Fréttablaðið - 01.10.2002, Page 2
2 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR
LANDBÚNAÐUR „Í aðild að Evrópu-
sambandinu felast ekki bara hætt-
ur fyrir landbúnaðinn heldur líka
sóknartækifæri, með auknum
markaðsaðgangi og stuðningi við
búháttabreytingar,“ sagði Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra, á
Evrópuráðstefnu ASÍ.
Hann sagði að áhrif landbúnað-
arstefnu ESB á landsbyggðina
yrðu án efa umtalsverð, enda
stæðum við í dag utan þess þáttar
í starfi ESB.
„Hvað landbúnaðarmál áhrær-
ir er ljóst að ESB-aðild mun hafa
í för með sér miklar breytingar á
umhverfi innflutnings landbún-
aðarafurða. Hún mun hafa í för
með sér lægra matvælaverð fyr-
ir neytendur, en auka á sam-
keppni við innlenda framleiðslu.
Ég hef áhyggjur af stöðu íslensks
landbúnaðar, hvort heldur er inn-
an ESB eða utan. Sú þróun sem
nú á sér stað innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar hlýtur
einnig að kalla á umræðu um það
hvort við ættum betra með að
verja þann stuðning sem íslensk-
ur landbúnaður þarf á að halda,
þróa hann til betri vegar og hugs-
anlega efla hann, ef við værum
aðilar að ESB.
Ég legg áherslu á að mikil-
vægt er að að lögð verði vinna í
að skýra til fulls kosti og galla að-
ildar að ESB fyrir landbúnaðinn,“
sagði Halldór.
Áhrif ESB-aðildar á íslenskan landbúnað:
Ekki bara hættur held-
ur líka sóknartækifæri
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Verðum að skýra til fulls kosti og galla ESB-aðildar fyrir landbúnaðinn.
Friðrik Þór
Guðmundsson:
Krefst af-
sagnar flug-
málastjóra
FLUGMÁL „Þarna staðfestist flest
allt sem við aðstandendurnir höf-
um haldið fram. Nú eru það ekki
lengur meintir sorgbitnir að-
standendur sem halda þessu
fram heldur virtustu sérfræðing-
ar heims á sviði flugslysarann-
sókna,“ segir Friðrik Þór Guð-
mundsson um nýja skýrslu
breskra flugslysasérfræðinga
um Skerjafjarðarslysið.
„Kenning flugslysanefndar
um eldsneytisskort er nú ólík-
legri orsakaþáttur en vélarbilun
vegna olíuleysis. Förgun hreyf-
ilsins eru alvarlegri tíðindi en
nokkurn tíma áður. Bretarnir
staðfesta mistök við flugumferð-
arstjórn. Einnig í eftirliti flug-
málastjórnar hvað varðar loft-
hæfi vélarinnar og öryggismál á
flugvellinum í Vestmannaeyjum
um þjóðhátíðarhelgina. Þannig
mætti áfram telja,“ segir Friðrik
Þór.
Aðstandendurnir hafa krafist
þess að samgönguráðherra sjái
til þess að málið verði nú allt end-
urupptekið. „Ekkert annað kem-
ur til greina. Og í ljósi niðurstöð-
unnar ættu bæði flugmálastjóri
og framkvæmdastjóri flugörygg-
issviðs að segja af sér. Fari ráð-
herra ekki að okkur kröfu og til-
lögu Bretanna ætti hann að gera
það sama,“ segir Friðrik Þór.
Flugmálastjórn:
Bíður með
viðbrögð
FLUGMÁL Flugmálastjórn fékk
skýrslu bresku flugslysasér-
fræðinganna um Skerjafjarðar-
slysið í hendur í gær.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi stofnunarinnar, sagði
að skýrsla Bretanna væri þar til
skoðunar. Viðbragða við henni
yrði að vænta á næstu dögum.
Bretarnir segja í skýrslunni
að Flugmálastjórn hefði ekki átt
að veita vélin sem fórst lofthæf-
isskírteini. Það var gert fáum
vikum áður en vélin fórst.
HEIMIR MÁR PÉTURSSON
Tjáum okkur innan fárra daga
DUBLIN, AP Gerry Adams hefur ver-
ið hátt settur í Írska lýðveldishern-
um, IRA, frá því 1971, lengur en
nokkur annar. Um leið hefur hann
verið lykilmaðurinn í friðarumleit-
unum á Norður-Írlandi.
Þetta er fullyrt í nýrri bók um
sögu IRA eftir Ed Moloney, sem er
virtur blaðamaður á Írlandi. Í bók-
inni kemur jafnframt fram að
Adams hafi átt hlut að mörgum
verstu hryðjuverkum IRA.
