Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 8

Fréttablaðið - 01.10.2002, Side 8
8 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR LONDON, AP „Ég býst við að ég sé ofurlítið móðguð vegna þessara ummæla,“ sagði Edwina Currie eftir að John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagði að ástarævintýri þeirra væri sá hluti ævi sinnar sem hann „skammað- ist sín mest fyrir.“ Edwina Currie ljóstraði því upp um helgina að á árunum 1984- 88 hefði hún verið ástkona Majors, sem var forsætisráðherra árin 1990-97. Currie var sjálf ráð- herra í stjórn Margrétar Thatchers um hríð. „Hann skammaðist sín ekki mikið þegar á þessu stóð, get ég sagt ykkur,“ sagði Currie í viðtali við breska dagblaðið Times í gær. Hún sagðist þó ánægð með að hann væri ekki svo „vitlaus“ að reyna að neita þessu. Hins vegar væri „dapurlegt að hann geti ekki látið vingjarnleg orð falla.“ Currie skýrði frá sambandi þeirra í dagbókarbrotum sem birtust í The Times um helgina. Major, sem er 59 ára, segir að eig- inkona sín hafi lengi vitað af þessu. Hún hafi fyrir löngu fyrir- gefið honum framhjáhaldið. Major þótti frekar litlaus stjórnmálamaður og var gjarnan kallaður „grái maðurinn“ þess vegna. Currie segir að hann hafi verið svo þögull á almannafæri að henni hafi þótt spennandi að draga fram í dagsljósið þann mann sem hann hafði í raun og veru að geyma. Henni hafi reynst auðvelt að draga hann á tálar. „Og það var al- veg óvænt svo framúrskarandi gott, svo lengi.“  Ljóstrað upp um ástarævintýri „gráa mannsins“: Major segist skammast sín AP /P A KRYDD Í TILVERUNNI John Major og Edwina Currie á fundi evrópskra íhaldsmanna árið 1994. Major sagði að ástarævintýri þeirra væri sá hluti ævi sinnar sem hann „skammaðist sín mest fyrir.“ www.hagkaup.is Kringlan - Skeifan - Smáralind Loksins á Íslandi LAUNAMÁL Álftaneshreyfingin gagnrýnir harðlega nýjan ráðn- ingarsamning við Gunnar Val Gíslason sveitarstjóra. Kristján Sveinbjörnsson, fulltrúi listans, sagði að samkvæmt samningnum væri sveitarstjórinn með um 720 þúsund í mánaðarlaun, sem væri 15% hækkun. Hann væri því með óeðlilega há laun, sem væru í engu samræmi við umfang starfs- ins og fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins. Kristján sagði að samanborið við laun annarra í sömu stöðu væri sveitarstjórinn í Bessastaða- hreppi með mjög há laun. Sem dæmi væri bæjarstjórinn í Kópa- vogi með 100 þúsund krónum lægri laun. Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti Bessastaðahrepps, sagði að auk þess að vera sveitarstjóri væri Gunnar Valur skipulagsfull- trúi hreppsins. Laun hans væru því eðlileg miðað við allt annað. „Minnihlutinn er að fara fram með algjörlega staðlausa stafi og fullyrðingar,“ sagði Guðmundur. „Við tökum á engan hátt undir það að það sé verið gera þarna ein- hverja annarlega hluti. Það er enginn feluleikur í þessu hjá okk- ur frekar en öðru.“  Minnihlutinn gagnrýnir 720.000 króna laun sveitarstjóra Bessastaðahrepps: Ekki í samræmi við umfang starfsins GUNNAR VALUR GÍSLASON Álftaneshreyfingin segir að Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri sé með 100 þúsund krónum hærri laun en bæjarstjórinn í Kópavogi. ORÐRÉTT STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ STJÓRNENDUR SPILAVÍTIS Framhald þessa máls og það hvort ríkisábyrgð verði veitt ÍE er í hönd- um ríkisstjórnar- innar og ég treysti ráðherrum hennar til að halda skynsamlega á þessu máli. ÓIafur Örn Haraldsson, DV, 30. september. EKKERT LIGGUR Á Það er í tísku þessa dagana að skipa menn í stöður til bráða- birgða. Jón Sigurðsson, DV, 30. september. EÐA BARA SÆTTA SIG VIÐ HANA Besta leiðin til að berjast við vömbina er að taka á henni af heiðarleika og skynsemi. Gaui