Fréttablaðið - 01.10.2002, Page 10

Fréttablaðið - 01.10.2002, Page 10
10 1. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS STJÓRNMÁL Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíus- sonar Áhugamaður um íþróttir skrifar: Ég hnaut um athyglisverðastaðreynd um daginn. Hún er sú að rétt rúmlega 1% af kosnað- inum við fjölnota íþróttahúsið á Þórssvæðinu hefði nægt til þess að greiða niður skuldir Körfuknattleiksdeildar Þórs. Það hefði á móti orðið til þess að ekki hefði þurft að draga meistara- flokk karla í körfuknattleik úr keppni í úrvalsdeild og gjör- breytt stöðu deildarinnar. En kom bærinn til bjargar? Nei, svo sannarlega ekki. Það heyrðist vart múkk úr fílabeinsturni þín- um þvert ofan í það sem þú og þínir „menn“ höfðu látið í veðri vaka fyrir kosningar. Eftir stend- ur að Akureyringar eiga ekki lengur körfuknattleikslið meðal þeirra bestu og illa hefur verið vegið að íþróttinni fyrir norðan og rauninni um land allt. Hvað varð um yfirlýsingarnar um að vilja eiga úrvalsdeildarlið í öllum greinum? Hvað varð um yfirlýs- ingarnar um að hér yrði haldið úti körfuknattleiksliði meðal þeirra bestu? Hefur þú, Kristján, ef til vill líka vald til þess að ákveða hvaða íþróttir fá að lifa og hvaða íþróttir fá að deyja? Mér er spurn?  ÍDV í gær var auglýsing á blað-síðu 9 undir yfirskriftinni: Nær auglýsingin þín alla leið? Undir spurningunni eru tvær myndir; önnur af manni að lesa DV og hin af plastpökkum með Fréttablaðinu liggjandi í garðshorni. Undir mynd- unum er spurt: Hvar auglýsir þú? Ætli þetta sé ekki í þrettánda sinn sem DV birtir þessa auglýs- ingu? Hún birtist títt fyrir um tveimur mánuðum en hefur ekki sést lengi. Hún poppar núna upp í kjölfar þess að Fréttablaðið og Morgunblaðið sögðu frá niðurstöð- um fjölmiðlakönnunar Gallups um lestur dagblaða. DV hefur hins veg- ar ekki enn greint lesendum sínum frá þessum niðurstöðum. Nú er DV auðvitað í sjálfsvald sett hvort þeir greini lesendum frá stöðu blaðsins á dagblaðamarkaði. En það ber vott um einhvern furðu- legan greindarskort að ætla sér að telja mönnum trú um að blað sem lesið er að meðaltali af 32 prósent landsmanna sé tryggari leið aug- lýsenda að viðskiptavinum en blað sem lesið er af 49 prósentum. Hér er miðað við landið allt. Munurinn á lestri á höfuðborgarsvæðinu er 71 prósent á móti 31 prósenti; Frétta- blaðinu í hag. Auk greindarskorts ber þessi auglýsing einnig vott um skort á siðsemi. Hverjum dettur í hug að sýna vöru eða þjónustu samkeppn- isaðila með þessum hætti? Er eitt- hvert bílaumboð svo skyni skropp- ið að því dytti í hug að auglýsa bíla sína við hliðina á klesstum bílum frá samkeppnisfyrirtækjum? Myndin af pökkunum með Frétta- blaðinu sýna aðeins vinnusvik fyrrverandi starfsmanns. Ekkert annað. Notkun DV á henni afhjúp- ar hins vegar siðleysi aðstandenda blaðsins. Aðalritstjóri DV hefur skrifað nokkra leiðara um siðferði í við- skiptum og dásamað þar góðan orðstír sinn sem aldregi muni deyja. Mest af þessum skrifum hafa verið álíka smekkleg og minningargreinar sem líkið sjálft skrifar. Framkoma aðalritstjórans sýnir hins vegar að hann metur siðferði svo; að það séu kvaðir á að aðrir geri sem hann óskar helst. Honum sjálfum sé hins vegar allt leyfilegt. Fyrir viku birti DV viðtal við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, í helgarblaði sínu. Í sama tölublaði reyndi aðal- ritstjóri DV í leiðara að gera lítið úr ummælum Össurar í viðtalinu. Aðalritstjóranum er því ekki að- eins í mun að sanna hversu siðlítill hann er í viðskiptum heldur einnig hversu rislítill hann er sem rit- stjóri. En aðalritstjórum er sjálf- sagt ýmist leyfilegt sem venjuleg- um leyfist ekki.  Siðlítill siðaumvandari skrifar um undarlegan tvískinnung aðalritstjóra DV í siðferðismálum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF Er meltingin í ólagi? Er heilsan ekki eins og best verður á kosið? Vita Biosa er afrakstur 20 ára rannsókna og fólk í yfir 100 löndum sækir sér heilsubót til þessa fæðubótarefnis nú. Jurtadrykkurinn er blanda af kryddjurtum og öðrum plöntum sem eru gerjaðar með sérstakri blöndu af mjólkursýrugerlum. Vita Biosa vinnur ekki eingöngu að hreinsun líkamans heldur stuðlar drykkurinn einnig að því að jafnvægi náist í öllum líkamanum. Eftirfarandi kynningar verða í apótekum Lyfju milli kl. 14.00 og 17.00 Í dag 1. okt. Lyfja Smáratorgi Miðvikudag 2. okt. Lyfja Setbergi Fimmtudag 3. okt. Lyfja Grindavík Föstudag 4. okt. Lyfja Lágmúla www.lifskraftur.is BERLÍN, AP „Þessi skattaumræða fer ákaflega í