Adams hefur verið leiðtogi
stjórnmálaflokksins Sinn Fein frá
því 1983. Hann hefur jafnan hald-
ið því fram að hann hafi aldrei
verið meðlimur í IRA. Ekki segist
hann þó hafa nein áform um að
höfða mál á hendur höfundi bók-
arinnar.
„Sumum gæti þótt Adams afar
fráhrindandi maður, ekki þess eðl-
is að maður vildi að hann kvæntist
dóttur manns. En á því leikur eng-
inn vafi að hann er herfræðisnill-
ingur og án hans hefði ekkert frið-
arferli átt sér stað,“ sagði Moloney,
sem hefur síðustu fjögur ár rann-
sakað innviði IRA betur en nokkur
annar. Hann segist hafa komist að
þeirri niðurstöðu að Adams ætti
skilið að fá friðarverðlaun Nóbels.
Margir mótmælendur á Norður-
Írlandi eiga afar erfitt með að
sætta sig við að Sinn Fein taki þátt
í samsteypustjórn héraðsins og
eru eflaust annarrar skoðunar en
Moloney.
Nýútkomin saga IRA:
Adams gegndi lykilhlutverki
LEIÐTOGAR SINN FEIN
Gerry Adams og Martin McGuinnes mættu í jarðarför eins af yfirmönnum IRA í maí árið
1987. Höfundur bókar um sögu IRA segir að Adams eigi skilið friðarverðlaun Nóbels.
AP
/M
YN
D
FLUGÖRYGGI Flugmálastjórn átti
ekki að gefa út lofthæfiskírteini
fyrir flugvélina TF-GTI sem fórst
með sex manns í Skerjafirði sum-
arið 2000. Rannsóknarnefnd flug-
slysa vanrækti að
kanna hvort mótor
f l u g v é l a r i n n a r
hafði brætt úr sér á
fluginu og byggði
þess í stað á
vafasömum álykt-
unum um eldsneyt-
isskort. Þetta er
niðurstaða tveggja
breskra flugslysa-
sérfræðinga.
Bresku sérfræðingarnir,
Bernie Forward og Frank Talyor,
voru ráðnir af ættingjum fórnar-
lamba Skerjafjarðarslyssins til að
rannsaka kringumstæður slyssins.
Forward og Taylor segja að
mótor TF-GTI hafi verið annarrar
gerðar en upplýsingaplata á hon-
um gaf til kynna. Platan hafi ver-
ið af mótor flugvélar sem fram-
leidd var 1966. Útilokað hafi
reynst að upplýsa hvaðan mótor-
inn sjálfur var kominn. Ef leitað
hefði verið eftir uppruna mótors-
ins og upplýsingum um hugsan-
lega breytingu á honum hefði loft-
hæfiskírteini ekki verið veitt og
öll atburðarásin verið stöðvuð í
upphafi.
Í skýrslunni segir að flugslysa-
nefndin hafi látið undan þrýstingi
Flugmálastjórnar og fellt úr loka-
skýrslu sinni kafla, sem var í
frumskýrslu, um að vélin hafi í
reynd ekki verið lofthæf þegar
hún fékk útgefið skírteini
nokkrum vikum fyrir slysið. Stað-
reynd sé að flugvélin var ekki
lofthæf.
Flugslysanefnd er gagnrýnd
fyrir að hafa ekki kannað hvort
mótorinn hefði brætt úr sér.
Nefndarmenn hefðu strax ein-
blínt á kenningu um elds-
neytisskortinn og horft framhjá
öðrum möguleikum. Mótorinn var
kominn í hendur eigandans fjór-
um dögum eftir slysið. Bretarnir
segja að skoðun flugslysanefndar-
innar á hreyflinum geti í besta
falli talist vera yfirborðskennd.
Flugmálastjórn svarað Bretun-
um því til að stofnunin hefði enga
ástæðu haft fyrir frekari skoðun á
hreyfli vélarinnar við skráningu.
Þetta segja Forward og Taylor
erfitt að sætta sig við í ljósi þess
að leiðarbók vantaði og upplýs-
ingaplatan var af öðrum mótor.
„Við teljum að framangreint
veki margar spurningar varðandi
rekstur LÍO og eftirlit flugmála-
stjórnar með þessum rekstri, auk
þess er varðar útgáfu skírteinis
vegna þessarar ákveðnu flugvélar
og samsetningar við hreyfil,
spurningum sem höfundarnir
geta ekki fylgt eftir,“ segja
Forward og Taylor.
gar@frettabladid.is
Skerjafjarðarvélin
hafði ekki lofthæfi
Breskir flugslysasérfræðingar segja að vélin sem fórst í Skerjafirði árið
2000 hafi ekki verið lofthæf. Flugslysanefnd er sögð hafa vanrækt að
kanna hvort mótor vélarinnar hefði brætt úr sér og einblínt þess í stað á
vafasama kenningu um eldsneytisskort.