litli. Viðskiptablaðið, 25. september. Akureyringar halda til Færeyja: Ræða samskipti við Vága AKUREYRI „Þeir komu til okkar í vetur og ræddu samband sveitar- félaganna. Nú höldum við til þeirra og ræðum þetta frekar,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Hann fer fyrir fimm manna sendi- nefnd Akureyr- arbæjar sem hélt í gær til Vága í Færeyj- um til að ræða samstarf bæjanna. Kristján segir ómögulegt að segja til um hvað komi út úr þess- um viðræðum. „Við gerum ráð fyrir að taka þessa fremur rólega. Vinna að því að efla tengsl þess- ara tveggja byggðarlaga, sérstak- lega á sviði menningarmála. Ég hef ekki trú á því að við tökum upp formlegt vinabæjarsamband strax. Ég geri frekar ráð fyrir að við prófum okkur fyrst áfram.  KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Endurgjalda heim- sókn sveitarstjórnar- manna úr Vogum frá síðasta vetri. Bæjarstjórinn á Akranesi: Eindregin krafa að ríkið borgi sitt FJÁRHAGSVANDI „Vandinn hér á Akranesi, eins og víða annars staðar, er verulegur,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Hann segir að skuldir dvalar- heimilisins Höfða vegna ófull- nægjandi dvalargjalda nema tug- um milljóna króna. „Það er ein- dregin krafa okkar að ríkið standi undir daggjöldum sem standa undir starfseminni.“ Annars segir hann að hætt sé við að grafið sé undan þessum þætti velferðar- kerfisins.  Eigandi skyndibitastaðar í Kína: Dæmdur til dauða PEKING, AP Chen Zhenping, eigandi skyndibitastaðar í borginni Nanj- ing í austurhluta Kína, hefur ver- ið dæmdur til dauða fyrir að eitra matinn hjá samkeppnisaðila sín- um með þeim afleiðingum að 38 manns létu lífið og um 300 manns veiktust alvarlega. Atburðurinn átti sér stað fyrir tveimur vikum. Maðurinn viðurkenndi við yfir- heyrslur hjá lögreglu að hafa eitr- að matinn vegna afbrýðisemi sinnar í garð keppinautarins. Not- aði hann rottueitur til verknaðar- ins.  BYGGINGAR „Ég er alinn þarna upp að hluta og lít svo á að nú sé ég kominn heim,“ segir Ernir Snorrason geðlæknir sem byggt hefur sér einbýlishús, sundlaug, reiðskemmu, hest- hús og hlöðu í Seljabrekku í Mosfellsdal þar sem leiðin liggur til Þingvalla. Bú- garður geðlæknis- ins sést vel frá vegi og hefur vak- ið athygli fyrir smekkvísi og lág- stilltan glæsileika. „Ég er með 30 hross og bý hér með fjölskyldu minni sem telur tvö börn sem reyndar bæði eru búsett erlendis um þessar mundir,“ segir Ernir sem stofnaði deCODE með Kára Stefánssyni en dró sig fljótt út úr því samstarfi og hefur látið hafa eftir sér í blaðaviðtölum að hann hafi nú meiri áhuga á hrossarækt en erfðamengi mannsins. Eitt sinn spurður um viðskilnað sinn og Kára og deCODE segir Ernir söguna af því þegar hann tefldi eitt sinn við Kára og hafði betur. Þegar Kára varð ljóst að skákin var töpuð velti hann skákborðinu um koll. Lærdómurinn sem Ernir dró af þessu var sá að menn ættu ekki að tefla við vini sína. Og þá líklega ekki heldur að reka fyrir- tæki með þeim. „En ég vona að þetta sé nú allt á réttri leið hjá deCODE og þeim gangi vel í framtíðinni. Maður getur ekki annað en vonað að svo verði,“ segir Ernir Snorrason sem neitar því að hann hafi feng- ið mikið fyrir sin snúð þegar hann seldi hlut sinn í deCODE. „Það var ekkert hægt að selja þetta þá,“ segir hann sáttur og sæll í sveitinni sinni við Þing- vallaveginn. eir@frettabladid.is Hestabúgarður geðlæknisins Ernir Snorrason stofnaði deCODE með Kára Stefánssyni. Hann hefur nú byggt sér hestabúgarð í Seljabrekku við Þingvallaveg. Er með 30 hross og segist vera kominn heim. BÚGARÐURINN Seljabrekka við Þingvallaveg. Einbýlishús, sundlaug, reiðskemma, hesthús og hlaða. Og þá líklega ekki heldur að reka fyrirtæki með þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.