Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 1
Breskir flugslysasérfræðingarsegja að vélin sem fórst í Skerjafirði árið 2000 hafi ekki verið lofthæf. bls.2 Sharon sætir harðri gagnrýni íÍsrael. Umsátrið um höfuð- stöðvar Arafats er sagt vanhugs- að. bls. 4 Fangelsin eru ekki ætluð fyrirmeðferðarstarf segir lögregl- an. Sogn hefur tekið fanga til vistunar. Enginn ósakhæfur sem hefur útskrifast þaðan hefur brotið af sér eftir útskrift. bls. 4 Margra ára markaðsstarf sauð-fjárbænda er nú að skila ár- angri en tæp 100 tonn verða flutt til Bandaríkjanna í ár. Vonir eru um að 700 tonn verði flutt út inn- an fimm til sjö ára. bls. 4 bls. 22 MENNING Tekur við lyklavöldum í Austur- bæjarbíói í dag bls. 16 ÞRIÐJUDAGUR bls. 22 189. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 1. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Alþingi kemur saman ÞINGSETNING Alþingi, 128. löggjafar- þing Íslendinga, kemur saman í dag. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Forseti Íslands setur þingið og að því loknu tekur Páll Pétursson félagsmálaráðherra við fundarstjórn og stjórnar kjöri for- seta Alþingis. Páll á lengsta þing- setu þingmanna að baki. Fjárlaga- frumvarpi verður dreift til þing- manna kl. 16 Þrá augans LJÓSMYNDASÝNING Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Íslands verður með leiðsögn í hádeginu um ljósmyndasýninguna „Þrá augans“. Hádegisleiðsögnin verður í Listasafninu við Fríkirkju- veg og hefst klukkan 12.00. 32 liða úrslit SS-bikar HANDBOLTI Fylkir og Ármann mæt- ast í 32 liða úrslitum SS-bikars karla í handknattleik í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn í 32 liða úrslitun- um, 11 leikir fara fram á morgun en 32 liða úrslitunum lýkur á fimmtudag. 29 lið taka þátt í SS- bikarkeppni karla í ár og er það frábær þátttaka enda er utandeild- in orðin mjög stór. Leikur Fylkis og Ármanns verður í Fylkishöllinni og hefst klukkan 20.00. PERSÓNAN Tengipunktur gamalla nemenda við skólann AFMÆLI Gott sumar hjá Rauða ljóninu LANDBÚNAÐUR „Við höfum sagt það ítrekað opinberlega að okkur þykja 60 til 70% framleiðslustyrkir of háir. Þetta verða menn að skoða, ekki síst þar sem Evrópusamband- ið er á sama tíma með sína styrki í rúmum 30%,“ segir Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir að skynsamlegra gæti verið að hefja innflutning á kjötvörum og draga þar með úr framleiðslustyrkjum í stað þess að leita uppi erlenda kjötmarkaði fyr- ir íslenskt kjöt vegna offram- leiðslu hér á landi. Samtökin segja rannsóknir sýna að auka megi hag- kvæmni og líklegt sé að innflutn- ingur hefði í för með sér jákvæð áhrif á umhverfið. Þrátt fyrir fullyrðingar um hreinleika landbúnaðar á Norður- slóðum bendi margt til að enn betri kostur sé að hefja innflutning á kjöti en stunda slíka framleiðslu innanlands. „Það gæti verið hagkvæmara fyrir skattgreiðendur í heildina þegar tillit hefur verið tekið til allra þátta, meðal annars flutnings- kostnaðar,“ segir Sigurður Jóns- son. Hann segir staðreynd að á stór- um svæðum í S-Ameríku og Ástral- íu séu aðstæður til ræktunar ákjós- anlegar, þar sé hvorki notaður til- búinn áburður né vaxtahormón eða önnur óæskileg efni. Þá hafi vís- indaráð ESB staðfest að minni hætta sé á kúariðu og öðrum dýra- sjúkdómum þar en í hvaða ESB- ríki sem er. „Það væri mjög forvitnilegt að skoða þetta frekar í víðara sam- hengi,“ segir Sigurður Jónsson.  