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
Flugmálastjórn gaf út lofthæfisskírteini fyrir flugvél sem ekki var lofthæf, segja breskir flug-
slysasérfræðingar. Flugvélin fórst með sex manns fáum vikum eftir útgáfu skírteinisins.
Bretarnir segja
að skoðun
flugslysa-
nefndarinnar
á hreyflinum
geti í besta
falli talist vera
yfirborðs-
kennd.
Rækjuskipið Aron
ÞH-105 sökk:
Fimm
skipverjum
bjargað
SJÓSLYS „Það var átakanleg sjón að
sjá á eftir þessu fallega skipi“,
segir Arnþór Hermannson, skip-
stjóri Sæþórs
EA. sem kom
fimm skip-
verjum á
rækjuskipinu
Aroni ÞH-105
til bjargar í
gærmorgun.
Tilkynninga-
skyldunni barst boð frá Aroni ÞH-
105 rúmlega sex um morguninn
að sjór væri kominn í vélarrúmið
og dautt væri á vélum. Skipið
væri statt 25 sjómílur norður af
Grímsey. Nærstöddum skipum
var gert viðvart. Sæþór EA sem
var um tvær sjómílur í burtu kom
fyrstur á vettvang og var áhöfn-
inni bjargað um borð. Þá var
þyrla Landhelgisgæslunnar tiltæk
með dælur en engar slíkar voru í
skipinu. Fór hún í loftið klukkan
7.20 en níu mínútum síðar barst
tilkynningum að báturinn væri
kominn á hliðina.
Aron ÞH sökk síðan um hálf
átta leytið. Arnþór segir Sæþór
hafa verið við hlið Arons um hálfa
klukkustund áður en hann sökk.
Veður var með besta móti og
blankalogn og því ekki veruleg
hætta á ferðum. Allir skipverj-
anna höfðu klæðst flotgöllum.
Ástjörn hefur minnkað
í sumar:
Ekki ástæða
til að óttast
UMHVERFISMÁL „Ég er alinn upp á
svæðinu og þekki ekki annað en
að það séu sveiflur í tjörninni,“
segir Trausti Baldursson formað-
ur umhverfisnefndar Hafnar-
fjarðar. Hann segir að vísu hafi
lækkað mjög í Ástjörn í sumar en
vill ekki rekja það til byggðar í
Áslandshverfinu, en margir Hafn-
firðingar vilja meina að tjörnin sé
nánast að hverfa. „Það er annað
sem veldur áhyggjum en það er að
bæði kríunni og hettumáfinum
hefur fækkað. Hvað veldur eru
menn ekki alveg vissir um en mín
skoðun er sú að truflun frá byggð-
inni spili þar inn í. Það er slæmt
því hettumáfurinn hefur vernd-
andi áhrif og fælir frá ránfugl og
er árásargjarn við mink og tófu.“
Trausti telur ekki ástæðu til að
óttast um tjörnina sem slíka og
áhrif frá byggðinni í kring muni
ekki þurrka hana upp. Rennslið
minnki kannski eitthvað. „Það er
frekar að trjágróðurinn sem hef-
ur vaxið austan megin taki til sín
vatn en menn halda alltaf að tré
séu til allra hluta nytsamleg. En
þau þurfa raka og taka hann til
sín. Það þarf því að velja trjánum
stað en ekki planta hvar sem er ef
þau eiga að koma að þeim notum
sem við ætlumst til.“
RÆKJUSKIPIÐ
ARON ÞH-105
Fylgst var með útivistartímabarna í Reykjavík um helgina
og hafði lögreglan meðal annars
afskipti af nokkrum stúlkum í
miðborginni. Ein þeirra var með í
fórum sínum brúsa sem innihélt
landa. Rætt var alvarlega við
stúlkurnar og haft samband við
foreldra.
Tólf ökumenn voru kærðir íumdæmi Hafnarfjarðarlög-
reglu um helgina. Þrír voru
kærðir grunaður um ölvun við
akstur. Þrjú umferðaróhöpp áttu
sér stað og varð slys í einu
þeirra. Sjö tilkynningar bárust
vegna ónæðis af hávaða frá sam-
kvæmum. Þá hafði lögregla af-
skipti af fimm málum þar sem
ungmenni undir átján ára aldri
komu við sögu.