taugarnar á mér,“ sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, í gær. Bæði jafnaðarmenn og græningjar fullyrtu í gær að engar skattahækkanir stæði fyrir dyrum, þrátt fyrir að sumir ráða- menn í flokkunum báðum hafi ver- ið með yfirlýsingar um það. „Sumt fólk talar hraðar en það hugsar,“ sagði Schröder. Flokkarnir eru þessa dagana að ræða um endurnýjun stjórnarsátt- mála síns eftir þingkosningarnar í september. Jafnaðarmenn töpuðu verulega í kosningunum en Græn- ingjar unnu mikinn sigur sem dugði til að stjórnin hélt meirihluta sínum á þingi. Hægri menn í Þýskalandi gripu yfirlýsingar stjórnarliða um skatta- lækkanir á lofti og beindu spjótum sínum að Schröder. Hann hafi verið að ljúga blákalt fyrir kosningar þegar hann lofaði því að skattar yrðu ekki hækkaðir. Í staðinn fyrir að hækka skatta ætlar ríkisstjórnin að freista þess að draga saman ríkisútgjöld, sem mælist reyndar einnig misjafnlega vel fyrir.  Schröder svarar gagnrýni: Engar skattahækk- anir á döfinni SCHRÖDER OG SCHOLZ Gerhard Schröder kanslari, fjær á mynd- inni, og Olaf Scholz, nýkjörinn formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins. Matarverð og einkavæðing Samfylkingin hefur áhyggjur af matarverðinu og bendir á að verð hér sé hærra en í löndunum í Evrópusambandinu. Vinstri-grænir vilja að einkavæðingarnefnd verði lögð niður. Þingflokkur Vinstri-Grænnavill að framkvæmdanefnd um einkavæðingu verði lögð nið- ur. Flokkurinn hyggst bera upp tillögu þessa efnis á Alþingi sem hefst í dag. Ögmundur Jónasson, formað- ur þingflokksins, sagði á blaða- mannafundi í gær að ríkisendur- skoðun ynni nú að beiðni VG að ítarlegri skoðun á öllu starfi einkavæðingarnefndarinnar. Til- efni til skoðunar á nefndinni væru ærin en kveikjan að því að rannsóknarbeiðni var sett fram í byrjun ársins væri misheppnuð einkavæðing Landssímans. Ögmundur sagði VG hafa átt fund með ríkisendurskoðun í síð- ustu viku. Þar hefði komið fram að málið væri enn í vinnslu. „Það er fráleitt annað en að einka- væðingu verði frestað á meðan,“ sagði Ögmundur. Þingflokkur VG boðaði einnig frumvarp sem bannar að eigend- um stofnfjár í sparisjóðum sé greitt meira fyrir bréfin en sem svarar til nafnverðs þeirra að viðbættum verðbótum. Kolbrún Halldórsdóttir al- þingismaður sagði á fundinum að VG myndi áfram vinna að því að fletta ofan af þeirri „bábilju“ sem stjórnarflokkarnir haldi fram að stóriðja væri Íslending- um efnahagsleg nauðsyn. VG væri að láta vinna að saman- burði af ávinningi af stóriðiðju og ávinningi fyrir þjóðarbúið af því að Landsvirkjun væri látin greiða niður skuldir sínar á næstu sextán árum. Þingmennirnir gagnrýndu í þessu sambandi þá leynd sem hvíl- ir yfir orkuverði til stóriðju.  Matarverð var 69% hærra á Ís-landi en í 15 löndum innan Evrópusambandsins árið 2000. Matarverð í Noregi var 62% hærra, en bæði þessi lönd standa fyrir utan ESB. Þetta kom fram á fundi Sam- fylkingarinnar þar sem helstu stefnumál og áherslur flokksins fyrir komandi þing voru kynntar. Flokkurinn hyggst leggja meginá- herslu á neytendur, velferð fólksins og fyrirtæki. Á síðasta þingi lagði Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu Íslands um þró- un verðlagsvísitölu matvæla. Rann- veig sagði að þá hefði komið í ljós að vísitalan hefði hækkað gríðar- lega á síðasta áratug og hún væri enn að hækka. Ennfremur hefði komið í ljós að hjá þeim Norður- löndum, sem hefðu gengið í ESB, hefði vísitalan lækkað. Á komandi þingi hygðist Samfylkingin því leggja fram þingsályktunartillögu, þar sem þess væri m.a. krafist að leitt yrði í ljós hvort ólík tenging landa við Evrópusambandið hafi áhrif á þróun matvælaverðs. „Þær staðreyndir sem hafa kom- ið fram við vinnslu málsins hafa vakið mjög mikla athygli Evrópu- sinna í flokknum,“ sagði Rannveig. „Það hefur komið ljós hvað staða okkar er óhagstæð í samanburði við Evrópu, en líka hversu mikill inn- byrðis munur er milli Norðurland- anna.“ Á komandi þingi hyggst Sam- fylkingin einnig leggja fram tillögu til samanburðar á tekjum banka af vaxtamun og þjónustugjöldum hér á landi samanborðið við Norður- lönd og Evrópusambandslöndin. Þá mun hún einnig leggja fram tillögu um skattfrelsi lágtekjufólks, um flutninga fyrirtækja á landsbyggð- inni og hvernig bregðast skuli við fyrirsjáanlegu ójafnvægi í byggða- málum vegna framkvæmda á Aust- urlandi.  SAMFYLKINGIN KYNNIR SÍN MÁL. VINSTRI-GRÆNIR OPINBERA STEFNUNA.Matarverð 69% hærra á Íslandi Einkavæðing verði stöðvuð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.