Samtök verslunar og þjónustu: Skynsamlegra að flytja kjötið inn TÓNLIST Hann er leiðtoginn SÍÐA 13 SÍÐA 14 Ljóð á bláu nótunum ÍÞRÓTTIR REYKJAVÍK Í dag verður suðaustanátt 10-15 m/s dálítil rigning. Hiti 8 til 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 9 Akureyri 8-13 Skýjað 13 Egilsstaðir 8-13 Skýjað 13 Vestmannaeyjar 10-18 Rigning 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST PATTSTAÐA Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á erfitt þessa dagana. Græningjar og Vinstriflokkurinn, sem studdu minnihluta- stjórn hans síðasta kjörtímabil, höfnuðu í gær lokatilboði um áframhaldandi samstarf. Sænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar. Hér ræðir Persson við Bo Lundgren, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en Lundgren hyggst að óbreyttu leggja fram vantrausts- tilögu á stjórn Perssons á morgun. AP -M YN D FJÁRHAGSVANDI „Það verður að finna lausn á þessum vanda. Þetta stefnir í mikið óefni ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um fjárhagsvanda dvalar- og sjúkra- heimila. Uppsafnaður fjárhags- vandi þeirra frá fyrri árum nemur um það bil milljarði króna og stefnir í að staðan versni á þessu ári. Vilhjálmur segist óttast að ef ríkisvaldið auki ekki framlög til dvalar- og sjúkraheimila kunni svo að fara að draga verði úr þjónustu. „Fjárhagsleg úttekt á vist- og hjúkrunarheimilum hefur leitt í ljós að þau daggjöld sem eru greidd duga ekki til að standa und- ir eðlilegum rekstri,“ segir Vil- hjálmur. „Það vantar 500 til 600 milljónir á þessu ári til þess að daggjöldin standi undir þeim rekstri sem samið hefur verið um.“ Sú upphæð bætist við fyrr- nefndan milljarð í upp- safnaðan vanda frá fyrri árum. Lögum samkvæmt á ríkisvaldið að greiða kostnað við rekstur dvalar- og sjúkraheim- ila. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í samráði við samtök dvalar- og sjúkraheim- ila óskað eftir viðræð- um við heilbrigðisráð- herra og fjármálaráð- herra um lausn á vanda heimilanna. Því segir Vilhjálmur að hafi enn ekki verið svarað. Hann segir einnig athugavert að ríkisvaldið hafi ekki gætt jafn- ræðis við fjárveitingar til dvalar- og sjúkraheimila. Þannig hafi ver- ið samið við Sóltún um hærri greiðslur en önnur dvalar- og vistheimili fái úr ríkissjóði. „Við höfum verið að vinna að úttekt á þessu í sumar,“ segir Jón Krist- jánsson, heilbrigðisráð- herra. „Við höfum lagt mikla vinnu í þetta og vonum að niðurstaða liggi fyrir áður en kemur að 2. umræðu fjárlaga. Ég tek undir að þarna er um fjárhagsvanda að ræða.“ Hann segir að reynt verði að koma til móts við kröfur um lausn á vandanum. Það verði svo að ráðast hvort allir verði sátt- ir við þær tillögur. brynjolfur@frettabladid.is NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 15% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 51% 75% Rúman milljarð vantar í rekstur dvalarheimila Uppsafnaður fjárhagsvandi. Eykst um hálfan milljarð á þessu ári. Daggjöld duga ekki fyrir rekstri. Stendur upp á ríkið að greiða kostnaðinn, segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögur til úrbóta fyrir 2. umræðu fjárlaga segir heilbrigðisráðherra. UNNIÐ AÐ HANNYRÐUM Á HRAFNISTU „Það er vitlaust gefið,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Einn og hálfan milljarð vantar til að leysa fjárhagsvanda dvalar- og sjúkraheimila að mati sveitarstjórnarmanna og sjálfseignarstofnana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.