakni sjö,
gleypi morgunverð og þjóti í geymsl-
ur. Eftir skóla má láta þau spila á
hljóðfæri, æfa íþróttir, stunda heim-
spekinám og sjálfsvarnartækni fram
á kvöld og þá er enginn kvöldverður
því hann eiga þau að fá í hádeginu í
barnageymslunum. Súrmjólk og ser-
íós og allir í rúmið. Ef krílið er með
mótbárur gerir gæðastund með tölv-
unni eða öflugu myndbandi undra-
verðustu kraftaverk. Það er enginn
barnaleikur að vera barn í dag.
KANNSKI MÁ ALA ÞAU UPP
um helgar, séu þau ekki of upptekin
við sýningar og héraðsmót. Gallinn
er bara sá að finnist dauð stund fer
krílið að rausa um að leika sér, finna
aðra stubba til að hendast með. Og
þar sem enn er leyfilegt að leika sér
fer lítið fyrir samverustundum stub-
banna við stóra fólkið. Skyndilega er
kominn mánudagur og dagskráin svo
stíf að jafnvel stuttar samræður geta
raskað skipulagi svo um munar.
Geymsluverðir minna örmagna á að
þeirra hlutverk hafi einhvern tímann
verið að kenna málfræði og marg-
földun, en ekki mannasiði.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Má aldrei leika?
Bakþankar
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur
Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200
FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI! Byggðu á þínum tíma
Grafarvogi
Vestur í bæ
Kópavogi
Ármúla